Morgunblaðið - 01.04.2003, Page 49

Morgunblaðið - 01.04.2003, Page 49
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2003 49 EKKI margir geta státað af því að vera langalang- ömmur en það getur Jóna Vilhjálmsdóttir, 84 ára á Skagaströnd. Fundur fimm ættliða er jafnan fagnaðarfundur en á með- fylgjandi mynd má sjá fimm fögur fljóð þegar yngsta stúlkan var skírð. Elst er Jóna, svo kemur langamman Anna Eygló Skaftadóttir, 58 ára úr Njarðvík, amman er Val- dís Valdemarsdóttir, 38 ára úr Garði, mamman Birgitta Jóna Gunnars- dóttir er 18 ára, einnig úr Garði, en yngsta barnið er Sandra Ýr Jónsdóttir, fædd 12. júní. Einnig á Birgitta, sem er elst af sex systkinum, strákinn Ró- bert Snæ. Fimm ættliðir samankomnir á skírnardegi yngstu stúlkunnar. Fimm ættliðir samankomnir VEL tókst til þegar hin árlega árshátíð og söngvakeppni starfs- manna og nemenda Viðskiptaháskólans á Bifröst var haldin í Hótel Borgarnesi á dögunum. Sigurvegarar söngvakeppninnar, Bifróvisjón 2003, voru þær Takayo Saikawa og Fumiko Yamamoto, skiptinemar frá Otaru í Japan sem dvalið hafa á Bifröst síðan í ágúst. Þær segjast vera mjög ánægðar með veru sína á Íslandi og hafa þær kynnst mörgum þáttum íslenskrar menningar og hjálp- semi landans, að því er fram kemur í tilkynningu frá skólanum. Besti umboðsmaðurinn í ár var valin Ingibjörg Gréta Gísla- dóttir og herra og ungfrú Bifröst voru kosin Bragi Þór Svav- arsson vefstjóri og Helga Kristín Auðunsdóttir, nemandi í lög- fræðideild. Hinir japönsku sigurvegarar söngvakeppninnar Bifróvisjón 2003. Sigur japanskra skiptinema á Bifróvisjón Stuð á Bifröst SÝNINGIN Haute CoiffureFrancaise var haldin á dög-unum í Louvresafninu viðSignubakka. Silfrað fljótið sá um undirspilið í glæsilegri sýningu sem fremsta hárgreiðslufólk heims lætur aldrei framhjá sér fara. HCF-sýningin er umtöluð í tísku- heiminum því þar eru lagðar frönsku hárlínurnar fyrir komandi árstíð, núna sumarið 2003. Í hugum fólks er París alltaf klassíska tískuborgin og þótt þaðan komi sjaldan öfgakenndar nýjungar í hártískunni er það einfald- leikinn og glæsileikinn sem halda orðstír hennar á lofti. Elsa Haraldsdóttir á Salon Veh og Hanna Kristín Guðmundsdóttir á Kristu, forsetar HCF á Íslandi voru á sýningunni ásamt starfsfólki sínu. Að þeirra sögn ber á ýmsum nýjungum í hártísku sumarsins. Ljósir jarðtónar og hunang Litirnir sem verða ráðandi í sumar eru ljósir jarðtónar, hunangslitir og mjúkir súkkulaðibrúnir tónar. Ein- falt, létt og meðfærilegt eru orðin sem lýsa sumarhártískunni vel en ekki má gleyma glansinum og lyftingunni í hárinu sem setja punktinn yfir i-ið. Þá myndaði fatnaðurinn og förðunin órjúfanlega heild með hárinu. Hugað var að hverju einasta smáatriði og var útkoman sjarmerandi og ekta frönsk. Í raun var það hinn franski, fágaði stíll sem réð ríkjum á Haute Coiffure Francaise. Virtist helst sem andi frægra, franskra „courtesans“ á borð við Coco Chanel og Söru Bernhardt svifi yfir sýningarsölunum, enda var lögð áhersla á að með góðri hárum- hirðu, förðun og smekklegum fatnaði væri hver einasta kona Venus frá Míló. Glansinn og topparnir Sýningin í ár fór fram í fjórum sýn- ingarsölum á Louvresafninu þar sem fagfólki var boðið að fylgjast með hár- greiðslumönnum fara fimum höndum um hár módelanna. Áhersla var lögð á glansinn sem verður allsráðandi í sumar. Að sögn Elsu Haralds er glansinn léttari í sér en áður hefur þekkst. Þá verður klippingin að hafa mikla hreyf- ingu í sér og líf. „Tískan núna er eins og glansandi leikur í vindi,“ sagði Elsa. Annað sem einkennir hártísk- una eru þungir, munúðarfullir toppar sem ramma inn andlitið og draga fram það fallegasta í andlitsbygging- unni. Að sögn Hönnu Kristínar Guð- mundsóttur verða topparnir áberandi í sumar sem og sléttar línur í klipp- ingum. Strípurnar eins og við þekkj- um þær, eru á undanhaldi og meira fer fyrir náttúrulegri háralitum sem þekja allt hárið og annaðhvort lýsast eða dekkjast neðst í bláendum þess. Það verður því spennandi að sjá hvernig íslenskir hárgreiðslumenn vinna úr línunum sem tískuborgin hefur lagt fyrir sumarið 2003. Sumarhártíska við Signubakka Rjómi franskrar hár- tísku var kynntur á Haute Coiffure Franc- aise-hártískusýningunni í París og voru íslenskir hárgreiðslumeistarar viðstaddir. Guðrún Gunnarsdóttir fékk forsmekkinn af sumartískunni. Nonni Quest, Hanna Kristín Guðmundsdóttir og Elsa Haraldsdóttir kynntu sér það nýjasta í frönsku hártískunni fyrir sumarið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.