Morgunblaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2003 33 ✝ Lóa Ágústsdóttirfæddist í Vest- mannaeyjum 13. október 1920. Hún lést í Landspítala í Fossvogi 1. apríl síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Ólöf Ólafsdóttir, f. 28.11. 1884, d. 21.7. 1963, og Ágúst Árnason, f. 18.8. 1871, d. 2.4. 1957. Lóa átti þrjár systur, Guðrúnu, f. 21.7. 1907, d. 1.3. 2003, Sigríði, f. 13.10. 1910, d. 17.9. 2000, og Margréti, f. 1.6. 1914, d. 20.5. 1998. Uppeldissystkinin voru tvö en foreldrar Lóu ólu upp Þuríði Vigfúsdóttur frá átta ára aldri og einnig Óskar, f. 13.2. 1926, son Þuríðar og Guðjóns Úlf- arssonar. Eiginmaður Lóu var Karl Jóns- son frá Vestmannaeyjum, sonur Sólveigar Jónínu Magnúsdóttur frá Fagradal í Mýrdal og Jóns Sverrissonar frá Klauf í Meðal- landi. Lóa og Karl slitu samvist- um. Börn þeirra eru: 1) Ólöf Ágústa Karlsdóttir, f. 30.4. 1944, gift Sigurjóni Jóhannssyni. Sonur Ólafar er Anthony Karl Gregory, f. 6.7. 1966. Börn hans og fyrrver- andi eiginkonu, Theodóru Svan- hildar Sæmundsdóttur, eru Ólöf Sara og Sæmundur Karl. Sam- býliskona Anthony er Guðrún Margret Guðmundsdóttir, hennar dætur eru Nadine og Denise. Börn Sigurjóns eru: a) Hanna Björg, dætur hennar og fyrrverandi eigin- manns, Ingólfs Harðarsonar, eru Arna Gunnur og Elva Sif. Sambýlis- maður Hönnu er Joe Guthry. b) Andri Helgi, kvæntur Hildi Ólafsdóttur, dætur þeirra eru Hrund, Kolbrún og Bryndís. c) Guðrún Ósk, gift Val- garð Sverri Valgarðssyni, þeirra sonur er Valgarð Daði. 2) Sverrir Karlsson, f. 29.8. 1946, kvæntur Svanbjörgu Clausen, þeirra dæt- ur eru: a) Elín Björg, gift Birni Kjartanssyni, börn þeirra eru Svanbjörg, Kjartan, Júlía, Sverr- ir Karl og Alexander. b) Guðrún Sigríður, sambýlismaður hennar er Bessi Sveinsson. Dóttir þeirra er Hulda Karen, dætur Guðrúnar eru Auður Edda og Telma Rut. 3) Sólveig Jónína Karlsdóttir, f. 11.7. 1955, gift Magnúsi Þórði Guðmundssyni, þeirra dóttir eru Íris Hrönn, f. 8. maí 1985. Útför Lóu fer fram frá Dóm- kirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Í dag kveðjum við ástkæra móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, sem hefur verið fasta stærðin í lífi okkar um þriggja kynslóða skeið. Leiðir okkar Lóu lágu fyrst saman fyrir aldarfjórðungi þegar við Ólöf Ágústa dóttir hennar hófum sambúð og varð strax kært og náið á milli okkar, gagnkvæm virðing og vænt- umþykja sem aldrei bar skugga á. Lóa var ein fjögurra systra, þeirra Sigríðar, Guðrúnar og Margrétar, sem kenndar voru við Baldurshaga í Vestmannaeyjum. Foreldrar hennar voru hjónin Ólöf Ólafsdóttir frá Hlíð- arendakoti í Fljótshlíð og Ágúst Árnason frá Miðmörk undir Eyja- fjöllum sem var fjölhæfur smiður og kennari við barnaskólann í Vest- mannaeyjum um 30 ára skeið. Ágúst gegndi fjölda trúnaðarstarfa í Vest- mannaeyjum. Hann átti stærsta einkabókasafn í Eyjum um langt skeið, enda bókmenntir hans aðal- áhugamál. Með þeim systrum var mikil sam- kennd og hlýhugur sem vinir og vandamenn nutu í ríkum mæli enda stóðu þær saman alla tíð eins og klettur í hafinu, fullar af hjálpsemi og umhyggju fyrir öllu og öllum. Nú eru þær allar látnar, en sú sam- kennd og hlýja sem einkenndi þær fylgir okkur hinum sem nutu þeirra í lifanda lífi og styrkir okkur og er börnunum veganesti til framtíðar. Barnabörnin og barnabarnabörnin voru líf og yndi