Morgunblaðið - 23.02.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.02.2003, Blaðsíða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2003 27 FIMMTU tónleikar starfsársins hjá Kammermúsíkklúbbnum verða haldnir í kvöld kl. 20 í Bústaða- kirkju. Það er Tríó Reykjavíkur ásamt tveimur gestum sem leikur, en á efnisskránni eru tveir píanó- kvintettar. Fyrir hlé verður fluttur kvintett op. 57 í g-moll eftir Dmitri Shostakovits, en eftir hlé er á dag- skrá f-moll kvintett Césars Franck. Tríó Reykjavíkur, sem skipað er Guðnýju Guðmundsdóttur fiðluleik- ara, Gunnari Kvaran sellóleikara og Peter Maté, píanóleikara, fær til liðs við sig á tónleikunum þær Unni Sveinbjarnardóttur víóluleikara og Sun Na fiðluleikara, en hún er ný- flutt hingað frá Peking og er við nám við Listaháskóla Íslands hjá Guðnýju Guðmundsdóttur. „Shostakovits lagði stóran skerf til sinfónískra verka og til kamm- ertónlistar á 20. öld. Verk hans eru mikið spiluð og hann hefur mikið að segja okkar – það er þrumandi boðskapur sem hann býður okkur upp á,“ sagði Gunnar Kvaran í sam- tali við Morgunblaðið. Hann segir Shostakovits-kvintettinn bera því vitni að tónskáldið hafi verið að hverfa aftur til íhaldssamari forma og að í köflum kvintettsins megi greina áhrif eldri tónskálda eins og Bachs og Beethovens. „Hann samdi þennan kvintett árið 1940, nokkr- um mánuðum áður en Hitler braut samning sinn við Stalín og gerði innrás í Rússland. Verkið var frum- flutt af Shostakovits sjálfum á pí- anó og kvintettinn vakti svo mikla hrifingu strax á þessum fyrstu tón- leikum að það þurfti að endurtaka tvo kafla. Síðan þá hefur oft verið talað um að þetta sé verk í sjö þátt- um,“ segir Gunnar, en bætir við að á tónleikunum í kvöld leiki þau lík- lega einungis hvern kafla einu sinni. „Eins og alltaf þegar um verk eftir Shostakovits er að ræða, spanna kaflarnir breitt svið tilfinn- inga. Þetta er geysilega fallegt verk, en um leið gefur það nokkuð glögga mynd af ástandi mála í landi hans á þessum ógnartíma. Maður skynjar það í þessu verki.“ Að sögn Gunnars er kvintett Cés- ars Franck sjaldan leikinn, þó hann viti til þess að Kammersveit Reykjavíkur hafi flutt hann hér- lendis fyrir nokkrum árum. „Okkur fannst því gaman að geta kynnt hann fyrir áheyrendum. César Franck hlaut lítið lof fyrir verk sín lengi framan af, en það var ekki fyrr á síðustu tíu árum lífs hans sem verkin tóku að vekja athygli. Það má að vissu leyti segja að það hafi gerst með þessum kvintett, sem er saminn 1879,“ segir hann. „Verkið sem er tileinkað Saint- Saëns, sem sjálfur lék á píanóið við frumflutninginn, átti eftir að eftir að ná miklum vinsældum. Sagan segir að þegar Franck samdi kvint- ettinn hafi hann orðið geysilega ástfanginn af einum nemanda sín- um. En hann var nú mjög vandaður maður og þetta hefur örugglega verið hrein platónsk ást. Sumir þykjast finna í þessu verki ástar- sorg eða mikinn trega. Sjálfum finnst mér þetta verk vera lofgjörð til fegurðarinnar og ástarinnar, en þó blandið bæði dramatík og trega. Þetta er stórbrotið verk.“ Morgunblaðið/Jim Smart Flytjendur á tónleikum Kammermúsíkklúbbsins á tónleikum í Bústaðakirkju í kvöld eru Tríó Reykjavíkur ásamt gestum: Peter Maté, Sun Na, Guðný Guðmundsdóttir, Unnur Sveinbjarnardóttir og Gunnar Kvaran. „Þrumandi boðskapur Shostakovits“ Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús Sýningarlok á margmiðlunarverk- inu Loud & Clear er á mánudag, en verkið er eitt þriggja þátta í sýning- arröðinni, Myndbönd og gjörningar. Sýningin er opið alla daga kl. 10–17. Hallgrímskirkja Sýningu Aðalheiðar Valgeirsdótt- ur lýkur á þriðjudag. Viðfangsefni verkanna er lífið, tíminn og eilífðin. Nýlistasafnið Sýningum Finns Arnars Arnar- sonar, Hlyns Hallssonar og Jessicu Jackson Hutchins lýkur á sunnudag- inn. Sýningum lýkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.