Morgunblaðið - 23.02.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.02.2003, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2003 25 Hökull Jóns Arasonar og stjörnu- merki Grundarstólsins Í lok samtals okkar Margrétar Hallgrímsdóttur förum við og skoð- um geymslur Þjóðminjasafnsins í Vesturvör í Kópavogi. „Þessar glæsilegu geymslur varð- veita bæði rétt og vel stærstan hluta þeirra dýrgripa sem Þjóðminjasafn Íslands á. Með því að koma þeim upp svo veglega sem raun ber vitni hefur verið byrjað á réttum enda. Fyrst eru byggðar geymslur við hæfi, síð- an kemur sýningaraðstaðan í endur- nýjuðu húsi safnsins við Suðurgötu og loks verður sem fyrr gat innrétt- að húsnæði þar skammt frá fyrir skrifstofur safnsins,“ segir Margrét og gengur með blaðamanni inn í um- ræddar geymslur. Fyrst komum við inn í herbergin þar sem forvarsla fer fram. Þar er m.a. verið að forverja hökul Jóns heitins Arasonar bisk- ups, þess sem sagt er að allir núlif- andi Íslendingar reki ættir til. „Það er ekki vanþörf á að dytta að hökl- inum enda er hann kominn til ára sinna, hefur eflaust verið saumaður á fyrri hluta sextándu aldar, en Jón var hálshöggvinn 7. nóvember 1550 sem kunnugt er og eru siðaskiptin á Íslandi miðuð við þann atburð.“ Því næst opnar Margrét okkur leið inn í herbergi þar sem bein for- feðranna úr fornum gröfum eru varðveitt í tölusettum pappakössum. Síðan komum við í hið allra helgasta sem er geymslan þar sem allir helstu gripir safnsins eru geymdir. Kennir þar margra grasa. Grundarstóllinn frægi er þar í hillu með sín dularfullu útskornu stjörnumerki. Á vegg ein- um skammt frá hanga fornir speglar í tugatali. Helstu persónur vax- myndasafnsins, m.a. styttur af þeim sem sátu í fyrstu ríkisstjórn lýðveld- isins og ákváðu „morgungjöfina“ til safnsins, eru í hillum beint á móti speglaveggnum og gætu stytt sér biðina eftir sýningaraðstöðu með því að spegla sig – ef ekki væri fyrir það að þær eru allar hauslausar – haus- arnir eru geymdir sér í kössum. Inn- an um ótal muni af ýmsu tagi rekur blaðamaður augun í kirkjubekk sem á er máluð mynd af persónu sem er nauðalík einum af núlifandi sagn- fræðingum okkar. „Kannski væri hægt að rekja þá saman?“ segi ég um leið og við Mar- grét göngum fram hjá harðlokuðum dyrum þar sem DNA-rannsóknir Ís- lenskrar erfðagreiningar á jöxlum forfeðranna fer fram. Jaxlarnir eru einu hlutar beinagrindanna sem hafa nægilega einangrað DNA-efni, ómengað af DNA-efni starfsmanna og annarra sem farið hafa höndum um beinin. Við skoðum líka sal, full- an af gömlum fatnaði og silfurgrip- um af íslenskum og erlendum upp- runa og loks opnar Margrét dyrnar á dimmum sal, þaðan sem streymir ískalt loft á móti okkur. Þar inni eru geymdar gamlar ljósmyndir og film- ur sem sýna liðna landa okkar og umhverfi þeirra. „Allt sem hér er geymt er í raun „fjöregg“ þjóðarinnar og starfsfólkið sem hér vinnur hefur sterka vitund um mikilvægi þess að varðveita það vel,“ segir Margrét þegar hún kveð- ur mig og snýr sér að því að velja í félagi við samstarfskonur sínar silki- blóm til þess að koma vingjarnlegum blæ á fundarherbergið í hinu veg- lega geymsluhúsnæði Þjóðminja- safnsins, þar sem á að varðveita þjóðargersemar okkar um ókomin ár og jafnvel aldir. ask@visindi.is Lifandi vísindi komið í verslanir Áskriftarsími 881 4060 LÆKNAVÍSINDI • FORNLEIFAFRÆÐI • ERFÐAFRÆÐI • STJÖRNUFRÆÐI • LÍFFRÆÐI • SAGA • GEIMVÍSINDI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.