Morgunblaðið - 23.02.2003, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 23.02.2003, Blaðsíða 60
60 SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 2, 4 og 6. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 16. Sýnd kl. 8 .Sýnd kl. 2. Ísl. tal. Sýnd kl. 2, 5, 8 og 10. Sýnd kl. 2, 4 og 6. Ísl. tal. Magnaðasti spennuhrollur ársins sem hefur allstaðar slegið í gegn. Hefur verið líkt við “The Sixth Sense” Radíó X SV MBL HK DV ÓHT Rás 2 í mynd eftir Steven Spielberg. Stórkostlegt framhald af barna og fjölskyldumynd Disney sem allir þekkja! Áður en þú deyrð,færðu að sjá Hann hafði draumastúlkuna við hlið sér... ...en áttaði sig á því þegar hún var farin Frumsýnd 28. febrúar Sýnd kl. 10.40.Sýnd kl. 2, 4 og 8. Monica Bellucci Sýnd kl.10. enskur texti. Stranglega b.i. 16. KRINGLAN / ÁLFABAKKI / AKUREYRI / KEFLAVÍK ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2, 3, 4 og 6. Ísl. tal. / Sýnd kl. 2, 4 og 6. Ísl. tal. / Sýnd kl. 2, 4 og 6. Ísl. tal. / Sýnd kl. 2, 4 og 6. Ísl. tal. Sýnd kl. 8 og 10.10. E ESIS í mynd eftir Steven Spielberg. Radíó X SV MBL HK DV ÓHT Rás 2 Náðu þeim í bíó í dag. Stórkostlegt framhald af barna og fjölskyldumynd Disney sem allir þekkja! t r tl t fr l f r fj l l i llir j ! SIGUR Rós hefur tónleikaferðalag um Norður-Ameríku fimmtánda mars næstkomandi í Boston. Uppselt er á tónleikana. Sveitin er sem stendur á ferð um Evrópu en síðustu tónleikarnir þar verða í Portúgal, hvar sveitin ku eiga harðan hóp aðdáenda. Þegar Norður-Ameríku- för lýkur taka svo við þrennir tón- leikar í Japan, en þeir verða um miðjan mars. Á liðinni Sundance hátíð var frumsýnt myndband við næstu smá- skífu sveitarinnar sem verður „Ónefnt nr. 1“ eða „Vaka“ sem er nafn á dóttur Orra trommuleikara og Tinnu Ásgeirsdóttur. Myndband- inu er leikstýrt af Floria Sigismondi, ungri og framsækinni leikstýru sem vakið hefur mikla athygli und- anfarið fyrir ýkt og ævintýraleg myndbönd fyrir listamenn á borð við David Bowie, Marilyn Manson og Leonard Cohen. Smáskífan er áætluð til útgáfu í apríl og mun innihalda þrjú aukalög, endurhljóðblöndun af „Vöku“ og tvö ný lög. Mynddiskur kemur þá einnig út en þar verða þrjú myndbönd, við lögin „Svefn-g-englar“, „Viðrar vel til loftárása“ og „Ónefnt nr. 1“ Þá hefur Sigur Rós tekið inn eldra lag í efniskrána sem ekki hefur ver- ið flutt áður á hljómleikum, „Star- álf“. Einnig eru þeir að leika ný lög, „Göng“ og „Gítardjamm“. Hljóm- sveitin The Album Leaf hefur verið að fylgja Sigur Rós í Evrópu sem eins manns sveit, einungis skipuð leiðtoganum Jimmy Lavelle, og mun hann fylgja sveitinni um Bandaríkin þar sem honum bætist liðsauki. Sigur Rósar-liðar eru enn fremur með nokkra geisladiska í gítartösk- unum sínum sem þeir ætla að selja á ferðalaginu. Innihaldið er tónlist sveitarinnar við heimildarmynd Ólafs Sveinssonar, Hlemmur, en „al- vöru“ útgáfa er áætluð í sumar. Að lokum má geta þess að þriðja plata Sigur Rósar, ( ) er um þessar mundir í toppsæti Rolling Stone á svokölluðum „háskólarokks-lista“. Ný smáskífa væntanleg Sigur Rós verður á faraldsfæti næstu vikurnar. TENGLAR ..................................................... www.sigur-ros.co.uk Sigur Rós til Norður-Ameríku TOM WAITS er frekar virturtónlistarmaður en vinsæll;þó plötur hans seljist jafn-an þokkalega ná áhrif hans langt út fyrir hóp þeirra sem þó kaupa plötur hans og gaman að heyra á tveim nýútkomn- um plötum áhrif frá Waits, á annarri, 30. plötu Johns Hammonds, eru lög eftir Waits og greini- leg áhrif, en hinni, 2. breiðskífu Eds Harcourts, eru áhrif- in óbeinni, en þó greinileg. Tónlistarmaður í fjörutíu ár John Hammond hefur starfað sem tónlistarmaður í fjörutíu ár, sendi frá sér fyrstu plötuna 1962, og verið trúr blúskölluninni allan þann tíma. Hann er sonur upptökustjórans og útgefandans Johns Hammonds sem uppgötvaði meðal annars Billie Holiday, Charlie Christian, Aretha Franklin, Bob Dylan, Bruce Springsteen og Stevie Ray Vaughan. Hammond hreifst af þjóðlaga- blúsnum á sínum tíma, á sjöunda áratugnum, og jafnan treyst á rödd- ina, kassagítar og munnhörpu. Hammond er þekktur fyrir það að taka lög eftir aðra, gamla blússlag- ara í bland við nýrri tónlist, eins og mátti til að mynda sjá og heyra á plötunni Wicked Grin, sem kom út fyrir tveimur árum, en á henni tók hann eingöngu lög eftir Tom Waits vin sinn. Wicked Grin var fyr- irtaks plata, ein besta skífa Hammonds, og seldist líka bráðvel. Kemur ekki á óvart að Hammond skuli höggva í sama knérunn á nýrri plötu, Ready for Love, sem kom út á dög- unum. Á þeirri plötu tekur hann tvö lög til eftir Waits en einnig lög úr ýmsum áttum öðrum, þar á meðal gamalt Rolling Stones lag, Willie Dixon blús og lag sem Billie Holiday söng eftirminnilega á sínum tíma, Come Love. Mesta athygli við laga- valið vekur þó að Hammond á eitt lag sjálfur, Slick Crown Vic, fyrsta lag hans sem kemur út á plötu, en þess má geta að Ready for Love er þrítugasta breiðskífa Johns Hamm- onds. Í því lagi má einmitt heyra sterk áhrif frá Waits því þó lagið sé eins og samið af John Lee Hooker er textinn einstaklega Waitslegur. 500 laga safn Breski tónlistarmaðurinn Ed Harcourt er öllu yngri í hettunni en John Hammond; var að senda frá sér Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Hammond, Harcourt og Waits Fyrir skemmstu komu út tvær plötur tónlistar- manna sem eiga sér sitthvað sameiginlegt þó tón- listarmennirnir, John Hammond og Ed Harcourt, séu býsna ólíkir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.