Morgunblaðið - 28.02.2003, Qupperneq 10
FRÉTTIR
10 FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra sagði í framsögu sinni um
utanríkismál á Alþingi í gær að þegar
menn á borð við Saddam Hussein
Íraksforseta væru annars vegar
gögnuðust diplómatískar leiðir lítt,
nema þeim fylgdi hótun um beitingu
hervalds.
„Við skulum hafa það hugfast að
Sameinuðu þjóðirnar verða á engan
hátt gerðar ábyrgar fyrir því ástandi
sem nú ríkir í Írak. Ábyrgðin liggur
hjá ógnarstjórn Saddam Hussein,“
sagði hann. „Það hefur sýnt sig að
hann svífst einskis í kúgun sinni á eig-
in þjóð. Alþjóðasamfélagið verður að
sýna staðfestu sína og Sameinuðu
þjóðirnar styrk sinn. Sameinuðu þjóð-
irnar verða að halda á málum með
þeim hætti að enginn efist um vald
þeirra og getu til að fylgja eftir
ákvörðunum sínum. Sameinuðu þjóð-
irnar hafa grundvallarhlutverki að
gegna og kemur engin stofnun í stað
þeirra.“
Halldór dró afstöðu íslenskra
stjórnvalda til Íraksmálsins saman
með eftirfarandi hætti. Í fyrsta lagi
hefðu Írakar brotið gegn ályktun ör-
yggisráðsins nr. 1441 en í ályktuninni
segir að það myndi hafa alvarlegar af-
leiðingar í för með sér. Í öðru lagi
gæti Saddam Hussein þó enn forðað
þjóð sinni frá átökum með því að fara
eftir því sem SÞ hefðu lagt fyrir
Íraksstjórn. Í þriðja lagi ættu vopna-
eftirlitsmenn að fá meiri tíma og í
fjórða lagi styddi Ísland friðsamlega
lausn og stríð væri neyðarúrræði.
Líkt við Bush
Utanríkismál einkenndu dagskrá
Alþingis í gær og tóku fjölmargir
þingmenn þátt í umræðunni. Eftir
framsöguræðu Halldórs gagnrýndi
Ögmundur Jónasson, formaður þing-
flokks Vinstrihreyfingarinnar –
græns framboðs, ráðherra og sagði að
ræða hans hefði verið ræða mikilla
öfga en ekki hófsemi og rímað við
málflutning Georges W. Bush Banda-
ríkjaforseta og Bandaríkjastjórnar.
Spurði Ögmundur Halldór hver sú
ógn væri, sem heimsbyggðinni stafaði
af Írak.
Halldór ítrekaði að hann væri
þeirrar skoðunar að ekki væri hægt
að útiloka hernaðaraðgerðir en það
ætti að forðast þær í lengstu lög.
Margir þingmenn ræddu Írak í
ræðum sínum en einnig var fjallað um
marga aðra þætti sem tengjast utan-
ríkismálum. Til dæmis komu margir
þingmenn inn á Evrópusambandið og
hugsanlega aðild Íslands að því. Sig-
ríður Anna Þórðardóttir, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, sá ástæðu til að
taka fram að stefna Sjálfstæðisflokks-
ins í þessum málaflokki væri skýr.
„Við teljum það ekki þjóna hagsmun-
um þjóðarinnar að ganga þar inn og
það er engin von til þess að kúvending
verði af hálfu flokksins í þessu máli.“
Þingmenn Samfylkingarinnar
lögðu hins vegar áherslu á að Sam-
fylkingin hefði tekið þá afstöðu að það
ætti að skilgreina samningsmarkmið
og leita eftir aðildarviðræðum. „Og
verði hugsanlegur samningur til við
ESB verður hann lagður til þjóðarat-
kvæðagreiðslu. Um það erum við
Samfylkingarafólk sammála,“ sagði
Rannveig Guðmundsdóttir, þingmað-
ur flokksins.
Steingrímur J. Sigfússon, formað-
ur VG, var þó eins og áður ekki á því
að Íslandi gangi í ESB. Hann kvað þó
boðaða Evrópunefnd forsætisráð-
herra, Davíðs Oddssonar, vera fagn-
aðarefni. Sagði hann VG tilbúna til að
tilnefna fulltrúa í þá nefnd.
Nýtt skeið í alþjóðamálum
Halldór sagði m.a. í ræðu sinni að ef
til vill værum við að sjá fyrstu merki
þess að nýtt skeið væri að renna upp í
alþjóðamálum. „Bandaríkin, sem eina
stórveldi heims, hafa að undanförnu
tekið sér mun meira forystuhlutverk
en fyrr. Sum ríki Evrópusambands-
ins virðast ætla sér það hlutverk að
vera þar mótvægi og í því ljósi ber að
skoða þann skoðanaágreining sem
uppi var í Atlantshafsbandalaginu,“
sagði ráðherra og vísaði þar til klofn-
ingsins innan bandalagsins vegna
Íraksmálsins.
