Morgunblaðið - 23.02.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.02.2003, Blaðsíða 11
                                               ! " # Áhugi á Arcadia kviknar Íslensku fjárfestarnir ræddu við RBS og Ís- landsbanka í byrjun mars um lán til kaupa á helmingshlut í TopShop og að sögn Jóns Ás- geirs voru þær viðræður vel á veg komnar þeg- ar hið óvænta gerist; hryðjuverkin í Bandaríkj- unum 11. september 2001. Í kjölfarið fylgdu erfiðar aðstæður á fjármálamarkaði og stefndu viðræðurnar í hnút. Í sama mánuði, þ.e. í september, tók Íslands- banki ákvörðun um að koma ekki að fjármögn- uninni meðal annars vegna þess að afkoma Baugs á fyrstu sex mánuðum ársins var ekki eins góð og vonir höfðu staðið til. Í október ræddi Baugur óformlega við RBS og Deutsche Bank um fjármögnum á að kaupa Arcadia eins og það lagði sig. Ástæðan var ein- faldlega sú að verð hlutabréfa í Arcadia hafði lækkað það mikið að sú fjárfesting væri litlu meiri heldur en að kaupa helmingshlut í Top- Shop á sínum tíma. Auk þess sem það féll betur að hugmyndum Stuart Rose sem réð miklu um hvernig stjórn Arcadia tæki á málinu. Ásamt því að ræða við bankana tvo um fjár- mögnun á kaupunum hafði Baugur einnig sam- band við norska banka í gegnum Reitan Gruppen um fjármögnun. Bankarnir tóku vel í þessa málaleitan en vildu flýta sér hægt í þess- um málum. Ekki síst í ljósi þess að mikil óvissa ríkti í viðskiptalífinu í kjölfar hryðjuverkanna 11. september. Jafnframt þótti ekki fýsilegur kostur að lána aðila stórfé sem enginn á bresk- um markaði þekkti. Því þrátt fyrir stærð Baugs á íslenskum verslunarmarkaði var fé- lagið óþekkt á þeim breska á þessum tíma. Of áhættusamt að mati bankanna Erlendu bankarnir kröfðust þess að Baugur skilaði inn ítarlegri áreiðanleikakönnun og kostaði sú könnun Baug fleiri hundruð millj- ónir. Auk þess töldu erlendu bankarnir nauð- synlegt að íslenskir bankar kæmu að fjár- mögnuninni þar sem þeir vildu ekki sjálfir taka þátt í áhættumestu fjármögnuninni. Þeir ís- lensku aðilar sem rætt var við voru Íslands- banki, Kaupþing, Straumur, Búnaðarbankinn og Landsbankinn. Í fyrstu tóku íslensku fjár- málafyrirtækin ekki illa í þá málaleitan en Ís- landsbanki ákvað fljótlega að taka ekki þátt enda um mjög áhættusama fjárfestingu að ræða sem fólst í að setja áhættufjármagn (e. venture capital) inn í samninginn án möguleika á skuldbreytingu í hlutafé ef illa færi og ekki þótti staða Baugs á Íslandi gefa tilefni til að veita fyrirtækinu frekari lán. Bæði Búnaðar- bankinn og Landsbankinn tóku ákvörðun í kringum áramótin 2001/2002 um að taka ekki þátt í fjármögnuninni þar sem þeir komust að sömu niðurstöðu og Íslandsbanki; að um of áhættusama fjárfestingu væri að ræða. Þá var bönkunum ekki boðin aðild að áhættuminna sambankaláni. Myndbréf sent á vitlaust númer Þrátt fyrir að formlegar viðræður milli Arcadia og Baugs hefðu staðið yfir í talsverðan tíma voru þær ekki gerðar opinberar fyrr en 25. október 2001 þegar tilkynningar eru send- ar til kauphallanna á Íslandi og í London um að Baugur eigi í viðræðum um kaup á öllum úti- standandi bréfum í Arcadia. Ástæðan fyrir því að tilkynnt var um viðræðurnar á þessum tíma- punkti var sú að fyrir misskilning hafði mynd- bréf, sem viðskiptabanki Arcadia ætlaði að senda ráðgjöfum félagsins, verið sent á