Morgunblaðið - 09.04.2003, Síða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
EINHUGUR og stefnufesta voru ríkjandi
á afar fjölmennu og vel heppnuðu vor-
þingi Samfylkingarinnar um síðustu helgi.
Jafnaðarmenn hafa þannig lagt línurnar
fyrir lokaátök kosningabaráttunnar og
dregið upp skýra mynd af þeim aðal-
atriðum sem stjórnmál dagsins og fram-
tíðarinnar eiga að hafa í forgangi, að mati
Samfylkingarinnar.
Jöfnun lífskjara, samfara stækkun
þjóðarkökunnar og styrkingu velferð-
arþjónustu, um leið og álögur eru lækk-
aðar á almenning og dregið úr kostnaði
við heimilisreksturinn – eru lykilatriði í
loforðum Samfylkingarinnar. Og eft-
irtektarvert er að Samfylkingin sund-
urliðar sín áform, tímasetur sum þeirra og
verðmetur þau öll. Jafnaðarmenn fara
ekki fram með yfirboð á öllum vígstöðvum
stjórnmálanna, heldur eru raunsæir og
ábyrgir í orðum og gerðum.
Það eru því stjórnarflokkarnir, Sjálf-
stæðisflokkurinn og Framsóknarflokk-
urinn, sem hafa haft völdin um 8 ára
skeið, sem telja sig verða að lofa öllu
fögru alls staðar – vegna þess að þeir hafa
ekki sinnt málefnum fólksins á liðnum ár-
um. Samviska þeirra er ekki góð og þess
vegna er lofað bót og betrun einhvern
tíma í framtíðinni. Ekki beinlínis trúverð-
ugt á síðasta spretti kosningabarátt-
unnar.
Kjarabætur fyrir fjölskylduna
Samfylkingin stendur við það sem hún
segir. Orð eiga að standa. Þannig mun
Samfylkingin hækka skattleysismörk um
10 þúsund krónur, sem mun koma öllum
launamönnum til góða – en hlutfallslega
mest þeim sem hafa lágar- og millitekjur.
Strax um næstu áramót verður fyrsti
áfangi þessara kjarabóta að veruleika, fái
Samfylkingin til þess nægan stuðning í
kosninunum 10. maí næstkomandi.
Þá mun matvöruverð lækka með lækk-
un virðisaukaskatts á matvæli. Það sama
gildir um barnaföt. Þessi stefnumörkun er
mjög í anda þeirrar baráttu sem Samfylk-
ingin hefur haldið á lofti á öllu kjör-
tímabilinu, að það þurfi að bæta kjör fjöl-
skyldunnar – bæði með lækkun beinna
skatta sem og að lækka matarreikning
hinnar íslens
hefu ítrekað b
Íslendingar b
mat í allri Ev
einfaldlega sí
eða langt í ko
Eins er Sa
baráttu sinni
skyldna hér á
arinnar um 4
ir hvert barn
tekjum foreld
þann málflutn
tekjuviðmið v
bóta hækkuð
áforma eru te
hæð 3 milljar
Það er eftir
isstjórnarflok
undir þennan
Samfylkingin heldur sín
„Ég hvet kjósendur
til að kynna sér ná-
kvæmlega kosn-
ingastefnuskrá
flokkanna.“
Eftir Guðmund
Árna Stefánsson
VIÐ lifum á tímum aukinna alþjóðlegra
samskipta. Í huga okkar eru vegalengdir á
milli landa alltaf að styttast og alþjóðlegir
samningar veita fólki rétt á að sækja vinnu
og menntun út fyrir landsteinana. Norð-
urlöndin eru eitt atvinnusvæði, það sama
má segja um Schengensvæðið og Evrópska
efnahagssvæðið. Með ýmsum alþjóðasamn-
ingum hefur flutningur fólks á milli landa
aukist og á enn eftir að aukast. Atvinna,
menntun og búseta verður án landamæra.
Við hér á Íslandi höfum tekið þátt í þessum
breytingum, fjöldi Íslendinga starfar er-
lendis og ungt fólk sækir í síauknum mæli
menntun í erlenda skóla og er það vel. Að
sama skapi hefur flust til landsins fólk frá
öllum heimshornum og sett sitt mark á ís-
lenskt samfélag.
