Morgunblaðið - 23.02.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.02.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ KVENFÖT HAFA LÆKKAÐ Verð á fatnaði er lægra nú en nokkru sinni á undanförnum sex ár- um en það hefur lækkað um 21% að jafnaði á tímabilinu. Kven- og barna- föt hafa lækkað mest, um 30%, en karlmannaföt um 10%. Útsölur sem nú standa yfir skýra verðlækkunina ekki nema að litlu leyti. Deilt um jöklaþjóðgarð Lög og reglur um norska þjóð- garða eru mjög ströng, segir Erik Solheim, formaður norsku nátt- úruverndarsamtakanna, sem hélt fyrirlestur á ráðstefnu um Vatnajök- ulsþjóðgarð í gær. Hann sagði frá deilum um Jostedalsþjóðgarðinn þar sem uppi voru áform um að reisa raforkuver. Svipuð deilumál gætu komið upp vegna Vatnajökuls- þjóðgarðs. 46 milljarðar í l ífeyrissjóði Ríkissjóður hefur á undanförnum fjórum árum greitt um 46 milljarða króna til að mæta framtíðar- skuldbindingum vegna lífeyrisrétt- inda ríkisstarfsmanna. Samanlagt voru lagðir 10,7 milljarðar til Lífeyr- issjóðs starfsmanna ríkisins og Líf- eyrissjóðs hjúkrunarfræðinga árið 2002 umfram lögbundin framlög. Áformað er að ríkissjóður greiði aukalega til lífeyrissjóðsins 9,2 millj- arða á þessu ári. Írakar eyði eldflaugum Hans Blix, yfirmaður vopnaeft- irlitsnefndar Sameinuðu þjóðanna, hefur krafist þess að byrjað verði að eyða Samoud 2-eldflaugum Íraka fyrir 1. mars nk. Fá Írakar því eina viku til að hefjast handa við verkið. Höfðu þeir ekki brugðist formlega við kröfum Blix en líklegt er talið að Saddam Hussein forseti Íraks verði við þeim. Skattalækkanir í forgang Aðgerðir í skattamálum eru nauð- synlegar til að viðhalda stöðugleika efnahagslífsins, sagði Halldór Ás- grímsson, formaður Framsókn- arflokksins, á flokksþingi í gær. Fulltrúar á þinginu fögnuðu orðum formannsins um að setja skatta- lækkanir í forgang á næsta kjör- tímabili og að ekki væri tímabært að taka afstöðu til aðildar að ESB. Viltu breyta til? Óskum eftir sölumönnum til starfa. Um er að ræða störf hjá söluskrifstofu heimsþekkts fyrir- tækis sem starfar um heim allan. Vörur fyrir- tækisins hafa mikla sérstöðu á íslenskum markaði. Við leitum að duglegu fólki sem hefur metnað til að ná árangri og getur starfað sjálf- stætt. Spennandi tækifæri fyrir kraftmikið fólk. Sveigjanlegur vinnutími og fjölskylduvænn vinnustaður. Konur, jafnt sem karlar, eru hvatt- ar til að sækja um. Umsóknum ásamt ferilskrá skal skilað til aug- lýsingadeildar Morgunblaðsins eða í box@mbl.is merktum: „V — 13378“. Með allar umsóknir verður farið sem trúnaðarmál. Meðferðarfulltrúi á kvöldvaktir Meðferðarheimili Götusmiðjunnar á Árvöllum óskar eftir að ráða nú þegar starfsmann á kvöldvaktir. Starfið fellst í að leiðbeina nem- endum, sem eru á aldrinum 14 til 20 ára, í leik og starfi, taka þátt í daglegri dagskrá meðferð- arinnar, sem er mjög fjölbreytt, auk þess að vinna í nánu samstarfi með sálfræðingi og ráð- gjöfum. Umsóknir sendist, elisabet@gotusmidjan .is, fyrir 3. mars 2003. Stöðvarstjóri óskast Framtíðarstarf Frumherji hf. leitar að stöðvarstjóra fyrir skoðunarstöðvar fyrirtækisins á Austur- landi, með aðsetur í Fellabæ eða nágrenni. Þyrfti að geta hafið störf sem fyrst. Um starfið: Starf