Morgunblaðið - 23.02.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.02.2003, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ 21. febrúar 1993: „Á við- skiptaþingi Verzlunarráðs Ís- lands sl. fimmtudag var hugs- anleg aðild Íslands að Evrópubandalaginu til um- ræðu. Í skoðanakönnun, sem fram fór á viðskiptaþinginu, kom fram að meirihluti þátt- takenda var hlynntur því að hefja viðræður um aðild að EB til þess að fá úr því skorið með hvaða kjörum Ísland gæti átt kost á aðild, en jafn- framt var meirihlutinn mót- fallinn aðild að EB nú þegar.“ . . . . . . . . . . 20. febrúar 1983: „Línurnar í stjórnmálunum eru skýrar. Ríkisstjórnin hefur náð því fram í efnahagsmálum sem hún taldi brýnast en engu að síður er allt á hverfanda hveli. Verk ríkisstjórnarinnar eru undanbragðalaust lögð í dóm kjósenda. Alþýðubandalagið stjórnast af því sem Geir Hall- grímsson nefndi „sálræna nauðsyn“ ráðamanna þess til að sitja sem lengst í sömu rík- isstjórninni. Framsóknar- flokkurinn er á flótta undan yfirlýstri stefnu sinni. „Saga niðurtalningarstefnu Fram- sóknarflokksins væri skopleg ef hún hefði ekki reynst þjóð- inni jafn dýrkeypt og raun ber vitni,“ sagði Geir Hallgríms- son í lok samtalsins við Morg- unblaðið.“ . . . . . . . . . . 18. febrúar 1973: „Fyrir hátíð- arnar vakti Magnús Kjart- ansson, iðnaðarráðherra, at- hygli á því á Alþingi, að vaxandi upplausn í sam- félaginu mætti rekja m.a. til síendurtekinna gengisfellinga. Líklega er eitthvert sann- leikskorn fólgið í þessum at- hugasemdum ráðherrans, a.m.k. ágerast nú mjög ofbeld- isverk og hvers kyns upp- lausn. Því miður skortir nú alla festu í íslenzkt stjórnarfar. Allar ráðstafanir af ríkisstjórn- arinnar hálfu eru fálm- kenndar, og menn sjá hilla undir enn meiri óróa. Í þessu andrúmslofti þróast hvers kyns spákaupmennska, og all- ir, sem vettlingi geta valdið, reyna að koma fjármálum sín- um í föst verðmæti eða hrein- lega að eyða peningunum, ef ekki vill betur til, þá í skemmtanir og áfengi.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. MANSAL Þrælahald stangast á við öll lög-mál siðferðis og siðmenningarog í hugum okkar flestra heyr- ir það fortíðinni til. Það er hins vegar öðru nær. Á undanförnum 30 árum hafa 30 milljónir barna verið seldar mansali í Asíu og ríkjum í Kyrrahafi. Þetta kom fram í máli Kuls Gautums, aðstoðarframkvæmdastjóra Barna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna, á ráð- stefnu í Tókýó í liðinni viku. Gautum sagði á ráðstefnunni að hér væri um að ræða umfangsmestu þrælasölu sögunnar og bætti við að nú væri „beitt jafnvel grimmilegri og djöful- legri aðferðum en í hinum upphaflegu þrælaviðskiptum“. Í máli hans kom fram að um 1,2 milljónir barna væru seldar á ári hverju og gæti sú tala reyndar verið mun hærri. Flest eru fórnarlömbin stúlkur, sem ýmist eru látnar vinna eða neyddar til að stunda vændi. Nán- ast ógerningur er að hans sögn að binda enda á viðskipti með fólk vegna spillingar meðal embættismanna. „Í sumum löndum er lögreglan, sem á að stöðva þessa glæpi, flækt í glæpina með því að veita glæpamönnunum vernd,“ sagði Gautum. „Melludólgar og milliliðir fá vernd frá lögreglu.