Morgunblaðið - 28.02.2003, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2003 33
Í MÍNUM huga er flokkur á miðju
stjórnmálanna víðsýnn. Framsókn-
arflokkurinn er miðjuflokkur sem
hafnar öfgakenndum skoðunum hvort
sem þær eru kenndar við hægri eða
vinstri. Þegar ég skoða stefnumál og
málflutning stjórnmálaflokkanna þá
er ég ekki í vafa um að Framsókn-
arflokkurinn er sá flokkur sem þorri
Reykvíkinga ætti að finna hljómgrunn
með. Framsóknarflokkurinn er flokk-
ur samfélagslegra gilda, fjölskyld-
unnar, öflugs atvinnulífs, skyn-
samlegrar nýtingar auðlinda hafsins
og þess sem landið gefur af sér.
Hvað er það sem ungt fólk og fjöl-
skyldufólk horfir fyrst og fremst til?
Að mínu mati er það fjölbreytt og
örugg atvinna, trygg heilbrigðisþjón-
usta, öruggt umhverfi, gott félagslegt
stuðningsnet og aðgengi að góðri
menntun. Í stefnuskrá Framsókn-
arflokksins er tekið á öllum þessum
málaflokkum og þegar störf fram-
sóknarmanna í núverandi ríkisstjórn
eru skoðuð og metin má sjá að vel
hefur verið staðið við grundvall-
arstefnu flokksins. Án traustrar at-
vinnu og öflugra fyrirtækja stendur
þjóðarbúið ekki undir öllum okkar
þörfum, hvort sem við tölum um
menntun, heilbrigðisþjónustu eða fé-
lagslegan stuðning.
Það hefur verið unnið dyggilega að
uppbyggingu í atvinnumálum, stutt
við útrás íslenskra fyrirtækja erlendis
og sköpuð skilyrði fyrir unga Íslend-
inga að nýta menntun sína bæði inn-
anlands og utan. Eitt það mikilvæg-
asta fyrir Reykvíkinga er fjölbreytt
atvinna. Atvinnuleysi má alls ekki ná
að skjóta hér rótum. Nýtt erlent fjár-
magn inn í íslenska hagkerfið og auk-
inn hagvöxtur koma fyrirtækjum og
landsmönnum öllum til góða. Það er
því alrangt að halda því fram að við
hér í Reykjavík njótum ekki góðs af
framkvæmdum á Austurlandi.
Með lögum um fæðingar- og for-
eldraorlof var brotið blað í jafnrétt-
ismálum, bæði út frá sjónarhorni
barna og foreldra. Aukin samvist
feðra og barna strax frá fæðingu eyk-
ur og styrkir varanleg tengsl. Einnig
er með fæðingarorlofi feðra við-
urkennd sú réttmæta krafa að
umönnun barna sé ekki aðeins mál
mæðra heldur foreldra.
Nú er lokið við hönnun og smíði á
nýjum barnaspítala og lögðu þar
margir hönd á plóginn, bæði félög og
einstaklingar. Sameining og hagræð-
ing í sjúkrahúsrekstri hefur verið
mikið og erfitt verkefni en í gegnum
alla þá orrahríð hefur verið staðinn
vörður um þá grundvallarstefnu
flokksins að heilbrigðisþjónustan sé
rekin af ríkinu, en ýmsir þjónustu-
samningar hafa verið gerðir við fag-
fólk í heilbrigðisstétt.
Framsóknarflokkurinn stendur fyr-
ir skynsamlegri umræðu um sam-
skipti Íslands við umheiminn. Kynn-
ing á aðild að EB tekur langan tíma
og það er nauðsynlegt fyrir þjóðina að
fela traustum mönnum umboð okkar.
Afstaða, með eða á móti, sem tekin er
þar sem tilfinningar einar ráða för
kunna ekki góðri lukku að stýra. Hver
getur á þessari stundu tekið afstöðu
sem byggist á hlutlægu mati? Engum
treysti ég betur en Halldóri Ásgríms-
syni til að leiða umræðuna, hann hef-
ur áralanga reynslu og þekkingu sem
þjóðin hefur ekki efni á að fara á mis
við.
Ef fólk skoðar vel þróunina í land-
búnaði á síðustu árum kemur í ljós að
búum hefur fækkað stórlega og þau
sem eftir eru hafa stækkað. Það hefur
átt sér stað hagræðing með hagsmuni
markaðar og okkar neytenda í huga.
