Morgunblaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2003 13 SAMÞYKKT var á aðalfundi Spari- sjóðs vélstjóra að vextir af stofnfé yrðu 23,7% og að stofnfé yrði hækkað um 5%. Stofnfé er jafnframt uppfært sem svarar til hækkunar neysluverðs- vísitölu um 2%. Heildararðgreiðsla til stofnfjáraðila vegna ársins 2002 nem- ur því 30,7%. Sigríður Smith stjórn- arformaður sparisjóðsins sagði í ræðu sinni að góð aukning hafi orðið í inn- lánum og afkoma sparisjóðsins var umfram væntingar. Hins vegar hafi dregið úr lánveitingum vegna sam- dráttar og minni framkvæmda. Sig- ríður sagði að sparisjóðurinn muni í vaxandi mæli, í samstarfi við aðra banka og sparisjóði, taka þátt í stærri lánveitingum, enda sé sparisjóðurinn orðinn það fjárhagslega sterkur að hann sé fullkomlega fær um þátttöku í sambankalánum. Sigríður sagði að eigið fé spari- sjóðsins hafi aukist um tæpar 700 milljónir króna á árinu og nemur eigið fé hans nú 3.641 milljón króna. Eig- infjárhlutfall sparisjóðsins sam- kvæmt svokölluðum CAD-reglum er 25,2 % en má lægst vera 8%. Sigríður sagði að sparisjóðurinn sé í raun með alltof hátt eiginfjárhlutfall og verði það eitt helsta verkefni ársins að lækka það, meðal annars með upp- greiðslu víkjandi lána og aukningu út- lána. Í ljósi þess að árangur sparisjóðs- ins í rekstri var mun betri en áætlanir stóðu til var ákveðið að greiða starfs- mönnum sparisjóðsins í fullu starfi 100 þúsund króna kaupauka. Var slík- ur kaupauki einnig greiddur á síðasta ári. Sjálfkjörið var í stjórn sparisjóðs- ins og er hún óbreytt frá fyrra ári. Í stjórn sitja: Sigríður Smith, Jón Þor- steinn Jónsson, Guðmundur Jónsson, Helgi Laxdal og Páll Magnússon. Afkoma Sparisjóðs vélstjóra var kynnt á aðalfundi félagsins nýverið. Eigin- fjárhlut- fall SPV of hátt 30,7% arður til stofnfjáreigenda HAGNAÐUR af rekstri Kaupfélags Eyfirðinga svf., KEA, á árinu 2002 nam 151 milljón króna eftir skatta. Árið áður var tap félagsins 613 millj- ónir. Rekstrartekjur KEA á árinu 2002 voru 188 milljónir og rekstrargjöld 31 milljón. Rekstrarhagnaður fyrir skatta var 157 milljónir og skattar 5 milljónir. Veltufé til rekstrar nam 37 milljónum og er bókfært eiginfjár- hlutfall 80,5%. Umtalsverðar breytingar hafa orðið á tilgangi og starfsemi KEA frá fyrra ári. Í upphafi árs tók Kald- bakur fjárfestingarfélag hf. við öll- um eignum og skuldbindingum KEA en á móti eignaðist félagið hlutabréf í Kaldbaki. Helstu eignir KEA eru um 39% hlutur í Kaldbaki og auk þess á fé- lagið hlut í Skinnaiðnaði Akureyri, MT bílum, Norðurmjólk og Frum- kvöðlasetri Norðurlands. KEA hefur ekki með höndum at- vinnurekstur í eiginlegum skilningi, en stofnar og rekur hlutafélög og fyrirtæki, sem eru ýmist að fullu í eigu félagsins eða í sameign með öðrum. KEA hagnast um 151 milljón ● VÖRUSALA næststærstu mat- vörukeðju Bretlands, Sainsbury, dróst saman á fjórða ársfjórðungi síðasta uppgjörsárs. Sainsbury er eitt þeirra fyrirtækja sem sóst hafa eftir því að kaupa Safeway- matvörukeðjuna. Samdráttur í sölu virðist þó ekki angra forstjórann Sir Peter Davis en haft er eftir honum á vef FT að sölu- aukning sé ekki mikilvæg fyrir fyr- irtækið á þessari stundu. Meira um vert sé að verða betur samkeppn- ishæft við önnur fyrirtæki á breskum matvörumarkaði. Hann segir Sains- bury enn ætla sér að eignast Safe- way. Talið er að samkeppni á breskum matvörumarkaði minnki verulega ef Sainsbury eignast Safeway. Sala Sainsbury minnkar BÚIÐ er að sameina undir merkjum Staðarskála ehf. eign- ir og rekstur veitingaskálanna á Brú og í Staðarskála í Hrúta- firði. Staðarskáli ehf. er í meiri- hlutaeigu fjölskyldunnar að Stað í Hrútafirði en Olíufélagið ehf. á nú 27,5% hlut í félag- inu.Félögin hafa gert sam- starfssamning um eldsneytis- sölu fyrir báða skálana og Staðarskáli ehf. yfirtekur rekstur á veitingaskála, bensín- afgreiðslu og verslun á Brú. Rekstur á Brú og Staðarskála sameinaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.