Morgunblaðið - 23.02.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 23.02.2003, Blaðsíða 49
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2003 49 EFTIRFARANDI bréf barst Hinu íslenska Biblíufélagi frá Mirjami Uusitalo aðalþýðanda Nýja testa- mentisins á Konsómál, en það kom út í fyrsta skipti í fyrra: „Þið hafið líklega þegar frétt af hátíðarguðsþjónustunni í Konsó og borist þakkir og eintak af Nýja testamentinu á Konsómáli frá Bjarna Gíslasyni kristniboða. Einnig gætuð þið hafa heyrt að þessi 2500 eintök seldust upp á fjórum dögun. Ég vil enn þakka fyrir framlag Íslenska Biblíu- félagsins til þýðingarstarfsins í gegnum árin. Af fjárhagsástæðum var ekki hægt að prenta nema helming þess upplags sem við vildum og því eru enn margir í Konsó sem ekki gátu eignast sitt Nýja testamenti. Nú eru að minnsta kosti 10 þúsund manns sem sækja lestrarkennslu reglulega. Við sóttum því um að- stoð frá Sameinuðu Biblíufélögun- um til að prenta 5000 eintök í við- bót. Svarið var að þegar hefði verið gengið frá verkefnum fyrir næsta ár og því ekki möguleiki á að styrkja okkur fyrr en í fyrsta lagi seint á næsta ári. Fyrir fólk sem þráir að eignast sitt Nýja testamenti er þetta löng bið. Þess vegna skrifa ég til Hins ís- lenska Biblíufélags til að athuga hvort það gæti komið kirkjunni í Konsó til hjálpar. Það skapaðist mikil eftirvænting hjá fólkinu í Konsó þegar Nýja testamentið kom út og ég tel það mikilvægt að fullnægja þrá fólks- ins eftir því eins fljótt og hægt er. Það sem inn kom af sölu þeirra 2500 eintaka sem seldust upp verður notað upp í kostnað við prentunina. En það vantar ennþá um 12,5 þúsund dollara (um 1 milljón ísl. kr.). Gott væri að heyra frá Íslenska Biblíufélaginu sem fyrst. Kær kveðja, Mirjami Uusitalo.“ Það er við hæfi að Hið íslenska Biblíufélag komi nú til hjálpar kirkjunni í Konsó. Konsó og Ísland eru tengd sterkum böndum sem ná 50 ár aftur í tímann þegar fyrstu íslensku kristniboðarnir komu til Konsó. Bæði á vegum Kristniboðs- sambandsins og Biblíufélagsins hefur í gegnum tíðina verið efnt til safnana til stuðnings kirkju og kristni í Konsó. Við viljum því ekki bregðast vinum okkar í Konsó nú þegar gleðin yfir útkomu Nýja testamentisins er svo mikil. Söfn- unin á Biblíudaginn 23. febrúar verður helguð þessu verkefni að tryggja að hægt verði sem fyrst að láta prenta 5000 viðbótareintök af Nýja testamentinu á Konsómáli. Hjálpum vinum okkar í Konsó. Eitt Nýja testamenti kostar ekki nema 400 kr. Söfnunarreikningur fyrir Konsó er nr. 0101-26-3555 JÓN PÁLSSON, framkvæmdastj. Hins íslenska Biblíufélags, Hallgrímskirkju, 101 Reykjavík. Bænakall frá Konsó Frá Jóni Pálssyni Upphaf Rómverjabréfsins í Nýja testamentinu á Konsómáli. Moggabúðin Stuttermabolir, aðeins 1.000 kr. alltaf á föstudögum Fyrirtæki óskast: Höfum góða kaupendur að fyrirtækjum af öllum stærðum. Sérstaklega vantar okkur þó litlar heildverslanir og þjónustu- fyrirtæki. Við gætum trúnaðar. Fyrirtæki til sölu: Upplýsingar um fyrirtæki aðeins veittar á skrifstofunni. Vinsamlega pantið tíma. Síminn er 533 4300.  Höfum til sölu nokkrar stórar sérverslanir, heildverslanir og iðnfyrirtæki í ýmsum greinum fyrir rétta kaupendur. Ársvelta 100—1000 m. kr.  Flutningaþjónusta á Suðurnesjum. Þægilegt dæmi.  Kaffihús á Vesturlandi. Eigið húsnæði. Auðveld kaup.  Stór austurlenskur veitingastaður í miðbænum. Mikil velta, góður hagnaður. Eigið húsnæði.  Deild úr fyrirtæki. Mjög þekkt umboð fyrir ferðatöskur. Ársvelta 8 m. kr.  Stórt samkomuhús í nágrenni Reykjavíkur með góðri aðstöðu fyrir dans- leiki, veislur og fundi. Ársvelta 40—50 m. kr. Gott tækifæri fyrir fag- menn. Rekstrarleiga möguleg.  Þekkt lítil fiskbúð í vesturbænum. Hagstætt verð og greiðslukjör. Tilvalið fyrir einstakling eða hjón að koma sér í eigin atvinnurekstur með góðum tekjum.  