“ Talið er að viðskipti með fólk séu nú orðin umfangsmeiri en viðskipti með ólögleg eiturlyf í heiminum og velti milljörðum dollara. Í sögunni eru þeir ekki hetjur sem héldu þræla heldur þeir sem frelsuðu þá. Enginn maður getur slegið eign sinni á annan mann. Samfélag þjóð- anna á að beita öllum tiltækum ráðum til að uppræta þrælasölu og þræla- hald og forsprakkarnir eiga hvergi að njóta skjóls. Fyrirtæki eiga ekki að láta það henda að þau auðgist á vinnu barna, sem seld hafa verið í ánauð, svo dæmi sé tekið. Sú umfangsmikla þrælasala, sem fram fer í heiminum á okkar tímum grefur um sig eins og meinsemd í þeim þjóðfélögum þar sem mest kveður að henni. Hún ógnar þeim þjóðfélögum frá öllum hliðum og Vesturlönd geta ekki látið eins og vandamálið komi þeim ekki við því að þau eru hluti af vandanum. ALÞJÓÐAVÆÐING OG SKATTAUMHVERFI Forvitnilegar upplýsingar komafram í rannsókn á íslenzkum fyr- irtækjum, sem Þór Sigfússon, nýráð- inn framkvæmdastjóri Verzlunar- ráðs Íslands, hefur unnið að og sagt var frá hér í blaðinu sl. fimmtudag. Þar kemur m.a. fram að svokölluðum útrásarfyrirtækjum, þ.e. fyrirtækj- um sem stunda útflutning eða starf- semi erlendis, muni fjölga um 40% á næstu 2-3 árum. Aukinheldur telja stjórnendur útrásarfyrirtækjanna að fyrirtæki þeirra muni vaxa um helm- ingi hraðar á komandi árum en stjórnendur fyrirtækja, sem tak- marka starfsemi sína við Ísland. Þetta þýðir annars vegar að at- vinnulífið heldur hraðbyri áfram á braut alþjóðavæðingar og hins vegar að umtalsverður hluti hagvaxtar á næstu árum verði sóttur í útrás fyrir- tækja. Þór Sigfússon bendir á það í viðtali við Viðskiptablað Morgunblaðsins að þessi þróun skapi breidd í íslenzku atvinnulífi, en leggi um leið þá ábyrgð á stjórnvöld að þau búi svo um hnúta að fyrirtækin sjái sér áfram hag í því að vera íslenzk. Staðsetning alþjóð- legra fyrirtækja muni ráðast fyrst og fremst af því starfsumhverfi, sem þeim sé boðið upp á í hverju landi. Það versta, sem geti gerzt, sé að skattaumhverfi fyrirtækjanna og starfsmanna þeirra versni. Þetta eru ábendingar, sem eiga fullt erindi í umræður um skattamál hér á landi. Því alþjóðlegra, sem at- hafnalífið verður, þeim mun mikil- vægara er að búa fyrirtækjum og starfsfólki þeirra hagfelld og sam- keppnishæf skilyrði. Þá dugar ekki að bera núverandi ástand saman við fortíðina hér á landi, heldur verður að horfa til þess hvernig skattaumhverf- ið er í samkeppnislöndum okkar og hvaða áform stjórnvöld þar hafa um breytingar í framtíðinni. Samkeppn- in er hörð og lítið land fjarri helztu mörkuðum verður, ef eitthvað er, að gera betur en aðrir til að laða til sín fólk og fjármagn. F ÁTT virðist geta komið í veg fyrir að á næstu vikum verði ráðist inn í Írak. Donald Rumsfeld, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, lýsti því yfir í vikunni að Banda- ríkin hefðu nú safnað saman nægilegum herafla til að hefja innrás. Alls eru um 150 þúsund breskir og bandarískir hermenn tilbúnir til átaka á Persa- flóasvæðinu auk fjölmargra herskipa og flug- véla. Aðstæður við Persaflóa eru með þeim hætti að líklegt er að átök hefjist fyrir miðjan mars. Bandaríkjaher telur æskilegt að hefja aðgerðir á meðan enn er vetrarveður á svæðinu. Strax í apríl fer að hitna verulega og hefur herinn lítinn áhuga á að standa í átökum í allt að fjörutíu stiga hita, ekki síst í ljósi þess að líklegt er að hermenn verði að klæðast sérstökum skjólfatnaði vegna hugsanlegra eiturvopnaárása. Þá er af mörgum ástæðum erfitt að viðhalda mánuðum saman á svæðinu jafnmiklum herafla og nú er búið að safna saman við Persaflóa. Þær pólitísku deilur sem nú eiga sér stað verð- ur að hluta að skoða í þessu ljósi. Þeir sem telja átök við Írak óhjákvæmileg vilja hefja aðgerðir sem fyrst. Þeir sem vilja koma í veg fyrir átök með öllum ráðum reyna að draga ákvörðun í málinu sem lengst þannig að hugsanlega verði ekki hægt að ráðast til atlögu af tæknilegum ástæðum. Flest bendir til að Bandaríkjamenn og Bretar muni á næstu dögum leggja fram drög að nýrri ályktun í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þar sem ítrekað verður að Írakar hafi ekki staðið við þá skilmála sem þeim hafa verið settir. Ekki