Morgunblaðið - 23.02.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.02.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Guðrún Helgadóttir Litla leyndarmálið hans Péturs verður að ævintýri sem börnin vilja heyra aftur og aftur! Ljúf og falleg saga Tilboðsbók mánaðarins 30% afsláttur ED D A 0 1/ 20 03 ERIK Solheim, formaður norsku náttúruverndarsamtakanna, var einn þeirra sem hélt erindi á ráð- stefnu Landverndar um Vatnajök- ulsþjóðgarð í gær. Þar hélt einnig tölu umhverfisráðherra, Siv Frið- leifsdóttir, en hún skipaði nefnd seint á síðasta ári til að móta tillögur og vera umhverfisráðherra til ráðgjafar um stofnun verndarsvæðis eða þjóð- garðs norðan Vatnajökuls. Erik Solheim þekkir ákaflega vel til jöklaþjóðgarðs þeirra Norð- manna, Jostedalsbreen í Sogn-fylki á Vesturlandinu, sem stofnaður var ár- ið 1991. Átök vegna hugmynda um virkjanir „Jú, það er rétt, það voru uppi áform um stórt raforkuver á og við Jostedalsþjóðgarðinn á sínum tíma og aðalátökin um stofnun þjóðgarðs- ins voru vegna þeirra áforma,“ segir Erik. „En það voru líka hugmyndir um að koma upp skíðasvæði sem næði alla leið upp á topp jökulsins, bændurnir þarna voru með áform um að leggja veg upp í dalina við jökulinn o.s.frv. Þannig að það skorti ekki ágreiningsmálin þegar farið var að vinna að stofnun þjóðgarðsins en þungamiðja átakanna var um orku- verið. Ég ímynda mér að svipuð deilumál komi upp hér í tengslum við hugmyndir um Vatnajökulsþjóð- garð.“ Erik segir að fyrsta skrefið hafi verið að setja fram tillögur um mörk þjóðgarðsins og síðan hafi landeig- endur, hrepparnir, samtök og aðrir fengið að gera athugasemdir við þær. „Athugasemdirnar urðu óendanlega margar en þegar búið var að fara yfir þær voru lagðar fram nýjar tillögur um landamörk sem mun færri aðilar fengu síðan að gera athugasemdir við. Á þessum tíma var og áberandi ágreiningur milli umhverfis- og orkumálaráðuneytisins og raunar fór svo að málið var tekið upp í norska Stórþinginu sem var óvenjulegt. Átökin um orkuverið þarna drógust á langinn og svo fór að þjóðgarðurinn var stofnaður 1991 en deilurnar um orkuver voru ekki til lykta leiddar fyrr en tveimur árum síðar. Lögin um þjóðgarðinn voru þannig að ef Stórþingið hafnaði virkjunaráform- um ætti að stækka garðinn sem því nam og þannig fór að lokum.“ Erik segir mikla umræðu hafa far- ið fram í Noregi um Jostedalsþjóð- garðinn. „Fyrsta stóra deilan um byggingu raforkuvers í Noregi var árið 1969 þannig að þessi mál hafa brunnið á þjóðinni í nokkurn tíma. Og deilurnar um virkjun Alta-árinn- ar í lok áttunda áratugarins höfðu að ég hygg varanleg áhrif á afstöðu fólks í þessum efnum og það tók að gæta aukins vilja til þess að afmarka svæði sem fengju algerlega að vera í friði. Þannig að þegar farið var af stað með hugmyndir um Jostedals- þjóðgarðinn var jarðvegurinn orðinn dálítið annar. En ég hygg að hér á Ís- landi sé staðan aðeins önnur, þ.e. um- ræða eða deilur um þessi mál hafa ekki staðið eins lengi hér og í Noregi þótt það kunni að vera að breytast nú. Vilji menn eitthvað læra af okkur Norðmönnum þá væri það auðvitað einna helst að láta eiga sig að fórna mjög stórum og verðmætum svæð- um með sérstöku landslagi, merki- legum gróðri eða dýralífi og komast þannig hjá miklum deilum.