vitlaust númer. Viðtakandinn hafði samband við breska dagblaðið The Daily Mail um að til stæði yfirtaka á Arcadia. Þótti viðræðuaðilum sýnt að ekki yrði hjá því komist að tilkynna um viðræðurnar í stað þess að upplýst yrði um þær í breskum fjölmiðlum. Arcadia og Baugur hefðu getað talist brotleg gagnvart upplýs- ingaskyldu skráðra félaga á markaði og um- fjöllun fjölmiðla hefði því getað valdið vand- ræðum. Þann sama dag er afkoma Arcadia fyrir liðið fjárhagsár kynnt en heildartap félagsins nam 66 milljónum punda, sem svarar til 8.250 millj- óna íslenskra króna. Nokkru áður hafði verið gengið frá samkomu- lagi við fyrrum framkvæmdastjóra hjá Arcadia um sölu á verslununum Racing Green, Hawks- head, Warehouse og Principles. Að sögn Stuart Rose var tilgangurinn með sölunni að gera Ar- cadia kleift að einbeita sér að sex kjarnavöru- merkjum: Dorothy Perkins, TopShop, Miss Sel- fridge, Burton, Evans og Wallis. En velta félagsins hafði dregist mjög saman og í kjölfar mikillar endurskipulagningar var um 400 versl- unum lokað og 11% af starfsliðinu sagt upp. Hinn 29. október sendi Baugur frá sér til- kynningu til Kauphallar Íslands, þá Verðbréfa- þings Íslands, um að félagið hefði gert kynn- ingartilboð í Arcadia, sem meðal annars var háð stuðningi stjórnar Arcadia, áreiðanleika- könnun og fjármögnun, á verðbilinu 280 pens til 300 pens fyrir hvern hlut í Arcadia. Tilboðið var 28 til 37 prósentum hærra en lokaverð Arcadia 24. október 2001, daginn áður en Arcadia sendi frá sér fréttatilkynningu um áhuga Baugs á kaupunum, en þá var verðið 218,75 pens á hvern hlut. Tilkynning Arcadia og Baugs um viðræður vakti mikla athygli í Bretlandi og virtist breski fjármálamarkaðurinn hafa litla trú á að Baug- ur hefði fjárhagslegt bolmagn til yfirtöku Arcadia, samkvæmt frásögnum breskra fjöl- miðla um málið. Jafnframt voru skiptar skoðanir á breskum markaði um hvort verðið sem Baugur var tilbúinn að greiða fyrir hlutabréfin, 280–300 pens, væri nægilega hátt. Til að mynda hafði dagblaðið Guardian eftir Richard Ratner, sér- fræðingi hjá Seymour Pierce, að hann teldi 330 pens réttara verð fyrir bréfin. Hann viður- kenndi samt sem áður að 300 pensa tilboð gæti verið aðlaðandi fyrir fjárþurfi stofnanafjár- festa. Í dálkinum Lex í Financial Times var fjallað um hugsanlega yfirtöku Baugs á Arcad- ia. Þar kom fram að óvíst væri hvort Baugur gæti fjármagnað kaupin á Arcadia. Lex fjallaði einnig um hvort verðið væri rétt. Eftir þetta varð ekki aftur snúið og nú fyrir opnum tjöldum. Bæði fjölmiðlar og starfsfólk Arcadia fylgdist grannt með viðræðunum og eru aðilar málsins sammála um að það hafi ekki hjálpað til við að ná niðurstöðu. En það var ekki það eina. Bæði íslensku bankarnir sem og þeir erlendu voru tregir í taumi og gekk illa að sannfæra þá um ágæti viðskiptanna. Þegar ís- lensku bankarnir höfðu gefið afsvar var orðið nokkuð ljóst að ekki tækist að ljúka samningn- um. Erlendu bankarnir drógu að gefa endan- legt svar og virtust ekki vera reiðubúnir til að leggja í jafnáhættumikla fjárfestingu eins og óskað var eftir að íslensku bankarnir gerðu og Baugur hafði ekki fjárhagslegt bolmagn til þess að standa að kaupunum án stuðnings ís- lensku bankanna. Sala fasteigna liður í fjármögnun Þrátt fyrir að íslensku bankarnir væru búnir að hafna því að taka þátt í