Spornum við brottfalli úr
framhaldsskólum
Yfirvöld verða að marka sér heildstæðari
stefnu í móttöku og stuðningi við börn og
unglinga af erlendum uppruna og aðstoða
betur fjölskyldur þeirra við að fóta sig í
nýju menningarsamfélagi. Það er alls ekki
nægilegt að veita börnum og unglingum
sem hingað koma sérstaka kennslu í ís-
lensku í nokkur ár. Það þarf að stórauka
kennslu í íslensku sem öðru tungumáli og
það vantar tilfinnanlega námsefni, æfingar
og þjálfunarefni. Þrátt fyrir mjög gott starf
í móttökudeildum og í almennum bekkj-
ardeildum reynist skólaganga þessum
börnum oft á tíðum mjög erfið. Eftir því
sem líður á grunnskólann þyngist allt nám,
lestur og lesskilningur verður æ stærri
hluti námsins. Eitt af stefnumálum Fram-
sóknarflokksins er að gert verði átak í
menntunarmálum nýbúa strax í leikskóla
og markvissum stuðningi við nemendur og
fjölskyldur þeirra haldið áfram út grunn-
skólann. Flokkurinn leggur einnig áherslu
á að leitað verði leiða til að sporna við brott-
falli nemenda af erlendum uppruna úr
framhaldsskólum. Það væri mjög til bóta ef
hægt væri að fjölga ráðgjöfum (mentorum)
í grunn- og framhaldsskólum sem veittu
nemendum bæði aðstoð, ráðleggingar og
aðhald. Sveitarfélög vítt og breitt um landið
reyna að gera sitt besta og má þar nefna
t.d. að nýlega hefur Fræðslumiðstöð
Reykjavíkur gefið út bæklinga á ýmsum
tungumálum um íslenska skólakerfið, útbú-
in hafa verið sérstök innritunarblöð fyrir
erlenda nemendur og gefin út sérstök mót-
tökuáætlun.
Virkjum börn og unglinga
Oft er skólinn eini staðurinn þar sem
þessi börn og unglingar tala íslensku og
umgangast íslenska jafnaldra sína. Því ber
að hafa þennan hóp sérstaklega í huga þeg-
ar kemur að því að skipuleggja æskulýðs-
og tómstundastörf. Það er nauðsynlegt að
leggja rækt við að virkja þennan hóp í upp-
byggjandi tóm
með tengsl þe
þau búa í.
Eitt af því
móttöku, ken
nemenda er a
búa eru ekki
þrjú ráðuney
lags-, mennta
það fagnaðar
urinn leggur
heildaryfirsý
félagsmálará
Fólk flytur
ástæðum. Þa
ástæðunum í
flóttamenn, f
atvinnu og út
sem sambýlis
Mín reynsla ú
hingað koma
skylduböndu
fyrst tengslum
málinu. Það f
vinnuleit er v
um á engan h
margir hafa l
á tungumálin
taka í samféla
Tökum vel á móti nýjum
„Að setjast að í nýju landi, læ
nýtt tungumál, siði og venju
erfitt og ögrandi. Það sýnir s
hvers þjóðfélags að taka ve
móti nýjum íbúum.“
Eftir Fanný
Gunnarsdóttur
RÉTTLÆTI í sjávarútvegi og við alla
auðlindanýtingu er á meðal meginmála
Samfylkingarinnar fyrir komandi kosn-
ingar. Það á að úthluta nytjum sameig-
inlegra auðlinda þjóðarinnar á grund-
velli jafnræðis en ekki forréttinda.
Núverandi fiskveiðistjórnkerfi er mesta
ranglæti nútímans og mikilvægasta
verkefni nýrrar ríkisstjórnar jafn-
aðarmanna er að vinda ofan af því og
færa veiðiheimildirnar til stjórn-
arskrárbundinna eigenda sinna: Þjóð-
arinnar allrar. Það verður að færa
byggðunum aftur réttinn til að róa, sem
er fyrst og fremst spurning um réttlæti
og sanngirni.
