Morgunblaðið - 23.02.2003, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
UNDANFARI Slysavarð-stofunnar í Heilsu-verndarstöð Reykjavík-ur var svonefnd Lækna-varðstofa, líka kölluð
Læknavaktin, sem var til húsa í
Austurbæjarskólanum, og hóf starf-
semi þar 1. febrúar 1943. Lækna-
vaktinni var einungis ætlað að sinna
störfum á kvöldin og nóttunni, svo og
um helgar, en það voru heimilis-
læknar bæjarins, sem önnuðust
þessa vaktþjónustu. Mánaðarlega
var gerður vaktlisti yfir þá lækna
sem tóku að sér að vinna við varð-
stofuna, og ennfremur var daglega
kunngert í blöðum bæjarins, hvaða
læknir tæki að sér vaktþjónustuna
þann daginn.
Húsnæði það, sem læknavaktin
hafði afnot af, var á vegum skóla-
læknis Austurbæjarskólans á dag-
inn, en hann kom til starfa í skólann
kl. 8 á morgnana, en þá átti vinnu við
næturvörslu að vera lokið. Til afnota
fyrir vaktina voru tvö samliggjandi
herbergi, og það þriðja á sama gangi,
þar sem skólabörnin voru vön að
klæða sig úr og í fyrir og eftir lækn-
isskoðun og leikfimi, en í þessu her-
bergi gátu vaktlæknarnir látið fólk
jafna sig eftir minni háttar aðgerðir,
leggjast fyrir og hvíla sig ef nauðsyn
bar til.
Læknirinn, sem sinnti störfum á
varðstofunni, þurfti einnig að fara í
vitjanir í heimahús ef þannig stóð á.
Á virkum dögum sinntu heimilis-
læknar allri heilsugæslu bæjarbúa,
hvort heldur var um að ræða almenn
veikindi, slys, ígerðir eða önnur
læknisfræðileg vandamál, en þeir
voru að sjálfsögðu misjafnlega í
stakk búnir að ráða fram úr þessum
ólíku tilvikum.
Þrátt fyrir þessa læknisþjónustu,
sem stóð til boða á varðstofunni, mun
þó stundum hafa komið fyrir að fólk
hafi knúið dyra um kvöld og nætur
hjá heimilislæknunum vegna
meiðsla eða annarra óhappa, og var
Bakkus þá jafnan með í spilinu.
Á þessum árum var engin skipu-
lögð skyndi- og slysamóttaka eða
önnur göngudeildaþjónusta á stóru
spítölunum í Reykjavík. Að vísu voru
„biðstofur“ spítalanna opnar á dag-
inn, þannig að fólk gat leitað þangað
með vandræði sín, sem að sjálfsögðu
gat komið sér vel, en venjulega voru
það yngstu og óreyndustu læknarnir
sem sinntu þessum málum, og þar
sem læknalið spítalanna var mjög fá-
mennt á þessum tímum þurfti fólk
oft að bíða þar talsverðan tíma eftir
viðtali. Það var því orðið tímabært að
koma á fót slysamóttöku og almennri
bráðaþjónustu á Reykjavíkursvæð-
inu.
Bráðamóttaka í Heilsuverndar-
stöðinni við Barónsstíg
Í maímánuði árið 1955 var sett á
stofn bráðamóttaka í Reykjavík, sem
komið var fyrir í húsi Heilsuvernd-
arstöðvarinnar við Barónsstíg. Var
henni ætlað að sinna hvers konar
meiðslum og slysum þar sem ekki
þurfti sjúkrahúsvistar við og veita þá
læknishjálp sem erfitt var að sinna á
stofum heimilislækna.
Haukur Kristjánsson, sérfræðing-
ur í bæklunarsjúkdómum og slysa-
lækningum, var ráðinn yfirlæknir
deildarinnar en í byrjun var aðeins
gert ráð fyrir einum sérfræðingi við
Slysavarðstofuna og tveim aðstoðar-
læknum, þ.e. læknakandidötum á
fyrsta ári. Þetta þýddi að sjálfsögðu
að yfirlæknirinn var á stöðugri vakt
og bakvakt.
Árið 1955 var hér á ferðinni skæð-
ur lömunarveikifaraldur, og veiktist
Haukur Kristjánsson um haustið og
hlaut mjög alvarlegar lamanir, enda
var hann illa fyrir kallaður vegna
hvíldarlausrar vinnu.
Vegna þessa dró verulega úr
starfsemi deildarinnar næstu mán-
uði, eða þar til að Páll Sigurðsson,
sérfræðingur í bæklunarsjúkdóm-
um, tók við störfum á deildinni í
byrjun febrúar 1956, en Haukur
Kristjánsson var þá áfram veikur og
í endurhæfingu. Þrátt fyrir þetta var
læknum ekki fjölgað við deildina og
Páll því einn á vakt með aðstoðar-
læknunum. Haukur kom aftur til
starfa síðar um vorið 1956 en Páll
var áfram starfandi sérfræðingur á
Slysavarðstofunni þar til í júní 1960.
