Morgunblaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 49
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2003 49 EKKI margir geta státað af því að vera langalang- ömmur en það getur Jóna Vilhjálmsdóttir, 84 ára á Skagaströnd. Fundur fimm ættliða er jafnan fagnaðarfundur en á með- fylgjandi mynd má sjá fimm fögur fljóð þegar yngsta stúlkan var skírð. Elst er Jóna, svo kemur langamman Anna Eygló Skaftadóttir, 58 ára úr Njarðvík, amman er Val- dís Valdemarsdóttir, 38 ára úr Garði, mamman Birgitta Jóna Gunnars- dóttir er 18 ára, einnig úr Garði, en yngsta barnið er Sandra Ýr Jónsdóttir, fædd 12. júní. Einnig á Birgitta, sem er elst af sex systkinum, strákinn Ró- bert Snæ. Fimm ættliðir samankomnir á skírnardegi yngstu stúlkunnar. Fimm ættliðir samankomnir VEL tókst til þegar hin árlega árshátíð og söngvakeppni starfs- manna og nemenda Viðskiptaháskólans á Bifröst var haldin í Hótel Borgarnesi á dögunum. Sigurvegarar söngvakeppninnar, Bifróvisjón 2003, voru þær Takayo Saikawa og Fumiko Yamamoto, skiptinemar frá Otaru í Japan sem dvalið hafa á Bifröst síðan í ágúst. Þær segjast vera mjög ánægðar með veru sína á Íslandi og hafa þær kynnst mörgum þáttum íslenskrar menningar og hjálp- semi landans, að því er fram kemur í tilkynningu frá skólanum. Besti umboðsmaðurinn í ár var valin Ingibjörg Gréta Gísla- dóttir og herra og ungfrú Bifröst voru kosin Bragi Þór Svav- arsson vefstjóri og Helga Kristín Auðunsdóttir, nemandi í lög- fræðideild. Hinir japönsku sigurvegarar söngvakeppninnar Bifróvisjón 2003. Sigur japanskra skiptinema á Bifróvisjón Stuð á Bifröst SÝNINGIN Haute CoiffureFrancaise var haldin á dög-unum í Louvresafninu viðSignubakka. Silfrað fljótið sá um undirspilið í glæsilegri sýningu sem fremsta hárgreiðslufólk heims lætur aldrei framhjá sér fara. HCF-sýningin er umtöluð í tísku- heiminum því þar eru lagðar frönsku hárlínurnar fyrir komandi árstíð, núna sumarið 2003. Í hugum fólks er París alltaf klassíska tískuborgin og þótt þaðan komi sjaldan öfgakenndar nýjungar í hártískunni er það einfald- leikinn og glæsileikinn sem halda orðstír hennar á lofti. Elsa Haraldsdóttir á Salon Veh og Hanna Kristín Guðmundsdóttir á Kristu, forsetar HCF á Íslandi voru á sýningunni ásamt starfsfólki sínu. Að þeirra sögn ber á ýmsum nýjungum í hártísku sumarsins. Ljósir jarðtónar og hunang Litirnir sem verða ráðandi í sumar eru ljósir jarðtónar, hunangslitir og mjúkir súkkulaðibrúnir tónar. Ein- falt, létt og meðfærilegt eru orðin sem lýsa sumarhártískunni vel en ekki má gleyma glansinum og lyftingunni í hárinu sem setja punktinn yfir i-ið. Þá myndaði fatnaðurinn og förðunin órjúfanlega heild með hárinu. Hugað var að hverju einasta smáatriði og var útkoman sjarmerandi og ekta frönsk. Í raun var það hinn franski, fágaði stíll sem réð ríkjum á Haute Coiffure Francaise. Virtist helst sem andi frægra, franskra „courtesans“ á borð við Coco Chanel og Söru Bernhardt svifi yfir sýningarsölunum, enda var lögð áhersla á að með góðri hárum- hirðu, förðun og smekklegum fatnaði væri hver einasta kona Venus frá Míló. Glansinn og topparnir Sýningin í ár fór fram í fjórum sýn- ingarsölum á Louvresafninu þar sem fagfólki var boðið að fylgjast með hár- greiðslumönnum fara fimum höndum um hár módelanna. Áhersla var lögð á glansinn sem verður allsráðandi í sumar. Að sögn Elsu Haralds er glansinn léttari í sér en áður hefur þekkst. Þá verður klippingin að hafa mikla hreyf- ingu í sér og líf. „Tískan núna er eins og glansandi leikur í vindi,“ sagði Elsa. Annað sem einkennir hártísk- una eru þungir, munúðarfullir toppar sem ramma inn andlitið og draga fram það fallegasta í andlitsbygging- unni. Að sögn Hönnu Kristínar Guð- mundsóttur verða topparnir áberandi í sumar sem og sléttar línur í klipp- ingum. Strípurnar eins og við þekkj- um þær, eru á undanhaldi og meira fer fyrir náttúrulegri háralitum sem þekja allt hárið og annaðhvort lýsast eða dekkjast neðst í bláendum þess. Það verður því spennandi að sjá hvernig íslenskir hárgreiðslumenn vinna úr línunum sem tískuborgin hefur lagt fyrir sumarið 2003. Sumarhártíska við Signubakka Rjómi franskrar hár- tísku var kynntur á Haute Coiffure Franc- aise-hártískusýningunni í París og voru íslenskir hárgreiðslumeistarar viðstaddir. Guðrún Gunnarsdóttir fékk forsmekkinn af sumartískunni. Nonni Quest, Hanna Kristín Guðmundsdóttir og Elsa Haraldsdóttir kynntu sér það nýjasta í frönsku hártískunni fyrir sumarið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.