Morgunblaðið - 28.02.2003, Qupperneq 28
LANDIÐ
28 FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÍBÚUM Fljótsdalshéraðs þykir
veðrið heldur leika við sig um
þessar mundir. Þó er ekki laust við
að mönnum hrjósi hugur við því
þegar og ef vetur konungur setur
undir sig hausinn á nýjan leik, því
gróður er farinn að taka við sér.
Eiríkur Elísson, flokksstjóri hjá
Áhaldahúsi Austur-Héraðs, er
kominn í vorverkin og setur nú
upp hámarkshraðaskilti í íbúð-
argötum Egilsstaða. Bergur Óla-
son rabbar við hann í morgunblíð-
unni.
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Komnir í vorverkin
Egilsstaðir
MIKLAR umræður fara fram um at-
vinnumál í Stykkishólmi eftir að ljóst
er orðið að skelveiðar munu bregð-
ast næstu árin. Fólk veit að um ýmsa
möguleika er að ræða til að bjarga
sér þegar að þrengir og miklu máli
skiptir að slökkva ekki á bjartsýn-
inni heldur leita nýrra leiða til að
byggja upp atvinnulífið að nýju.
Atvinnuráðgjöf Vesturlands hefur
gert úttekt á því hvaða áhrif það hef-
ur fyrir atvinnulífið í Stykkishólmi ef
skelveiðar stoppa. Stofnunin stóð
fyrir fundi um atvinnumál þriðju-
daginn 25. febrúar. Þar voru flutt
þrjú erindi um hugsanlega nýsköpun
í atvinnumálum Hólmara.
Erla Björg Guðrúnardóttir, fram-
kvæmdastjóri Heilsueflingar Stykk-
ishólms ehf, kynnti hvað framundan
er hjá því fyrirtæki. Til stendur að
halda 4 námskeið í Stykkishólmi í
vor undir nafninu „Dýrðardagar í
Stykkishólmi“. Á námskeiðunum er
lögð áhersla á hvíld og jákvæða upp-
byggingu mannsins. Námskeiðin
höfða einkum til þeirra sem starfa
undir miklu álagi. Boðið verður upp
á góða fyrirlestra, hreyfingu, menn-
ingu og sælkeramat.
Með þessu á að gera manninn hæf-
ari til að takast á við lífið og verk-
efnin framundan. Ef vel tekst til með
verkefnin verður haldið áfram að
bjóða upp á heilsutengda þjónustu
og því fylgja aukin störf.
Róbert Arnar Stefánsson, for-
stöðumaður Náttúrustofu Vestur-
lands í Stykkishólmi, sagði að stofn-
un hans hefði mörg tækifæri til
rannsóknar og atvinnusköpunar á
Snæfellsnesi. Hér væri hægt að
stunda margskonar rannsóknir,
bæði grunnrannsóknir og hagnýtar
rannsóknir. Stofnunin væri ung, en
verkefni sem hún gæti tekið að sér
væru mjög fjölbreytt. Verið er að
vinna að því að afla aukinna tekna
fyrir stofuna, með það í huga að efla
hana og styrkja.
Hann nefndi fjöldamörg dæmi um
verkefni sem Náttúrustofa Vestur-
lands gæti sinnt, vegna nálægðar við
sérstöðu Snæfellsness og Breiða-
fjarðar. Hjá Náttúrustofu er komin
mjög góð rannsóknarstofa sem er
undirstaða aukinna rannsókna.
Breyttar aðstæður
Guðrún Þórarinsdóttir, sérfræð-
ingur hjá Hafrannsóknarstofnun,
fjallaði um ræktun og eldi skeldýra
við Ísland. Hún fór yfir þróun veiða á
skeldýrum síðustu árin. Þar liggja
mikil verðmæti í sjó. Hún fjallaði
einkum um hörpudiskinn sem er
kaldsjávarlífvera og nyrsti nýtanlegi
hörpudiskstofninn.
Ræktun hörpudisks var reynd í
Breiðafirði fyrir 10 árum. Niður-
staða var sú að hún var ekki arðsöm
vegna lítils vaxtar, útbúnaður dýr og
miklir straumar. Í dag eru eflaust
breyttar forsendur. Möguleiki væri á
að rækta ungviðið í landi og flytja
það svo í hafið þegar það hefur náð
ákveðinni stærð. Erindi hennar var
fróðlegt og kom hún víða við.
