Morgunblaðið - 23.02.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.02.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ég er nú eins og fleiri, góði, ég ræð nú alveg hverjum ég býð heim. Blóðbankanum vex fiskur um hrygg 15.000 einingar á ári hverju BLÓÐBANKINNhefur náð góðumáföngum í vexti sínum og endurnýjun hin seinni misseri. Á síðasta ári var blóðbanki á hjólum tekinn í notkun og fyrir fáum dögum var síðan nýju boðunarkerfi blóðgjafa hleypt af stokkunum. Sveinn Guðmundsson er yfirlæknir Blóðbankans. – Segðu okkur fyrst frá þessu nýja boðunarkerf … „Jú, það var á föstudag- inn síðastliðinn að við tók- um þetta kerfi í gagnið. Það er hannað af fyrirtæk- inu Framtíðartækni og gerir okkur kleift að kalla til og koma boðum til blóð- gjafa í gegnum farsíma með SMS, GPRS og tölvu- pósti. Einnig hefur verið settur upp búnaður sem gerir blóðgjöfum kleift að melda sig, skrá sig og tjá sig við okkur beint inn á heimasíðuna www.blodbankinn.is. Það er í sjálfu sér engin nýbreytni fólgin í því að geta sent boð út og suður til fjölda manna, en nýbreytnin fyrir okkur er fólgin í því að boðunar- kerfið býður upp á heilt ferli sam- skipta frá því að við ræsum okkar blóðgjafa og yfir í að þeir festa sér tíma og eru síðan áminntir með pípi klukkutíma fyrir. Þ.e.a.s. allur sá ferill er mögulegur, en menn nýta sér hann í mismiklum mæli.“ – Og þetta mælist vel fyrir? „Já. Blóðbankinn er þess háttar þjónustufyrirtæki að við höfum m.a. gert viðhorfskannanir meðal okkar blóðgjafa til að finna út hug þeirra til innköllunaraðferða okk- ar. Við höfum lengi haft þann hátt- inn á að hringja í blóðgjafa og einnig höfum við sent út bréf. Hringingarnar virka alltaf vel, en bréfin miklu síður. Hins vegar hef- ur verið mjög afgerandi meðal unga fólksins í röðum blóðgjafa að það vill fá skilaboðin frá okkur í farsímann sinn eða tölvuna. Að geta svarað því kalli á þennan hátt er frábært fyrir Blóðbankann. Við erum sem fyrr segir þjónustufyr- irtæki og eitt af meginmarkmið- unum er að þjóna viðskiptavinum okkar sem allra best og reyna að gleðja þá með aukinni hagræðingu og skilvirkni. Þetta fyrirkomulag hjálpar okkur ennfremur að vera öflugri og sýnilegri. Það tók þá fé- laga hjá Framtíðartækni hálft ár að þróa þetta kerfi fyrir okkur og það er svo vel heppnað að þeir eru núna í útlöndum að kynna kerfið fyrir blóðbönkum á Bretlandseyj- um og á Norðurlöndum.“ – Nýja rútan ykkar hlýtur að koma sér vel? „Það er alveg rétt. Rútuna feng- um við að gjöf frá Rauða kross- inum í september á síðasta ári og þar var á ferðinni mikilsverð við- urkenning á okkur sem mikilvæg- um þjónustuaðila. Þessi rúta, sem er fullkomlega búin hjálpar okkur svo um munar að sjá til þess að alltaf séu til nægar birgðir af blóði í land- inu. Rútan gerir okkur kleift að fara reglu- bundið og kerfisbundið um nágrannabyggðirn- ar og að heimsækja stærri fyrir- tækin á höfuðborgarsvæðinu. Við förum í fyrirtæki, í skóla, um Suð- urlandsundirlendið, Reykjanes og allt vestur á Mýrar. Við förum tvisvar í viku á rútunni, erum dag- langt, annan daginn úti á landi og hinn í fyrirtækjum og skólum á höfuðborgarsvæðinu.“ – Þetta hlýtur að hafa mikla þýðingu? „Já, vissulega. Það verður að taka með í reikninginn að það er margt sem getur komið í veg fyrir að manneskja geti gefið blóð. Mik- il aukning er í notkun ýmissa lyfjaflokka í landinu og mörg þeirra lyfja koma í veg fyrir blóð- gjafir og sama má segja um ýmsar bólusetningar sem tilkomnar eru vegna aukinna ferðalaga. Þá má fólk sem hefur fengið tattó ekki gefa blóð fyrst um sinn á eftir og ýmis erindi á sjúkrahúsum, t.d. magaspeglanir koma í veg fyrir blóðgjafir svo eitthvað sé nefnt. Þess vegna er þessi nýja tækni og rútan góða kjörin andsvör til að halda ekki bara í horfinu með blóðgjafafjölda, heldur beinlínis að fjölga þeim. Við höfum fengið marga nýja blóðgjafa þessa fyrstu mánuði sem við höfum haft rútuna til afnota. Við höfum einnig notið meiri velvilja fyrirtækja og stofn- ana því að reiknað hefur verið út svo um munar að rútan hjálpar mjög til við að stytta tímann sem blóðgjafinn er frá vinnu.“ – Hvað eru blóðgjafar margir? „Við erum með um 9.000 virka blóðgjafa og þá er átt við þá sem gefa einu sinni á ári eða oftar. Á Íslandi mega karlar gefa allt að fjórum sinnum á ári, konur þrisv- ar sinnum. Á hverju ári skilar þessi hópur um 15.000 einingum blóðs, en teknir eru 450 ml úr hverjum blóðgjafa í hvert skipti. Meðalaldur blóðgjafa er að lækka og mest er fjölgunin hjá okkur meðal ungra kvenna. Konur eru nú um fjórð- ungur allra blóðgjafa og helmingur yngra fólksins í hópnum. Þetta er mikil breyting á fáum árum.“ – Og hvað gerist næst? „Við erum fimmtíu ára á árinu og hin seinni ár hefur skilningur og viðurkenning á nauðsyn Blóð- bankans aukist verulega. Ljóst er orðið að húsnæðið er löngu orðið ófullnægjandi og það stendur til bóta. Ég gæti best trúað því að bú- ið yrði að ráða fram úr húsnæðis- málum okkar í árslok 2004. Sveinn Guðmundsson  Sveinn Guðmundsson er fædd- ur á Siglufirði 1957. Hann lauk embættisprófi í læknisfræði frá HÍ 1982 og stundaði síðan sér- nám í ónæmis- og blóðbanka- fræðum við Háskólasjúkrahúsið í Uppsölum. Lauk þaðan doktors- gráðu 1993. Hefur verið yfir- læknir Blóðbankans frá árs- byrjun 1995. Sveinn á fjögur börn, en eiginkona hans er Kol- brún Friðriksdóttir, íslensku- fræðingur við Háskóla Íslands. … hringing- arnar virka alltaf vel
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.