Morgunblaðið - 23.02.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.02.2003, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ U PPHAFIÐ að áhuga Íslend- inga á bresku verslunar- keðjunni Arcadia Group plc. má rekja til ársins 1999 þrátt fyrir að fjármögnun hlutabréfakaupa hæfist ekki fyrr en árið eftir. Fyrsta Arcadia-verslunin sem var opnuð á Íslandi var TopShop í Lækjargötu í mars 2000 en þeirri verslun var lokað nýverið. Baugur opnaði þá verslun, en fyrirtækið er umboðsaðili TopShop á Íslandi sem og á hinum Norðurlöndunum. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, og Jón Scheving Thorsteinsson, framkvæmda- stjóri Baugs-ID, sáu fyrir um þremur árum tækifæri í að fjárfesta í Arcadia sem er önnur stærsta fatakeðja Bretlands. Verð á hlutabréf- um í félaginu var mjög lágt á þessum tíma og lítil viðskipti með bréf félagsins í Kauphöllinni í London. Þrátt fyrir mikla veltu hafði félagið verið rekið með tapi um þó nokkurt skeið, fé- lagið var mjög skuldsett og stefnumótun þess ekki upp á marga fiska. Lítill áhugi hjá stjórn Baugs Þegar Jón Ásgeir viðraði þá hugmynd við stjórn Baugs í ágúst 2000 að kaupa hlut í Arcadia fékk hugmyndin lítinn hljómgrunn innan stjórnarinnar þar sem bréfin þóttu ekki nægjanlega áhugaverður kostur. Þrátt fyrir ákveðnar efasemdir innan stjórnar Baugs var samþykkt að kaupa bréf í Arcadia fyrir 100 milljónir króna. Sú fjárhæð hefði dugað skammt til að ná einhverjum áhrifum innan fyrirtækisins og hafði Jón Ásgeir því í nóv- ember samband við Fjárfestingarfélagið Gild- ingu, Kaupþing, Íslandsbanka, Fjárfestingar- félagið Straum (sem á þeim tíma hét Hlutabréfasjóðurinn) og Fjárfestingarfélagið Gaum, sem er að mestu í eigu fjölskyldu Jóns Ásgeirs, um að taka þátt í kaupunum. Þessi hópur myndaði eignarhaldsfélagið A-Holding sem byrjaði á að kaupa 3% hlut í Arcadia snemma á árinu 2001, en markið var sett hærra, eða að eignast um 20% hlut. Þegar A-Holding fjárfesti fyrst í Arcadia voru bréfin á mjög lágu verði eða á 38 pens á hlut. Þegar áhrifa Stuart Rose sem forstjóri fé- lagsins fór að gæta m.a. með breyttum áherslum í rekstri Arcadia hækkuðu bréfin í verði og fóru í um 80 pens á hlut. Engu að síður hélt A-Holding áfram að kaupa og þegar eign- arhlutur A-Holding var orðinn um 10% fóru stjórnendur Arcadia að gefa þessum fjárfest- um á Íslandi frekari gaum. Ætluðu að kaupa helming í TopShop Stuart Rose hafði samband við Jón Ásgeir og hittust þeir nokkrum sinnum í London og ræddust oft við í síma á þessum tíma. Rose kom síðan á fund með íslensku fjárfestunum á Íslandi í marsmánuði, þegar A-Holding var komið með 20% hlut í Arcadia. Á þeim tíma voru hugmyndir Íslendinganna þær að eignast helmingshlut í TopShop á móti Arcadia en jafnframt að halda 20% hlutnum í Arcadia. Fjármögnun kaupanna átti að vera í höndum The Royal Bank of Scotland, RBS, og Íslands- banka. Að sögn Stuart Rose féllu þessar hugmyndir ekki alfarið að hans hugmyndum þar sem hann taldi að TopShop væri einn helsti vaxtabrodd- ur Arcadia og engin ástæða til að selja þá ein- ingu út úr rekstrinum þrátt fyrir yfirlýsta stefnu Arcadia um að selja einhver af vöru- merkjum félagsins til þess að straumlínulaga reksturinn betur. Hann setti sig samt sem áður ekki upp á móti þessu þar sem hann taldi rétt að skoða alla möguleika á að bæta rekstur Arcadia. Á aðalfundi Baugs vorið 2001 var samþykkt að ganga frá kaupum á hlut A-Holding í Arcad- ia. Eignarhaldsfélagið Baugur Holding, sem er í 100% eigu Baugs, keypti hlutinn af A-Holding á genginu 1,91 pund og greiddi rúma níu millj- arða króna fyrir 87% hlut annarra hluthafa en Baugs í A-Holding. Greitt var með hlutabréf- um í Baugi en markaðsvirði þeirra var 5,8 milljarðar króna á þessum tíma auk þess sem Baugur Holding yfirtók lán A-Holding upp á 3,3 milljarða íslenskra króna. Þegar reiknað er með 13% eignarhlut Baugs í Arcadia nam sölu- verð bréfanna 10,3 milljörðum króna en mark- aðsverðmæti hlutarins var um 14 milljarðar króna. Samkvæmt hlutfallsskiptingu útgefinna hlutabréfa í Baugi vegna kaupanna á Arcadia á aðra