stöðvarstjóra er fjölbreytt, felst aðallega í skoðun ökutækja af öllum stærðum og gerð- um, afgreiðslustörfum, skráningarstarfsemi vegna ökutækja, upplýsingagjöf, stöðvarstjórn og fleiru. Kröfur um menntun, þjálfun og annað: Gerð er krafa um bifvélavirkjamenntun. Æski- legt er að viðkomandi hafi einhverja starfs- reynslu í faginu. Gerð er krafa um almenn öku- réttindi, en aukin ökuréttindi og bifhjólaréttindi eru einnig æskileg. Stöðvarstjóri verður að hafa bíl til umráða. Við leitum að manni sem hefur góða þjón- ustulund, getur starfað sjálfstætt og er tilbúinn að bæta þekkingu sína og hæfni til þess að takast á við krefjandi starf hjá traustu fyrirtæki. Umsóknir sendist til Frumherja hf., tæknistjóra ökutækjasviðs, Hesthálsi 6—8, 110 Reykjavík. Má einnig skila á tölvupósti, jha@frumherji.is . „Au pair“ Stokkhólmi Íslensk fjölskylda í Stokkhólmi óskar eftir „au pair“ frá lok apríl eða byrjun maímánaðar. Upplýsingar í síma: 0046 8 464 8969 eða 0046 7335 03346. Netfang: tjonsdottir@hotmail.com . Yfirdýralæknir Auglýsing um starf við rannsóknir Vegna rannsókna á vegum embættis yfirdýra- læknis á hugsanlegum tengslum riðuveiki, snefilefna og oxavarnarensíma, er laus staða dýralæknis, líffræðings eða lífefnafræðings. Æskilegt er að starfið hefjist 15. mars nk. Starfið er fyrirhugað til u.þ.b. tveggja ára, með möguleika á að framlengingu til eins árs. Rannsóknir þessar eru styrktar af Evrópusam- bandinu og gæti hluti starfsins farið fram er- lendis. Bent er á að starf þetta gæti hentað til meistarnáms eða verið hluti af slíku námi. Laun eru samkvæmt kjarasamningi viðkom- andi stéttarfélags við fjármálaráðneytið. Nánari upplýsingar veitir dr. med. Þorkell Jóhannesson í síma 551 8026 eða með tölvupósti dr.thorkell@simnet.is Húsvarðarstarf Staða húsvarðar í Félagsheimilinu Borg í Grímsnesi er laus til umsóknar. Umsóknum skal skila fyrir 8. mars nk. á skrif- stofu sveitarfélagsins, Félagsheimilinu Borg, 801 Selfossi. Allar frekari upplýsingar eru veittar í síma 486 4400. Sveitarstjóri Grímsness- og Grafningshrepps. Heildverslun Útkeyrsla og lagerstörf Heildverslun á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ráða duglegan og heiðarlegan starfsmann til útkeyrslu og lagerstarfa auk annarra tilfall- andi starfa. Þarf að geta hafið störf fljótlega. Reyklaus vinnustaður. Umsóknir með upplýs- ingum um fyrri störf sendist til auglýsinga- deildar Mbl. merktar: „Lagerstarf — 13377“. Sunnudagur 23. febrúar 2003 atvinnatilboðútboðfundirtilsölutilleigutilkynningarkennslahúsnæðiþjónustauppboð mbl.is/atvinna Gestir í vikunni 8.802  Innlit 16.666  Flettingar 68.462  Heimild: Samræmd vefmæling Leyndardómar öræfanna Andrína G. Erlingsdóttir og Benedikt Braga- son hafa atvinnu af að gera það sem þeim finnst skemmtilegast; ferðast um fjöll og firnindi á vélsleðum. Ragnhildur Sverris- dóttir ræddi við þau um sleðaferðir, óhapp í krapaelg og upp- byggingu fyrirtækis þeirra./B2 ferðalögSpánnsælkerarFerskir FylgifiskarbörnAstrid LindgrenbíóStórvirki Scorsese Tómas Lemarquis „Ég lærði ýmislegt af Nóa“ „Í leiklistar- námi er maður í sífelldri sjálfsskoðun.