Morgunblaðið - 23.02.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.02.2003, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ úruverndar og þjóðminjavörslu m.a. í ferðaþjónustu og landbúnaði, sem og byggðamálum almennt. Grundvallar- atriði er að flétta saman náttúru- vernd og minjavernd, það er áhuga- vert að skoða þetta tvennt í samhengi – söfn, sögustaði og náttúru Íslands. Með hinni viðamiklu grunnsýn- ingu Þjóðminjasafnsins munum við segja söguna með ýmsum ráðum, bæði með þjóðminjum, myndum og margmiðlun. Eitt af því sem Þjóðminjasafnið hefur unnið að nú er mótun stefnu fyrir safnastarf í landinu, en sl. tvö ár hef ég gegnt formennsku Safnaráðs. Að gefnu tilefni vil ég taka fram að það verður að gera skýran greinar- mun á safni og sýningu. Safn er stofnun sem varðveitir minjar, rann- sakar þær og miðlar sögu.“ Forvarsla afar mikilvægur þáttur Hvernig er háttað starfsemi Þjóð- minjasafnsins? „Þar fer fyrst og fremst fram þjóð- minjavarsla sem margvíslega sér- þekkingu þarf til að sinna á sviði þjónustu, rannsókna og miðlunar, svo sem á gömlum húsum, listsköp- un, munum, myndum og þjóðháttum. Einnig þarf að koma til þekking á forvörslu sem er veigamikill og mik- ilvægur þáttur í starfinu. Forvarsla felur í sér að gripir sem við varðveit- um skemmast ekki og varðveitast til komandi kynslóða. Það þarf að með- höndla þá á réttan hátt svo þeir geymist en það á ekki að endurskapa þá. Á 140 ára sögu safnsins hefur á hverjum tíma verið lögð eins mikil al- úð og unnt hefur verið við varðveislu gripa þess. Sumt var flutt til Dan- merkur fyrir stofnun Þjóðminjasafns en kom svo aftur að hluta og við ger- um ráð fyrir að fá til sýninga hingað gripi sem enn eru varðveittir þar, svo sem biskupsmítur og Keldnaskrínið merkilega. Ég vil hvetja fólk til að skoða íslenska gripi sem eru á söfn- um erlendis og vek jafnframt athygli á vefnum okkar www.natmus.is, þar sem eru upplýsingar um safngripi og sögu íslenskra þjóðminja. Þessi vefur er raunar í endurskoðun og stendur til að bæta hann og gera aðgengilegri á næstunni í tengslum við opnun safnsins. Þjónusta er mikilvægur þáttur í starfsemi Þjóðminjasafnsins, sem og rannsókna- og varðveislusvið. Þar starfa sérfræðingar hvað varðar byggingasögurannsóknir, fornleifa-, þjóðhátta-, muna- og myndarann- sóknir, samtímavarðveislu og for- vörslu.“ Vandaðar geymslur í Kópavogi „Miklar framfarir hafa orðið í Þjóðminjasafninu hvað varðveisluað- stæður snertir og safngripir okkar eru nú varðveittir við fyrirmyndar skilyrði. Við eigum t.d. mjög gott og vel varðveitt safn gripa frá miðöld- um. Þetta hefur komið erlendum sér- fræðingum á óvart. Búið er að koma flestum hinna 60 þúsund gripa safns- ins og 2 milljónum mynda í mjög vandaðar geymslur í Kópavogi þar sem m.a. ríkir rétt hita-, raka- og birtustig fyrir þá muni sem þar eru geymdir. Munirnir eru jafnframt varðveittir fyrir eyðileggjandi efnum og þjófnaði. Þetta eru grundvallarat- riði sem gera þarf átak í að bæta hvað snertir söfn um allt land. Þá má geta þess að Þjóðminjasafn- ið stendur að viðamiklu rannsóknar- starfi á þjóðminjum. Má nefna auk muna og húsarannsókna fornleifa- rannsóknir m.a. í Reykholti, á Hólum í Hjaltadal, á Hofstöðum í Garðabæ og á Bessastöðum, einnig erum við samstarfsaðilar að rannsóknum á Gásum, Þingvöllum, í Skáholti og á Skriðuklaustri. Þjóðminjasafnið hefur komið upp- lýsingum um það sem það varðveitir inn í sameiginlegan gagnagrunn sem ber nafnið Sarpur. Einnig erum við með miðlunarsvið þar sem er unnið að sýningum, safnfræðslu, útgáfu og margmiðlun. Þótt húsið við Suðurgötu hafi verið lokað um skeið hefur Þjóðminjasafn- ið verið með og átt aðild að ýmsum sýningum hér heima og erlendis á þessu tímabili, m.a. í Moskvu og Bandaríkjunum, þar sem 4 milljónir manna hafa séð muni Þjóðminja- safnsins. Einnig hafa verið sýningar í húsnæði Landsvirkjunar sem er okk- ar bakhjarl,“ segir Margrét enn- fremur. Markmiðið að auka skilning og samkennd „Í þeirri viðamiklu undirbúnings- vinnu að opnun 2004, sem staðið hef- ur yfir síðustu ár, hefur stuðningur Landsvirkjunar verið ómetanlegur. Landsvirkjun hefur veitt 30 millj.kr. styrk sem nýst hefur til innra starfs, svo sem forvörslu, útgáfu og mótunar sýninga. Þetta samstarf sem hefur einkennst af áhuga og kurteisi af hálfu Landsvirkjunar hefur gert okkur kleift að standa vel að þessu grunnstarfi. Auk þess hefur verið sett á laggirnar forystusveit með fulltrúum atvinnulífs og íslensks samfélags í dag sem við höfum átt gott samstarf við og miklar vænting- ar eru bundnar við. Þetta er í sam- ræmi við stefnumörkun UNESCO, þar sem lögð er áhersla á aukið sam- starf menningarstofnana og atvinnu- lífs.“ Eins og kunnugt er hefur Þjóð- minjasafnið verið með nokkra fram- leiðslu á minjagripum sem eru eft- irlíkingar af gripum úr safninu. Skyldi vera í bígerð að auka þá starf- semi? „Já, við erum einmitt núna að ákveða eftir hvaða minjum verða gerðar eftirlíkingar og erum í sam- starfi við listamenn og aðra í því skyni, árangur kemur í ljós við opnun nýrrar safnbúðar,“ svarar Margrét. „Það stafar í mínum huga töfrum af þessum gripum sem hér eru til,“ bætir hún við. „Maður verður ríkari af að kynnast þeirri sögu sem grip- irnir bera með sér og þessu viljum við miðla til þeirra sem skoða sýn- ingar Þjóðminjasafnsins. Ef fólk fer út af sýningum safnsins fróðara en áður, skilningsbetra á sögu sína og sjálfsmynd, umburðarlyndara og með meiri samkennd þá er markmið- inu náð. Öll þjóðin á þessar minjar og á að kynnast þeim.“ Margrét kveðst vona að þegar hús Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu verði opnað á ný verði það í ríkum mæli vettvangur almennings í dag- legu lífi. „Þangað á fólk að geta komið til að fá sér gott kaffi og lesa blöð í bland við að skoða það sem safnið hefur að geyma, sýna og miðla. Ekki síst vilj- um við ná vel til nemenda á öllum skólastigum. Ég hef fundið fyrir mikilli óþreyju eftir að safnið við Suðurgötu verði opnað á ný. Það er mjög jákvætt og hvetjandi að finna þessar miklu væntingar Íslendinga.“ Markhópurinn er íslenskur almenningur „Við munum kappkosta að koma til móts við þessar væntingar til hins endurnýjaða safnhúss í okkar sýn- ingarstarfi. M.a. munum við leitast við að gera safnið aðgengilegt fyrir alla og höfum í því sambandi verið í samstarfi við skóla og Öryrkjabanda- lagið,“ segir Margrét. Hún kveður í bígerð að vera með á grunnsýningunni hluti sem hægt verður að snerta. „Þetta er víða gert erlendis, eink- um er þetta gerlegt ef til eru margir hlutir af einhverri tegund. Einnig má hugsa sér að gera smækkuð líkön af safngripum, t.d. Grundarstólnum, sem setja má saman, og fleira í þeim dúr. Sem fyrr sagði er lagður mikill metnaður í að gott aðgengi verði fyr- ir alla í hinu endurnýjaða safnhúsi við Suðurgötu. Okkar markhópur eru íslenskur almenningur því Þjóðminjasafnið er safn allra landsmanna. Við erum að leggja drög að hollvinasamtökum Þjóðminjasafninu til handa og kanna leiðir til þess að koma safninu í betri tengsl við atvinnulífið. Við viljum ná til sem flestra en byggja jafnframt á þeim mikilvæga grunni sem búið er að leggja sl. 140 ár, þótt við séum vissulega með nýjar áherslur og förum nýjar leiðir.“ Sýningar og miðlun Þjóðminjasafns „Þjóðminjasafnið er eins og topp- urinn á ísjaka, annars vegar það sem er sýnilegt, þ.e. miðlunarþátturinn og svo allt það „ósýnilega“ starf sem unnið er á bak við og áhersla hefur verið á síðustu árin í starfi Þjóð- minjasafns vegna hinnar miklu upp- byggingar og enduropnunar 2004. Ég ber afar mikla virðingu fyrir öllu þessu starfi sem hið ágæta starfsfólk hér hefur unnið í áranna rás, oft við mjög þröngan kost. Því er ekki að neita að það hefur verið nokkuð neikvæð umræða um Þjóðminjasafnið nokkur síðari ár og er það að mínu viti ómaklegt. Framkvæmdirnar