Morgunblaðið - 23.02.2003, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN
36 SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
SKEMMUVEGUR
- NÝJA BYKÓHÚSIÐ
Í þessu vel staðsetta húsi er til sölu 675 fm húsnæði á jarðhæð.
Góð aðkoma og næg bílastæði. Mögulegt er að skipta húsnæðinu
upp í fimm 125 fm einingar með innkeyrsluhurðum. Góð
lofthæð. Laust 1. apríl. Upplýsingar gefur Brynjar Harðarson á
skrifstofu eða í síma 896 2299.
Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði Salahverfi Kópavogi - Nýjar íbúðir
Magnús Emilsson löggiltur fasteignasala
Lómasalir 10-12 - Gott verð
Glæsilegar 3ja og 4ra herb. íbúðir með sér-
inngangi í 4ra hæða lyftuhúsi á frábærum
útsýnisstað ásamt stæði í bílageymslu.
Íbúðirnar afhendast fullbúnar án gólfefna,
en með flísalögðu baðherb. og þvottaherb.
Vandaðar Modulia-innréttingar og góð
tæki. Til afhendingar í maí/júní 2003. Verktaki lánar allt að 85% af kaupverði.
Glæsilegar, vandaðar útsýnisíbúðir.
Upplýsingar og sölubæklingar á skrifstofu Hraunhamars –
einnig á hraunhamar.is – Traustur verktaki
Þrastarás 44 - Hf. - Lyfta - Bílskýli
Glæsilegar nýjar íbúðir til afhendingar í
mars nk. Um er að ræða 2ja-3ja og 4ra
herb. lúxusíbúðir í lyftuhúsi auk stæðis í
bílageymslu í vönduðu viðhaldslitlu lyftu-
húsi. Frábær útsýnisstaður. Húsið afhendist
fullbúið að utan (klætt), lóð frágengin, að
innan afhendist íb. fullbúin án gólfefna, bað
og þvottaherb. flísalögð. Teikn. og skilalýs-
ing á skrifst. Byggingarverktaka Feðga ehf. Verð frá 10,9 millj.
FJÖLMENNIR mótmælafundir
sem fram fóru í allmörgum lýð-
ræðisríkjum um síðustu helgi og
skoðanakannanir undangenginna
vikna staðfesta þá andúð sem al-
menningur í Evrópu og víðar ber í
brjósti gagnvart áformaðri árás
Bandaríkjamanna á Írak.
Allt frá hryðjuverkaárásunum á
turnana tvo í New York hinn eft-
irminnilega 11. september hefur
Bush forseti hamrað á því að
Bandaríkin muni berjast af hörku
gegn hryðjuverkasamtökum. Fljót-
lega setti hann fram kenninguna
um öxulveldi hins illa, beindi spjót-
um að Írak og meintri gereyðing-
avopnaeign þeirra og hefur síðan
hamrað á nauðsyn þess að ráða
niðurlögum Saddam Husseins með
innrás í Írak. Handan við staðhæf-
ingarnar um hvers vegna verði að
ráðast inn í Írak blundar sú sterka
tilfinning að olían skipti þarna
máli.
Bandaríkin njóta stuðnings
þjóða heims hvað varðar baráttuna
gegn hryðjuverkasamtökum en
fréttir af viðbrögðum almennings í
Evrópu og ágreiningur þjóðarleið-
toga um fyrirhugað stríð ætti að fá
Bush til að staldra við. Þvert á
móti berast fréttir um að hegna
eigi Þýskalandi fyrir andstöðuna,
flytja þaðan bandarískar hersveitir
og draga úr þýðingarmiklu sam-
starfi í varnarmálum. Þýskaland á
að fá sína lexíu fyrir að hafa beitt
sér gegn innrásaráformum Bush
sem er alvarlegt umhugsunarefni
fyrir aðra samstarfsaðila Banda-
ríkjastjórnar.
Nú reynir á SÞ
Saddam Hussein er hættulegur
einvaldur, um það er ekki deilt.
Fólk óttast að hann ráði yfir eitur-
og lífefnavopnum sem nú hafa
bæst við ógnina um kjarnorku-
vopnaeign. Ef hann hefur yfir ger-
eyðingarvopnum að ráða er það
grafalvarlegt mál. Þess vegna er
mikilvægt að Sameinuðu þjóðirnar
fái að ljúka sinni vinnu. Vestur-
veldin eru klofin í afstöðunni, um-
ræður í öryggisráði Sameinuðu
þjóðanna sýna djúpstæðan ágrein-
ing um hvernig taka eigi á málum.
Blix og ElBaradei segja vopna-
eftirlitsmenn engin ummerki hafa
fundið um að Írakar ráði yfir gjör-
eyðingavopnum þrátt fyrir víð-
tæka leit. Þess vegna verður að
gefa vopnaleitinni meiri tíma og
leita annarra leiða til að ná tökum
á Saddam Hussein en með árás á
landið. Nú skiptir miklu máli að
lagst verði gegn samþykkt nýju
tillögunnar sem boðað er að verði
lögð fram í öryggisráðinu um að
heimila árás á Írak.
