Morgunblaðið - 23.02.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.02.2003, Blaðsíða 30
LISTIR 30 SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ MADE in USA segir frá Eltoni Jóni, íslenskum skiptinema í Bandaríkjunum. Hann er gæddur óvenjulegum tónlistarhæfileikum og verður fljótt bitbein samferða- manna sinna í listaháskólanum þar sem hann stundar nám. Leikverkið er mjög í anda höf- undar síns, vegur salt milli bláeygðs sakleysis og sótsvartrar íróníu. Þessi stíll hentar leikhópnum vel, enda alinn upp við höfundinn í út- varpi, uppistandi, sjónvarpi og kvik- myndum og leikstjórinn hefur hald- ið vel utan um að koma því til skila. Þetta er átakalaus leikur, allur á yf- irborðinu, og bráðhlægilegur, sér- staklega þegar enginn er að reyna að vera fyndinn. Sérstaklega var Hanna Borg Jónsdóttir eins og fiskur í vatni í þessum stíl sem hin hjartahreina Susan Dorothy Parks. Þá var Elton Jón í öruggum höndum hjá Þor- valdi Davíð Kristjánssyni, sem syngur nú á sínu síðasta nemenda- móti og verður hæfileika hans og stjörnuútgeislunar vafalítið sárt saknað. Tónlistarflutningur og dansar eru eins og til er ætlast lýtalausir með öllu en eru samt að mínu mati veik- asti hlekkur sýningarinnar og skrif- ast það á handritshöfundinn. Jóni hefur ekki tekist að nýta lögin sem skyldi í þágu sögunnar eða til að toppa hápunktana. Staðsetning ein- stakra laga virkar tilviljanakennd og oft er eins og brostið sé í söng bara vegna þess að það er „kominn tími á það“. Þá eru söngtextarnir veikasti hlekkur textans, þar nýtast frábærir hæfileikar og ísmeygileg sýn Jóns Gnarr á fólk og fyrirbæri síst. LEIKLIST Leikfélag Verslunarskóla Íslands Höfundur: Jón Gnarr, leikstjóri: Jóhann G. Jóhannsson, tónlistarstjórn: Jón Ólafs- son, leikmynd og lýsing: Sigurður Kaiser, danshöfundur: Ástrós Gunnarsdóttir. Loftkastalinn 5. febrúar. MADE IN USA Allur í Ameríku Þorgeir Tryggvason HJÓNIN Pawel Panasiuk selló- leikari og Agnieszka M. Panasiuk píanóleikari flytja verk eftir D. Shostakowich, Jón Nordal, Manuel de Falla og A. Piazzolla á tón- leikum í Salnum í dag, sunnudag, kl. 16 Pawel og Agnieszka Malgorzata eru Pólverjar. Pawel stundaði nám við Chopin Akademíuna í Varsjá og lauk þaðan mastersprófi í sellóleik. Agnieszka Malgorzata stundaði nám í píanóleik við Tón- listarakademíuna í Gdansk og lauk þaðan mastersprófi árið 1998. Agnieszka og Pawel fluttust til Akureyrar haustið 1999 til þess að kenna við Tónlistarskólann á Ak- ureyri. Pawel hefur jafnframt kennslunni starfað sem leiðandi sellóleikari í Sinfóníuhljómsveit Norðurlands (hefur einnig leikið einleik með hljómsveitinni) og Agnieszka hefur einnig spilað nokkrum sinnum með hljómsveit- inni. Tónleikarnir eru styrktir af Út- gerðarfélagi Akureyringa hf., Norðurorku og Tónlistarskólanum á Akureyri. Pólsk tón- listarhjón í Salnum Sendum grænmetismat í hádeginu til fyrirtækja Sími 552 2607 fyrir hádegi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.