“ Prentsmiðja Morgunblaðsins Sunnudagur 23. febrúar 2003 Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Hugvekja 53 Listir 26/31 Myndasögur 48 Af listum 26 Bréf 48/49 Birna Anna 26 Dagbók 50/51 Forystugrein 32 Krossgáta 52 Reykjavíkurbréf 32 Leikhús 54 Skoðun 34/35 Fólk 54/61 Umræðan 36/38 Bíó 58/61 Þjónusta 39 Sjónvarp 52/62 Minningar 43/47 Veður 63 * * * Morgunblaðinu í dag fylgir auglýs- ingablaðið Sumarferðir. Blaðinu er dreift um allt land. KEPPENDUR í sjálfsbjargarleiknum Global Extremes voru við beitingar á Ísafirði í gær. Beitingarnar eru hluti af leiknum sem er sjónvarpað í Bandaríkjunum á Outdoor Life Network sjónvarpsstöðinni. Keppend- urnir níu sem eru staddir hér á landi ásamt tökuliði fóru einnig á skíðum langleiðina upp á Kaldbak, hæsta fjall Vestfjarða í gær en það var liður í undirbúningi fyrir skíðagöngu á Mýrdalsjökul á næstu dögum. Að sögn Rúnars Óla Karlssonar á Ísafirði er hóp- urinn í góðu formi og kann vel við sig á Íslandi. „Þau segja það koma sér á óvart hvað allt er hreint hérna,“ sagði Rúnar Óli. „Þau tala líka um hvað við erum tæknivædd, á því áttu þau sennilega ekki von í smá- þorpi á Íslandi. Náttúrufegurðin er þeim einnig of- arlega í huga.“ Hópurinn fór frá Ísafirði í gær og næst liggur leiðin í Skaftafell þaðan sem gengið verður á Hvannadalshnúk. Global Extremes nýtur mikilla vinsælda í Bandaríkj- unum en leiknum svipar til Survivor sem er íslenskum sjónvarpsáhorfendum að góðu kunnur. Keppendur Global Extremes á leið á Hvannadalshnúk Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns Beitt og skíðað á Ísafirði SAMBAND ungra framsóknar- manna, SUF, lagði fram á flokks- þinginu nokkur áhersluatriði sem það vill að tekin verði upp í kosn- ingastefnuskrá Framsóknarflokks- ins. Meðal annars vill SUF afnema virðisaukaskatt af barnafatnaði, endurskoða skattalöggjöfina í heild sinni m.a. með minni tekjutengingu barna- og vaxtabóta, samkeppn- isstaða ríkisrekinna háskóla verði bætt og heildarendurskoðun fari fram á starfsemi Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna, LÍN, m.a. verði endurgreiðslubyrði lána létt. Áherslur SUF FULLTRÚAR á flokksþingi Fram- sóknarflokksins fögnuðu í almenn- um umræðum í gærmorgun þeim orðum formannsins, Halldórs Ás- grímssonar að setja skattalækkanir í forgang á næsta kjörtímabili og að ekki væri tímabært nú að taka af- stöðu til aðildar að Evrópusam- bandinu, ESB. Halldór Ásgrímsson tók fyrstur til máls í umræðunum og þakkaði fyrir þau viðbrögð og stuðning sem hann hefði fengið við setningarræðu sinni á föstudag. Skilaboðin hefðu komist vel til skila. Skýrði hann bet- ur fyrir fundarmönnum áherslur sínar í skattamálum, þær aðgerðir væru nauðsynlegar til að viðhalda stöðugleika efnahagslífsins. Stöðug- leikinn væri það sem fólk setti efst á blað hjá sér og velferðin kæmi þar á eftir. Sturlaugur Eyjólfsson, bóndi úr Dalasýslu, lýsti yfir ánægju sinni með setningarræðu Halldórs og fagnaði því sérstaklega að draga ætti úr áherslunni í Evrópumálum. „Halldór hefur ekki opnað munninn án þess að fara að tala um Evrópu- sambandið. Ég vona að hann hætti þessu fram að kosningum,“ sagði Sturlaugur. Hann kom á framfæri sérstökum þökkum til Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráðherra fyrir framgöngu hennar í virkjanamálum og til Jóns