Auðvitað verðum við á öllum tímum
að stefna að góðri vöru á sanngjörnu
verði. Ég geri mér vel grein fyrir því
að íslenskar landbúnaðarvörur geta
ekki í öllum tilfellum keppt í verði við
erlendan verksmiðjulandbúnað. Í ný-
legri skoðanakönnun kom skýrt fram
að mikill meirihluti þjóðarinnar vill
fyrst og fremst neyta innlendrar land-
búnaðarframleiðslu. Einnig má ekki
gleyma því að innlendur landbúnaður
skapar, beint og óbeint, ótal störf
bæði í sveitum og hér í þéttbýlinu.
Nú rétt fyrir áramót staðfesti um-
hverfisráðherra svæðisskipulag fyrir
höfuðborgarsvæði og aðalskipulag
Reykjavíkur fyrir tímabilið 2001–2024.
Þar er lagður grunnur að frekari mót-
un þeirrar borgar sem við þekkjum
og veljum að búa í.
Af ofangreindum málum má sjá að
hér er stjórnmálaflokkur sem á fullt
erindi við íbúa Reykjavíkur. Ég sem
er fædd og uppalin hér í Reykjavík á
ekki í erfiðleikum með að finna sam-
leið með Framsóknarflokknum,
stefnumálum hans og áherslum. Það
lýsir röngu mati á störfum Framsókn-
arflokksins að telja að hann sinni að-
eins íbúum í dreifðum byggðum
landsins og ég á nú erfitt með að trúa
að hér í Reykjavík búi fólk sem sér
landið og íbúa þess ekki sem eina
heild. Ég hvet kjósendur í Reykjavík
til að kynna sér vel störf og stefnumál
okkar framsóknarmanna og þá hræð-
ist ég ekki mat borgarbúa.
Til þess að gera góða borg enn
betri er ekki vafi í mínum huga.
Framsóknarflokkurinn og stefnumál
hans eiga fullt erindi við okkur Reyk-
víkinga. Við höfum ekki efni á að
neita stefnumálum Framsóknarflokks-
ins, flokks sem hefur fólk í fyrirrúmi.
Af hverju kjósa Reykvík-
ingar Framsóknarflokkinn?
Eftir Fannýju
Gunnarsdóttur
„Við höfum ekki efni á
að neita stefnumálum
Framsóknarflokksins,
flokks sem hefur fólk í
fyrirrúmi.“
Höfundur er kennari og frambjóðandi
Framsóknarflokksins í Reykjavíkur-
kjördæmi norður.
HINN 25. maí árið 2000 setti Samband
ungra sjálfstæðismanna fram á opnum
fundi á Akureyri tillögur um breyt-
ingar á stjórnkerfi fiskveiða.
Í frétt Morgunblaðsins daginn eftir,
26. maí, segir svo undir fyrirsögninni
„Takmarkanir á framsali kvóta verði
afnumdar“:
„Afnám allra takmarkana á framsal
aflahlutdeilda og að aflahlutdeild verði
sjálfstæð eign er meðal tillagna í sjáv-
arútvegsmálum sem Samband ungra
sjálfstæðismanna setti fram á opnum
fundi á Akureyri í gærkvöldi.“
Tillögur ungra sjálfstæðismanna
bera yfirskriftina „Sjávarútvegur á
grunni viðskiptafrelsis“ og segir þar að
SUS leggi áherslu á að breytingar
verði gerðar á kvótakerfinu á grund-
velli þess mikla árangurs sem náðst
hafi nú þegar.
„Viðskiptafrelsi og eignarréttur eru
óumdeildar stoðir efnahagskerfis Vest-
urlanda,“ segir þar. „Íslenskt efna-
hagslíf byggist á þessum stoðum og
sjávarútvegurinn að mestu leyti. Frek-
ari árangur í fiskveiðistjórnun á Ís-
landi byggist á því að lögum verði
breytt í því augnamiði að treysta við-
skiptafrelsi í greininni og minnka op-
inber afskipti.“
Og síðar í fréttinni segir svo:
„Lagt er til að framsal aflaheimilda
verði frjálst með þeim rökum að allar
takmarkanir á framsali leiði til óhag-
kvæmni og sóunar. Takmarkanir
hindri viðskipti með aflaheimildir og
leiði þar með til þess að kvótinn sé
ekki ávallt í höndum þess sem geti nýtt
hann með hagkvæmasta hættinum.
Ungir sjálfstæðismenn gera tillögu um
að aflahlutdeild verði sjálfstæð eign.“
Þá hafa menn það og rétt að rifja
þessar tillögur upp nú, þegar þeir ungu
menn, sem að þeim stóðu, eru nú í
framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn og
nokkrir þeirra líklegir að nái kosningu
til alþingis.
Hér er beinlínis verið að leggja til að
allar aflaheimildir geti færzt á eina
hönd svo „hagræðingin“ nái fram að
ganga til fullnustu.
