Morgunblaðið - 23.02.2003, Blaðsíða 18
Nútímaútgáfan af Yardbirds: F.v. Gypie Mayo, John Idan, Alan Glen, Jim
McCarty og Chris Dreja.T
HE YARDBIRDS er ein
vanmetnasta sveit sem
sjöundi áratugurinn gaf
af sér. Þótt sveitir eins og
Bítlarnir, Rolling Stones,
Byrds og jafnvel Small Faces séu
þekktari nöfn er Yardbirds kannski
ævintýralegasta sveitin af þeim öll-
um; uppeldisstöð þriggja gítarhetja
sem á sínum tíma vísaði veginn að því
hvernig standa beri að tilrauna-
mennsku innan popp- og rokk-
tónlistar.
Sveitin er enn starfandi, og það af
miklum krafti. Þeir sem leiða nú eru
upprunalegu meðlimirnir Chris
Dreja, sem leikur á hryngítar og
trymbillinn Jim McCarty en með
þeim í nýjustu útgáfu bandsins er gít-
arhetjan Gypie Mayo (áður í Dr.
Feelgood), John Idan bassaleikari og
söngvari og Alan Glen, munnhörpu-
leikari. Platan nýja, Birdland, er sú
fyrsta síðan Little Games kom út árið
1967 en þar kíkir mikið stjörnustóð í
heimsókn, m.a. Jeff „Skunk“ Baxter
(sem gerði garðinn frægan áður fyrr
með Steely Dan), Steve Lukather,
Brian May, Joe Satriani, Slash og
Steve Vai. Birdland inniheldur end-
urhljóðritanir á átta þekktum Yard-
birdslögum auk sjö nýrra laga. Af op-
inberri heimasíðu sveitarinnar að
dæma eru Dreja, McCarty og félagar
innblásnir miklum fítonskrafti um
þessar mundir, eitthvað sem Íslend-
ingar geta sannreynt eftir mánuð eða
svo.
I Hinn almenni hlustandi þekkir lík-ast til nafnið Yardbirds, en
kannski lítið meira. Poppsögulega er
sveitin frægust fyrir að fóstra þrjá
frábæra gítarleikara, þá Eric Clapt-
on, Jeff Beck og Jimmy Page en tveir
þeir síðustu voru saman í sveitinni
um hríð. En þegar glöggt er að gáð
stendur hljómsveitin fyrir svo miklu,
miklu meira. Hún var ein fyrsta rokk-
sveit sjöunda áratugarins til að brjót-
ast út fyrir form það er vinsældalistar
settu sveitum á þeim tíma – eitthvað
sem þeir gerðu aukinheldur með
glans. Áhrif þeirra hafa teygt sig
langt út fyrir það sem þeir komu í
verk á sínum tíma; ferillinn var
kannski knappur en vigt sköpunar-
innar því meiri.
Árið 1963 var Lundúnasveitin
Metropolis Blues Quartet orðin að
The Yardbirds. Um söng sá Keith
nokkur Relf, Paul Samwell-Smith
plokkaði bassa, Chris Dreja sló hryn-
gítarinn, Jim McCarty lamdi húðir og
hinn sextán ára gamli Anthony „Top“
Topham sá um einleiksgítarinn. Top-
ham hætti fljótlega vegna þrýstings
frá fjölskyldu sinni enda vart farið að
vaxa grön. Vinur Relfs úr listaskól-
anum, kumpáni að nafni Eric Clapt-
on, leysti hann af en hann bar þá við-
urnefnið „Hæghönd“ („Slowhand“).
Um þetta leyti var blúsrokkið að gera
allt vitlaust í Bretlandi og Yardbirds
urðu fljótlega hin álitlegasta stærð í
þeim geira og leystu aðra sveit, svip-
aðrar gerðar, af í Crawdaddyklúbbn-
um. Sú sveit hét og heitir Rolling
Stones en báðar tóku svipaðan pól í
hæðina hvað bandarískt blúsrokk
varðaði – spilamennskan var hröð,
hrá og sveitt.
Fyrsta breiðskífan, Five Live
Yardbirds, kom út árið 1964 og
geymdi hljóðritanir frá tónleikum í
Marquee-klúbbnum. Á henni má
heyra sveitina renna sér í gegnum
blússtaðla, oft á 150 kílómetra hraða,
og þykir platan vera ein mikilvægasta
heimildin um blúsbylgjuna sem þá
var að gerjast í Bretlandi.
