Morgunblaðið - 23.02.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.02.2003, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN 38 SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ MATVÆLAFRAMLEIÐSLA Ung og stíg- andi framleiðsla , mikill búnaður. GLÆSILEGT BLÓMAKAFFI Blóm, gjafa- vörur, gallerý, kaffi, kökur, matur o.fl. NEGLUR, FÖRÐUN, VERSLUN Þægil. og gott þjónustufyrirt. í verslunarmiðstöð. SÖLUTURN í ÍBÚÐARHVERFI Velta um 32 m.. Góðar innrétt. Áberandi staðset.. HÓTEL MEÐ 18 FLOTTAR ÍBÚÐIR full- búnar húsgögnum, 1.100 fm. Gott verð og greiðslukjör fyrir traustan aðila. VIDEOSÖLUTUN, 65 MILLJ. ÁRSVELTA Flott afkoma, ekta fjölskyldufyrirtæki. HÓTEL Á AUSTFJÖRÐUM Nú er rétti tím- inn til að koma sér fyrir á uppgangsstað. SPORTVERSLUN, EIN SÚ ÞEKKTASTA Skór, fatnaður, búnaður, eigin innflutn. SÍÐUMÚLA 15 • SÍMI 588 5160 FYRIRTÆKI TIL SÖLU LÍTIÐ SÝNISHORN ÚR SÖLUSKRÁ KAFFIHÚS, SALATBAR, VEISLUSALUR Góð staðsetning, gott tækifæri, fínt verð BÍLASALA Á AUSTURLANDI Þar er gott að búa og reka öflugt fyrirtæki. KAFFIHÚS OG SÖLUTURN Opið 7-18, lokað um helgar, þægilegur rekstur. ÞJÓNUSTUSÍÐA Á NETINU Nú er tíminn, sölumenn hér er tækifærið. V. 2,5 millj. TREFJAPLASTFRAMLEIÐSLA Gæti verið hvar sem er, er núna á Selfossi. SÓLSTOFA & NAGLASTOFA Rótgróin staðsetn., traustur rekstur, nýl. búnaður. Mikill fjöldi fyrirtækja á skrá MIKIL SALA – MIKIL SALA ATVINNUHÚSNÆÐI HURÐ 4,2 m í Hafnarf. 3x138 fm, nýtt. SKEIFAN Í traustri útleigu 716 fm. SMIÐSHÖFÐI 276 fm iðnaðarhúsnæði. BORGARTÚN Flott fyrir litla heildsölu. SKÚTAHRAUN 86 fm + loft, gott bil. Skoðaðu alla söluskrána á heimasíðunni www.fyrirtaekjasala.is FYRIRTÆKJASALA ÍSLANDS Gunnar Jón YngvasonSölu- og framkvæmdastjóri www.eigna.is eigna@eigna.is Sími 530 4600 SIGURÐUR ÖRN SIGURÐARSON, LÖGGILTUR FASTEIGNASALI Glæsilegt 170 fm parhús á tveim hæð- um með innbyggðum 25 fm bílskúr sem í dag er nýttur sem íbúðarher- bergi. Neðri hæðin skiptist í glæsilegt anddyri með vönduðum innr., gesta- salerni, fallegt eldhús, geymslu og stóra rúmgóða stofu með útgangi út í garð. Efri hæðin skiptist í rúmgott sjón- varpshol, tvö góð barnaherb., hjóna- herb., glæsilegt baðherb. og þvotta- hús. Góð eign á rólegum stað. Verð 20,9 millj. Áhv. 7,3 millj. húsbréf. Guðný tekur á móti ykkur í dag, sunnud. Verið velkomin. OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 16-18 KLUKKURIMI 6 - PARHÚS Magnús Axelsson lögg. fasteignasali sími 533 1111 fax 533 1115 Kringlan 4-12 - Stóri turn - 9. hæð - www.laufas.is Efstaleiti - Glæsieign Endaíbúð í Breiðabliki - Tvímælalaust ein glæsilegasta íbúðin í húsinu Séreignin er 145 fm, forstofa, skrifstofa, mjög stórar stofur, svefnherbergi, bað- herbergi, eldhús og þvottahús. Baðherbergi er með sturtuklefa og baðkari, allt lagt marmara í hólf og gólf, þvottahús er flísalagt og öll önnur gólf eru lögð vönd- uðu gegnheilu parketi. Tvennar flísalagðar svalir. Eldhús er með gæðainnréttingu og vönduðum tækjum. Innbyggður ísskápur, frystir og uppþvottavél fylgja. Skápar eru stórir og plássmiklir og auk þess fylgja vandaðar fastar innréttingar í skrifstofu. Stór sérgeymsla í kjallara. Framan við íbúðina er prívatsvæði sem seljandi hefur búið húsgögnum og m.a. nýtt það til morgunverðar þegar fallegt er veður, enda nýtur morgunsólar þar í ríkum mæli. Allt húsið er hjólastólafært. Í sameign er m.a. sundlaug, heitir pottar, búningsklefar, sturtur, sauna, snyrtingar, líkamsræktarher- bergi með rimlum og æfingatækjum, setustofa með húsgögnum, bar, billiardsalur með borðum, fullbúinn veislusalur sem rúmar ca 50 manns við borð, reiðhjóla- geymsla, bifreiðageymsla, húsvarðaríbúð og lyftur. Nánari upplýsingar á LAUFÁSI fasteignasölu – Sími 533 1111 Til leigu er í þessu virðu- lega aldna húsi í hjarta Reykjavíkur, ca 