“ Mjög strangar reglur um alla umferð Aðspurður segir Erik að lög og reglur um þjóðgarða í Noregi séu mjög ströng og það sé meira að segja bannað að leggja sérstakar skíða- brautir. „Nei, það er almennt ekki bannað að fara um á skíðum á jökl- inum enda var hugsunin m.a. sú að þjóðgarðurinn ætti verða svæði þar sem fólk gæti notið útivistar en þó með sem minnstum áhrifum á nátt- úruna, henni vilja menn halda ósnortinni. Þannig er öll umferð mótorknú- inna ökutækja, s.s. bíla, snjósleða og fjórhjóla bönnuð og bannað að leggja brautir fyrir slík tæki. En annars staðar í Noregi er landeigendum þó sums staðar leyft að nota ökutæki vegna veiða á fiski og dýrum en það var lítið um slíka nýtingu í Jostedals- breen. Það er líka bannað að lenda þyrl- um í þjóðgarðinum nema í undan- tekningartilvikum, s.s. vegna nauð- synlegra vísindarannsókna. Þá er kveðið á um að ekki megi reisa fleiri hús eða kofa en voru fyrir á svæðinu við stofnun þjóðgarðsins og það eru raunar engin stærri hús þar og minni húsin eru örfá. En almennt er aðgangur fólks að svæðinu opinn á sama hátt og í öllum almenningi í Noregi, menn mega reisa tjöld í allt að tvær nætur á hverjum stað, menn mega tína ber og sveppi, menn mega tína eldivið og kveikja bál en veiðirétturinn tilheyr- ir þó landeigendunum en á flestum stöðum geta menn fengið veiðileyfi fyrir lága upphæð. Þannig að menn geta vissulega notið þessarar nátt- úruauðlindar í ríkum mæli, með af- mörkuðum hætti þó, enda stóð aldrei neitt annað til.“ Ósnortin svæði fyrir komandi kynslóðir Erik Solheim: „Þungamiðja átak- anna var um orkuverið.“ Ráðstefna um Vatnajökulsþjóðgarð SJÁLFSBJÖRG, landssamband fatlaðra, hefur fengið tæplega fjög- urra milljóna króna styrk til að stækka íbúðir í húseign sinni að Há- túni 12. Það voru Kaupás, Olís og Samkaup sem lögðu fram fjár- magnið. Áætlað er að stækka 3-4 íbúðir sem fyrir eru í húsinu til hagsbóta fyrir hreyfihamlaða. Söfnun fjármagns í framkvæmd- irnar fór meðal annars fram með sölu á hljómdiskinum Ástin og lífið og var hann, og er reyndar enn, seldur í ofangreindum fyr- irtækjum. Að auki greiddi Kaupás fyrir kostnað við gerð disksins. Tónlistarmaðurinn André Bach- mann átti hugmyndina að útgáfu disksins sem inniheldur mörg af bestu lögum Jóhanns Helgasonar í flutningi nokkurra af ástsælustu söngvurum þjóðarinnar. André sá um gerð disksins frá upphafi til enda og hefur einnig haft umsjón með sölu hans. Einstaklega þakklát „Þetta hefur ómetanlega þýð- ingu, sérstaklega þar sem við get- um nú lokið þessum verkefnum mun hraðar en við ætluðum okk- ur,“ segir Arnór Pétursson formað- ur Sjálfsbjargar um stuðninginn sem félagið hefur nú fengið. Vonir standa til að ljúka við þrjár íbúðir á þessu ári en Reykjavíkurborg hefur einnig lagt verkefninu lið. „Við erum einstaklega þakklát fyrir skilninginn og stuðninginn við þetta verkefni,“ segir Arnór. Í ár eru liðin 30 ár frá því að Sjálfsbjargarhúsið var tekið í notk- un og segir Arnór það hafa verið