Skoðun Samfylkingarinnar
Flokksstjórn Samfylkingarinnar
kom saman í Borgarnesi fyrir
rúmri viku. Í ályktun fundarins
var áformum Bandaríkjastjórnar
um að ráðast inn í Írak harðlega
mótmælt. Fundurinn lagði áherslu
á að Öryggisráð Sameinuðu þjóð-
anna leiti allra leiða til þess að
koma í veg fyrir styrjöld og að
vopnaeftirlitsmenn SÞ fái nægan
tíma til þess að athafna sig í Írak,
í samræmi við ályktun Öryggis-
ráðsins númer 1441, svo að af-
vopnun geti farið fram. Fundurinn
taldi ósannað að stjórnvöld í Írak
séu í beinum tengslum við hryðju-
verkasamtökin al-Kaída og ekki
hægt að hefja stríð á þeirri for-
sendu. Stríðsátök í Írak munu
bitna á óbreyttum borgurum, kon-
um og börnum sem ekkert hafa til
saka unnið, og kalla ómældar
hörmungar yfir íbúa Miðaustur-
landa.
Samfylkingin lýsir í ályktuninni
áhyggjum af nýrri aðferðafræði
Bandaríkjastjórnar í alþjóðasam-
skiptum vegna baráttunnar gegn
hermdarverkum, og telur að í und-
irbúningi framboðs Íslands til setu
í Öryggisráði SÞ muni verða að
styrkja sjálfstæði utanríkisstefnu
Íslands.
Í upphafi 21. aldar verður að
vænta þess að Sameinuðu þjóð-
irnar séu færar um að leysa alvar-
lega deilu sem þessa með öðrum
hætti en í stríði.
Innrás harð-
lega mótmælt
Eftir Rannveigu
Guðmundsdóttur
„Í upphafi
21. aldar
verður að
vænta þess
að SÞ séu
færar um að leysa alvar-
lega deilu með öðrum
hætti en í stríði.“
Höfundur er þingmaður
Samfylkingarinnar.
HVAÐ eiga flytjendur tónlistar
lengi að sitja hljóðir undir óvönd-
uðum skrifum tónlistargagnrýn-
enda, fólks sem launað er af dag-
blöðum til að fjalla faglega um
verk þeirra, fólks sem oftar en
ekki á síðasta orðið um listsköpun
sem er afrakstur af margra mán-
aða þrotlausri vinnu? Skrif tónlist-
argagnrýnanda Morgunblaðsins
um heildarflutning á Jólaóratóríu
Bachs á þrennum tónleikum á veg-
um Sinfóníuhljómsveitar Íslands í
Hallgrímskirkju dagana 5.–7. des-
ember sl. voru með þeim hætti að
eigi verður þagað lengur. Þessir
jólatónleikar voru metnaðarfullt
verkefni, þar sem allir sex hlutar
óratóríunnar voru fluttir á þrenn-
um tónleikum í tilefni af 20 ára af-
mæli Mótettukórs Hallgríms-
kirkju.
Eðlilegt er að listrýnir taki mið
af umfangi þess verkefnis sem til
umfjöllunar er. Umfjöllun um
þriggja tíma langa Jólaóratóríu
Bachs ætti að útheimta meiri
vinnu og fleiri dálksentimetra í
blaði en til dæmis umfjöllun um
hefðbundna jólatónleika þar sem
sömu lögin eru flutt ár eftir ár.
Vinnubrögð gagnrýnanda Mbl. í
þetta skipti voru ekki í samræmi
við þessa eðlilegu kröfu og ekki til
sóma fyrir höfund sinn. Þar var
ekki viðhöfð sú fagmennska sem
ætla má að samræmist metnaði
ritstjórnar Morgunblaðsins. Lang-
ar mig að rökstyðja það með
nokkrum orðum.
Í umfjöllun gagnrýnandans er
ekki reynt að gera lesendum grein
fyrir umfangi eða sérstöðu verks-
ins eða setja flutninginn í eitthvert
samhengi við fyrri flutning ís-
lenskra tónlistarmanna á verkinu.
Ekki er lagt mat á túlkun, fram-
setningu eða heildaráhrif flutn-
ingsins. Tilviljun ein virðist ráða,
hvort einsöngvarar eða einleikarar
í kröfuhörðum hlutverkum séu
nefndir til sögu og veigamikið
hlutverk kórsins er nánast alveg
sniðgengið. Hvað fjallaði gagnrýn-
andinn þá um?
Ríkarður Örn Pálsson tónskáld
og gagnrýnandi hefur í mörg ár
notað hvert tækifæri til að rægja
Hallgrímskirkju fyrir mikinn eft-
iróm hennar í umfjöllun sinni,
jafnvel líka þegar hann hefur
fjallað um tónleika í öðrum
kirkjum. Virðist hann haldinn
slíkri þráhyggju að varla getur tal-
ist eðlilegt, líkja mætti þessu við
einelti. Þegar hann gagnrýndi
flutninginn á Jólaóratóríunni í des-
ember yfirskyggði „gömul ónota-
kennd“ vegna „hins afleita og al-
ræmda ofhljómburðar“ sem
„afskræmdi hljómlistina“ og
minnti hann helst á „delerium
tremens“. Þetta eru lýsingar sem
varla geta átt sér hliðstæðu í list-
rýni dagblaða og spurning hvort
almenn þekking lesenda á deler-
ium tremens gagnist þeim til að
skilja gagnrýnandann.