er enn ljóst hvort í drögunum verði með beinum hætti lagt til að öryggisráðið heimili hernaðar- aðgerðir gegn Írak. Bandaríkjastjórn hefur gef- ið í skyn að hægt sé að túlka ályktun 1441, er samþykkt var samhljóða í nóvember í fyrra, sem svo að brot á skilmálum hennar feli í sér heimild til aðgerða. Í ályktuninni segir að það muni hafa „alvarlegar afleiðingar“ ef Írakar fari ekki eftir henni. Með slíku orðalagi er alla jafna vísað til stríðsátaka. Blair í vanda Stjórn Tony Blairs í Bretlandi leggur mikla áherslu á að ný ályktun verði samþykkt. Andstaða við stríð gegn Írak er mikil í Bretlandi og svo virðist sem breski forsætisráðherrann hafi lagt pólitískt líf sitt að veði í málinu. Blair hefur oft verið gagn- rýndur af andstæðingum sínum fyrir að stjórn- ast um of almenningsálitinu og skoðanakönnun- um. Nú þegar hann virðist fylgja sannfæringu sinni í mjög erfiðu máli, þrátt fyrir að kannanir sýni fram á gífurlega andstöðu, þarf hann að heyja pólitískan lífróður. Á þriðjudag hélt Blair blaðamannafund þar sem hann beitti öllum sínum sannfæringarkrafti til að færa rök fyrir mikilvægi þess að afvopna Saddam. Blair lagði þar áherslu á að enginn væri að flýta sér út í stríð. Þvert á móti væri nú verið að binda enda á rúmlega áratugarlangt ferli. Á þeim fundi rakti hann hvers vegna breska stjórnin leggur svo mikla áherslu á að afvopna Saddam: „Saddam er ógn. Þess vegna hafa Sam- einuðu þjóðirnar reynt í tólf ár að fá Íraka til að láta af hendi efna-, sýkla- og kjarnavopn sín með friðsamlegum hætti. Hann er ekki eini einræðis- herrann í heiminum, hann er ekki eini harðstjóri veraldar. Írak er ekki eina ríki heims sem á efna-, sýkla- og kjarnorkuvopn. Hann er hins vegar eini leiðtogi heims, sem hefur beitt slíkum vopnum, hann er sá eini sem hefur ekki staðið við 23 ályktanir SÞ hvað þessi vopn varðar, hann er eini leiðtoginn sem enn er við völd sem hefur tví- vegis farið í stríð við nágrannaríki sín og skotið flugskeytum að hvorki meira né minna en fimm ríkjum. Enn mikilvægara er að við búum nú í heimi þar sem alþjóðlegir hryðjuverkamenn leika lausum hala, hópar sem gera allt sem í þeirra valdi stendur til að komast yfir enn hættu- legri vopn og nota nú þegar efna- og lífefnaeit- ur.“ Þá sagði Blair: „Það að heimurinn hafi sett Saddam stólinn fyrir dyrnar er því ekki einungis lífsnauðsynlegt eitt og sér heldur einnig próf- steinn á með hve mikilli festu við hyggjumst taka á hinum tvíhöfða þursi gjöreyðingarvopna og hryðjuverka. Þetta er ógn sem alþjóðasamfélag- ið þarf að standa sameinað gegn. Einmitt þess vegna tókum við ákvörðun um að reyna að fá lausn í málinu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Ef Sameinuðu þjóðirnar ætla að halda í trúverð- ugleika sinn verða þær hins vegar að tryggja að vilja þeirra sé framfylgt.“ Breski forsætisráðherrann sagði meginmark- mið stefnunnar vera að afvopna Íraka. Hins veg- ar mættu menn ekki heldur gleyma eðli stjórnar Saddams. Fjórar milljónir Íraka hefðu hrakist í útlegð í stjórnartíð hans en alls eru Írakar 23–25 milljónir. Blair sagði að eðli stjórnar Saddams réttlætti ekki stríð, hins vegar mættu menn ekki gleyma því, ef til styrjaldar kæmi, að verið væri að hrekja einhverja villimannlegustu og fyrirlit- legustu ógnarstjórn nútíma stjórnmálasögu frá völdum. Hann sagði að áður en Saddam tók við völdum hefði Írak verið ríkara land en Portúgal og Malasía. Nú væru hins vegar 60% íbúa háð neyðaraðstoð, þúsundir barna létu lífið áður en þau næðu fimm ára aldri, tugþúsundir pólitískra fanga hírðust í fangelsum og hundruð pólitískra fanga væru reglulega tekin af lífi. Þá hefðu 150 þúsund Shítar í Suður-Írak og Kúrdar í Norður- Írak