barn síns tíma. Vistarverur séu mjög litlar og því brýn þörf á stækkun. Hann segir stækkanir íbúðanna fela í sér meiri lífsþæg- indi fyrir íbúana, en ekki munu þær þjóna fleiri einstaklingum fyrir vik- ið. Hann segir þó fyrirætlanir uppi um að stækka húsnæðið svo það geti boðið fleirum þjónustu. Ein hugmyndin sé að bæta hæð ofan á húsið. Sjálfsbjörg fékk styrk til að stækka íbúðir Morgunblaðið/Sverrir Arnór Pétursson, formaður Sjálfsbjargar, og Sigurður Einarsson, fram- kvæmdastjóri samtakanna, með ávísanirnar. FYRSTI farfuglinn hefur látið á sér kræla að undanförnu, en varla leys- ir hann heiðlóu og skógarþröst af sem vorboðann ljúfa því hér er um sílamávinn að ræða. Hann kemur hingað til lands farfugla fyrstur og bíður ekki vors, heldur leita fyrstu fuglarnir upp að ströndum landsins síðla vetrar. Fyrstu spurnir af sílamáv á þessu ári voru nokkrir fuglar á Kjalarnesi 12. janúar en síðan hafa fleiri sést, einkum í febrúar, m.a. sjö fuglar saman á flugi yfir Vatnsmýrinni í Reykjavík. Yfirleitt koma fyrstu sílamávarnir til landsins ekki í jan- úar heldur í febrúar og mest í mars og apríl. Hann er eini íslenski máv- urinn sem er alger farfugl. Sam- kvæmt Fuglavísi Jóhanns Óla Hilm- arssonar dvelja sílamávar við strendur Pýreneaskaga og Norð- vestur-Afríku á veturna, en heim- kynni hans eru annars víða í Vest- ur- og Norður-Evrópu, austur til Síberíu. Sílamávurinn er nýr landnemi á Íslandi, fór ekki að verpa að stað- aldri fyrr en uppúr 1920. Er nú al- gengur um land allt og yfirleitt óvinsæll vegna rángirni og yfir- gangs. Morgunblaðið/RAX Sílamávar á Reykjavíkurtjörn. Fyrsti farfuglinn mættur SIGURÐUR Einarsson, forstjóri Kaupþings banka hf., fékk 70 millj- ónir króna í laun á síðasta ári. Þar af er 58 milljóna króna kaupauki vegna afkomutengingar. Þetta kemur fram í skýringum með ársreikningi fé- lagsins fyrir síðasta ár sem birtur var í vikunni. Þar kemur einnig fram að gagn- kvæmur uppsagnarfrestur forstjóra félagsins sé sex mánuðir en ekki er gert ráð fyrir sérstökum greiðslum við starfslok forstjóra. Réttindi for- stjóra til launa eftir að störfum lýk- ur hjá félaginu byggjast á greiðslum í lífeyrissjóð en félagið hefur vegna forstjóra greitt 20% í lífeyrissjóð af föstum launum. Þá hefur forstjóri félagsins kauprétt á genginu 102,5 á 844.148 hlutum í félaginu. Þess má geta að samkvæmt árs- reikningi Íslandsbanka hf. fyrir árið 2002 voru laun bankaráðs og tveggja forstjóra bankans samtals 54 milljónir króna. Tekið er fram að þóknun fyrir setu í stjórnum og nefndum fyrir hönd bankans sé meðtalin. 2.617 milljónir í laun Í skýringunum í ársreikningi Kaupþings banka kemur einnig fram um launagreiðslur almennt í samstæðureikningi, að greiddar voru 2.617 milljónir í laun á síðasta ári. Meðalfjöldi starfa hjá samstæðu Kaupþings á tímabilinu umreiknað- ur í heilsársstörf var 355 og stöðu- gildi í árslok voru 539. Á aðalfundi félagsins árið 2002 var samþykkt að stjórnarlaun væru 110 þús. kr. á mánuði og að stjórn- arformaður fengi 220 þús. kr. í laun á mánuði. Laun forstjóra 70 milljónir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.