Morgunblaðið - 23.02.2003, Blaðsíða 50
DAGBÓK
50 SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM-
AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug-
lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100
kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Eld-
borg og Brúarfoss
koma í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Ljósafoss fer í dag.
Mannamót
Aflagrandi 40. Fé-
lagsvist á morgun kl.
14
Félagsstarf eldri borg-
ara í Mosfellsbæ, Kjal-
arnesi og Kjós. Fé-
lagsstarfið opið mánu-
og fimmtudaga. Pútt-
kennsla í íþróttahúsinu
á sunnudögum kl. 11.
Félagsstarf aldraðra,
Garðabæ. Námskeiðs-
hópurinn í brids mætir
í Garðabergi 26. febr.
kl. 13. Bingó í Kirkju-
hvoli 27. febr. kl. 19.30 í
umsjá Lionsfélags
Garðabæjar. Fé-
lagsvist í Garðabergi
28. febr. kl. 13.
Akstur á bingó og í fé-
lagsvistina samkvæmt
venju.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Kaffistofan
opin kl. 10–13 virka
daga. Morgunkaffi,
blöðin og matur í há-
degi. Aðalfundur FEB
verður haldinn í Ás-
garði, Glæsibæ, í dag,
sunnudag, kl.
13.30.Venjuleg aðal-
fundarstörf. Leik-
félagið Snúður og
Snælda skemmta í hléi.
Húsið opnað kl. 13. Að-
eins þeir sem framvísa
félagsskírteinum hafa
atkvæðisrétt. Dans-
leikur í kvöld kl. 20,
Caprí-tríó leikur fyrir
dansi. Skrifstofa fé-
lagsins er í Faxafeni
12, sími 588 2111.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Dans-
leikur föstudaginn 28.
febr. kl. 20.30. Caprí-
tríó leikur fyrir dansi.
Biljardstofan opin
virka daga frá kl 13.30–
16. Skráning í bilj-
ardklúbbinn í Hraun-
seli, sími 555 0142.
Gerðuberg, fé-
lagsstarf. Á morgun kl.
9–16.30 vinnustofur
opnar, kl. 9.30 sund og
leikfimiæfingar í
Breiðholtslaug, frá há-
degi spilasalur opinn,
kl. 15.15 dans. Allar
upplýsingar um starf-
semina á staðnum og í
síma 575 7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Góugleði verður í Gjá-
bakka fimmtudaginn
27. febrúar kl. 14.
Öldungaráð Hauka.
Fundur nk. miðviku-
dag kl. 20 á Ásvöllum.
Fjölmennum í bollu-
kaffið.
Kvenfélag Hreyfils.
Aðalfundurinn verður
þriðjudaginn 25. febr-
úar kl. 20.
Minningarkort
Krabbameinsfélagið.
Minningarkort félags-
ins eru afgreidd í síma
540 1990 og á skrifstof-
unni í Skógarhlíð 8.
Hægt er að senda upp-
lýsingar í tölvupósti
(minning@krabb.is).
Minningarkort Sjálfs-
bjargar, félags fatlaðra
á höfuðborgarsvæðinu,
eru afgreidd í síma
551-7868 á skrifstofu-
tíma og í öllum helstu
apótekum. Gíró- og
kreditkortagreiðslur.
Minningarkort For-
eldra- og vinafélags
Kópavogshælis
fást á skrifstofu end-
urhæfingardeildar
Landspítalans Kópa-
vogi (fyrrverandi
Kópavogshæli), sími
560-2700 og skrifstofu
Styrktarfélags vangef-
inna, s. 551-5941, gegn
heimsendingu gíróseð-
ils.
Félag MND-sjúklinga
selur minningarkort á
skrifstofu félagsins á
Norðurbraut 41, Hafn-
arfirði. Hægt er að
hringja í síma 565-
5727. Allur ágóði renn-
ur til starfsemi félags-
ins.
Landssamtökin
Þroskahjálp.
Minningarsjóður Jó-
hanns Guðmundssonar
læknis. Tekið á móti
minningargjöfum í
síma 588-9390.
Minningarsjóður
Krabbameinslækn-
ingadeildar Landspít-
alans. Tekið er við
minningargjöfum á
skrifst. hjúkrunarfor-
stjóra í síma 560-1300
alla virka daga milli kl.
8 og 16. Utan dag-
vinnutíma er tekið á
móti minningargjöfum
á deild 11-E í síma 560-
1225.
Minningarkort Minn-
ingarsjóðs hjónanna
Sigríðar Jakobsdóttur
og Jóns Jónssonar á
Giljum í Mýrdal við
Byggðasafnið í Skóg-
um fást á eftirtöldum
stöðum: Í Byggðasafn-
inu hjá Þórði Tóm-
assyni, s. 487-8842, í
Mýrdal hjá Eyþóri
Ólafssyni, Skeiðflöt, s.
