Morgunblaðið - 23.02.2003, Blaðsíða 35
SKOÐUN
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2003 35
æskumenn breytist í áfengis- eða
eiturlyfjasjúklinga og að stuðla
að því að þeir að verði heilbrigðir
og nýtir þjóðfélagsþegnar.
Skilgreiningin á náttúruvernd
miðast við hagsmuni og sjónarmið
mannsins, borins og óborins. Hún
miðast við not mannsins af nátt-
úrunni, þar sem það orð er haft í
þeirri víðtæku merkingu sem
rætt er um hér að ofan. Öll nátt-
úruvernd er í þágu mannsins ein-
vörðungu. Náttúran sjálf (í merk-
ingu 2) hefur enga þörf fyrir
vernd mannsins. Hún spjaraði sig
án hennar í milljarða ára áður en
nokkur maður kom til sögunnar.
Hún er „blind“; breytir og um-
byltir sjálfri sér óaflátanlega án
nokkurrar „fyrirhyggju“. Án
minnsta tillits til afleiðinga þeirra
breytinga og þess, hvort mann-
inum líkar þær betur eða ver. Í
þessum umbyltingum sínum hef-
ur náttúran í tímans rás tortímt
mjög mörgum tegundum lífvera.
Mikilvægt er að gera sér grein
fyrir því að öll átök og árekstrar
út af náttúruvernd, eins og við
þekkjum þá af umræðum í blöð-
um og annarsstaðar, eru í raun
átök milli mismunandi náttúru-
nota. Maðurinn og þarfir hans
skipta hér ein máli en ekki ein-
hverjir þokukenndir „hagsmunir
náttúrunnar“. Einungis menn
hafa hagsmuni. Þeir, einir allra
lífvera, eru færir um að leggja
mat á hag sinn og hvað verða má
honum til framdráttar. En vel að
merkja: Ekki er aðeins um að
ræða hagsmuni núlifandi manna
heldur einnig eftirkomendanna.
Það er einnig mikilvægt að hafa
í huga að möguleikar mannsins til
náttúruverndar, þ.e. möguleikar
hans til að koma í veg fyrir
óæskilegar breytingar, eða draga
úr þeim, og til að stuðla að æski-
legum breytingum, eða koma
þeim af stað, eru mjög takmark-
aðir. Þótt maðurinn, með alla
tækni nútímans, hefði verið til
staðar á síðustu tímum risaeðl-
anna hefði hann ekki getað komið
í veg fyrir að þær dæju út. Hann
hefði heldur ekki getað komið í
veg fyrir Skaftáreldana á sínum
tíma. Hinsvegar hefði hann lík-
lega getað komið mikið til í veg
fyrir afleiðingar móðharðindanna.
Samræming náttúrunota
Sem fyrr segir rekast mismun-
andi not mannsins af náttúrunni
iðulega á. Slíkir árekstrar eru þó
ekkert einkennandi fyrir mismun-
andi náttúrunot. Margvísleg
markmið mannsins og mismun-
andi óskir rekast margoft á. Við
viljum góðar vörur en líka ódýrar
vörur. Við viljum traust og örugg
mannvirki sem eiga líka að vera
ódýr. Við viljum frelsi og við vilj-
um líka öryggi. Við viljum að
flugferðir gangi fljótt og greið-
lega fyrir sig en við viljum líka
vera örugg um borð. Það tvennt
fer ekki ávallt saman, eins og við
erum áþreifanlega minnt á á yf-
irstandandi hryðjuverkatímum,
þar sem flugfarþegar þurfa sums
staðar að mæta þremur tímum
fyrir brottför og tína hvern hlut
upp úr töskunum til að sýna ör-
yggisvörðum. Allir vilja getað
notað hluti úr áli en margir vilja
ekki sjá álver. Og nota rafmagn
en vilja hvergi virkjanir. Ýmsir
sem borða kjöt með bestu lyst
eru algerlega andvígir dýradrápi.