240 fm húsnæði á jarðhæð og um 80 fm í kjallara. Húsnæði þetta hentar mjög vel fyrir veitingarekstur, verslun, kaffihús, listagallerí og fl. Einnig er til í sama húsi flott skrifstofuherbergi á 2. hæð. Til afhendingar stax. Suðurlandsbraut 54, við Faxafen, 108 Reykjavík. Sími 568 2444, fax 568 2446. Ingileifur Einarsson lögg. fasteignasali. TIL LEIGU - HAFNARSTRÆTI 18 VELFERÐ einstaklinga byggist ekki síst á tryggu húsnæði. Stúd- entaráð hefur alltaf lagt mikla áherslu á að tryggja jafnan aðgang fólks að námi. Til að tryggja að fé- lagslegar eða fjárhagslegar að- stæður hindri fólk ekki í að afla sér frekari menntunar hefur farið mik- il orka í að byggja og reka stúd- entagarða. Stúdentagarðarnir eru byggðir fyrir lán frá íbúðalánasjóði og er reynt að halda byggingar- kostnaði eins langt niðri og mögu- legt er til að tryggja að leiguverð verði ekki of hátt. 600 manns bíða Mikil eftirspurn er eftir ódýru leiguhúsnæði á meðal námsmanna og nú er svo komið að um 600 manns eru á biðlista eftir húsnæði Stúdentagarða, sem rekur og byggir stúdentaíbúðir á háskóla- svæðinu. Þar sem biðlistinn er svo langur hafa Stúdentagarðar neyðst til að forgangsraða eftir félagsleg- um aðstæðum og er því algengast að fólk utan af landi fái íbúðir á görðunum enda ólíklegra að þeir stúdentar geti bjargað sér með öðrum hætti. Óhætt er að segja að þetta ódýra leiguhúsnæði sé for- senda þess að margir geti menntað sig og vegna hækkunar leiguverðs á almennum markaði hefur mörg- um reynst erfitt að leggja út í framhaldsnám. Fyrstu íbúðir stúdentagarðanna voru byggðar með stuðningi rík- isins, sveitarfélaga og Háskóla Ís- lands en sá styrkur var forsenda þess að hægt var að halda leigu- verði niðri. Stuðningurinn fólst í því að Íbúðalánasjóður lánaði á hagstæðum vöxtum til félagslegs húsnæðis en Háskólinn styrkti uppbygginguna með styrkjum og lóðum. Árið 1998 voru gerðar breytingar á reglugerð í þá átt að færa vexti lánanna nær markaðs- vöxtum. Beita átti mótvægisað- gerðum til að koma til móts við vaxtabreytingarnar og rætt var um að uppbygging félagslegs húsnæðis yrði styrkt með stofnstyrkjum frá sveitarfélögum og ríkinu. Einnig var talað um að hækka húsaleigu- bætur sem er sú leið sem farin er hjá nágrannalöndum okkar. Mótvægisaðgerðirnar sem aldrei komu Nú er svo komið að búið er að byggja á öllum þeim lóðum sem Háskóli Íslands úthlutaði til upp- byggingar stúdentagarða og hafa því Stúdentagarðar þurft að leita annarra og dýrari leiða. Mjög lítið hefur farið fyrir stofnstyrkjunum sem áttu að koma frá sveitarfélög- um og ríkinu og ekki hafa húsa- leigubætur hækkað að neinu marki. Því hafa byggingaraðilar á borð við Stúdentagarðana lent í miklum erfileikum með frekari uppbyggingu enda forsendur fyrir ódýru leiguhúsnæði að mörgu leyti brostnar. Stúdentagarðar hafa beitt ýmsum ráðum til að halda leiguverði niðri en ljóst er að fyrr- greindar breytingar standa frekari uppbyggingu fyrir þrifum – þvert á núverandi og líklega framtíðareft- irspurn námsmanna eftir ódýru leiguhúsnæði. Hvar stendur hnífurinn í kúnni? Það ber þó að nefna að Stúd- entaráð hefur átt ágætt samstarf í uppbyggingu námsmannaíbúða og opnaði t.a.m. Garðabær 12 nýjar íbúðir síðasta sumar. Reykjavíkur- borg hefur lofað lóð í miðbænum fyrir stúdentagarð þó að ekki sé útséð með hvernig borgin ætlar að leiða málið til lykta. Það er hins vegar alveg ljóst að ef ráðamenn hafa enn vilja til að leggja sitt af mörkum til að tryggja jafnan að- gang að námi verður að koma til- fyrrgreindra mótvægisaðgerða. Ef aldrei stóð til að grípa til þessara mótvægisaðgerða var hreinlegast að gera grein fyrir því strax. Þá vitum við stúdentar í það minnsta hvar hnífurinn stendur í kúnni. Leiguverð náms- mannaíbúða Eftir Brynjólf Stefánsson „Reykjavík- urborg hefur lofað lóð í miðbænum fyrir stúd- entagarð.