Morgunblaðið - 23.02.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
6 SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
A
Ð KOMA inn í skáksalinn á Kjarvalsstöðum er eins og að
eigra inn í dómkirkjuna í Mílanó. Hnausþykkt andrúm af
fórnum, hrókeringum og biskupum. Í stað þess að spilað sé
á svartar og hvítar nótur orgelsins, þá er spilað á svörtum
og hvítum reitum taflborðsins. Mótsgestir eru andaktugir
á svipinn, jafnvel þeir sem rétt kunna mannganginn. Skákmeistarar
sitja með spenntar greipar, líkt og í bljúgri bæn – og á eftir Faðir vorinu
kemur innblásið skák og mát.
Einu sinni var heimsmyndin svarthvít. Það var árið 1981 – á dögum
kalda stríðsins. Þá stóð yfir einvígi Karpovs og Kortsnojs. Karpov var
skilgetið afkvæmi Kremlar, en Kortsnoj olnbogabarnið, sem hafði orðið
landflótta frá Sovétríkjunum. Fjölskyldan, eiginkona og börn, fengu
ekki að fylgja honum. Og til voru þeir sem veltu fyrir sér hvort það hefði
íþyngjandi áhrif á frammistöðu hans í einvíginu við sovéska heims-
veldið. Þannig var andófsmaðurinn Kortsnoj fulltrúi
hins frjálsa vestræna heims, eins og Fischer hafði verið
í Reykjavík tæpum áratug fyrr. Þá fór föðursystir mín
með aldraðri konu í Laugardalshöll til að fylgjast með
einvíginu. Gamla konan kunni ekki mannganginn. Hún
var bara komin þangað til að sjá Fischer vinna Spasskí,
enda sagði hún stundarhátt annað slagið:
– Fer ekki Fischer að vinna helvítis Rússann?
Svarthvítu reitirnir náðu til Akureyrar. Tveir drengir í Vanabyggð
voru nýbúnir að uppgötva töfra skáklistarinnar. Í endalausum einvígj-
um vildu báðir vera Kortsnoj. Sem raunar kom í heimsókn á þessum ár-
um til foreldra minna og ætlaði móðir mín að gera vel við hann með því
að gefa honum heilagfiski. Við litla hrifningu.
Ef við Skafti hefðum verið tíu ára í lok níunda áratugarins hefðum við
eflaust skipst á um að vera Jóhann Hjartarson. Þá hefði Kortsnoj verið
skálkurinn; bragðarefurinn af gamla rússneska skólanum sem truflaði
einbeitinguna hjá Jóhanni með því að blása framan í hann vindlareyk og
arka stöðugt í sjónlínu um dúandi sviðið þegar Jóhann átti leik – eins og
drottningin væri týnd og hann væri að leita að henni.
– Kortsnoj er búinn að leika aftur, er hrópað í salnum.
– Týpískur Kortsnoj, segir Margeir Pétursson, sem sér um skákskýr-
ingar í almenningnum á Kjarvalsstöðum, og bætir við: Hann hugsar
langt fram í tímann og síðan leikur hann hratt – bara til að ergja and-
stæðinginn. Þetta eru leiðindi af hugsjónaástæðum.
– Hann hótar biskup e6 skák, kallar einhver.
– Biskup e6 skák, endurtekur Margeir alvarlegur og yfirvegar stöð-
una. Svo hváir hann: Kortsnoj er að tefla ódauðlega skák – þrjóturinn.
Og bætir við í gamansömum tón:
– Afsakið fordómana. Hann teflir vel þó ekki megi svæla andstæðing-
inn.
Næst skoða spekingarnir skák piltungsins Luke McShane, sem af
ungæðislegu útlitinu að dæma gæti verið að taka þátt í fjölteflinu með
krökkunum hinum megin í húsinu.
– Ég þekki ekki skákstílinn; hann byrjaði að tefla eftir að ég hætti,
segir Margeir og brosir út í annað. Þegar hann kryfur skákina og veltir
vöngum yfir ábendingum úr salnum, þá virðist þetta einföld íþrótt. Allir
frasarnir sem heyrast bæði auðskiljanlegir og sjálfsagðir:
– Svartur er kóngnum yfir.
– Þetta er nú ekki fagurt. En skák er ekki fegurðarsamkeppni.