En það eru fleiri en SUS-arar, sem
vilja rétta örfáum auðmönnum alla
sjávarauðlindina á silfurfati. Í leiðara í
DV 5. okt. sl. kallar leigupenni sægreif-
ans og Samfylkingarfurstans Ágústs
Einarssonar takmarkanir á framsali
aflaheimilda „spennitreyju“ sem skerði
„stórkostlega“ athafnafrelsi lénsherr-
anna.
En leigupenninn sér ljós í myrkrinu
og varpar fram ósk sinni í lok leið-
arans:
„Vonandi munu kaup Eimskips á
Haraldi Böðvarssyni hf. leiða til þess
að ólögin um hámarksaflahlutdeild
verði endurskoðuð þannig að fyr-
irtækjum í sjávarútvegi verði gefið
svigrúm til frekari sóknar.“
Að hugsa sér ólögin, sem færa fyr-
irtækið Granda, sem Ágúst Einarsson
á 20% í, í þá „spennitreyju“ að mega
aðeins „eiga“ 12% heildaraflans, sem
það að vísu hefir nú þegar náð að sölsa
undir sig!
En ungir Sjálfstæðisflokksmenn
eiga sér fleiri athyglisverðar hug-
myndir sem vonlegt er.
Á Hellu ályktuðu þeir drjúgum sl.
haust til handa sjúkum og öldruðum:
„Sjúklingar greiði fyrir fæði að fullu
og lyf upp að vissu marki þegar þeir
leggjast inn á sjúkrahús.“
Námsfólki senda SUS-ararnir svo-
hljóðandi kveðju: „Nemendur taki
aukinn þátt í kostnaði við menntun
sína, t.d. með verulegri hækkun skóla-
gjalda við Háskóla Íslands.“
Stórtækir menn nota nú ekki orðið
„verulegt“ um neina smámuni. Var
einhver að tala um jafnan rétt ungs
fólks til náms?
Hér hafa arftakar nýfrjálshyggj-
unnar talað.
Arftakarnir
Eftir Sverri
Hermannsson
„Ungir sjálfstæð-
ismenn gera til-
lögu um að afla-
hlutdeild verði
sjálfstæð eign.“
Höfundur er formaður Frjálslynda
flokksins.
er að finna nokkuð ít-
llun um rekstur og starf-
dansstaða og réttarstöðu
fndin lagði m.a til að sér-
r yrðu settar um athafnir
ktardansstöðum og að
rði ekki leyfður. Vísaði
kýrslu starfshóps Reykja-
og lögreglustjórans í
þessu tilliti, en sá starfs-
einnig komist að þeirri nið-
kki ætti að leyfa einkadans
banni best komið við í
þykkt. Fljótlega í kjölfarið
Reykjavíkurborg og Ak-
breytingu á lögreglu-
m sínum sem tók fyrir svo-
kadans. Ráðuneytið
breytingu, meðal annars
fengið lagalegt álit ríkis-
lögmanns, sem taldi breytinguna fylli-
lega lögmæta.
Nektardansstaðir tengjast óneit-
anlega í mörgum tilfellum verslun með
konur. Nefndin fjallaði þannig sér-
staklega um þann vaxandi vanda í Evr-
ópu sem verslun með konur vissulega
er og tengslin við aukna útbreiðslu
nektardansstaða. Í skýrslunni sagði
meðal annars: ,,Vonleysið um framtíð í
heimalandinu hefur neytt þennan hóp
kvenna til að þiggja vafasöm atvinnu-
tilboð, t.d. störf dansara á nektardans-
stöðum, hvort sem þeim hefur verið
ljóst að ætlast yrði til af þeim að þær
stunduðu vændi eða ekki.“
Í ljósi þessa er það ánægjuefni að
Hæstiréttur hefur nú komist að þeirri
niðurstöðu að þeir þættir í rekstri veit-
ingastaðar, sem lúta að einkadansi í
lokuðu rými og frjálsri för sýnenda
meðal áhorfenda, verði ekki taldir til
atvinnustarfsemi sem nýtur verndar
75. gr. stjórnarskrárinnar. Þessi nið-
urstaða málsins er mikilvæg með tilliti
til þess að minni líkur eru nú en ella á
því að í skjóli leyndar fari fram vændi
á íslenskum nektardansstöðum og kon-
ur séu á vegum slíkra staða beittar
þrýstingi til þess að selja sig.
konur
Höfundur er dóms- og kirkjumálaráðherra.