Kristjánssonar fyrir úr- skurð hans um Norðlingaölduveitu. Sturlaugur var hins vegar ekki jafn- ánægður með boðað gistináttagjald hjá Siv Friðleifsdóttur umhverfis- ráðherra. Gjaldið væri í raun frá- leitt og ekki í anda boðaðra skatta- lækkana. Skattalækkun efnahagslegt afrek Guðmundur Sigurðsson fagnaði því útspili að lækka ætti skatta, það væri skynsamleg aðgerð og í raun efnahagslegt afrek að ná því án þess t.d. að draga úr þjónustu á vegum ríkisins. Hann sagðist vera sammála formanni flokksins um að vænlegast væri að lækka tekjuskattshlutfallið, það kæmi fjöldanum best til góða. Guðmundur vék nokkrum orðum að ályktunum og áherslum flokksins fyrir næstu kosningar. Nauðsynlegt væri að efla enn frekar iðnskóla- nám, afnema einkasölurétt ríkisins á áfengi og leyfa áfengissölu í mat- vöruverslunum og þá væri kominn tími til að afnema þungaskatt af bif- reiðum og taka upp olíugjald. Annar flokksfulltrúi, Kári Bjarnason, lagði áherslu á það að framsóknarmenn sameinuðust í baráttunni en flokksþingið á Hótel Loftleiðum er með þeim fjölmennari sem haldin hafa verið. Þar eiga seturétt ríflega 700 manns af öllu landinu. Að loknum almennum um- ræðum voru afgreiddar ályktanir flokksþings og síðan sátu ráðherrar Framsóknarsflokksins fyrir svör- um. Á föstudag var jafnréttisviður- kenning Framsóknarflokksins veitt og hana hlaut Egill Heiðar Gíslason, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, fyrir að hafa sem framkvæmdastjóri flokksins til margra ára stuðlað að jöfnu hlutfalli kynja í nefndum og ráðum flokksins. Flokksþinginu lýk- ur í dag, m.a. með kosningum for- manns og varaformanns og afhend- ingu bjartsýnisverðlauna Fram- sóknarflokksins. Fulltrúar á flokksþingi Framsóknarflokksins í almennum umræðum Skattalækkunum og bið á ESB-aðild fagnað Morgunblaðið/Árni Sæberg Létt var yfir framsóknarmönnum á Hótel Loftleiðum í gærmorgun þegar umræður héldu áfram á flokksþinginu. Hér eru f.v. Björn Ingi Hrafnsson, skrifstofu- og kynningarstjóri flokksins, Haukur Ingibergsson, forstjóri Fast- eignamats ríkisins, Magnús Stefánsson alþingismaður og Árni Magnússon, framkvæmdastjóri flokksins. FLUGVÉLAR sem voru kyrrsettar í gær samkvæmt ákvörðun Flug- málastjórnar fá væntanlega ekki leyfi til að fljúga aftur fyrr en eftir helgi. Við rannsókn á bensíni vél- anna á Reykjavíkurflugvelli á föstu- dag kom í ljós að það uppfyllti ekki gæðakröfur. „Þetta er mjög slæmt fyrir okk- ur,“ segir Jón Grétar Sigurðsson, framkvæmdastjóri flugfélagsins Jórvíkur en þrjár vélar flugfélagsins eru kyrrsettar. „Það er ljóst að af þessu hlýst tap og það verður sjálf- sagt skoðað hvort hægt verði að fá það bætt.“ Banni ekki aflétt fyrr en eftir gæðakönnun eldsneytis Verið er að kanna gæði bensíns- ins, sem vélarnar nota, víðar um land. Að sögn Jóns Grétars þarf að senda sýni til útlanda og því verður kyrrsetningu ekki aflétt fyrr en nið- urstaða þeirra rannsókna verður ljós eftir helgi. Kyrrsettar voru um 200 litlar flug- vélar á landinu sem eru bensíndrifn- ar. Á flugbannið m.a. við um allar vélar Jórvíkur og Flugfélags Vest- mannaeyja, svo og allar litlar einka- flugvélar. Smávélar kyrrsett- ar fram yfir helgi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.