– Larsen sagði að ef maður væri með hrók, frípeð og riddara, þá ynni
maður alltaf.
– Hrókurinn nýtist vel ef endataflið fer fram á báðum vængjum.
– Þetta var nú kallaður svíðingur í gamla daga.
Sumir kynnu að halda að skák væri andfélagsleg. Hópur af þegj-
andalegum karlmönnum á sviði sem horfast ekki í augu. En í nálægð-
inni þurfa menn ekki að opna munninn til að hrópa hver á annan. Lát-
bragðið felst í líkamsstöðu og -beitingu, handahreyfingum og
umhugsunartíma. Svo fer tjáningin fram á taflborðinu; þar rekast hugs-
anirnar á. Eins og í eldhúsdagsumræðum, nema manngangurinn er
tungumálið.
Hinn ungi McShane stendur upp og gengur úr salnum. Um leið og
dyrnar lokast leikur Shirov. Ein og hálf mínúta líður áður en McShane
nær að setjast aftur. Hann leikur á stundinni. Og slær á klukkuna.
– Donk.
Shirov svarar strax.
– Donk.
Hver sláttur á klukkuna jafngildir nýrri ályktun Sameinuðu þjóðanna
gegn Írak. Þetta er hjartslátturinn á skákmótum.
– Donk.
Hannes Hlífar sækir að kóngnum.
– Donk.
Macieja ryðst fram.
– Donk.
Kortsnoj hallar sér ýmist fram eða aftur í skákinni gegn Stefáni
Kristjánssyni, sem er fimmtíu árum yngri og á leik. Nú hallar hann sér
fram; nú aftur. Svo gægist hann reglulega yfir gleraugun á Stefán, sem
virðist ná að einbeita sér að skákinni. Er þetta til að koma honum úr
jafnvægi? Loks stendur hann upp og skoðar aðrar skákir. Stefán lætur
ekki slá sig út af laginu.
Sokolov gengur úr salnum með kaffibollann, ef til vill að ná í áfyllingu.
Luke McShane er með tómt glas. Ætlar enginn að gefa honum mjólk?
Morgunblaðið/Ómar
Skákað á
Kjarvalsstöðum
SKISSA
Pétur Blöndal
tók sér stöðu
með tafl-
mönnunum á
skákborðinu
ÞETTA er mjögskemmtilegt og égætla að haldaáfram á þessari
braut í haust,“ segir Stein-
unn Hreinsdóttir, sem byrj-
aði í framhaldsnámi í starfs-
tengdri siðfræði við Háskóla
Íslands fyrir ári, þegar nám-
ið var sett á dagskrá, og út-
skrifaðist í gær, laugardag,
fyrst allra.
Um árs framhaldsnám er
að ræða og segist Steinunn
Hreinsdóttir því vera á áætl-
un en skólafélagar sínir ætli
flestir að ljúka náminu í vor.
Skilyrði til inntöku er að
nemendur hafi lokið háskóla-
prófi og er Steinunn t.d. með
BA-próf í dönsku frá Há-
skóla Íslands, Cand.fil.-próf í
dönsku frá Kaupmannahafn-
arháskóla og magisterpróf í
norrænum bókmenntum frá
sama skóla 1987. „Þetta er
mjög skemmtilegt nám og
allt sem því fylgir,“ segir
Steinunn, „og það kveikir í manni
að halda áfram í mastersnámið.“
Siðfræðin á mikið erindi
Steinunn er flugfreyja hjá Flug-
leiðum, kennir í tungumálaskóla fé-
lagsins og hefur auk þess kennt við
Háskóla Íslands með náminu fyrir
utan það að reka heimili með eig-
inmanni og 11 ára syni þeirra.