Þrátt fyrir að vera harðir blúsarar
höfðu Yardbirds-limir einnig töluvert
innsæi í þá eðlu list að búa til grípandi
melódíur. Fyrsta smáskífan sem
vakti verulega athygli á sveitinni var
því laus við öll harðkjarna-blúsáhrif
ef svo mætti segja. Hið frábæra „For
Your Love“, þriðja smáskífulagið sem
Yardbirds gaf út, er þannig samið af
smellasmiðnum mikilhæfa Graham
Gouldman („Bus Stop“, „No Milk
Today“). Engu að síður er lagið stór-
skrýtið ef miðað er við staðla þess
tíma. En þetta áræðna skref reyndist
of mikið af því „góða“ að mati Clapt-
ons, sem vildi rækta blúsinn enn frek-
ar. Hann hvarf því á braut og slóst í
lið með John Mayall og The Blues-
breakers, í ársbyrjun 1965.
II Nú hófst því leit að viðunandieftirmanni. Fyrst var Jimmy
nokkrum Page boðin staðan, eld-
klárum leiguspilara sem var einn sá
eftirsóttasti í Bretlandi á þeim tíma.
Page hugnaðist staðan hins vegar
ekki, enda kominn í fínar álnir á leig-
ustarfinu. Hann benti því á annan
spilara sem hann þekkti; Jeff Beck,
þá meðlimur í The Tridents.
Beck átti sannarlega eftir að reyn-
ast betri en enginn. Það er skrýtið að
hugsa til þess í dag, en á einhvern
hátt gerðust hlutirnir með allt öðrum
hraða á þessum áratug, sem enn í dag
hefur reynst sá frjósamasti hvað
framþróun popptónlistar áhrærir.
Beck var meðlimur í Yardbirds í
u.þ.b. eitt og hálft ár og ólíkt Clapton
fagnaði hann tilraunagleðinni sem
umlék Yardbirds á þessum tíma. Gít-
arinn var í hans huga ekki bara slag-
gígja heldur töfrastafur sem hægt
væri að sveifla og sveigja í hag list-
arinnar eftir hentugleika. Hljómarnir
urðu æ brenglaðri í meðförum Beck
sem átti eftir að setja mark sitt svo
um munaði á sögu sveitarinnar. Strax
á fyrstu smáskífunni sem hann tók
þátt í að vinna, sem inniheldur hið
meistaralega „Heart Full of Soul“
gætir austrænna áhrifa en lagið var
og samið af áðurnefndum Gouldman
(til er útgáfa af laginu, þar sem gít-
arlínan er spiluð á sítar).
Árið er 1966 og enn ár í Sgt. Pepp-
er. Yardbirds, leidd af hinum enda-
laust leitandi Beck, heldur áfram
linnulausri tilraunastarfsemi; „Still
I’m Sad“, popplag sem styðst við
gregorískan munkasöng hafði komið
út ári áður en á þessu ári leggja fé-
lagarnir grunninn að sýrurokkinu
með „Shapes Of Things“ og eru nú
einfaldlega eitt helsta flaggskip Breta
í framsækinni popptónlist (ásamt
Bítlunum og Floyd). Þetta árið kom
út önnur „alvöru“ plata Yardbirds,
Roger The Engineer, og titillinn einn
gefur til kynna hvað þar er í gangi.
Sýrurokkið var að fæðast og Roger
The Engineer bar sterkan svip af
Í litlum, löngum leik
Hin fornfræga sveit Yardbirds
heldur tónleika hér á landi í
mars. Sveitin er nú sprækari
sem aldrei fyrr en ný hljóðversplata kemur út í
apríl, þeirra fyrsta í yfir 35 ár. Arnar Eggert Thor-
oddsen segir frá sögu þessarar áhrifamiklu sveitar.
Fyrsta útgáfa Yardbirds. Eric Clapton er annar frá hægri. The Yardbirds, með tvær gítarhetjur innanborðs. Jeff Beck er lengst til vinstri og Jimmy Page er í miðjunni.
The Yardbirds leika á Íslandi 27. mars
18 SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