Hvernig á að greiða úr árekstr-
um milli mismunandi náttúru-
nota? Á sama hátt og greitt er úr
árekstrum milli góðrar vöru og
ódýrrar vöru; traustra mann-
virkja og ódýrra; frelsis og ör-
yggis: Með málamiðlun. Æskilegt
væri að sjálfsögðu að geta mælt
mismunandi náttúrunot á sama
kvarða. Þá gætum við hámarkað,
eða bestað, heildarávinning
þeirra. Ennþá er enginn slíkur
mælikvarði til. Þar til hann finnst
verðum við að styðjast við lýð-
ræðislegt ákvarðanaferli, t.d. með
því að fela lýðræðislega kjörnum
fulltrúum almennings að skera úr
ágreiningi.
Höfundur er fyrrv. orkumálastjóri.
Hóll hefur opnað
söluskrifstofu í Kópavogi!
Með þessu stóraukum við þjónustu okkar
við Kópavogsbúa og Garðbæinga. 10 sölumenn
reiðubúnir til starfa fyrir þig. Líttu við hjá okkur í
Hlíðarsmára 15 eða sláðu á þráðinn í síma 595 9090.
Alltaf heitt á könnunni.
www.hofdi.is
Suðurlandsbraut 20
Sími 533 6050
GISTIHÚS - TÆKIFÆRI
Til sölu snyrtilegt og vel rekið gistihús m. 16 herb. í miðbæ Reykja-
víkur. Góður tími framundan m. talsverðum bókunum í sumar.
Kjörið tækifæri fyrir tvo samhenta aðila. Verð kr. 49 millj. Áhv. ca
25 millj. Uppl. gefur Runólfur á Höfða í síma 892 7798.
Ofanleiti - Opið hús frá kl. 14-17
Í dag býðst þér að skoða þessa gullfallegu fjögurra herbergja íbúð á
þessum vinsæla stað í litlu fjölbýli. Sér frístandandi bílskúr fylgir
íbúðinni. Hérna er parket á gólfum, fallegt eldhús og góðar suð-
ursvalir. Þvottahús inn af eldhúsi. Verð 16,5 millj. Vilhelmína tekur
vel á móti ykkur. (2831)
Runólfur Gunnlaugsson viðskiptafræðingur, löggiltur fasteigna- og skipasali
FASTEIGNA
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/
Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali.
Glæsilegt parhús í Laugarásnum
Glæsilegt 257 fm parhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr. Á neðri
hæð eru forstofa, gesta wc, sjónvarpshol, eldhús með ljósum innréttingum
og góðum borðkrók, tvö herbergi, stofa með arni auk borðstofu auk
þvottaherbergis og geymslu. Uppi eru þrjú herbergi auk fataherbergis og
rúmgott baðherbergi. Vandaðar innréttingar, flísar og parket á gólfum.
Afgirtur garður með skjólveggjum og hellulagðri verönd. Hiti í gangstíg og
fyrir framan bílskúr. Áhv. byggsj./húsbr. 7,6 millj. Verð 28,9 millj.
Virkilega skemmtileg og falleg raðhús á góðum stað í Fosslandi. Húsin eru byggð úr timbri
á steyptum grunni og er múrsteinn utan á þeim mjög fallegur og gefur húsunum „öðruvísi"
útlit. Gluggar eru álklæddir sem og hurðar - viðhaldsfrítt. Húsin eru nýlega risin. Verð: Fok-
helt 7,9 millj. Tilb. til innréttinga 10,3 millj. Fullbúin 12,8 millj. Byggingaraðili er Ártak
ehf. Áhvílandi: 7,7 m. kr í 40 ára húsbréfum. Nánari upplýsingar og teikningar á
skrifstofu Árborgar.
Sóltún 1-5
Austurvegi 38 • 800 Selfossi
Sími 482 4800 • Fax 482 4848
Viggó Sigursteinsson
gsm 863 2822
viggo@remax.is
Heimilisfang: Kjóahraun 5.