verið myrtir eða horfið á síðustu fimmtán árum. Stormur í aðsigi Þegar hefur mikið verið skrifað um Íraksdeiluna en lík- lega hefur engin bók vakið jafnmikla athygli og bók Kenneths Pollacks „The Threatening Storm. The Case for Invading Iraq“ eða Storm- ur í aðsigi. Rökin fyrir innrás í Írak, sem kom út síðastliðið haust. Pollack starfaði um sjö ára skeið sem sérfræðingur í málefnum Persaflóa- svæðisins hjá bandarísku leyniþjónustunni CIA og var síðar yfirmaður Persaflóamála hjá Þjóð- aröryggisráðinu í forsetatíð Bills Clintons. Und- anfarið hefur hann starfað við Brookings-stofn- unina í Washington, sem er hugmyndasmiðja með náin tengsl við Demókrataflokkinn. Pollack rekur í bók sinni aðdraganda og eft- irmál Persaflóastríðsins og færir rök fyrir því að sú stefna, sem fylgt hafi verið í málefnum Íraks undanfarin ár, hafi beðið skipbrot. Hún hafi skil- að góðum árangri í upphafi en ekki verið fylgt eftir sem skyldi. Nú sé svo komið að leita verði annarra leiða. Að hans mati eru einungis fimm leiðir færar. Í fyrsta lagi að reyna áfram að halda Saddam niðri með ýmiskonar refsiaðgerðum. Í öðru lagi að treysta á fælingu. Í þriðja lagi að reyna að koma Saddam frá völdum með því að styðja við bakið á andstæðingum hans í Írak og þá helst að finna flugumenn í innsta hring Saddams. Í fjórða lagi að nota „afgönsku aðferðina“ og beita sérsveit- um og flugher til stuðnings andófssveitum heimamanna. Í fimmta lagi sé loks hægt að ráð- ast inn í Írak og koma Saddam frá völdum. Innrás eða afskiptaleysi Pollack telur ýmsa vankanta á fyrstu fjórum möguleikun- um og rekur þá í löngu máli. Ekki síst takmarki það möguleika Bandaríkjanna að Saddam hafi markvisst á und- anförnum áratugum brotið alla andstöðu á bak aftur með blóðugum hætti. Þá færir hann sann- færandi rök fyrir því að ekki sé lengur hægt að treysta á viðskiptahindranir til að þrýsta á Íraka til að fylgja ályktunum Sameinuðu þjóðanna. Bú- ið sé að bora það mörg göt á refsiaðgerðirnar að þær hafi í raun einungis takmarkað gildi. Ná- grannaríki Íraks, t.d. Íran, Sýrland og Tyrkland, hagnast gífurlega á að aðstoða Íraka við að koma smyglaðri olíu á markað. Jafnvel lykilríki í ör- yggisráðinu, s.s. Kína, Rússland og Frakkland, hafi þar að auki sýnt að þau séu reiðubúin til að taka viðskiptahagsmuni fram yfir öryggishags- muni þegar Írak er annars vegar. Þá sé einnig ljóst að ekki sé hægt að treysta á að Saddam verði haldið í skefjum með einhvers konar fæl- ingarstefnu. Hann hafi margsinnis sýnt fram á að hann taki ekki ákvarðanir á skynsamlegum forsendum, sé reiðubúinn að taka gífurlega áhættu, oft án þess að nokkuð sem nálgast skyn- samlegt stöðumat sé til staðar, og dragi oftar en ekki rangar ályktanir. Ætli menn að treysta á fælingarstefnu verði menn jafnframt að treysta á að Saddam muni haga sér með allt öðrum hætti eftir að hann komist yfir kjarnorkuvopn en hann hafi gert allt frá því hann komst til valda á átt- unda áratugnum. Þá sé það mikill ókostur við að treysta á fælingarstefnu gagnvart Saddam að með því sé í raun verið að gefa honum lausan tauminn. Í stað þess að þrýsta á um að hann láti vopn sín af hendi sé reynt að halda honum í skefjum með hótunum. Þar með sé í raun verið að gefa honum frjálsar hendur til að halda áfram uppbyggingu gjöreyðingavopnabúrs. Það er niðurstaða Pollacks að umheimurinn standi nú frammi fyrir mjög afdráttarlausri ákvörðun varðandi Írak einmitt vegna þess að á undanförnum rúmum áratug hafi verið reyndar flestar hugsanlegar millilausnir án þess að ná til- ætluðum árangri, annaðhvort vegna þess að grafið hafi verið undan þeim eða þá vegna ann-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.