Ráðherra sagði þó að ekki yrði hjá
því komist að Bandaríkin, í krafti
stærðar sinnar og styrkleika, léki lyk-
ilhlutverk á alþjóðavettvangi. „Áríð-
andi er að hið nána samráð Evrópu og
Bandaríkjanna um öryggismál sem
fram hefur farið á vettvangi Atlants-
hafsbandalagsins haldist og sömuleið-
is sterk Atlantshafstengsl. Ísland hef-
ur hlutverki að gegna innan banda-
lagsins sem talsmaður sterkra
tengsla yfir Atlantshafið, allt frá
Tyrklandi í austri og vestur um haf til
Bandaríkjanna og Kanada, því það
eru grundvallarhagsmunir Íslands að
órofa tengsl haldist milli Evrópu og
Norður-Ameríku.“
Óvíst hvenær
viðræðum lýkur
Utanríkisráðherra fjallaði einnig
um þær stækkunarviðræður sem nú
ættu sér stað innan ESB. „Mögulegt
er að samskipti EES/EFTA-ríkjanna
við ESB verði þunglamalegri eftir
stækkunina og ESB sýni EFTA-þjóð-
unum minni skilning og sveigjanleika
í framtíðinni. Reynsla síðustu ára gef-
ur vísbendingu um að skilningur á
sérstöðu okkar og sögulegum for-
sendum EES-samningsins hafi farið
þverrandi með árunum. ESB er allt
annað nú en þegar samið var um
EES-samninginn, á meðan EES
stendur í stað. Kröfugerð um allt að
þrítugföldun framlaga á sér enga stoð
í EES-samningnum.“
Ráðherra sagði að allsendis væri
óljóst hvenær viðræðum um stækkun
EES lyki. „Utanríkisþjónustan mun
að sjálfsögðu beita sér af alefli í sam-
vinnu við önnur ráðuneyti sem að
málinu koma til að ná viðunandi nið-
urstöðu.“
Halldór Ásgrímsson um Írak í umræðum um utanríkismál á Alþingi í gær
Diplómatískar leiðir
gagnast lítt án hótunar
Morgunblaðið/Kristinn
Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra fylgist með umræðum um utanríkismál á Alþingi í gær.
ÞINGMENN Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs gagnrýndu ríkisstjórnina á Alþingi í
gær fyrir að veita þingmönnum og þjóðinni ekki
upplýsingar um þau gögn sem Eftirlitsstofnun
EFTA (ESA) hefði óskað eftir að fá frá stjórn-
völdum vegna opinberra styrkja og ívilnana ríkis
og sveitarfélaga við álver Alcoa í Reyðarfirði.
Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur iðn-
aðarráðuneytið unnið að því að undanförnu að
senda umbeðin gögn til ESA.
Í máli þingmanna VG í gær kom fram að þeir
hefðu óskað eftir því að fá nánari upplýsingar um
samskipti ESA og stjórnvalda, vegna álversins á
Reyðarfirði, á fundi efnahags- og viðskiptanefnd-
ar þingsins fyrr um morguninn. Ögmundur Jón-
asson, formaður þingflokks VG, sagði að á fund-
inum hefðu embættismenn borið nefndarmönnum
þau boð frá ríkisstjórninni að umbeðnar upplýs-
ingar væri aðeins hægt að fá ef þingmenn hétu
því að segja engum frá þeim. Ögmundur sagði að
rökstuðningur embættismannanna hefði verið sá
að „viðræður væru á viðkvæmu stigi“ og að ESA
væri nú að óska eftir nýjum gögnum frá íslensk-
um stjórnvöldum. Ögmundur ítrekaði að sér
fyndist það alvarlegt að þjóðin og þingið fengi
ekki að vita hvað væri að gerast. Þá undraðist
hann að verið væri að semja við ESA.
Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskipta-
ráðherra, svaraði því m.a. til að umfjöllun ESA
vegna málsins væri ekki lokið. Á meðan þyrfti
ekki að veita umbeðnar upplýsingar. Upplýsinga-
lögin gerðu ráð fyrir því að hægt væri að hafna
beiðni um slíkt. Miklir hagsmunir væru í húfi. Ef
VG líkaði ekki þessi niðurstaða gætu þeir kært
hana til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.
Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður VG og for-
maður VG, Steingrímur J. Sigfússon, tóku undir
gagnrýni Ögmundar. „Það er greinilegt að rík-
isstuðningurinn, meðgjöfin til Alcoa, er svo um-
fangsmikil að ESA þarf gögn og aftur gögn og
enn þá meiri gögn til þess að meta það hvort
þetta standist.“ Steingrímur sagði ennfremur að
ekki væri hægt að bjóða Alþingi og þingmönnum
upp á það að neita þeim um umræddar upplýs-
ingar á sama tíma og verið væri að afgreiða
frumvarp ráðherra um álverksmiðju í Reyðar-
firði.