Strandbyggðir njóti nálægðarinnar
Samfylkingin hefur lagt til fyrning-
arleið sem felst í því að kvótinn verði
innkallaður í smáum, árlegum áföngum,
þannig að sjávarútvegurinn geti lagað
sig að breytingunum og að sem mest
sátt verði um þær. Eignarhald þjóð-
arinnar á auðlindum sjávar verði skráð í
stjórnarskrá lýðveldisins og kvóti boðinn
til leigu um lengri og skemmri tíma til
að tryggja í senn stöðugleika og sveigj-
anleika. Kvótaleiga verði greidd þegar
afla hefur verið landað. Mikilvægt er að
strandbyggði
gjöful fiskimi
möguleika til
ekki dæmin f
Kvótinn seldu
blæðir. Það e
strandveiðiby
við endurskoð
ert réttlætir þ
einu símtali g
undan heilu b
Rétturinn til að róa
„Það verður að færa byggð-
unum aftur réttinn til að
róa, sem er fyrst og fremst
spurning um réttlæti og
sanngirni.“
Eftir Björgvin G.
Sigurðsson
ÍRAK AÐ STRÍÐI LOKNU
Niðurstaða hernaðarátakanna íÍrak er að verða ljós, þóttátökunum sé ekki lokið og
Saddam Hussein og menn hans hafi
ekki gefizt upp. Fyrirsjáanlegt er að
þeir bíða ósigur. Þá tekur við nýtt
tímabil í Írak og umræður um það eru
þegar hafnar á Vesturlöndum.
Í þeim efnum er mikilvægt að
Bandaríkjamenn og Bretar standi við
stóru orðin og afhendi Írökum stjórn
eigin mála, sem allra fyrst. Vestur-
landabúar hafa lengi haft tilhneigingu
til að ætla að yfirfæra það stjórnarfar,
sem við þekkjum bezt á önnur þjóð-
félög í öðrum heimshlutum, sem búa
við aðrar venjur og hefðir en við. Það
er grundvallarmisskilningur að reyna
slíkt. Sérhver þjóð verður að finna
sína eigin leið í þeim efnum og það á
við um Íraka eins og aðra.
Nú þegar eru hafnar deilur á Vest-
urlöndum um það hverjir skuli hafa
forræði um uppbyggingu í Írak að
stríðinu loknu. Slíkar deilur eru þýð-
ingarlausar. Það er auðvitað ljóst að
þeir sem lögðu í þessa herför, Banda-
ríkjamenn og Bretar, ráða því. Hitt er
svo annað mál, að það er hyggilegt og
skynsamlegt fyrir þessar tvær þjóðir
að fela Sameinuðu þjóðunum eins
veigamikið hlutverk og kostur er í því
uppbyggingarstarfi. Með því fæst
aukin samstaða um uppbyggingar-
starf í Írak á næstu árum og aukinni
samstöðu fylgir væntanlega aukið
fjármagn frá hinum ríku þjóðum Vest-
urlanda.
Einn meginþátturinn í þeim skuld-
bindingum, sem við Íslendingar höf-
um tekið á okkur með stuðningi við
Breta og Bandaríkjamenn í þessu máli
er að taka þátt í uppbyggingarstarfinu
í Írak og leggja til þess fjármuni. Ís-
lenzka ríkisstjórnin hefur þegar tekið
vissar ákvarðanir í þeim efnum.
Íslenzk friðargæzla hefur vaxið og
dafnað á allra síðustu árum. Á hennar
vegum er nú töluverður hópur Íslend-
inga við störf víða um heim. Við getum
lagt okkar skerf af mörkum til upp-
byggingar bæði í Írak og annars stað-
ar með slíku starfi. Við eignumst fólk,
sem hefur þjálfast í störfum við erf-
iðar aðstæður og getur farið með
skömmum fyrirvara til landa og land-
svæða, þar sem aðstoðar er þörf.
Í stað þess að halda áfram þrasi um
þær ákvarðanir, sem þegar hafa verið
teknar er tímabært að íslenzkir
stjórnmálamenn beini umræðum um
Íraksstríðið að þætti okkar í þeirri
miklu uppbyggingu, sem þar er fram-
undan á næstu mánuðum og er aug-
ljóslega að hefjast að hluta til en fer í
fullan gang, þegar harðstjóranum í
Bagdad hefur endanlega verið steypt
af stóli.
