Morgunblaðið - 23.02.2003, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
FRÉTTASTOFA Stöðvar 2 lætur
ekki deigan síga í „frétta“flutningi af
því sem hún nefnir „skattahækkanir
á Íslandi“. Stöð 2 kýs að tengja þess-
ar meintu hækkanir ríkisstjórninni
og þá sérstaklega forsætisráðherra,
þrátt fyrir að ríkisstjórnir hans hafi
frá 1991 lækkað skatta á einstaklinga
og fyrirtæki. Stöð 2 nefnir hins vegar
ekki skattahækkanir Reykjavíkur-
borgar og annarra sveitarfélaga, þó
sveitarfélögin hafi hækkað skatta en
ekki lækkað þá líkt og ríkið.
Ríkið hefur á síðustu árum lækkað
eignarskatt um meira en helming, en
þess er ekki getið í „fréttum“ Stöðvar
2. Ríkið hefur á þessu kjörtímabili
lækkað skatt á fyrirtæki úr 30% í
18% og enn meira ef litið er lengra
aftur, en frá þessu er ekki sagt í
fréttum um meintar skattahækkanir
ríkisins á Stöð 2. Þá hefur ríkið á síð-
ustu árum lækkað tekjuskattshlut-
fall einstaklinga um nokkur pró-
sentustig en þess er ekki heldur
getið.
En hvernig hafa sveitarfélögin,
með Reykjavíkurborg fremsta í
flokki, hagað sér á síðustu árum? Jú,
ólíkt ríkinu hafa þau hækkað skatt-
hlutföll og í tilviki Reykjavíkurborg-
ar hefur verið bætt við nýjum skött-
um, svo sem hinum alræmda
holræsaskatti.
Staðgreiðslan sem fólk greiðir um
hver mánaðamót samanstendur af
útsvari til sveitarfélaga og tekju-
skatti til ríkisins. Tekjuskattshlut-
fallið hefur lækkað úr 32,80% árið
1991 í 25,75% í ár, en þetta er það
tímabil sem forsætisráðherra hefur
setið við stjórnvölinn hjá ríkinu. Út-
svarshlutfall sveitarfélaga hefur á
sama tímabili hækkað úr 6,99% í
12,79% og því fer fjarri að þessi
hækkun stafi öll af tilfærslu á verk-
efnum frá ríki til sveitarfélaga. Í
Reykjavíkurborg hefur þróunin ver-
ið afar slæm og útsvarið hefur farið
úr lágmarki og nánast upp í leyfilegt
hámark á því tímabili sem R-listi
Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur
hefur ráðið ríkjum. Afleiðing þessar-
ar þróunar skatthlutfalla er sú að
hlutur ríkisins af heildarskatttekjum
hins opinbera hefur lækkað mikið á
síðustu árum og heildarskatttekjur
hins opinbera væru mun lægri ef
sveitarfélög hefðu lækkað skatta sína
eins og ríkið hefur gert í stað þess að
hækka þá.
Það er þess vegna augljóst hverjir
hafa hækkað skatta og hverjir hafa
lækkað þá. Það er eitthvað mikið að
þegar fréttastofa flytur í sífellu
„fréttir“ af meintum skattahækkun-
um ríkisins sem engar hafa verið og
nefnir ekki þær skattahækkanir sem
raunverulega hafa átt sér stað. Þá
hljóta menn að spyrja hvort annað og
meira búi að baki en þörfin til að
miðla upplýsingum.
HALLDÓR KARL HÖGNASON,
verkfræðingur,
Selbrekku 17, Kópavogi.
Skattafréttir Stöðvar 2
Frá Halldóri Karli Högnasyni
MIG langar að minnast hér á nokkuð
sem ég tel skipta miklu máli í lífi og
samfélagi. Það tengist reyndar af-
stöðu til þjóðar og þjóðarverðmæta.
