Morgunblaðið - 23.02.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.02.2003, Blaðsíða 34
SKOÐUN 34 SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali. Suðurgata 8a Opið hús frá kl. 14-17 Falleg 133 fm neðri sérhæð og kjall- ari í þessu fallega húsi við Suður- götu. Á hæðinni eru gesta w.c., stórt opið rými, 1–2 herbergi, eldhús og stofa m. útgangi á hellulagða ver- önd. Í kjallara er opið rými, þvherbergi, rúmgott baðherbergi og geymsla. Íbúðin er mikið endurnýjuð m.a. allar innréttingar, rafmagn, gler og gluggar. Upprunalegar gólffjalir. Ræktuð lóð. Áhv. húsbr. 8,0 millj. Verð 18,9 millj. Íbúðin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 14-17. Verið velkomin. Melhagi 1 Opið hús frá kl. 14-17 Stórglæsileg 90 fm lítið niðurgrafin kjallaraíbúð með sérinngangi. Íb. sem er öll endurnýjuð skiptist í forst., eldhús m. glæsilegum innrétt. og nýjum tækjum, stofu m. fallegum bogadr. glugga auk borðstofu, rúm- gott svefnherb. með skápum og flísalagt baðherb. m. baðkari og sturtuklefa. Parket og náttúrusteinn á gólfum. Gler og gluggar nýtt, svo og rafmagn og lagnir. Áhv. byggsj./húsbr. 7,3 millj. Verð 14,9 millj. Íbúðin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 14-17. Verið velkomin. Borgartúni 22, 105 Reykjavík, sími 5-900-800. Í dag er til sýnis mjög skemmtileg efri hæð á þessum frábæra stað. Húsið er eitt af fallegri húsum Hlíðanna. 2 stór svefnherbergi, sjónvarpshol og góðar stofur. Sérbílastæði er við húsið. Gler, gluggar, þak og raflagnir hafa verið endurnýjaðar sl. ár. Í íbúðinni eru 2 svalir. Skjólgóður og gróinn staður. ÍBÚÐIN ER LAUS. Verð 19,5 millj. Magnea tekur vel á móti þér og þínum í dag milli kl. 14.00 og 16.00 - Efri hæð. OPIÐ HÚS FLÓKAGATA 61 - FYRIR OFAN LÖNGUHLÍÐ Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali Jóhannes Ásgeirsson hdl., lögg. fasteignasali F A S T E I G N A S A L A SUÐURLANDSBRAUT 10, 2. HÆÐ F/OFAN BLÓMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVÍK SÍMI 533 1616 FAX 533 1617 Þinghólsbraut 37 - Kópavogi Opið hús í dag Milli kl. 14 og 17 í dag, sunnudag, er til sýnis mikið endurnýjuð og falleg efri sérhæð í góðu þríbýlis- húsi ásamt bílskúr. Húsið er teikn- að af Kjartani Sveinssyni. M.a. góðar stofur, eldhús með nýlegri innréttingu, vinnuherbergi, gesta- snyrting og á sérgangi eru 3 svefnherbergi og baðherbergi. Suður- og vestursvalir. Mikið og fallegt útsýni. Húsið er í góðu ástandi að utan m.a. nýlegt þak. Verð 17,9 m. 3412 OPIÐ Á LUNDI Í DAG Á MILLI KL. 12 OG 14 Inngangur Nú á tímum er mikið rætt og deilt um nýtingu og verndun nátt- úrunnar. Mér virðist að sú um- ræða sé á margan hátt ómarkviss og óskýr og að menn tali þar mik- ið hver framhjá öðrum. Hér á eft- ir verður gerð tilraun til að skýra þetta viðfangsefni og skilgreina það betur en almennt sést í um- ræðu um þessi mál með það að markmiði að gera umræðuna markvissari. Náttúra Þetta er margrætt orð sem hef- ur a.m.k. fjórar merkingar: 1. Allur hlutveruleikinn (object- ive reality), þ.e. allur sá veruleiki sem maðurinn fær skynjað, ann- aðhvort beint með skynfærunum eða með milligöngu tækja. 