Morgunblaðið - 23.02.2003, Blaðsíða 29
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2003 29
INGÓLFUR Vilhjálmsson klarin-
ettuleikari og Stephan Heber selló-
leikari halda tónleika í Norræna
húsinu á sunnudag kl. 17. Þeir nema
báðir við Tónlistarháskólann í Amst-
erdam og koma til landsins sér-
staklega til að spila á tónleikunum.
„Við höfum unnið saman í tvö ár
og smellum mjög vel saman í spila-
mennskunni. Við þekkjum verkin og
hvor annan vel og ákváðum því að
skella saman þessum tónleikum,“
segir Ingólfur, en þeir Stephan
kynntust í náminu. Báðir eru þeir
sérstakir áhugamenn um nútíma-
tónlist eins og fram kemur í efnis-
skrá tónleikanna. Þar frumflytja
þeir á Íslandi verk eftir Ítalann
Giacinto Scelsi og Finnann Magnus
Lindberg, auk þess að leika m.a.
verk eftir hina tékknesku Iris
Szeghny, Bretann Benjamin Britten
og Grikkjann Xenakis.
Yfirskrift tónleikanna er „Vofan
fór ymjandi niður í jörðina svo sem
reykur“ og tengist síðastnefnda
verkinu, dúóinu Charisma fyrir selló
og klarinett eftir Xenakis. „Þetta er
tilvitnun í Illíonskviðu eftir Hómer,
tekin úr íslenskri þýðingu Svein-
björns Egilssonar, en Illíonskviða
varð Xenakis að innblæstri við þessa
tónsmíð,“ útskýrir Ingólfur.
Auk dúósins skiptast þeir félagar
á um að flytja einleiksverk sem þeir
hafa áður flutt á tónleikum ytra.
Ingólfur segir verkin gefa innsýn í
ýmislegt sem verið hefur í gerjun í
samtímatónlist síðustu áratugi og
þau ættu því að höfða til margra.
„Yngri tóneyru eru vissulega van-
ari nýjum hljóðmyndum, en það ætti
alls ekki að letja aðra til þess að
koma og hlusta. Sólóstykkin eru til
dæmis fjölbreytt, ekki síst ef litið er
til þess hvernig þau eru samin. Ítal-
inn Scelsi semur sitt verk á 6. ára-
tugnum og er undir austrænum
áhrifum. Um miðjan aldur lagðist
hann í veikindi og þunglyndi sem
hann rakti meðal annars til þess
hvernig hann hafði áður samið tón-
list. Svo fór hann að semja á þennan
nýja hátt og sneri þar með aftur, ef
svo má segja. Í þessum nýja hætti er
hann að rannsaka kraftinn í einni
nótu, rými hverrar nótu, en síðar
varð hann einmitt einn af helstu
áhrifavöldum svonefndrar spektral-
tónlistar.“
Ingólfur nefnir einnig sérstaklega
Magnus Lindberg, sem sé einn af
þekktari tónsmiðum Finna, en hann
er höfundur verksins Ablauf fyrir
klarínett/bassaklarínett og bassa-
trommur frá 1988, sem Ingólfur
leikur með slagverksleikurunum
Frank Aarnink og Árna Áskelssyni.
„Þetta er mjög kraftmikið eins og
samsetning hljóðfæranna gefur til
kynna – líklega með allra ýktustu
stykkjum sem ég hef heyrt. Það er
samið á stuttum tíma og sjálf tón-
smíðin er mjög hiklaus,“ útskýrir
Ingólfur að endingu, en auk hinna
nýju tónsmíða kemur við sögu á tón-
leikunum efni eftir J.S. Bach.
Ingólfur Vilhjálmsson er fæddur
1976 og lauk einleikaraprófi frá
Tónlistarskólanum í Reykjavík
1998, BMus.-gráðu í klarínettuleik
við Tónlistarháskólann í Utrecht
2000 og Postgraduate-gráðu frá
Tónlistarháskólanum í Amsterdam
2002, þar sem hann fullnemur sig nú
í bassaklarínettuleik hjá Eric van
Deuren. Þetta eru fyrstu opinberu
tónleikar Ingólfs hér á landi.
Stephan Heber er fæddur 1977.
Hann lauk nýlega BMus-gráðu með
láði frá Tónlistarháskólanum í
Amsterdam.