Lóu, enda engu tæki- færi sleppt til að gleðja þau og hvetja, enda var hún ávallt virkur þátttak- andi í flestu sem við tókum okkur fyr- ir hendur, hvort heldur voru gesta- boð, mannfagnaðir eða ferðalög. Tónlist kunni Lóa vel að meta og lét ekkert tækifæri ónotað til að sækja bæði tónleika og óperusýning- ar hvenær sem færi gafst. Afmælin voru kærkomnar ástæð- ur til að gleðja aðra, sérílagi lang- ömmubörnin sem voru sólargeislarn- ir hennar, þau Ólöf Sara og Sæmundur Karl, sem sakna hennar nú sárt. Með árunum sóttu aldur og sjúk- dómar að Lóu sem tókst á við þá af æðruleysi og kjarki og stefndi ávallt heim á Holtsgötuna á ný, þar sem hún hélt fallegt heimili sem hún vildi njóta eins lengi og kraftar leyfðu en það var orðið dálítið áfallasamt undir lokin en alltaf stefndi hún ótrauð heim. Hún kvaddi dætur sínar með orð- unum að nú ætlaði hún heim. Hvíl í friði og hafðu þökk fyrir samfylgdina. Sigurjón Jóhannsson. Elsku amma mín, hún amma Lóa, er dáin. Tómleikatilfinningin helltist yfir mig þegar mér var tilkynnt um lát hennar, konan sem hefur verið svo stór partur af lífi mínu alveg frá því ég fæddist var farin og nú er ekk- ert eftir nema minningar. Góðar minningar sem betur fer, þó það hafi verið sárt að sjá ömmu hraka heilsu- farslega á síðustu árum. Amma Lóa var alltaf til staðar þegar eitthvað bjátaði á og ég gat alltaf leitað til hennar með öll mín vandamál. Við áttum sérstakt samband, þekktum hvort annað sérstaklega vel vegna mjög mikilla samvista, þó sérstak- lega fram að unglingsárum. Sem barn hitti ég ömmu nánast daglega eða talaði við hana í síma. Ég gisti hjá henni oft í mánuði og borðaði hjá henni nokkrum sinnum í viku. Ég fór að fara einn til hennar ömmu minnar nokkrum sinnum í viku þegar ég var sex ára, alltaf með vagni númer þrjú, úr Austurbænum þar sem ég bjó, í Vesturbæinn þar sem amma bjó, enda þekkti ég orðið vagnstjórana með nafni og þeir mig. Betri manneskju get ég ekki hugs- að mér en hana ömmu Lóu. Hún fylgdist svo vel með mér og fjöl- skyldu minni í öllu því sem við tókum okkur fyrir hendur og studdi okkur heilshugar. Hún tók þátt og gladdist yfir öllum mínum sigrum; hvort sem þeir voru inni á knattspyrnuvellinum, stúdentspróf, háskólapróf eða fæðing barnanna minna tveggja, Ólafar Söru og Sæma. Í dag tileinka ég ömmu Lóu alla mína sigra. Á þeim þrjátíu og sex árum sem ég þekkti ömmu Lóu upplifði ég tvær ólíkar persónur í henni; ömmu Lóu fyrir hjartaáfall og ömmu Lóu eftir hjartaáfall. Sú fyrri var rólegri, feimnari, almennt séð passívari. Seinni persónugerðin var lífsglaðari, kröftugri, sjálfstæðari. En fyrir þrettán árum fékk amma nefnilega hjartaáfall sem varð til þess að hún fékk ný lyf við þeim andlega sjúk- dómi sem hafði hrjáð hana lengi. Allt í einu fór þessi rólega kona, sem hafði ekki gert kröfu á neitt, að lifa lífinu, krafturinn var þvílíkur að sumum þótti nóg um! Hún fór að stunda sund, gönguferðir, tónleika og hefði helst viljað fara í heimsreisu! Þessu sjálfstæði hélt hún til dauðadags og vildi hvergi búa annars staðar en heima hjá sér, vildi ekki heyra á það minnst að flytja á einhverja stofnun. Þegar útséð var að hún ætti ekki aft- urkvæmt heim á Holtsgötuna vegna vanheilsu tóku forlögin við og lést amma nokkrum dögum eftir síðustu spítalainnlögn. Elsku amma mín, það voru forrétt- indi að fá að