2. Allur hlutveruleikinn að und- anskildum manninum og verkum hans. 3. Eðli hlutanna, fremur en þeir sjálfir (Lofttegundir eru þeirrar „náttúru“ að dreifa sér um allt það rými sem þeim er hleypt inn í). 4. Kynhvöt. Í því sem hér fer á eftir koma merkingar 3 og 4 ekki við sögu heldur aðeins 1 og 2. Merking 1 er víðtækasta merk- ing orðsins. Þar eð maðurinn er að sjálfsögðu hluti af hlutveru- leikanum leiðir af því að hann er hluti af náttúrunni í þeirri merk- ingu. En með því að hann er á margan hátt sérstæður hluti nátt- úrunnar, og að stundum er þörf á að aðgreina hann frá öðrum hlut- um hlutveruleikans, er orðið nátt- úra oft haft í þeim þrengi skiln- ingi sem felst í merkingu 2. Þetta á einkum við þegar þörf er á að ræða um samskipti mannsins við aðra hluta náttúrunnar í merk- ingu 1. Samkvæmt skilgreiningu er maðurinn ekki hluti af nátt- úrunni í merkingu 2. Merking 2 er algengasta merk- ing orðsins. Ávallt þegar talað er um mann og náttúru, samskipti manns við náttúruna og yfirleitt ávallt þegar maður og náttúra eru aðgreind er orðið í merkingu 2. Sömuleiðis þegar orðið er í samsetningum eins og náttúru- vernd, náttúrunot o.s.frv. er það í merkingu 2. Mannvernd er annað en náttúruvernd og mannvirkja- vernd enn annað. Stundum má sjá heimspekileg- ar vangaveltur um hvort maður- inn sé hluti af náttúrunni eða ekki. Slíkt er ekki efni í heim- spekiumræður heldur er það skil- greiningaratriði. Eitt er nauðsynlegt að hafa í huga: Náttúran, í merkingu 2, er ekki stöðugt fyrirbrigði heldur sí- breytilegt. Hún er aldrei í kyrr- stöðu. Aldrei eitt augnablik í „sátt“ við sjálfa sig. Sumar breyt- ingarnar eru að vísu mjög hægar á mannlegan tímakvarða en aðrar aftur á móti svo hraðar að þær of- bjóða viðbragðsgetu mannsins. Og allt þarna á milli. Sama breyt- ingin getur verið hæg í einn tíma en hröð í annan tíma. Hamfara- hlaup í straumvatni getur t.d. breytt farvegi þess meira á fáein- um vikum en venjulegt rennsli þess gerir á þúsund árum. Þetta er sérstaklega mikilvægt að hafa í huga þegar rætt er um nátt- úruvernd. En þetta gleymist oft með öllu og menn tala eins og náttúran sé eitthvað stöðugt og óumbreytanlegt. Náttúrunot Með nýtingu á náttúrunni (í merkingu 2), þ.e. náttúrnotum, er átt við hverskonar viðleitni manna til að uppfylla mannlegar þarfir, efnislegar jafnt sem and- legar, með aðstoð náttúrunnar eða hluta hennar. Það sem stundum er nefnt að njóta náttúrunnar, þ.e. að upp- fylla fagurfræðilegar og aðrar andlegar þarfir manna með að- stoð hennar, telst því ein tegund nýtingar á náttúrunni. Ein teg- und náttúrunota. Þær mannlegu þarfir sem talað er um í skilgreiningunni á nýt- ingu náttúrunnar eru afar marg- víslegar. Í fyrsta lagi efnislegar þarfir, svo sem fæða fyrir menn og húsdýr, klæði, efni til mann- virkja, orka, hráefni í iðnaðar- varning og annað þess háttar. Í öðru lagi eru þarfir á að svala eðlislægri forvitni mannsins um einstaka hluta náttúrunnar og hana í heild. Í þriðja lagi hefur maðurinn eðlislæga þörf