“ Höfundur er formaður Stúdentaráðs HÍ. FLOKKURINN hefur starfað í rúm 4 ár. Við síðustu kosningar hlaut hann 4,2% atkvæða á lands- vísu og fékk 2 menn á þing, ann- an kjördæmakjörinn en hinn upp- bótarþingmann. Enda þótt höfuðáhersla hjá flokknum hafi verið mál þau er varða fiskveiðistjórnun hefur hann látið öll þau málefni, sem einhverju skipta land og lýð, æ meira til sín taka. Ef staðsetja á Frjálslynda flokkinn hugsjónalega er hann víðsýnn sviðsflokkur, hægra meg- in við miðju. ,,Hann er markaðs- hyggjuflokkur með mannlegu við- horfi, þar sem jafnræði þegnanna ríkir.“ Hann vill að allir eigi jafn- an rétt til að brjótast til bjarg- álna, bæði til auðs og hagsældar, að getu hvers og eins. Hann vill að jafnræðisreglan verði í heiðri höfð, eins og segir í stjórnarskrá Íslands, en ekki fótum troðin með stjórnvaldsaðgerðum í þágu fárra útvaldra, eins og átt hefur sér stað hér á landi á undanförnum árum. Hann vill efla alla sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Kjörorð hans eru: ,,Mannréttindi, virkt lýðræði og viðskiptafrelsi.“ Hins vegar hafnar hann öfgafullri markaðshyggju eða hinni svoköll- uðu frjálshyggju, sem leiðir að lokum til ófarnaðar með sama hætti og aðrar öfgastefnur í heiminum hafa gert og munu gera. Frjálslyndi flokkurinn er flokk- ur fyrir venjulegt fólk, þar sem enginn huglægur munur er á þeim sem eru komir í álnir eða þeim sem minna mega sín og lítið eiga. Hann tekur ofan fyrir þeim sem hagnast hafa af eigin ramm- leik án þess að traðka á náung- anum eða þiggja fé ókeypis af stjórnvöldum, eins og tíðkast hef- ur hjá stjórn þeirri sem setið hef- ur við völd síðastliðinn áratug. Við frjálslyndir bjóðum öllu sann- gjörnu fólki, auðugu sem fátæku, að koma í okkar raðir og lyfta lýðræðinu á þann stall sem því ber. Samfylkingin, sem er lýðræð- issinnaður jafnaðarflokkur, vinstra megin við miðju, að eigin sögn, virðist nú vera á töluverðri siglingu uppá við og er það vel til þess að stöðva eyðileggingu lýð- ræðisins, eins og nú horfir. Sam- kvæmt núverandi skoðanakönn- unum mun hún vera komin með 25 þingsæti. Haldi Vinstri grænir sínum 6 þingsætum og frjálslynd- um takist að fá 4 þingmenn kjörna og þá bæta við sig 2 þing- sætum er kominn meirihluti til stjórnarmyndunar. Vinni Sam- fylkingin slíkan sigur, sem hér er talað um, ber flokknum að sjálf- sögðu skylda til þess að hafna allri stjórnarmyndun með núver- andi stjórnarflokkum, Framsókn- arflokknum og Sjálfstæðisflokkn- um, nema að annað sé fullreynt. Þjóðin á það skilið að fá að reyna gjörbreytt stjórnarmynstur þótt ekki væri nema í eitt kjörtímabil eða svo, slíkt myndi endurvekja lýðræðið. Helstu ágreiningsefni Samfylk- ingarinnar, Vinstri grænna og Frjálslynda flokksins yrðu þá væntanleg Evrópusambandsaðild. En þar sem augljóst er að ekki verður kosið um hugsanlega aðild að ESB í komandi kosningum ættu þau mál ekki að verða veru- legur höfuðverkur í væntanlegum stjórnarmyndunarviðræðum. Auðséð er að Norðmenn munu ekkert aðhafast í ESB-málum næstu fjögur árin. Ætla má að það sé eins öruggt og dagur fylgir nótt að við Íslendingar munum ekki ganga inn í ESB fyrr en, þegar og ef Norðmenn ganga þangað á undan. Ég held að allt raunsætt fólk hljóti að sjá það. Það er greinilegt að núverandi stjórnvöld hafa ofmetnast af valdi sínu sem nú hefur staðið í tæpan áratug. Mér skilst að margur maðurinn og mörg konan séu bú- in að fá nóg í bili. Þá er það spurningin: Hefur fólk kjark til að breyta til? Ykkar er valdið í komandi kosningum. Frjálslyndi flokkurinn Eftir Halldór Hermannsson „Þjóðin á það skilið að fá að reyna gjör- breytt stjórnarmynstur.“ Höfundur er útgerðarmaður á Ísafirði.Alltaf á þriðjudögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.