487-1299, í Reykjavík
hjá Frímerkjahúsinu,
Laufásvegi 2, s. 551-
1814 og hjá Jóni Að-
alsteini Jónssyni,
Geitastekk 9, s. 557-
4977.
Í dag er sunnudagur 23. febrúar,
54. dagur ársins 2003. Konudag-
ur, Biblíudagurinn. Orð dagsins:
Þú skalt ekki framar hafa sólina
til að lýsa þér um daga, og tunglið
skal ekki skína til að gefa þér
birtu, heldur skal Drottinn vera
þér eilíft ljós og Guð þinn vera þér
geislandi röðull.
(Jes. 60, 19.)
SVOKALLAÐ fé ánhirðis eru peningar
sem enginn er talinn
eiga en einhver stjórnar.
Víða er að finna fé þar
sem eignarhald er
óskýrt eða raunveruleg-
ir eigendur hafa lítið um
ráðstöfun fjárins að
segja. Í Morgunblaðinu
á föstudaginn spyr Helgi
Vilhjálmsson, sem titlar
sig íslenskan ríkisborg-
ara, áleitinna spurninga
í heilsíðuauglýsingu.
Beinir hann spjótum sín-
um að lífeyrissjóðum
eins og í auglýsinga-
herferð á síðasta ári,
sem hann stóð líka fyrir
og kostaði. Þær auglýs-
ingar voru tilnefndar til
verðlauna af samtökum
auglýsenda sem athygl-
isverðasta auglýsing
ársins 2002.
Sjóðir sem ráða yfirkr. 800.000.000.000,
á litlu landi eins og Ís-
landi, hafa meiri völd en
nokkurn gæti grunað,“
segir í auglýsingunni.
Helgi er að velta fyrir
sér hverjir eigi þessa
sjóði, sjái um þá daglega
og hvort stjórnendur
þeirra séu að leggja sig
alla fram. Allir greiði
hvort sem er mán-
aðarlega til lífeyrissjóð-
anna án þess að íhuga
frekar hvað gert sé við
peningana.
Samkvæmt Landsam-bandi lífeyrissjóða
voru heildareignir líf-
eyrissjóða á Íslandi á
miðju síðasta ári um 660
milljarðar króna. Þessir
sjóðir eru oft stærstu
hluthafar í fyrirtækjum
sem færir þeim mikil
völd. Fjárfestingar-
stefna sjóðanna mun
skipta íslenskt við-
skiptalíf miklu í framtíð-
inni þegar miklir sjóðir
safnast upp. Mikilvægt
er að færa þetta fé nær
raunverulegum eig-
endum og leyfa sjóðs-
félögum hvers lífeyr-
issjóðs að kjósa um
menn og málefni á ár-
legum aðalfundum.
Í samantekt Morgun-blaðsins í maí á síð-
asta ári kemur fram að
algengasta leiðin við
ákvarðanatöku um kosn-
ingu stjórnar og breyt-
ingu á samþykktum er
að atvinnurekendur og
verkalýðshreyfingin
skipta á milli sín völd-
unum. „Útfærslan getur
verið ólík en meg-
inatriðið er að á aðal-
fundi ráða þessir tveir
aðilar niðurstöðunni.“
Auka þarf lýðræði í líf-eyrissjóðum svo
fólkið sjálft geti haft
áhrif á ráðstöfun fjárins
sem það hefur safnað –
ekki síst þegar það er
skyldað til þess að spara
og á oft ekkert val um
lífeyrisjóð. Verðmæti
mega ekki vera fjarlæg
raunverulegum eig-
endum. Fé án hirðis fær-
ir mönnum oft völd án
þess að þeir hafi til
þeirra unnið, sem getur
leitt til ábyrgðarleysis.
Menn fara betur með
eigin fé en annarra eins
og dæmin sanna.
STAKSTEINAR
Auglýsingaherferð ís-
lensks ríkisborgara
Víkverji skrifar...
ÞÁ ER þorrinn liðinn með öllumsínum veislumat – að hætti
hússins, eins og gamall nautnasegg-
ur sagði, sem var mikið fyrir súrmat
og ekki skemmdi fyrir hjá honum að
fá staup af brennivíni með góðgæt-
inu. Það hefur verið að færast í vöxt
að ungt fólk, allt niður í börn á leik-
skóla, bragði á þorramat og er það
vel – Íslendingar verða að kapp-
kosta að halda gömlum, góðum, ís-
lenskum lifnaðarháttum við. Þegar
litlum sex ára herramanni var boðið
sérstaklega í þorramat á bóndadag,
24. janúar, með nokkurra daga fyr-
irvara, og honum tjáð að hann
myndi fá að bragða á hval, var hann
mjög spenntur. Kvöldið fyrir þorra-
boðið hringdi snáðinn í ömmu sína
og spurði: Klukkan hvað á ég að
koma?