Stærð húss: 191 fm.
þar af 25 fm innbyggður bílskúr.
Viggó Sig. eignamiðlari sýnir
eignina frá kl. 15-17.
GSM 863 2822.
Verð kr. 20.500.000.
Fallegt tvílyft einbýli á rólegum og
fallegum stað í Hafnarfirði. Húsið
er að miklu leyti tilbúið og skiptist
á eftirfarandi hátt: 4 svefnherbergi,
eldhús, borðstofa, stofa, betri
stofa, tvö baðherbergi, þvottahús
og geymsla. Stór og glæsileg af-
girt timburverönd.
Einbýli - Kjóahraun - OPIÐ HÚS
Hrafnhildur Bridde
lögg. fasteignasali
Opið hús
Eiðistorg 7, Seltjarnarnesi
104 fm 3ja—4ra herb. útsýnisíbúð
Til sýnis og sölu björt og smekkleg 104 fm 3ja-4ra
herbergja útsýnisíbúð á annarri hæð í mjög góðu fjölbýli
á þessum eftirsótta stað. Stutt í alla þjónustu. Húsið var
tekið vandlega í gegn að utan á árinu 2001.
Verð 13,9 m. Áhv. 6,7 m. húsbréf. Brunabóta-
mat 10,6 m. Góð eign á góðum stað. Eignin getur verið
laus og til afhendingar strax.
Árni og Sigrún verða með heitt á könnunni
og taka vel á móti gestum í dag, sunnudag, milli
kl. 13.00 og 18.00 (bjalla 201).
Fasteignasala Brynjólfs Jónssonar,
sími 511 1555.
Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is
533 4800
Í dag ætlar Þórhildur að sýna fallega
sérhæð á 1. hæð í 3-býli. Sérgeymsla
og þvottahús (samt. u.þ.b. 70 fm). Tvö
góð svefnh., stofa og eldhús. Baðher-
bergi með glugga, nýlega flísalagt í
hólf og gólf. Áhv. 5 millj. hjá Bygg-
ingasj. rík. Lækkað verð 9,9 m. 3669
Hrísateigur 5 - Opið hús kl. 14-16
Valdís ætlar að sýna fallega 105,3 fm
4ra herb. íbúð á 2. hæð með stórum
suðursvölum. Íbúðin er búin vönduð-
um og góðum innréttingum. Parket á
gólfi. Mikið skápapláss. Sérbaðh. inn
af hjónaherb. Lækkað verð 15,6 m.
3651
Básbryggja 7 - Opið hús kl. 14-16
Benni og Freyja ætla að sýna í dag
fallegt 220 fm einbýlishús með 40 fm
bílskúr á þessum frábæra stað niður
við golfvöllinn. Húsið er að mestu full-
búið án gólfefna. Glæsilegar stofur
með arni og mikilli lofthæð. Stórt eldhús með vönduðum tækjum. 4 góð
svefnh. Hagstæð lán áhv. V. 23,5 m. 3164
Súluhöfði 28 - Opið hús kl. 14-16
Höfum til leigu glæsilega aðstöðu miðsvæðis í borginni. Um er að ræða
fullkomna skrifstofu- eða þjónustuaðstöðu með öllum þeim tækjabúnaði
og þjónustu sem viðkomandi óskar eftir. Hægt er að fá einingar frá 20-
900 fm. Nánari uppl. veitir Björn Þorri á skrifstofu.
Fyrirtækjahótel
Í dag ætlar Lilja að sýna 131 fm ein-
býlishús staðsett á vinsælum stað í
Þingholtunum með bakgarði. Húsið er
á þremur hæðum. 3-4 svefnherb. Góð-
ar stofur. Mikið endurnýjað. Ath.
gengið inn frá Njarðargötu. V. 16,8 m.
3415
Freyjugata 25a - Opið hús kl. 15-17