Morgunblaðið/Jim Smart
Stephan Heber og Ingólfur Vil-
hjálmsson bassaklarinettuleikari.
Nútímatónlist
fyrir alla
MBA nám Háskólans í Reykjavík er ætlað einstaklingum með háskólapróf
sem vilja styrkja stjórnunar- og leiðtogahæfileika sína. Námið byggir á
sterkum tengslum við virta háskóla í Evrópu og Bandaríkjunum og kemur
um þriðjungur kennara frá samstarfsskólunum. Námið tekur 22 mánuði og
á seinna árinu gefst nemendum kostur á að sérhæfa sig í fjármálum,
mannauðsstjórnun eða Global eManagement - eða blanda saman
valnámskeiðum af þessum sviðum.
MBA nám
Háskólinn í Reykjavík
Fyrirtæki eins og Össur byggir framtíð sína á frumkvæði og nýsköpun auk þess
að kunna fótum sínum forráð í alþjóðlegu samstarfi. Áframhaldandi velgengni okkar sem
og annarra fyrirtækja byggir á hæfileikum starfsmanna til að greina og skapa tækifæri.
MBA nám byggt á alþjóðlegum grunni undirbýr fólk til að taka ákvarðanir af meira öryggi
og sjá þá þætti sem hafa áhrif á heildarmyndina.
Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar
Opinn kynningarfundur fimmtudaginn
27. febrúar í Háskólanum í Reykjavík
Nánari upplýsingar veitir Kristrún Auður Viðarsdóttir, MBA,
verkefnastjóri MBA náms HR, sími 510 6262, kristrunv@ru.is
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
E
H
F/
SI
A
.I
S
H
IR
2
03
16
0
2.
20
03
Fyrri umsóknarfrestur er til 15. apríl. Síðari umsóknarfrestur er 28. maí.
Námið hefst í ágúst 2003.
www.ru.is/mba
MBA útskriftarhópur 2002 í Mexíkó
Vertu velkomin(n) á fundinn og fáðu svör hjá
nemendum í MBA náminu og forsvarsmönnum
námsins við spurningunni - af hverju þú átt að
velja MBA nám við Háskólann í Reykjavík.
Listasafn Reykjavíkur – Hafn-
arhús Kynning á verkefninu Loud
& Clear verður 15.
Umræðufundur um leikhúsmál
verður í forsal Borgarleikhússins kl.
20.05. Útgangspunktur umræðu-
fundarins verður sú „bylgja,“ sem
segja má að Píkusögur hafi ýtt úr
vör vorið 2001 og Sellófón, Beygl-
urnar og hin Smyrjandi jómfrú.
Frummælendur eru Hlín Agnars-
dóttir, leikskáld og leikstjóri, Kristín
Eysteinsdóttir, dramatúrg, Magnús
Þór Þorbergsson, dramatúrg við
LHÍ, Þorgerður Einarsdóttir, lektor
og umsjónamaður námsbrautar í
kynjafræði við HÍ.
Að erindum loknum eru frjálsar um-
ræður.
Samræður í Nýlistasafninu með
yfirskriftinni Afstaða í myndlist?
verða kl. 14. Finnur Arnar Arn-
arson, Ósk Vilhjálmsdóttir, Hlynur
Hallsson og Ragna Sigurðardóttir
ræða um hlutverk myndlistar og
myndlistarmanna, m.a. meðvísun til
yfirstandandi sýninga. Fundarstjóri
er Þóroddur Bjarnason.
Hjallakirkja í Kópavogi
Guðmundur Sigurðsson, organisti
Bústaðakirkju, leikur orgelverk eftir
Oskar Lindberg, Buxtehude, Bach,
de Grigny, Duke Ellington kl. 17.
Aðgangur er ókeypis.
Bíósalur MÍR, Vatnsstíg 10 Síðari
hluti kvikmyndar Sergejs Eisen-
stein um Ívan grimma verður sýnd
kl. 15. Þessi síðari hluti myndarinnar
vakti miklar deilur og féll ekki yf-
irvöldum í geð.
Enskur texti. Aðgangur ókeypis.
Í DAG
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
Moggabúðin
Músarmotta, aðeins 450 kr.
Nýr listi
www.freemans.is