u hafa áhrif á gengið. Þar
nríkisviðskipti, fjárfest-
ra aðila innan lands og
innlendra aðila erlendis
ekki síst væntingar um
agslífsins. Lítill vafi er á
ngar vegna stóriðjufram-
a haft áhrif á gengið að
Vextir hafa vissulega
ð, en reynslan hér og ann-
nir að þau áhrif hverfa
ur svo lengi sem pen-
miðar að svipaðri verð-
gdar og í viðskiptalönd-
a hátt geta inngrip
aft stundaráhrif. Ef geng-
stefnir í ákveðna átt með
enginn seðlabanki til
að því. Það er reynslan
heiminum þar sem frjálsir
tningar eru milli landa.
reynsla Seðlabanka Ís-
hann reyndi að hamla
krónunnar frá miðju ári
tsins 2001. Að krefjast
eðlabankinn setji sér
mið er óraunsætt. Eina
esta gengið er að fara í
g taka upp gjaldeyrishöft
hverfa aftur til þess tíma?
ur vexti nú umfram það
gumarkmið bankans leyfir
að knýja niður gengið
áðlegt. Nafngengið kynni
hvað tímabundið, en
að verðbólga færi síðan á
lega sætu menn uppi með
engi og áður og væru til
ir að safna í bálköst næsta
óstöðugleikatímabils.
Slaki í
hagkerfinu
tímabil mikils hagvaxtar
ofþenslu sjáum við nú
rfinu með auknu atvinnu-
nú m.a. haldið fram að
einkum vegna aðhalds-
u í peningamálum.
ar og annarra þjóða sýnir
nn slaki er oft óhjá-
fylgifiskur aðhaldssamrar
sem miðar að því að
slu og koma böndum á
ess vegna m.a. er svo mik-
ma í veg fyrir að slíkar
öldur rísi of hátt. Það er hins vegar
mikil einföldun að halda því fram að
peningastefnan ein skipti hér sköpum.
Vextir hafa fyrst og fremst áhrif á
eftirspurnina í þjóðfélaginu. Það eru
hins vegar margir aðrir þættir sem
hafa áhrif bæði á eftirspurnar- og
framboðshlið hagkerfisins. Þar má
nefna aflaheimildir, ríkisfjármál og
framkvæmdir opinberra aðila, fjár-
festingar erlendra aðila, t.d. í stóriðju,
og launastefnu aðila vinnumarkaðar-
ins. Þeir sem ráða þessum þáttum
fara með mikilvæg stjórntæki í efna-
hagsmálum sem eru utan seilingar
Seðlabankans. Það eru því margir að-
ilar sem koma að stjórn efnahagsmála
og fjarri lagi að Seðlabankinn beri
þar einn ábyrgðina.
Aðgerðir til að auka hagvöxt
og minnka atvinnuleysi
Að undanförnu hefur verið tilkynnt
um ýmsar aðgerðir til slökunar í efna-
hagsmálum. Hinar miklu vaxtalækk-
anir að undanförnu eiga eftir að skila
sér að fullu. Seðlabankinn hefur einn-
ig tilkynnt að á næsta leiti séu tilslak-
anir á bindiskyldu sem muni losa fé
fyrir bankakerfið og ættu að leiða til
vaxtalækkana þar. Seðlabankinn
kaupir daglega gjaldeyri á gjaldeyr-
ismarkaði og hefur þannig síðan í
september sett 11 milljarða íslenskra
króna í umferð og vissulega hamlað
hækkun gengisins. Ríkisstjórnin hefur
ákveðið að flýta ákveðnum fram-
kvæmdum og verja til þess 6 millj-
örðum króna. Sveitarfélög og fleiri að-
ilar hafa boðað aðgerðir sem stefna að
sama marki. Það er því ljóst að margt
hefur verið gert sem líklegt er að auki
hagvöxt og dragi úr atvinnuleysi á
næstu mánuðum.
Framundan eru svo mestu fram-
kvæmdir Íslandssögunnar sem munu
hafa mikil áhrif á efnahagslífið bæði í
bráð og lengd. Þær kalla á trausta
hagstjórn. Mikilvægt er að sjá fyrir í
tíma hvaða áhrif þessar framkvæmdir
myndu hafa ef ekkert væri að gert.
Það væri auðvitað fullkomið ábyrgð-
arleysi að fljóta sofandi að feigðarósi
og láta eins og ekkert þurfi að gera til
mótvægis þessum framkvæmdum, en
slíkar raddir hafa heyrst að und-
anförnu. Í greiningu Seðlabankans á
fyrirhuguðum framkvæmdum kemur
fram að með skynsamlegum hag-
stjórnarviðbrögðum verður hægt að
varðveita efnahagsstöðugleika og
halda verðbólgu í skefjum. Seðlabanki
Íslands mun gera sitt ýtrasta til að
það gangi eftir enda hvílir á honum
ótvíræð lagaskylda í þeim efnum.
labanka Íslands
fram-
em
-
gd.
rn.“
Höfundur er formaður bankastjórnar
Seðlabanka Íslands.