kynnast þér vegna góð- mennsku þinnar, einlægni og heiðar- leika. Ég þakka þér fyrir skynsemina sem þú sýndir þegar ég kom til þín vegna erfiðra tíma hjá mér. Ég þakka þér fyrir þann mikla tíma sem þú eyddir með mér þegar ég var yngri. Ég þakka þér fyrir hversu góð þú varst alltaf við fjölskyldu mína. Ég veit að þú varst oft stolt af mér og það gladdi mig óstjórnlega mikið. Elsku amma Lóa, ég sakna þín mikið og er mjög dapur yfir fráfalli þínu en um leið er ég ánægður að þú fórst með reisn eins og þú hefðir viljað. Ég elska þig, amma mín. Guð varð- veiti þig um alla eilífð. Þinn ömmustrákur. Anthony Karl Gregory. Elsku amma mín, það er ansi erfitt og sárt að sitja hér og skrifa til þín kveðjuorð og vita það að ég geti aldr- ei komið og hitt þig aftur. Minning- arnar eru svo margar sem sækja á mann og þær ylja manni um hjarta- rætur á svona stundu. Ég minnist helst þegar við sátum í eldhúsinu þínu og vorum að spila ól- sen ólsen og að ég vann alltaf, ekki veit ég hvort þú leyfðir mér það eða hvað. Svo það að þú áttir alltaf eitt- hvað gott með kaffinu hvenær sem við komum í heimsókn. Vona að þér sé farið að líða betur núna þegar þú ert komin til systra þinna. Takk fyrir allar góðu og ánægju- legu stundirnar sem við áttum sam- an. Guð geymi þig, elsku amma, ég mun sakna þín. Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. Hnigin er sól í sjó. Sof þú í blíðri ró. Við höfum vakað nóg. Værðar þú njóta skalt. Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. (Jóhann Jónsson.) Þín Íris Hrönn. Elsku langamma, eða amma Lóa eins og við kölluðum þig. Voðalega urðum við sorgmædd þegar pabbi sagði okkur að þú værir dáin. Þú sem varst alltaf svo góð við okkur, vildir allt fyrir okkur gera og lifðir þig inn í tómstundir okkar. Þú vildir alltaf vita hvernig okkur gekk í skólanum, fót- boltanum, tónlistarnáminu, hand- boltanum, dansinum. Þú varst alltaf svo áhugasöm og hrósaðir okkur allt- af svo mikið. Við viljum þakka þér fyrir þetta allt, þetta skipti okkur miklu máli. Við eigum eftir að sakna þín voða mikið, elsku amma, sakna þess að geta ekki komið í heimsókn á Holtsgötuna og fengið sneið af köku með þér. Við vitum að þér líður núna vel hjá guði og að þú munt vaka yfir okkur. Við munum hugsa mikið til þín, elsku amma, og aldrei gleyma þér. Ástar- og saknaðarkveðja. Ólöf Sara Gregory, Sæmundur Karl Gregory. Aftur er komið að kveðjustund þegar Lóa móðursystir okkar er bor- in til grafar aðeins mánuði eftir að Guðrún elsta systirin frá Baldurs- haga í Vestmannaeyjum var jarð- sungin. Við jarðarför systur sinnar var auðséð að kraftar Lóu voru farnir að þverra en ekki kom okkur til hug- ar að svo stutt væri eftir. Oft hafði Lóa dvalist á sjúkrahúsum hin síð- ustu ár mikið veik en alltaf tókst henni að safna kröftum og komast heim til sín með dyggri aðstoð barna sinna en þar þráði hún að vera. Lóa ólst upp í Vestmannaeyjum hjá foreldrum sínum, þeim Ágústi Árnasyni, og konu hans, Ólöfu Ólafs- dóttur, og þremur systrum og tveim- ur stjúpsystkinum. Lóa var glæsileg kona á sínum yngri árum og hrókur alls fagnaðar og sem litlar stúlkur dáðumst við alltaf að fatasmekk hennar. Systurnar voru duglegar við að rækta fjölskyldutengslin og leið varla sú vika að þær hittust ekki meðan allar voru við góða heilsu. Í huga okkar var ellin fjarlægt hugtak því hún var ekki til í orðabók systr- anna. Þær voru ungar í anda og var viðkvæðið þegar þær voru að ráðgera samverustundir: „Við stelpurnar ætl- um að hittast.