Íþróttavöruverslun/heildverslun með mjög gott umboð. Ársvelta 25—30 m. kr. sem hægt er að margfalda. Auðveld kaup.  Lítið sandblástursfyrirtæki með miklum tækjabúnaði. Hentugt fyrir tvo samhenta menn eða viðbót t.d. fyrir málningarfyrirtæki.  Deild úr fyrirtæki með útstillingarvörur.  Heildsala/smásala í snyrtivörugeiranum. Miklir vaxtarmöguleikar.  Járnsmíðaverkstæði í Kópavogi. Ársvelta 32 m. kr. Ágæt verkefna- staða.  Matvöruverslun á uppgangsstað í nágrenni Reykjavíkur. Ársvelta 136 m. kr. Góð afkoma.  Þekkt heildverslun með 100 m. kr. ársveltu og ágæta markaðsstöðu.  H-búðin, Garðatorgi. Rótgróin fataverslun með eigin innflutning. Skemmtilegt tækifæri fyrir tvær samhentar konur.  Lítil heildverslun/verslun í Hafnarfirði með gjafavörur.  Góð sólbaðstofa í Breiðholti. Besti tíminn framundan.  Verslun með mjúkar vörur fyrir svefnherbergi og bað.  Tískuvöruverslun í lítilli verslunarmiðstöð. Eigin innflutningur, góð merki.  Gott þjónustufyrirtæki í prentiðnaði.  Sólbaðstofa og naglastofa í góðu bæjarfélagi á stór-Reykjavíkursvæðinu. 6 bekkir, þar af 5 nýir. Verð 7,5 m. kr.  Lítil heildverslun með jurtabaðvörur og gjafavörur. Tilvalin sem viðbót við annan rekstur.  Þekkt bónstöð til sölu eða rekstrarleigu fyrir réttan aðila.  Lítil skyndibitakeðja með tveimur útsölustöðum. Þekkt nafn. Gott verð.  Söluturn í atvinnuhverfi í Kópavogi. Verð 11 m. kr. Góð greiðslukjör fyrir gott fólk.  Lítill iðnrekstur til sölu. Mjög hentugur fyrir verndaðan vinnustað. 4—6 störf.  Þekkt heildverslun með tæki og búnað fyrir byggingaverktaka.  Meðeigandi - framkvæmdastjóri óskast að húsgagnaverslun sem vanur aðili er að setja á stofn. Þarf að leggja fram 2—3 m. kr.  Meðeigandi óskast að góðum veitingastað á Akureyri.  Framköllunarþjónusta í miðbænum. Góð tæki, frábær staðsetning.  Lítil sápugerð með fjölbreytt úrval hreinsiefna, sem þykja mjög góð. Miklir möguleikar. Tilvalin til flutnings út á land.  Veitingastaðurinn Tex-Mex á Langholtsvegi er fáanlegur á rekstrarleigu með kauprétti. Góður rekstur og pottþétt dæmi fyrir duglegt fólk.  Grensásvideó. Ágætur hagnaður, auðveld kaup. Rekstrarlega möguleg.  Rótgróið og vel arðbært gistihús miðsvæðis í Reykjavík. 30 herbergi og lítil íbúð fyrir eiganda. Ársvelta 40 m. kr. Skoðið nýja heimasíðu fyrirtækjadeildar með ítarlegri söluskrá og gagnlegum fróðleik: www.husid.is Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin v/Faxafen) Sími 533 4300, GSM 820 8658 Hugo Þórisson sálfræðingur Wilhelm Norðfjörð sálfræðingur Nýtt námskeið að hefjast Upplýsingar og skráning í s: 562 1132 og 562 6632 eftir kl. 16 og um helgar Á námskeiðinu verður m.a. fjallað um: • Þroska barna, sjálfsmynd og samskipti. • Vandamál sem geta komið upp í samskiptum innan fjölskyldunnar. • Aðferð til þess að kenna börnum að taka ábyrgð. • Hvernig hægt er að tala við börn og tryggja að þau vilji hlusta. • Aðferðir til þess að kenna börnum tillitsemi og sjálfsaga. • Aðferðir til að komast út úr samskiptum þar sem eru sigurvegarar og taparar. • Hugmyndir um hvernig er hægt að hafa jákvæð áhrif á gildismat barna. www.samskipti.org Aðalfundur SES Aðalfundur Samtaka eldri sjálfstæðismanna verður haldinn mánudaginn 10. mars 2003 kl. 17 í Valhöll. Dagskrá: 1. Venulega aðalfundarstörf 2. Ávarp formanns Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra Davíðs Oddssonar. Stjórnin. Glerlistarnámskeið Myndlistarmaðurinn Jónas Bragi heldur námskeið í ýmiss konar glervinnslu. Grunn- og framhaldsnámskeið. Nánari uppl. í símum 554 6001 og 895 9013. l l Sjúkra-, aðhalds-, flug- og nudd- sokkar. Græðandi, losar þig við fótrakann SOLIDEA BAS ET COLLANTS Apótek og lyfjaverslanir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.