Upp í hugann komu fyrri skrif
Ríkharðar, sum bæði fróðleg og
skemmtileg, en þegar Hallgríms-
kirkja á í hlut ber allt að sama
brunni. Hann virðist eiga í mun
meiri erfiðleikum með heyrn sína í
þessu húsi en gerist með fólk sem
enn er á besta aldri. Sem dæmi um
þetta skulu nefndir tónleikar árið
1998, þar sem m.a. var flutt 25
mínútna langt verk fyrir selló og
orgel, þar sem sellóið er í mjög
stóru hlutverki, raunar mun
stærra en orgelið. Gagnrýnandinn
kallaði þetta frumlega valið „org-
elverk“ (!) og hældi organistanum
fyrir „hnitmiðaða“ túlkun. Hann
hafði hvorki heyrt né séð að leikið
var á selló, þótt sellóleikarinn sæti
á háum palli í augsýn allra. Getur
slíkur dómari fjallað af sanngirni
um svo margbrotið tónverk sem
Jólaóratórían er á tónleikum á
þessum stað? Sú staðreynd að
þessi „dómari“ á sífellt erfiðara
með að heyra í Hallgrímskirkju
vekur hjá mér þá grunsemd að
eitthvað sé að bresta í heyrn hans.
Það er vel kunnugt að Hallgríms-
kirkja er vegna stærðar sinnar og
byggingarlags með langan eftir-
hljóm, sem hefur bæði kosti og
galla. Að þessu leyti er kirkjan á
bekk með mörgum frægustu
kirkjubyggingum veraldar, sem
hafa verið sköpunarstaðir margra
af merkustu tónverkum kirkjunn-
ar. Það er líka vitað að um allan
heim er Jólaóratórían flutt í
kirkjum sem margar hverjar hafa
enn lengri eftirhljóm en Hall-
grímskirkja. Ef Ríkarður býst við
samskonar hljóðmynd á tónleikum
og hann fær við hlustun á upptöku
heima í stofu hlýtur hann að verða
fyrir vonbrigðum hvar sem hann
ber niður í kirkju eða konsertsal.
Ef hann telur sig betur settan með
heyrnartól á eyrunum á tónleikum
á hann ekki að sækja tónleika,
hvað þá að dæma þá.
Ég ætla hér ekki að elta ólar við
ýmsar „faglegar“ athugasemdir
Ríkarðar sem hann setur fram í
sínum „delerium tremens“ og
styrkja enn þá skoðun mína að
ekki sé nægilega vel staðið að
skrifum hans. Eru tónlistargagn-
rýnendum ekki búnar nægjanlega
góðar aðstæður, tími eða laun til
að sinna starfi sínu svo sómi sé að?
Eigum við flytjendur tónlistar
virkilega ekki betra skilið? Eftir
tuttugu ára starf við tónlistarflutn-
ing í Hallgrímskirkju, sem að jafn-
aði dregur að fleiri áheyrendur á
tónleika en nokkur önnur kirkja
hér á landi, hafandi stjórnað frum-
flutningi stórverka á borð við
Passíu Hafliða Hallgrímssonar og
Jólaóratóríu Johns Speight, auk
flutnings fjölda stærri og smærri
kirkjutónverka við frábærar und-
irtektir þakklátra áheyrenda, leyfi
ég mér að spyrja gagnrýnandann:
Hvar áttum við tónlistarfólkið við
Hallgrímskirkju að flytja þessa
tónlist? Í Háskólabíó, í Laugar-
dalshöll, í öðrum kirkjum? Gott
væri ef hann gæti svarað þessum
spurningum á ábyrgan hátt.
Ég vil nota tækifærið til að
þakka hljóðfæraleikurum í Sinfón-
íuhljómsveit Íslands, einsöngvur-
um og Mótettukór Hallgríms-
kirkju fyrir frábæran flutning á
Jólaóratóríu Bachs í desember sl.,
einnig Ríkisútvarpinu, sem
hljóðritaði tónleikana og gladdi
með því útvarpshlustendur á jóla-
nótt. Upptakan er enn einn vitn-
isburðurinn um það hve Sinfón-
íuhljómsveit Íslands er mikil
úrvalssveit. Ég vona að gagnrýn-
anda Morgunblaðsins hafi með
umfjöllun sinn ekki tekist að varpa
skugga á minningar þakklátra
áheyrenda um Jólaóratóríuna í
Hallgrímskirkju.
Delerium tremens tón-
listargagnrýnanda
Eftir Hörð
Áskelsson
„Hjá mér
vaknar sú
grunsemd
að eitthvað
sé að bresta
í heyrn hans.“
Höfundur er kirkjutónlistarmaður
og var Borgarlistamaður Reykja-
víkur 2002.
GAGNASAFN
MORGUNBLAÐSINS
mbl.is