„Sumarið 2001 las ég viðtal Gunn-
ars Hersveins við Salvöru Nordal,
forstöðumann Siðfræðistofnunar
HÍ, í Morgunblaðinu, þótti efnið
mjög spennandi, hringdi í hana í
kjölfarið og skráði mig í námið,“
segir hún um skyndilegan náms-
áhuga eftir meira en áratuga fjar-
veru frá háskólanámi. „Siðfræðin á
líka svo mikið erindi til okkar um
þessar mundir og það er vaxandi
áhugi á henni í samfélaginu. Það
hafa verið svo miklar breytingar í
þjóðfélaginu með hraðri tæknivæð-
ingu og þessi hraða þróun í nútíma-
þjóðfélaginu kallar á aukna um-
ræðu um málið. Eins er sagt að
heilbrigðisstéttirnar hafi end-
urvakið siðfræðina með aukinni
tækni, framförum og nýjungum, en
tæknin er víða orðin svo fullkomin
að það myndast togstreita á milli
hennar og eigin dómgreindar. Þá
vakna ýmsar spurningar, eins og
högum við okkur rétt í tækniþróun-
inni? Þetta á ekki aðeins við um
heilbrigðisstéttirnar heldur á sviði
menntamála og hjá fyrirtækjum.
Aðalatriðið er að það er mjög nauð-
synlegt að huga betur að innri sam-
skiptum.“
Siðferðislegar
dyggðir í starfi
Lokaritgerð Steinunnar fjallar
um siðferðislegar dyggðir í starfi.
Hún segir að til þess að ná góðum
árangri í starfi og settum mark-
miðum þurfi að huga að góðum
hæfileikum starfsmanna, árangurs-
ríkum samskiptum og starfs-
ánægju. „Góður árangur er ekki til-
viljun,“ segir hún og bætir við að
mikilvægt sé að fyrirtæki hugi bet-
ur að innri samskiptum og rækti
samskiptin við starfsmennina. „Sið-
ferðislegar dyggðir skipta líka
miklu máli. Dyggð er lofsverður
eiginleiki sem er eftirsóknarvert
fyrir manninn að hafa og siðferðis-
leg hugsun þarf auk-
ið svigrúm í fram-
sæknu fyrirtæki, ekki
síst í ljósi þess að við
lifum á tímum stöð-
ugra breytinga.“
Vegna ritgerðar-
innar segist Steinunn
meðal annars hafa
tekið ýtarlegt viðtal
við Unu Eyþórs-
dóttur, starfs-
mannastjóra Flug-
leiða, og nýtt sér
Gallup-könnun.
„Veruleikinn í fram-
sæknu fyrirtæki býð-
ur jafnvel upp á ný
tilbrigði athafna,
dyggða og skap-
gerða,“ segir hún.
„Fyrirtækin verða að
vera sér meðvitandi
um siðferðiverðmæti
og jafnframt opin
fyrir nýjum sam-
skiptamynstrum, nýj-
um víddum og nýjum
gildum. Þess vegna
ber stöðugt að huga
að siðferðislegri
hugsun og innra um-
hverfi fyrirtækja.“
Hluti af starfs-
skyldunum
Steinunn segir að
siðferðislegar dyggð-
ir séu órjúfanlegur
hluti af starfsskyld-
unum og með því að efla samskipti
starfsmanna og siðferðislega hugs-
un sé hægt að mynda sterka liðs-
heild, auka starfsánægju, þróun
starfsmanna og skilvirkni. Aðeins
þannig skapist grundvöllur að end-
urnýjun og breytingum til nýsköp-
unar og framfara.
„Vettvangsrannsókn mín felst í
því að skoða hvers konar siðferð-
islegum dyggðum sé sóst eftir við
ráðningu starfsfólks. Hvaða eig-
inleikum þurfa menn að vera gædd-
ir, er verið að leita að ákveðnum
dyggðum fyrir tiltekin störf og
hvaða leiðir eru til að finna og
virkja þessar dyggðir og með hvaða
hætti er hægt að ná sem bestum ár-
angri allra starfsmanna og um leið
tryggja starfsánægju þeirra.“
Steinunn segir að það sé sjálf-
sögð krafa að yfirmenn og stjórn-
endur hugi ekki aðeins að rekstr-
arþættinum heldur einnig að
mannlega þætti fyrirtækisins og
innra umhverfi, því starfsmenn-
irnir skipti mjög miklu. „Allir
starfsmenn fyrirtækis eða mann-
auðurinn er hornsteinn vinnustað-
arins.“
Góður árangur
ekki tilviljun
Fyrst til að
útskrifast úr
framhalds-
námi í starfs-
tengdri sið-
fræði við HÍ
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Steinunn Hreinsdóttir varð fyrst til að útskrifast úr fram-
haldsnámi í starfstengdri siðfræði við HÍ.