Frá 1. september 1960 var
Tryggvi Þorsteinsson, sérfræðingur
í skurðlækningum, ráðinn deildar-
læknir við stofnunina. Starfsemin
var í stöðugum vexti, en áfram að-
eins tveir sérfræðingar við deildina
og orðið mjög brýnt að fjölga þar
læknum, en það var þó fyrst í júní
1962, að bætt var við öðru stöðugildi
fyrir sérfræðing. Eftir þetta voru að
jafnaði tveir sérfræðingar auk yfir-
læknis og aðstoðarlækna fastráðnir
við deildina.
Húsnæði þessarar nýju stofnunar,
sem kölluð var „Slysavarðstofan“,
var á neðstu hæð Heilsuverndar-
stöðvarinnar við Barónsstíg, og vissi
út að Sundhöllinni og Snorrabraut.
Um var að ræða stóra biðstofu, tvær
aðgerðastofur, innri biðstofu, sem
var stór milligangur í húsinu, her-
bergi til röntgenrannsókna, og eina
skrifstofu fyrir lækna.
Þá var þar stór setustofa fyrir
starfsfólk, sem jafnframt var vinnu-
herbergi hjúkrunarfræðinga, pökk-
unarstofa fyrir áhöld og umbúðir, og
ennfremur var þar komið fyrir sótt-
hreinsunargeymi (autoclave) og
símavakt.
Læknar deildarinnar höfðu að-
gang að fullkominni rannsóknar-
stofu í húsinu, sem var starfrækt á
vegum lyflæknisdeildarinnar.
Sjúkrarúm var í herbergi fyrir enda
gangsins en engin legudeild.
Eins og að framan greinir var
þessi stofnun ekki stór í sniðum hvað
snerti húsakynni og vinnuafl, og þá
var það mjög bagalegt að svæfing-
arlæknir var ekki á staðnum, en
vegna þess var aðeins hægt að ráðast
í þær aðgerðir, sem hægt var að
framkvæma í staðdeyfingu, leiðslu-
deyfingu eða með skyndisvæfingu.
Engu að síður var þar innt af
hendi vönduð og þýðingarmikil
læknisþjónusta, og m.a. var þar leið-
réttur og meðhöndlaður fjöldi út-
limabrota bæði á börnum og full-
orðnum og sömuleiðis sinnt alvar-
legum handarslysum.
Göngudeild var starfrækt í sam-
bandi við Slysavarðstofuna, og sá
hún um eftirmeðferð á öllum aðgerð-
um, sem framkvæmdar voru þar, og
veitti auk þess fjölbreytta læknis-
þjónustu í vaxandi mæli eftir því sem
árin liðu.
Mikil aðsókn bráðatilvika
Þarna varð fljótt mikil aðsókn alls
konar bráðatilvika, og var komið
þangað með svo til alla slasaða af
Stór-Reykjavíkursvæðinu. Allir þeir
sem slösuðust í umferðinni voru
fluttir á Slysavarðstofuna til grein-
ingar og meðferðar, og þeir sem
þurftu sjúkrahúsvistar við voru
fluttir áfram á vakthafandi spítala.
Til meðferðar var komið með skurð-
sár af öllum gerðum, beinbrot, lið-
hlaup, tognanir og meiriháttar and-
litsskurði, sem voru talsvert
algengir eftir umferðarslys áður en
bílbelti voru lögleidd. En auk þessa
var komið með alls konar önnur
læknisfræðileg vandamál á göngu-
deildina, og má til dæmis nefna fólk
með þvagteppu, í astmakasti, með
sogæðabólgu, ofnæmi, ofnæmislost,
nefblæðingar, blæðingar eftir tann-
töku, glerperlur í nefi, forhúðar-
þrengsli og börn með tunguhaft, fólk
með inngrónar neglur og fleira í
þessum dúr.
Fólk með graftrarmein var ekki
vinsælt á stofum heimilislækna eða á
biðstofum spítalanna, og má segja að
þessari grein læknisfræðinnar hafi
verið illa sinnt fyrir daga stofn-
unarinnar. Ígerðir í brjóstum
kvenna, fingur- og handarmein og
bólgur af ýmsum toga voru nú
meðhöndluð á öruggan og árangurs-
ríkan hátt á nýju deildinni.
Fólk, sem lenti í meiriháttar slysi
á landsbyggðinni, var sent beint á
stóru spítalana, en oftast þó á Land-
spítalann
Árið eftir að bráðavaktin hóf störf,
tók lyflæknisdeild til starfa í Heilsu-
verndarstöðinni, og veitti það starf-
semi slysadeildarinnar mikið öryggi.
Þannig var líka strax hægt að senda
veikt fólk með lyflæknissjúkdóma,
sem leitaði á bráðavaktina, til viðeig-
andi sérfræðinga og veita því bestu
læknisþjónustu.