Þar á ég við málvöndun. Í þetta sinn
ætla ég einungis að staldra við eitt til-
tekið málfarsatriði, en það er síend-
urtekin notkun sagnarinnar að vera
með nafnhætti af aðalsögn. Í einu
dagblaðanna gat nýlega að líta eftir-
farandi textabúta á íþróttasíðu:
Við vorum ekki að leika sem lið
Við vorum að leika erfiða vörn
… vörnin hjá okkur var engan veg-
inn að ganga upp
… þá vorum við samt að fá færi
… en samt var hann að standa sig
vel og hann var að verja virkilega erf-
iða bolta. Ef hann hefði ekki verið að
verja þessi erfiðu skot, þá …
… þar af leiðandi erum við ekki að
fá nógu mikið af mörkum úr hraða-
upphlaupum
… því liðið var stóran hluta leiksins
ekki að leika eins og það getur best
… og fleiri voru að gera mistök
… varnarleikurinn var ekki að
virka sem skyldi
Nokkrir lykilmenn eru ekki að
skila sínu
Að mínu mati erum við að leika
mjög góðan leik í raun og veru. Liðið
er þó að gera sig sekt um mörg tækni-
leg mistök
… við vorum að leika gegn mjög
sterku liði
Það er vörnin sem hefur verið að
gefa liðinu mikinn styrk
… þrátt fyrir að lykilmenn séu að
detta út
… einn og sami maðurinn hjá
Spánverjum er að skora þetta grimmt
í leiknum
Íþróttafréttamenn virðast öðrum
fremur eiga „heiðurinn“ af þessari
sérkennilegu venju, þ.e. að setja
hjálparsögnina að vera sífellt með
nafnhætti af aðalsögn. Sennilega er
hér um útlend áhrif að ræða. Nú er svo
komið að þessi tegund málnotkunar er
orðin mjög algeng í talmáli og jafnvel
ritmáli fólks á öllum aldri, en einkum
þó unglinga. „Ég er ekki að fatta
þetta,“ segja þeir. Ef þessi talsmáti
festist í sessi tel ég að mál okkar glati
miklu. Meðal annars má benda á að þá
fækkar heldur betur þeim sögnum
sem þarf að beygja: eiginlega nægir að
beygja sögnina að vera. Aðrar sagnir
birtast okkur einungis í nafnhætti
ásamt nafnháttarmerkinu að.
Af þessum ástæðum skora ég á
íþróttafréttamenn og íþróttamenn að
vanda sig betur þegar þeir ræða um
íþróttir opinberlega og í sínum hópi.
Einnig bið ég foreldra, kennara og
skólastjóra að ræða þetta málefni við
börnin og unglingana. Hér er sjálf-
sagt að beita málfræðihugtökum því
að í tilvikum sem þessum kemur í ljós
hvað þau geta nýst vel. Þau fá hagnýtt
gildi. Hugtökin hjálparsögn, nafn-
háttur, sagnbeyging, nútíð og þátíð
munu sanna gildi sitt. Íslenskukenn-
arinn getur gripið tækifærið í heldur
þunglamalegum málfræðitíma og
sagt sem svo: „Horfðuð þið á leikinn í
gær?“ og sveigt síðan umræðuna inn
á áhugasvið sitt og gæluverkefni: ís-
lenska málfræði og málvöndun. Þetta
kallast kannski að vera lúmskur. En
það er skemmtilegt og hefur áhrif:
Við skorum óvænt mark!
Það getur vel verið að foreldrar og
kennarar hafi stundum verið óþarf-
lega strangir í máluppeldinu. Ég
mæli með umburðarlyndi og umræðu.
Ef við getum beitt góðum rökum í
málflutningi okkar fáum við unga
fólkið á okkar band. Málfræðin, tung-
an og bókmenntirnar verða þá uppá-
haldsgreinar og ævilangt umhugsun-
ar- og viðfangsefni.
BALDUR HAFSTAÐ,
prófessor við KHÍ.
„Ég er ekki að
fatta þetta“
Frá Baldri Hafstað