fjármögnuninni var Kaupþing enn þátttakandi í viðræðunum um kaup á Arcadia. Á fundi sem fulltrúar Baugs og Kaupþings áttu með RBS teiknuðu þeir meðal annars upp hugmynd að kaupunum. Þar var miðað við að kaupa Arcadia á 300 pens á hlut. Til að fjármagna kaupin átti að selja fasteignir Arcadia við Oxford-stræti í London, auk sölu á öðrum eigum í eigu Arcadia og síðan myndu RBS, Deutsche Bank og Kaupþing lána það sem upp á vantaði. Töldu íslensku aðilarnir að raunhæft væri að þetta gengi upp en í lok janúar var stjórn Arcadia orðin þreytt á því hvað samningar gengu hægt því sagan hefur sýnt að því lengri tíma sem samningar af þessu tagi taka því minni líkur eru á að af þeim verði. Rætt við Ortega og Green Baugur, ásamt Kaupþingi, vildi þó ekki gef- ast upp og reyndi allt hvað af tók að kaupa Arcadia. Meðal annars var rætt við Amancio Ortega, stofnanda tískuvörukeðjunnar Zöru, um að taka þátt í viðskiptunum en Ortega ákvað að taka ekki þátt. Ortega vissi sem var að breski verslunarmarkaðurinn er viðkvæm- ur og það borgaði sig ekki að styggja menn þar. En rætt var við fleiri aðila og meðal þeirra var Philip Green sem síðar átti eftir að koma mikið við sögu. Philip Green keypti í maí 2000 bresku versl- unarkeðjuna British Home Stores, bhs, af Storehouse Group og þegar Jón Ásgeir setti sig í samband við hann í byrjun árs 2002 um að taka þátt í kaupunum á Arcadia með Baugi ákvað Green að taka ekki þátt í kaupunum. Í fyrsta lagi taldi hann að áherslur félagsins væru of dreifðar vegna þeirra fjölmörgu vöru- merkja sem væru innan vébanda Arcadia. Ólíkt bhs þar sem áherslan væri á eitt vöru- merki. Jafnframt væru viðræður búnar að taka allt of langan tíma og lítil von um að þær myndu skila árangri. Aðspurður segir Philip Green að það hefði engu breytt þótt Jón Ásgeir hefði rætt við hann þremur til fjórum mánuðum fyrr; hann hefði einfaldlega ekki haft áhuga á Arcadia á þessum tíma. Varð honum ekki bifað þrátt fyrir að Jón Ás- geir hafi bent honum á að nú væri kauptæki- færi, það er áður en sex mánaða uppgjör yrði birt. Jón Ásgeir vissi að allt benti til þess að það uppgjör yrði mjög gott fyrir Arcadia þar sem salan hafði aukist og hagræðingaraðgerðir að skila sér. Þetta hefði væntanlega þau áhrif að verð hlutabréfa í félaginu myndi fara upp. Taldi Jón Ásgeir að þeir gætu fengið félagið fyrir mun lægri fjárhæð á þessum tímapunkti en að nokkrum vikum liðnum eða fyrir 350 pens á hlut sem var nokkuð hærra en tilboð Baugs hljóðaði upp á í byrjun. Tæplega ársþreifingum lokið En eins og áður sagði var þolinmæði stjórn- enda Arcadia á þrotum í lok janúar og sleit hún viðræðunum 1. febrúar 2002 á þeirri forsendu að Baugur hefði ekki bolmagn til þess að kaupa félagið. Tæplega ársþreifingum, þar af rúmlega þriggja mánaða viðræðum fyrir opnum tjöld- um, var lokið án þess að samningar næðust. Talsvert ber á milli um hversu Baugur var nálægt því að fjármagna kaupin. Jón Ásgeir sagði í samtali við Morgunblaðið, eftir að við- ræðum var lokið, að fjármögnun tilboðsins hafi verið vel á veg komin en stjórn Arcadia hafi ekki fundist hlutirnir ganga nógu hratt fyrir Morgunblaðið/Sverrir                              !"    #$           $! % ! " #   MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2003 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.