Góð mæting var á fundinn og urðu
miklar umræðar milli framsögu-
manna og fundargesta. Þarna komu
fram hugmyndir sem geta leitt til
nýsköpunar í atvinnumálum Hólm-
ara, ef vel tekst til.
Ýmsar leiðir færar í ný-
sköpun þegar herðir að
Stykkishólmur
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Framsögumenn á fundi um atvinnumál sem haldinn var í Stykkishólmi: Ró-
bert Arnar Stefánsson, Guðrún Þórarinsdóttir, Erla Björg Guðrúnardóttir
og Ólafur Sveinsson, forstöðumaður Atvinnuráðgjafar Vesturlands.
SKÓLAHÚSIÐ í Holti á Mýrum
fær nýtt hlutverk með samningi
sem Anna Egilsdóttir hefur gert við
Sveitarfélagið Hornafjörð. Samn-
ingurinn var undirritaður á þriðju-
dag. Anna veitir forstöðu einka-
reknu sambýli fyrir fatlaða á
Hólabrekku og verður skólahúsið
nýtt undir vinnustofur fyrir íbúa
sambýlisins.
Að undanförnu hefur sambýlið
haft eitt herbergi í Holti til umráða
og þar hefur verið starfrækt vinnu-
stofa í tilraunaskyni. Anna segir þá
tilraun hafa gefist mjög vel og skil-
að góðum árangri í meðferðarstarf-
inu. Samningurinn geri henni kleift
að efla það starf til muna og bæta
þar með þjónustuna við íbúana og
faglegt starf á sambýlinu.
Þrátt fyrir nýja starfsemi í hús-
inu verður hún með svipuðu sniði og
á meðan skólinn starfaði. Engin
breyting verður því á aðgengi ann-
ara að húsinu, en það er notað til
fundarhalda og annars félagsstarfs.
Grunnskólinn í Holti var lagður
niður vorið 2001 þar sem ljóst var
að mjög fá börn yrðu í skólanum
næsta vetur. Þeim er nú ekið í aðra
skóla sveitarfélagsins. Skólahúsið
hefur því ekki verið í daglegri notk-
un síðan.
Á sambýlinu eru sex íbúar, flestir
frá Reykjavík, en einnig annars
staðar af landinu.
Vinnustofa fyrir fatlaða í Holti á Mýrum
Skólahús fær
nýtt hlutverk
Morgunblaðið/Sigurður Mar
Anna Egilsdóttir forstöðumaður og Albert Eymundsson, bæjarstjóri á
Höfn, undirrituðu samning um leigu á gamla skólahúsinu í Holti á Mýrum.
Hornafjörður
SVALAN, fyrsti sérhannaði bátur-
inn til vinnu við laxeldi, var sjósettur
í Færeyjum á þriðjudag. Báturinn
var byggður fyrir Sæsilfur í Mjóa-
firði, af fyrirtækinu Hydro Tech á
Eiði í Færeyjum.
Hann er sérhannaður vinnubátur
fyrir laxeldið í Mjóafirði og er útbú-
inn til fóðurgjafar. Svalan er 16
tonna tvíbytta með tveimur aðalvél-
um, 12 metrar á lengd og 6 metra
breið. Morgunblaðið/Albert Kemp
Sérhannað-
ur bátur til
fóðurgjafar
Mjóifjörður
NÝLEGA var tekin í notkun
lyfta við sundlaugina á
Blönduósi til að bæta aðgengi
fatlaðra. Lyftan er vökvastýrð
og einföld í notkun. Nem-
endur í 5. bekk Grunnskólans
á Blönduósi voru í sundi á
dögunum og kom lyftan sér þá
vel fyrir Rúnar Þór Njálsson,
einn nemanda í bekknum en
hann er hreyfihamlaður.
Þessi lyfta við sundlaugina
á Blönduósi en laugin er sam-
byggð skólanum er enn ein
skrautfjöðrin í hatt skólans
hvað varðar aðgengi fatlaðra,
en stórátak hefur verið unnið
í þeim málum á undanförnum
árum.
Lyfta
fyrir
hreyfi-
hamlaða
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Rúnar Þór í lyftunni góðu, umkringdur bráðhressum bekkjarsystkinum.
Blönduós