Móðir drengsins sagði að mesta
spennan hjá honum hefði verið að
sjá hvernig hvalnum yrði komið upp
á borðið, þar sem hvalir eru bæði
stórir og þungir.
Vonbrigðin voru nokkur þegar
hann sá að hvalurinn var borinn
fram á diski – hvalurinn var hvítur
og í sneiðum. Hann var þó ákveðinn
að bragða á lostætinu, en gretti sig
og kom hvalnum frá sér í munn-
þurrku.
Víkverji skildi viðbrögð drengsins
vel, eftir að hann bragðaði á hvaln-
um. Hann var ekki eins góður og á
árum áður, þegar Íslendingar verk-
uðu hvalinn sjálfir – fluttu hann
ekki inn frá Noregi. Norðmenn
kunna ekki að verka hval, þannig að
hann verði mátulega súr og ljúf-
fengur. Það var lýsisbragð af hvaln-
um og eitt stykkið var sem
gúmmískósóli undir tönn.
x x x
ÞAÐ HEFUR verið mikið rætt ogritað um hvernig hægt sé að
leysa atvinnuleysi hér á landi. Vík-
verji telur að sterkur leikur í því að
auka atvinnu sé að leysa fjóra hval-
veiðibáta frá bryggju við Ægisgarð,
opna hvalstöðina í Hvalfirði og hefja
hvalveiðar á ný. Þessi aðgerð myndi
gefa minnst 300 störf og Víkverji
telur að þau yrðu fleiri ef allir
möguleikar í kringum hvalveiðar
yrðu nýttir rétt. Víkverji er þeirrar
skoðunar að mikil ferðamannaaukn-
ing yrði frá Japan, ef auglýstar yrðu
hvalaskoðunarferðir, sýnt hvernig
hvalir eru veiddir og síðan farið með
ferðamennina inn í Hvalfjörð, þar
sem þeir kynntust því hvernig hval-
urinn er verkaður og unninn. Mönn-
um yrði gefið að bragða á hvalafurð-
um, boðið upp á hrátt hvalkjöt sem
vinsælt er í Japan.
Þjóðir í Evrópu hafa verið að
keppast við að fá ferðamenn frá
Japan til sín og það er sama hvar
Víkverji hefur ferðast um í Evrópu,
alls staðar hefur hann séð hópa Jap-
ana með myndavélar – enda eru
þeir manna duglegastir við að festa
á filmu, sem fyrir augu ber. Víkverji
er viss um að straumur japanskra
ferðamanna myndi berast til Ís-
lands, ef hvalveiðar hæfust á ný.
Þeir kæmu frekar til að kynna sér
hvalveiðar og upplifa þær, heldur en
að ferðast um hálendi landsins.
Leysa þarf landfestar.
Tindastóll í 2. sæti
AÐ gefnu tilefni langar mig
til að láta í ljós óánægju
með ósanngjörn skrif
íþróttafréttamanns DV í
garð Tindastólsstúlkna, en
fréttamaður DV sá aðeins
þennan eina leik.
Tindastólsstúlkur stóðu
sig afar vel í úrslitum á Ís-
landsmóti innanhúss.
Tindastóll, Breiðablik og
Fylkir voru saman í riðli og
vann Tindastóll sinn riðil,
sem hlýtur að teljast mjög
gott. Í milliriðli vann síðan
Tindastóll Stjörnuna og
lenti í úrslitum við Breiða-
blik, en mátti lúta þar í
lægra haldi.
Leikar fóru þannig; í
undanúrslitum Breiðablik –
Tindastóll 3-3. Í leiknum
Tindastóll – Fylkir, fór
leikurinn 3-0 fyrir Tinda-
stól. Síðan kom milliriðill
og þá kepptu Tindastóll –
Stjarnan og fór leikurinn
3-1 fyrir Tindastól. Þá voru
Tindastólsstúlkur komnar í
úrslit og kepptu þær við
Breiðablik um fyrsta sætið,
fór leikurinn 3-0 fyrir
Blikastúlkur, og óskum við
þeim til hamingju með Ís-
landsmeistaratitilinn.
Þess má til gamans geta
að Tindastólsstúlkur þurftu
að leggja af stað kl. 6.30 að
morgni keppnisdags og
voru því þreyttar og óút-
hvíldar í lok mótsins.
