Morgunblaðið - 23.02.2003, Blaðsíða 30
LISTIR
30 SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
MADE in USA segir frá Eltoni
Jóni, íslenskum skiptinema í
Bandaríkjunum. Hann er gæddur
óvenjulegum tónlistarhæfileikum og
verður fljótt bitbein samferða-
manna sinna í listaháskólanum þar
sem hann stundar nám.
Leikverkið er mjög í anda höf-
undar síns, vegur salt milli bláeygðs
sakleysis og sótsvartrar íróníu.
Þessi stíll hentar leikhópnum vel,
enda alinn upp við höfundinn í út-
varpi, uppistandi, sjónvarpi og kvik-
myndum og leikstjórinn hefur hald-
ið vel utan um að koma því til skila.
Þetta er átakalaus leikur, allur á yf-
irborðinu, og bráðhlægilegur, sér-
staklega þegar enginn er að reyna
að vera fyndinn.
Sérstaklega var Hanna Borg
Jónsdóttir eins og fiskur í vatni í
þessum stíl sem hin hjartahreina
Susan Dorothy Parks. Þá var Elton
Jón í öruggum höndum hjá Þor-
valdi Davíð Kristjánssyni, sem
syngur nú á sínu síðasta nemenda-
móti og verður hæfileika hans og
stjörnuútgeislunar vafalítið sárt
saknað.
Tónlistarflutningur og dansar eru
eins og til er ætlast lýtalausir með
öllu en eru samt að mínu mati veik-
asti hlekkur sýningarinnar og skrif-
ast það á handritshöfundinn. Jóni
hefur ekki tekist að nýta lögin sem
skyldi í þágu sögunnar eða til að
toppa hápunktana. Staðsetning ein-
stakra laga virkar tilviljanakennd
og oft er eins og brostið sé í söng
bara vegna þess að það er „kominn
tími á það“. Þá eru söngtextarnir
veikasti hlekkur textans, þar nýtast
frábærir hæfileikar og ísmeygileg
sýn Jóns Gnarr á fólk og fyrirbæri
síst.
LEIKLIST
Leikfélag Verslunarskóla Íslands
Höfundur: Jón Gnarr, leikstjóri: Jóhann G.
Jóhannsson, tónlistarstjórn: Jón Ólafs-
son, leikmynd og lýsing: Sigurður Kaiser,
danshöfundur: Ástrós Gunnarsdóttir.
Loftkastalinn 5. febrúar.
MADE IN USA
Allur í Ameríku
Þorgeir Tryggvason
HJÓNIN Pawel Panasiuk selló-
leikari og Agnieszka M. Panasiuk
píanóleikari flytja verk eftir D.
Shostakowich, Jón Nordal, Manuel
de Falla og A. Piazzolla á tón-
leikum í Salnum í dag, sunnudag,
kl. 16
Pawel og Agnieszka Malgorzata
eru Pólverjar. Pawel stundaði
nám við Chopin Akademíuna í
Varsjá og lauk þaðan mastersprófi
í sellóleik. Agnieszka Malgorzata
stundaði nám í píanóleik við Tón-
listarakademíuna í Gdansk og lauk
þaðan mastersprófi árið 1998.
Agnieszka og Pawel fluttust til
Akureyrar haustið 1999 til þess að
kenna við Tónlistarskólann á Ak-
ureyri. Pawel hefur jafnframt
kennslunni starfað sem leiðandi
sellóleikari í Sinfóníuhljómsveit
Norðurlands (hefur einnig leikið
einleik með hljómsveitinni) og
Agnieszka hefur einnig spilað
nokkrum sinnum með hljómsveit-
inni.
Tónleikarnir eru styrktir af Út-
gerðarfélagi Akureyringa hf.,
Norðurorku og Tónlistarskólanum
á Akureyri.
Pólsk tón-
listarhjón
í Salnum
Sendum grænmetismat
í hádeginu
til fyrirtækja
Sími 552 2607 fyrir hádegi