Morgunblaðið - 01.04.2003, Síða 13

Morgunblaðið - 01.04.2003, Síða 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2003 13 SAMÞYKKT var á aðalfundi Spari- sjóðs vélstjóra að vextir af stofnfé yrðu 23,7% og að stofnfé yrði hækkað um 5%. Stofnfé er jafnframt uppfært sem svarar til hækkunar neysluverðs- vísitölu um 2%. Heildararðgreiðsla til stofnfjáraðila vegna ársins 2002 nem- ur því 30,7%. Sigríður Smith stjórn- arformaður sparisjóðsins sagði í ræðu sinni að góð aukning hafi orðið í inn- lánum og afkoma sparisjóðsins var umfram væntingar. Hins vegar hafi dregið úr lánveitingum vegna sam- dráttar og minni framkvæmda. Sig- ríður sagði að sparisjóðurinn muni í vaxandi mæli, í samstarfi við aðra banka og sparisjóði, taka þátt í stærri lánveitingum, enda sé sparisjóðurinn orðinn það fjárhagslega sterkur að hann sé fullkomlega fær um þátttöku í sambankalánum. Sigríður sagði að eigið fé spari- sjóðsins hafi aukist um tæpar 700 milljónir króna á árinu og nemur eigið fé hans nú 3.641 milljón króna. Eig- infjárhlutfall sparisjóðsins sam- kvæmt svokölluðum CAD-reglum er 25,2 % en má lægst vera 8%. Sigríður sagði að sparisjóðurinn sé í raun með alltof hátt eiginfjárhlutfall og verði það eitt helsta verkefni ársins að lækka það, meðal annars með upp- greiðslu víkjandi lána og aukningu út- lána. Í ljósi þess að árangur sparisjóðs- ins í rekstri var mun betri en áætlanir stóðu til var ákveðið að greiða starfs- mönnum sparisjóðsins í fullu starfi 100 þúsund króna kaupauka. Var slík- ur kaupauki einnig greiddur á síðasta ári. Sjálfkjörið var í stjórn sparisjóðs- ins og er hún óbreytt frá fyrra ári. Í stjórn sitja: Sigríður Smith, Jón Þor- steinn Jónsson, Guðmundur Jónsson, Helgi Laxdal og Páll Magnússon. Afkoma Sparisjóðs vélstjóra var kynnt á aðalfundi félagsins nýverið. Eigin- fjárhlut- fall SPV of hátt 30,7% arður til stofnfjáreigenda HAGNAÐUR af rekstri Kaupfélags Eyfirðinga svf., KEA, á árinu 2002 nam 151 milljón króna eftir skatta. Árið áður var tap félagsins 613 millj- ónir. Rekstrartekjur KEA á árinu 2002 voru 188 milljónir og rekstrargjöld 31 milljón. Rekstrarhagnaður fyrir skatta var 157 milljónir og skattar 5 milljónir. Veltufé til rekstrar nam 37 milljónum og er bókfært eiginfjár- hlutfall 80,5%. Umtalsverðar breytingar hafa orðið á tilgangi og starfsemi KEA frá fyrra ári. Í upphafi árs tók Kald- bakur fjárfestingarfélag hf. við öll- um eignum og skuldbindingum KEA en á móti eignaðist félagið hlutabréf í Kaldbaki. Helstu eignir KEA eru um 39% hlutur í Kaldbaki og auk þess á fé- lagið hlut í Skinnaiðnaði Akureyri, MT bílum, Norðurmjólk og Frum- kvöðlasetri Norðurlands. KEA hefur ekki með höndum at- vinnurekstur í eiginlegum skilningi, en stofnar og rekur hlutafélög og fyrirtæki, sem eru ýmist að fullu í eigu félagsins eða í sameign með öðrum. KEA hagnast um 151 milljón ● VÖRUSALA næststærstu mat- vörukeðju Bretlands, Sainsbury, dróst saman á fjórða ársfjórðungi síðasta uppgjörsárs. Sainsbury er eitt þeirra fyrirtækja sem sóst hafa eftir því að kaupa Safeway- matvörukeðjuna. Samdráttur í sölu virðist þó ekki angra forstjórann Sir Peter Davis en haft er eftir honum á vef FT að sölu- aukning sé ekki mikilvæg fyrir fyr- irtækið á þessari stundu. Meira um vert sé að verða betur samkeppn- ishæft við önnur fyrirtæki á breskum matvörumarkaði. Hann segir Sains- bury enn ætla sér að eignast Safe- way. Talið er að samkeppni á breskum matvörumarkaði minnki verulega ef Sainsbury eignast Safeway. Sala Sainsbury minnkar BÚIÐ er að sameina undir merkjum Staðarskála ehf. eign- ir og rekstur veitingaskálanna á Brú og í Staðarskála í Hrúta- firði. Staðarskáli ehf. er í meiri- hlutaeigu fjölskyldunnar að Stað í Hrútafirði en Olíufélagið ehf. á nú 27,5% hlut í félag- inu.Félögin hafa gert sam- starfssamning um eldsneytis- sölu fyrir báða skálana og Staðarskáli ehf. yfirtekur rekstur á veitingaskála, bensín- afgreiðslu og verslun á Brú. Rekstur á Brú og Staðarskála sameinaður

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.