Valgerður Sverrisdóttir, sagði VG gera of mik-
ið úr málinu. „Þetta snýst um það að ESA, sem
vissulega er dálítið mikið fyrir gögn, er að biðja
um gögn til að geta metið það hvort þessi styrkur
sem þarna er um að ræða, eða þessi opinberi
stuðningur – sem ekki er bara veittur af hálfu
ríkisins heldur líka af hálfu sveitarfélaga – sé inn-
an þeirra marka sem þeir geta sætt sig við.“
Ítrekaði hún að þingmenn VG væru að gera
meira úr málinu en efni stæðu til. „Þannig að
núna eru háttvirtir þingmenn VG að reyna að
halda í það hálmstrá að Brussel bjargi þeim út úr
þessu vandamáli sem þeir eru komnir í.“
Vilja vita hvað fram fer
milli ESA og stjórnvalda
RÍKISSTJÓRNIN lagði fram á
Alþingi í gær frumvarp þar
sem lagt er til að iðnaðarráð-
herra fái heimild til sölu alls
hlutafjár ríkissjóðs í Sements-
verksmiðjunni hf. „Ríkið á allt
hlutafé verksmiðjunnar en
hlutafélag var stofnað um
rekstur Sementsverksmiðju
ríkisins árið 1993,“ segir í at-
hugasemdum frumvarpsins.
„Fjárhagsstaða Sements-
verksmiðjunnar hf. er nú afar
erfið vegna minni sementssölu
en áður og harðari samkeppni
eftir að innflutningur var haf-
inn á árinu 2000. Fyrir-
sjáanlegt er að verksmiðjan
geti ekki haldið áfram starf-
semi við óbreyttar aðstæður.
Verksmiðjan þarf á auknu
rekstrarfé að halda til að geta
nýtt þau tækifæri sem bjóðast
á sementsmarkaði.“
Ennfremur segir í at-
hugasemdum að með fyrirhug-
aðri sölu sé leitast við að finna
fjárfesta sem muni tryggja
samkeppnisstöðu verksmiðj-
unnar og tryggja samkeppni á
sementsmarkaði. „Iðnaðar-
ráðherra hyggst auglýsa eftir
áhugasömum fjárfestum til að
taka við rekstri Sementsverk-
smiðjunnar hf. Ráðgert er að
velja að því loknu einn eða
fleiri fjárfesta til frekari við-
ræðna um kaup á hlutafé verk-
smiðjunnar.“
Auglýst eftir
áhugasömum
fjárfestum
TEKIÐ er á móti um 300 nýjum
tilvikum ár hvert á Barna- og
unglingageðdeild Landspít-
alans (BUGL), að því er fram
kemur í svari Jóns Kristjáns-
sonar heilbrigðisráðherra á Al-
þingi við fyrirspurn Rann-
veigar Guðmundsdóttur
alþingismanns Samfylking-
arinnar um geðheilbrigðisþjón-
ustu við börn og unglinga.
Þar er einnig upplýst að
komur á göngudeild BUGL ár-
ið 2002 voru nálægt 3000.
Þingmaðurinn spurði m.a.
hvert væri hlutfall stofn-
anaþjónustu annars vegar og
þjónustu utan sjúkrahúsa hins
vegar á sviði heilbrigðisþjón-
ustu við börn og unglinga. Í
svarinu kemur fram að legu-
rými á BUGL eru níu á ung-
lingageðdeild, sex á fimm sól-
arhringa barnadeild og fimm á
Kleifarvegi sem ætluð eru
minna veikum börnum. „Legur
á deildunum þremur eru 156
samtals á ári og meðallegutími
er um 33 dagar. Innlögnum
hefur fjölgað um tugi prósenta
á fáum árum, en legurnar eru
nú almennt styttri en áður,“
segir í svarinu.
Unglingar sem leggjast inn á
BUGL eru með geðraskanir
eða alvarleg geðræn einkenni,
svo sem geðrof, kvíða, per-
sónuleikaraskanir, alvarlegt
þunglyndi, áfallastreitu, át-
raskanir og sjálfsvígs-
hugmyndir, að því er fram
kemur í svari ráðherra. „Þeir
sem eiga í vímuefnavanda eða
glíma við félagsleg vandamál
eða hegðunarvandamál leggj-
ast inn á Stuðla eða á Vog. Bið-
listi hefur verið á unglingageð-
deildina nú í janúar og hafa 13
unglingar beðið, þar af þrír
töluvert veikir í heimahúsum.
Unglingar hafa í nokkrum til-
vikum verið lagðir inn á geð-
deildir fyrir fullorðið fólk þeg-
ar svona ástand hefur
skapast.“
300 ný
tilfelli á
hverju
ári á BUGL