Óhætt er að fullyrða að friðargæzlu-
störf af þessu tagi höfða mjög til ungra
Íslendinga. Þeir fá tækifæri til að láta
þjóðir, sem eiga um sárt að binda,
njóta góðs af menntun sinni og þekk-
ingu um leið og þetta íslenzka æsku-
fólk kynnist framandi þjóðum og
menningarheimum.
Á vegum Íslenzku friðargæzlunnar
fer fram miklu merkilegri starfsemi
en landsmenn átta sig á. Við eigum að
leggja metnað okkar í að efla þessa
starfsemi og auka fjárframlög af okk-
ar hálfu til þeirra þjóða, sem þurfa á
aðstoð okkar að halda. Með þessu
framlagi á alþjóðavettvangi erum við
að leggja okkar af mörkum til þess að
bæta líf fólks víða um heim. Þetta starf
byggist á hugsjónum, sem eru líklegar
til að höfða til margra.
SJÁLFBÆR SJÁVARÚTVEGUR
Sjálfbær sjávarútvegur var meðalþess, sem var til umræðu á nýaf-
stöðnu fiskiþingi. Það getur ekki dul-
ist nokkrum Íslendingi hversu mik-
ilvægu hlutverki sjávarútvegur
gegnir í afkomu þjóðarinnar. Vissu-
lega hafa aðrir atvinnuvegir og út-
flutningsgreinar gert það að verkum
að við erum ekki háð sjávarútvegi í
sama mæli og áður, en undirstöðu-
hlutverk hans kemur ekki síst í ljós
þegar efnahagslífið hikstar.
Mörg vandamál steðja að sjávarút-
vegi um allan heim og flest tengjast
þau ofveiði. Það er því mikilvægt að
hér verði haldið rétt á spilunum í fisk-
veiðimálum og haldið áfram á þeirri
braut stjórnunar, sem fetuð hefur
verið. En það er ekki nóg að hugsa
aðeins um það, sem að hafinu um-
hverfis Ísland lýtur. Innan íslenskrar
fiskveiðilögsögu er ekki einangrað
vistkerfi heldur hluti miklu stærri
heildar og velferð íslenskra fiskimiða
byggist á velferð heildarinnar.
Gunnar Pálsson sendiherra fjallaði
um þessi mál í ávarpi, sem hann flutti
á þinginu. Þar sagði hann að vildu Ís-
lendingar tryggja að íslenskar sjáv-
arafurðir stæðust samkeppni á er-
lendum mörkuðum væri óhjákvæmi-
legt að þeir legðu sitt af mörkum til
að koma böndum á hættulega meng-
un og spilliefni í hafinu með alþjóð-
legum samningum: „Á sama hátt má
færa rök fyrir því að ein árangursrík-
asta leiðin til að koma í veg fyrir að
fjarlægir aðilar, hvort sem það eru
ríki, félagasamtök eða stofnanir,
hlutist í auknum mæli til um að
stjórnun okkar lifandi sjávarauð-
linda, sé að liðsinna öðrum, ekki síst í
þróunarheiminum, til að efla sjálf-
bæran sjávarútveg.“
Gunnar sagði að Ísland hefði stuðl-
að að því að koma á alþjóðlegu um-
hverfi, sem væri vinsamlegt sjálf-
bærri nýtingu og þar með hjálpuðum
„við okkur sjálfum til að hagnýta og
markaðssetja íslenskar sjávarauð-
lindir til lengri tíma litið“. Ísland
hefði með ýmsum hætti unnið að því
að afla sér viðurkenningar fyrir sjálf-
bæra auðlindanýtingu og því striki
þyrfti að halda.
Í þessu máli fara saman viðskipta-
hagsmunir landsins og umhverfis-
sjónarmið. Fiskur er víðast hvar orð-
inn munaðarvara. Það sést ekki
aðeins á því að hér á landi er fiskur nú
orðið mun sjaldnar á borðum en áður
var, heldur einnig í borðum fiskkaup-
manna í löndunum í kringum okkur.
Um leið eykst áhersla á umhverfis-
væn matvæli og í því samhengi skipt-
ir ekki litlu máli að það orð fari af ís-
lenskum sjávarútvegi að hér séu
stundaðar sjálfbærar fiskveiðar.