sem byggingar- nefnd Þjóðminjasafns og Fram- kvæmdasýsla ríkisins hafa stjórnað, hafa verið stórt verkefni og tíma- frekt. Síðustu þrjú árin hafa því farið í að efla innra starf safnsins og náðst hafa mjög góð tök á rekstri þess, sem var í erfiðri stöðu um árið 2000. Eins og staðan er í dag er rekstur Þjóðminjasafnsins til fyrirmyndar samkvæmt umsögn Ríkisendurskoð- unar. Búið er að endurskoða laga- grundvöll safnsins og verkskiptingu innan þess. Einnig hafa tengsl við söfn víða um land verið efld til mikilla muna og skilgreint hefur verið betur hlutverk Þjóðminjasafns sem höfuð- safns landsins. Hin bætta geymslu- og starfsaðstaða hefur einnig treyst grundvöll safnsins mikið. Húsakost- ur þess hefur og verið stórbættur að öllu leyti. Um geymsluhúsnæðið hef- ur þegar verið rætt, Safnhúsið við Suðurgötu mun hýsa sýningar safns- ins og verður þar miklu betri og rýmri aðstaða til slíks en áður var. Skrifstofustarfið mun svo flytjast í hús atvinnudeildar Háskóla Íslands við Suðurgötu. Það sem einkennir Þjóðminjasafn- ið einkum nú er fjölhæft starfslið þess með margvíslega þekkingu sem vinnur vel saman af hugsjón, ábyrgð og fagmennsku. Afstaða þess er þó mörkuð hógværð og auðmýkt gagn- vart viðfangsefninu og því sem áður hefur verið gert. Í þessu sambandi ber að geta þess að Þór Magnússon fyrrum þjóðminjavörður og þjóð- minjaverðir hinna Norðurlandanna hafa veitt okkur mikilvægan stuðn- ing með reynslu sinni og þekkingu. Ég er mjög þakklát öllu mína góða samstarfsfólki í þessu stóra verkefni, bæði innan safns og utan. Á Þjóð- minjasafni starfa 40 manns en auk þess er náið samstarf við fjölmarga um allt land. Þjóðminjasafnið vill ná til sem allra flestra og þótt nú séu á döfinni nýjar áherslur og nýjar leiðir þá er byggt á þeim mikilvæga grunni sem lagður hefur verið undanfarin 140 ár.“ ÞJÓÐMINJASAFNIÐ telst stofnað 24. febrúar 1863. Fyrstu umsjón- armenn safnsins voru Jón Árnason stiftsbókavörður og Sigurður Guð- mundsson málari sem fyrstur hafði sett fram hugmynd um stofnun safns af þessum toga. Safnið var oftast nefnt Forn- gripasafnið fram til 1911 að það hlaut lögformlega það nafn sem enn gildir. Aðrir forstöðumenn safnsins voru Sigurður Vigfússon gullsmiður, Pálmi Pálsson menntaskólakennari og Jón Jakobsson bókavöður, Matthías Þórðarson var skipaður þjóðminjavörður 1907. Kristján Eld- járn varð þjóðminjavörður 1947. Þór Magnússon tók við embættinu 1968 en árið 2000 var Margrét Hallgríms- dóttir skipuð þjóðminjavörður. Fram að stofnun safnsins 1863 voru íslenskir þjóðgripir einkum varðveittir í dönskum söfnum. Eftir stofnun safnsins var það til húsa á ýmsum háaloftum; Dómkirkju, Tukthúsi, Alþingishúsi og Lands- banka, uns það fékk inni í risi Landsbókasafns 1908. Við stofnun lýðveldis 1944 ákvað Alþingi að reisa safninu eigið hús við Suðurgötu og var það flutt í það upp úr 1950. Fyrstu níu áratugina var einkum leitast við að safna forngripum, kirkjugripum og öðrum listgripum frá síðari öldum. Almennum nytja- hlutum var ekki byrjað að safna fyrr en eftir 1950 enda hafði húsrými ver- ið takmarkað. Starfsemi hefur auk- ist mjög síðustu hálfa öld og nú starfa þar sérfræðingar m.a. á sviði munavörslu, forvörslu, fornleifa, húsverndar, kirkjulistar, klæða- burðar, myndefnis, sjóminja og þjóðhátta. Árið 1998 var ráðist í gagngera viðgerð og breytingar á húsinu við Suðurgötu og allir gripir fluttir í vandaðar geymslur. Ákveðið var að hanna nýja grunnsýningu í stað þeirrar sem lítt breytt hafði staðið í hartnær hálfa öld og verður hún opnuð árið 2004. Ágrip af sögu Þjóðminjasafns Prédikunarstóll frá Saurbæ á Rauðasandi. Stóllinn er frá 17. öld eftir Jón Greipsson á Haugi. Áskriftarsími 881 2060 BO BEDRE fylgir áskrift ask@visindi.is Í Formi komið í verslanir HEILSA • SAMLÍF • SÁLFRÆÐI • HOLLUSTA • LÍKAMSRÆKT • SNYRTIVÖRUR • LÍFSGLEÐI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.