eigendur A-Holding hefur hlutur Kaup- þings af hinum keyptu 87% verið 41,5%, hlutur Gaums hefur verið 32%, Íslandsbanka 17,7%, en inni í hlut Íslandsbanka var hlutur Straums í A-Holding, og Gildingar 8,8%. Hagnaður af sölu bréfanna nam 1,3 milljörðum króna sem þýðir að ríflega 1,1 milljarður kom í hlut með- eigendanna fjögurra. Söluhagnaður Kaupþings eða aðila sem Kaupþing kann að hafa selt hlutina til nam samkvæmt þessu rúmum 469 milljónum króna, söluhagnaður Gaums nam tæpum 362 milljón- um, hagnaður Íslandsbanka og Straums eða þeirra aðila sem þeir kunnu að hafa selt hlutina til nam um 200 milljónum og Gildingar tæpum 100 milljónum króna. Morgunblaðið/Kristinn ÆVINTÝRIÐ UM ARCADIA Guðrún Hálfdánardóttir ARCADIA Group er nýtt nafn á gömlufyrirtæki. En áðurhét fyrirtækið Burt-on Group. Það var stofnað árið 1900, fyrir rúmum 100 árum, af litháískum innflytj- anda sem hét Montague Burton. Þegar hinn ungi Burton sá að hann hefði ekki efni á að stunda háskólanám fékk hann lán hjá ættingjum upp á 100 sterlings- pund. Hann opnaði herrafata- verslun í Chesterfield undir heit- inu Burton Menswear og er það vörumerki enn til í dag. Á innan við tíu árum þandist fyrirtækið út og voru verslanirnar orðnar 14 talsins og Burton nafnið varð þekkt í bresku athafnalífi. Þegar fyrri heimsstyrjöldin braust út dróst sala Burtons saman en ein- ungis tímabundið þar sem hann sá um að hanna og sauma fatnað fyrir breska hermenn. Út frá þessu óx fyrirtækið með nýjum vörumerkjum, að hluta til með því að kaupa inn vörumerki en einnig með því að þróa ný vöru- merki fyrir tiltekna hluta mark- aðarins. Árið 1986 keypti Burton Group stórverslanakeðjuna Debenhams sem var lykilhluti af fyrirtækinu í nokkur ár. En stærð fyrirtækisins var farin að há því og afkoman undir vænt- ingum. Því var skipt um stjórn- endur innan Burton Group og þeim falið að koma skikki á reksturinn og framtíðarrekstur þess. Í janúar 1998 var fyrirtækinu síðan skipt í tvo hluta. Annars vegar í Debenhams stórversl- unarkeðjuna og hins vegar í Arcadia Group. Á þeim tíma rak Arcadia 13 vörumerkjakeðjur og rekst- urinn mjög flókinn og erfiður. Því var ákveðið að skerpa áherslur fyrirtækisins og fækka vörumerkjum innan vébanda þess. Árið 2001 seldi Arcadia hópi stjórnenda hjá Arcadia vöru- merkin Hawkshead, Racing Green, Principles og Warehouse ekki síst fyrir tilstilli nýs for- stjóra Arcadia, Stuart Rose. Ákveðið var að fyrirtækið ein- beitti sér að þeim sjö vörumerkj- um sem eftir voru og einfaldaði þannig reksturinn til muna. Vörumerkin sex eru Dorothy Perkins, Burton, Evans, Wallis, TopShop, TopMan og Miss Selfridge. Undanfarin misseri hefur af- koma Arcadia Group batnað til muna og skilaði félagið hagnaði á síðasta fjárhagsári og skuldir þess hafa minnkað verulega. Velta hefur einnig aukist og þá ekki síst í TopShop og TopMan verslununum. Á síðasta rekstr- arári nam velta Arcadia 1,9 milljörðum punda, sem svarar til um 238 milljarða íslenskra króna. NÝTT Á GÖMLUM GRUNNI UPPHAFIÐ AÐ ÁHUGA ÍSLENDINGA Á ARCADIA GROUP PLC. MÁ REKJA TIL ÁRSINS 1999 … VERÐ Á HLUTABRÉFUM Í FÉLAGINU VAR MJÖG LÁGT Á ÞESSUM TÍMA … [EN] HUGMYNDIN FÉKK LÍTINN HLJÓMGRUNN. Í OKTÓBER [2001] RÆDDI BAUGUR ÓFORMLEGA VIÐ RBS OG DEUTSCHE BANK UM FJÁRMÖGNUN Á AÐ KAUPA ARCADIA EINS OG ÞAÐ LAGÐI SIG. ERLENDU BANKARNIR KRÖFÐUST ÞESS AÐ BAUGUR SKILAÐI INN ÍTARLEGRI ÁREIÐANLEIKA- KÖNNUN OG KOSTAÐI SÚ KÖNNUN BAUG FLEIRI HUNDRUÐ MILLJÓNIR. ÞOLINMÆÐI STJÓRNENDA ARCADIA [VAR] Á ÞROTUM Í LOK JANÚAR 2002 OG SLEIT HÚN VIÐRÆÐUNUM. Í JÚNÍ 2002 SÉR JÓN ÁSGEIR AÐ AFTUR ER AÐ MYNDAST KAUPTÆKI- FÆRI Í ARCADIA. HANN SETUR SIG Í SAMBAND VIÐ PHILIP GREEN … [SEM SLÆR] TIL. NÆSTU DAGA GERÐUST HLUTIRNIR HRATT … [EN Á SAMA TÍMA] VAR FRAM- KVÆMD HÚSLEIT Í HÖF- UÐSTÖÐVUM BAUGS GROUP HF. Í REYKJAVÍK. EFTIR AÐ LÖGREGLURANN- SÓKNIN VAR GERÐ OPINBER … VAR LOKU FYRIR ÞAÐ SKOTIÐ AÐ GREEN GÆTI HAFT BAUG ÁFRAM MEÐ Í KAUPUNUM. [ÞAÐ] VAR BROTIÐ BLAÐ Í ÍSLENSKRI VIÐSKIPTA- SÖGU SEM SKILAÐI BAUGI SÖLUHAGNAÐI UPP Á 7,4 MILLJARÐA KRÓNA.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.