Því erum við mjög stolt
Tindastólsmenn og -konur
með okkar stelpur og ekki
skemmir það fyrir að flest-
ar okkar stelpur eru á
fyrsta ári í 2. flokki kvenna
og aldursmunurinn að
sama skapi töluverður.
Þess skal að lokum geta
að þjálfari 2. flokks kvenna
er Ása Guðrún Sverrisdótt-
ir, sem hefur náð frábærum
árangri með stúlkunum í
vetur. Til hamingju með 2.
sætið. Áfram Tindastóll.
Kristín Gunnarsdóttir.
Hreinn í
Mosfellsbæ
ERTU búinn að saga ofan
af stóru grænu vösunum
eftir G.E. fyrir mig? Vin-
samlegast hafðu samband
við Ástu í síma 553 8237.
Stella í framboði
ÉG fór í Háskólabíó þriðju-
dagskvöldið 18. febrúar og
sá kvikmyndina Stellu í
framboði. Hún var alveg
frábær og skemmti ég mér
konunglega. Mig langar að
senda þakklæti til Guðnýj-
ar Halldórsdóttur fyrir frá-
bæra mynd og hvet land-
ann til þess að fara og sjá
hana.
Ingibjörg.
Dýrahald
Kettlingar
fást gefins
4 mjög fallegir 2 mánaða
1/4 síamskattablandaðir
kettlingar fást gefins. Upp-
lýsingar í síma 691 2786.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
ÉG var svo óheppin að lenda í slysi hinn
20. nóvember sl. Ég var í viku á Borg-
arspítalanum og þaðan var ég send á
Rauða kross-hótelið. Ég var send heim
16. desember því hótelinu var lokað 20.
desember. Hvað átti ég að gera? Ég var
alveg hjálparlaus þar sem ég er 80 ára
einbúi. Þá datt mér í hug að hringja á
Droplaugarstaði og biðja um ráðgjöf,
því að ég hafði heyrt að eldra fólk gæti
fengið hvíldarinnlögn sem ég hélt að
yrði á Landakoti eða á Borgarspítala. Á
Droplaugarstöðum var erindi mitt bor-
ið undir félagsráðgjafa, Unni Sigurð-
ardóttur, sem kom mér inn í fjórar vik-
ur, þvílík dýrð og dásemd, og fannst
mér sem ég væri komin í himnaríki. Vil
ég þakka henni innilega. Við vorum
tvær í herbergi, ég og Elsa, en hún var
líka í hvíld. Hún var dásamleg. Þvílíkt
starfsfólk, þetta eru allt englar. Ég hitti
aldrei svartan engil. Allt starfsfólkið
var dásamlegt. Vil ég þakka innilega
hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum, að-
stoðarfólki, kokknum fyrir góða mat-
inn, þjálfaranum, hárgreiðslukonunum
og forstöðukonunni, Ingibjörgu Bern-
höft.
Ekki má ég gleyma að þakka þeim
sem sjá um sjúkrabílana, en ég þurfti
mikið að nota þá. Þetta eru alveg
dásamlegir ungir menn og konur. Það
var eins og þau ættu í mér öll bein,
brotin og óbrotin. Þá var fólkið á Land-
spítala Fossvogi dásamlegt. Ég þakka
innilega fyrir mig og Guð blessi ykkur
öll.
Stella María.
Droplaugarstaðir
Morgunblaðið /Arnaldur
Droplaugarstaðir
LÁRÉTT
1 stuttir dagar, 8 settu
saman, 9 ytri flík, 10 ber,
11 glitra, 13 hinn, 15
lundar, 18 lítið eitt ölvuð,
21 grænmeti, 22 hegra,
23 búvara, 24 afbrota-
maður.
LÓÐRÉTT
2 brosir, 3 japla, 4 myrk-
ur, 5 óþétt, 6 mynnum, 7
skordýr, 12 gutl, 14 þeg-
ar, 15 poka, 16 skyld-
mennin, 17 fiskur, 18
ferma, 19 voru í vafa, 20
ala.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 kjass, 4 suddi, 7 mæðir, 8 öfgar, 9 gúl, 11 nært,
13 brár, 14 umsjá, 15 þung, 17 ljón, 20 und, 22 kofan, 23
rollu, 24 totta, 25 skans.
Lóðrétt: 1 kímin, 2 arður, 3 sorg, 4 spöl, 5 dugir, 6 iðrar,
10 únsan, 12 tug, 13 bál, 15 þekkt, 16 nefnt, 18 julla, 19
nauts, 20 unna, 21 drós.
Krossgáta 6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16