“ Margar ánægjustundir áttum við með þeim á árum áður og alltaf var Lóa fljót til að hringja og þakka fyrir sig hvað lítið sem fyrir hana var gert. Alltaf þegar talað var við Lóu spurði hún um hagi okkar og sérstaklega var hún áhugasöm um líðan barnanna okkar. Við þökkum Lóu allar gömlu góðu stundirnar og vott- um Ólöfu, Sverri, Sólveigu og fjöl- skyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Ólöf Erla Óladóttir, Sigrún Fríða Óladóttir. Nú, þegar við kveðjum vinkonu okkar Lóu Ágústsdóttur frá Vest- mannaeyjum, koma margar minn- ingar upp í hugann. Það voru forréttindi að fá að alast upp umkringdur fegurð Eyjanna með hafið og fjöllin í nálægð. Systurnar í Baldurshaga, dætur Ágústs Árnasonar kennara og Ólafar konu hans, voru glaðvær og glæsi- legur hópur. Lóa var yngst þeirra. Hún giftist Karli Jónssyni ung að aldri og átti með honum þrjú mannvænleg börn. Þau voru henni ætíð til mikillar gleði og stuðnings. Eins var með barna- börn hennar og langömmubörn. Seinna skildu þau Lóa og Karl. Við vinkonurnar ólumst upp í Eyj- um og þó að við flyttumst frá heima- högunum héldum við kunnings- skapnum og hittumst að staðaldri. Alltaf ríkti sama gleðin í okkar hópi. Lóa var mjög félagslynd og hafði gaman af að taka á móti gestum á sínu fallega heimili. Hún var fagur- keri og smekkleg í klæðaburði. Vin- um sínum var hún trygglynd og glað- lynd var hún í góðra vina hópi. Við kveðjum Lóu, vinkonu okkar með söknuði. Sofðu í friði og sælum blund, dýrðlegra vafin drauma öldum, þó dynji hríð á vetri köldum, uns mær þig vekur morgunstund. (Benedikt Gröndal.) Saumaklúbburinn. LÓA ÁGÚSTSDÓTTIR Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ZHI LAN WANG, Hafnargötu 58, Keflavík, lést á Landspítala háskólasjúkrahúsi við Hring- braut laugardaginn 5. apríl sl. Útför hennar fer fram frá Neskirkju laugardag- inn 12. apríl kl. 13.00. Jóhannes Karl Jia, Rannveig Hallvarðsdóttir, Sufen Jia, Qing Hua Tang, Jun Shu Jia, Jóhannes Valdemarsson, Rui Jia, Zhang Wei, Shu Qin Jia, Chang Jun Sui, Jens Beining Jia, Sóley Guðbjörnsdóttir, Sui Xin, Tang Yue, Wu Jin, Xi Bei Zhang, Anna Jia, Amanda Beiningsdóttir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, LÁRUS Þ. J. BLÖNDAL frá Siglufirði, lést á dvalarheimilinu Holtsbúð, Garðabæ, þriðjudaginn 8. apríl. Guðrún J. Blöndal, Birgir Blöndal, Áslaug Steingrímsdóttir, Jóhannes Blöndal, Maj-Britt Pálsdóttir, Jósep Blöndal, Hedvig Krane, Gunnar Blöndal, Margrét Magnúsdóttir, Guðmundur Blöndal, Inga Pálmadóttir, Guðrún Blöndal, Theodór Sigurðsson, Lárus Blöndal, Soffía Ófeigsdóttir, Anna Bryndís Blöndal, Jón Ásgeir Blöndal, Hulda Ólafsdóttir, Lárus St. Blöndal Jónasson, Íris Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, amma, systir og mágkona, GUÐRÚN FINNBOGADÓTTIR BEAUBIEN, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu fimmtu- daginn 10. apríl kl. 13.30. Armand J. Beaubien, Mary Beaubien, Geirþrúður Finnbogadóttir, Joanne Beaubien, Ólafur Finnbogason, Brian Beaubien, Kristjana Jónsdóttir, Chay Norton, Kristján Finnbogason, Kelly Norton, Kristrún Magnúsdóttir, Robert Tristan Beaubien, Jonathan Finn Beaubien.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.