Fólk með félagsleg eða geðræn
vandamál leitaði oft á stofnunina, en
þar eð ekki var aðgangur að geð-
læknum eða félagsráðgjöfum, var
óhjákvæmilegt að læknar og hjúkr-
unarfólk deildarinnar tækju að sér
að leysa úr þessum málum til bráða-
birgða, eftir því sem það hafði
reynslu og þekkingu til. Það kom því
ósjaldan fyrir að mönnum fannst sér
misboðið að þurfa að sitja á biðstofu
með fólki, sem þangað leitaði eftir
samfélagslegri hjálp.
Kvöld- og næturvakt, sem félag
heimilislækna í Reykjavík skipulagði
og sinnti, var til húsa á Slysavarð-
stofunni, og sá starfsfólk þar um vitj-
anabeiðnir og símaþjónustu, og
myndaðist gott og þýðingarmikið
samstarf milli aðila þessara starfs-
greina.
Haukur Kristjánsson skipulagði
starfsemi þessarar deildar frá byrj-
un og áttaði sig á því fyrr en margir
aðrir, hve nauðsynlegt er í öllu
heilsugæslustarfi að hafa sérhæfða
deild til að taka við slösuðu fólki,
fólki sem hefur veikst skyndilega eða
lent í óvæntum uppákomum sem
geta ógnað heilsu þess. Haukur var
sérmenntaður í bæklunarsjúkdóm-
um, en réðst til starfa við þessa ný-
stofnuðu deild árið 1955. Hann bjó
einnig yfir feikimikilli reynslu frá
bráðamóttöku stóru spítalanna í
Boston og fleiri spítölum í Banda-
ríkjunum og hafði þannig staðgóða
þekkingu á greiningu og meðferð á
hvers konar slysum, beinbrotum,
skurðsárum og öðrum áverkum
ásamt almennri menntun í undir-
stöðugreinum læknisfræðinnar.
Haukur sinnti þessu starfi af mikilli
kunnáttu, kostgæfni og samvisku-
semi og var um leið ákaflega glöggur
og mikill kennari, en heita mátti að
allir stúdentar í læknisfræðinámi
tækju þátt í kennslutengdri vinnu á
deildinni nokkra mánuði, og fjöl-
margir læknakandidatar unnu þarna
tvo eða fleiri mánuði áður en þeir
fóru í sérnám. Slysavarðstofan varð
þannig mjög þýðingarmikil kennslu-
stofnun fyrir læknastúdenta og
hjúkrunarfræðinga.
Samskiptin persónuleg
Forstöðukona og yfirhjúkrunar-
fræðingur stofnunarinnar frá byrjun
var Guðrún Brandsdóttir, vel mennt-
uð, kunnáttusöm og bráðdugleg
hjúkrunarkona, en hún hafði áður
unnið við læknavaktina í Austurbæj-
arskólanum. Með henni störfuðu
fjórir reyndir og mjög vel hæfir
hjúkrunarfræðingar auk nema í
hjúkrunarfræðum.
Lítil skipting út á við hjá fáliðuðu
starfsfólki í þröngum húsakynnum
stofnunarinnar varð til þess að sam-
skipti við fólk, sem þangað leitaði,
urðu oft talsvert persónuleg, og
fannst sumum fyrirkomulagið helst
til heimilislegt. Hvort sem það var
nú vegna þess, eða hins að eitthvað
skorti á stífan hátíðleik, sem var ein-
kennandi fyrir spítala á þessum ár-
um, þá leituðu fleiri sér aðstoðar á
þessum stað en þeir sem beinlínis
voru bráðveikir, slasaðir eða lækn-
isþurfandi í venjulegum skilningi, og
eignaðist stofnunin ýmsa fastagesti.
Má þar nefna fólk, sem af ýmsum
ástæðum langaði til að ræða við
starfsfólk í læknisgeiranum, fólk
með persónulegar áhyggjur, aðra
sem höfðu orðið fyrir einhvers konar
andlegri reynslu, fólk sem þurfti að
heyra álit lækna um greinar í blöð-
um, þar sem var lofað endurnýjun
lífdaganna, færi það að neyta ann-
arlegs mataræðis eða gengist undir
spánnýja nuddmeðferð.
Þættir úr sögu slysadeildar
Haukur Kristjánsson Páll SigurðssonTryggvi Þorsteinsson
Læknavaktin í Austur-
bæjarskóla var undanfari
Slysavarðstofunnar við
Barónsstíg sem síðar vék
fyrir slysadeild Borgar-
spítalans. Mikil aðsókn var
að Slysavarðstofunni og
leitaði fólk þangað ekki
síður með persónulegar
áhyggjur en til læknis-
meðferðar. Tryggvi
Þorsteinsson rekur hér
sögu slysadeildarinnar.
Frá vinstri: Guðrún Soffía Gísladóttir hjúkrunarfræðingur, Guðrún Brandsdóttir
deildarhjúkrunarfræðingur, Þuríður Jónsdóttir Sörensen hjúkrunarfræðingur
og Haukur Kristjánsson yfirlæknir.
Skyndisvæfing á slysavarðstofu vegna réttingar á úlnliðsbroti.