fyrir að umgangast náttúru sem er ósnortin af athöfnum hans og skoða hana fyrir sakir fegurðar, mikilfengleika eða sérkenna, í því skyni að lyfta sér yfir hið hvers- dagslega. Meðan mestur hluti mannkyns bjó í strjálbýli voru þessar síðast- töldu þarfir uppfylltar af sjálfu sér í daglegu lífi mannsins. Öðru máli gegnir um borgarbúa nú- tímans sem vinnur að mestu inn- anhúss og ekur um manngert um- hverfi milli vinnustaðar og heimilis kvölds og morgna flesta daga ársins. Hann þarf að gera sér ferð út í náttúrulegt umhverfi til að uppfylla þær. Í mjög þétt- býlum löndum er ósnortið nátt- úrulegt umhverfi orðið sjaldgæft. Fyrsttöldu þarfirnar má kalla einu nafni efnahagslegar þarfir, hinar næsttöldu þekkingarþarfir og hinar síðasttöldu fagurfræði- legar þarfir. Allar eru þær til staðar hjá heilbrigðum manni. Sökum þess hve not mannsins af náttúrunni eru margvísleg og innbyrðis ólík rekast þau iðulega á og þar verður því að velja og hafna. Þetta er alþekkt. Eitt og sama landssvæðið verður ekki bæði notað undir flugvöll og íbúðabyggð (árekstur tvennra efnahagslegra nota). Gróið land sem tekið er undir miðlunarlón getur skert sumarbeit búfjár og þar með afkomu bænda (efna- hagsleg not) og virkjun getur skert laxveiði í á og þar með bæði tekjur veiðiréttareigenda (efna- hagsleg not) og nautn laxveiði- manna af útivist og veiðum (fag- urfræðileg not). Vegna þess hve náttúrunot eru margvísleg og ólík getur ein og sama aðgerðin ýmist falið í sér náttúruvernd eða náttúruspjöll (sjá hér á eftir). Eftir gosið í Vestmannaeyjum fjarlægðu Vest- mannaeyingar gjóskuna af kolli Heimakletts af slíkri natni að við liggur að segja megi að þeir hafi burstað hann með tannbursta. Að fjarlægja gjósku í Surtsey hefði hinsvegar talist hin verstu nátt- úruspjöll. Í Vestmannaeyjum var þörfin sú að hafa Heimaklett óbreyttan frá því fyrir gos en í Surtsey var hún að svala mann- legri forvitni á að vita hvernig land nýrisið úr hafi breytist án allra afskipta mannsins. Náttúruvernd Náttúruvernd er hverskonar ráðstafanir manna til að hindra eða draga úr breytingum í nátt- úrunni sem rýra, eða geta rýrt, einhverskonar nýtingu þeirra á henni og ráðstafanir sem miða að því að styðja breytingar, eða koma af stað breytingum, sem efla, eða geta eflt, slíka nýtingu. Þær beytingar sem í skilgrein- ingunni er talað um að hindra eða draga úr eru oft nefndar einu nafni „náttúruspjöll“. Þau geta verið hvort heldur af völdum náttúrunnar sjálfrar eða af mannavöldum. Náttúruvernd er hér skilgreind í samræmi við almenna merkingu orðsins vernd, sem er að koma í veg fyrir óæskileg áhrif eða óæskilegar breytingar en stuðla að æskilegum áhrifum og breyt- ingum. Að vernda æskuna felur t.d. í sér að koma í veg fyrir að UM NÁTTÚRUNOT OG NÁTTÚRUVERND „Hvernig á að greiða úr árekstrum milli mis- munandi náttúrunota? Á sama hátt og greitt er úr árekstrum milli góðrar vöru og ódýrrar vöru; traustra mannvirkja og ódýrra; frelsis og örygg- is: Með málamiðlun.“ Eftir Jakob Björnsson AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.