Morgunblaðið - 10.05.2003, Page 1

Morgunblaðið - 10.05.2003, Page 1
Gengið inn í súlu Fjölbreytni á útskriftarsýningu nema í LHÍ Listir 35 Nýr þjálfari vill fá 9 stig úr næstu 3 leikjum Íþróttir 79 Sýndar- sagnfræði Hvað ef víkingarnir hefðu haldið áfram vesturferðum? Lesbók Kjósum stöðugleika Ásgeir í stað Atla STOFNAÐ 1913 125. TBL. 91. ÁRG. LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is  Kosningarnar/2/6/11 Lokasenna leiðtoganna við Austurvöll Morgunblaðið/Kristinn flokksins, fréttamennirnir Kristján Már Unn- arsson og Páll Benediktsson, Halldór Ásgríms- son utanríkisráðherra og formaður Framsókn- arflokksins, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir tals- maður Samfylkingarinnar og Guðmundur G. Þórarinsson formaður Nýs afls. ir til kl. 22 í kvöld. Fyrstu tölur úr öllum kjör- dæmum eru væntanlegar upp úr kl. 22. Á myndinni eru flokksleiðtogarnir við upphaf umræðnanna. Frá vinstri: Davíð Oddsson for- sætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokks- ins, Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs, Guðjón Arnar Kristjánsson formaður Frjálslynda KOSNINGABARÁTTUNNI fyrir þingkosning- arnar í dag lauk formlega í gærkvöldi með sjónvarpskappræðum flokksleiðtoganna í Al- þingishúsinu við Austurvöll. Í dag eiga rúmlega 211 þúsund kjósendur rétt á að kjósa nýtt Al- þingi. Kjörstaðir verða víðast hvar opnaðir kl. 9 eða 10 árdegis og verða a.m.k. á stærri stöðum opn- GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti kynnti í gær tillögu um að stofn- að yrði til sameiginlegs fríverzlunar- svæðis Bandaríkjanna og Mið-Aust- urlanda á næstu tíu árum. Er tilgangurinn með tillögunni fyrst og fremst sá að gefa samvinnufúsum arabaþjóðum fyrirheit um það hvernig þær geti horft fram á betri tíð eftir að stjórn Saddams Husseins í Írak var bolað frá völdum. Í ræðu sem Bush flutti við út- skriftarathöfn í háskóla í Suður-Kar- ólínu sagði hann að tillaga sín myndi leggja grunninn að nýrri grósku í efnahagsþróun í Mið-Austurlöndum, og ryðja brautina að stofnun sjálf- stæðs ríkis Palestínumanna, sem lifði í sátt og samlyndi við Ísrael. Ein grundvallarforsendan fyrir því að ná þessum markmiðum væri að skjóta styrkum stoðum undir hagsæld á svæðinu, og Bandaríkin væru tilbúin að leggja sitt af mörkum til þess með því að koma á fríverzlun við löndin sem í hlut eiga. Bush leggur til fríverzl- un við Mið- Austurlönd Columbia í Suður-Karólínu. AP, AFP. AFTURHLERI á flutningaflugvél, sem var á flugi með stóran hóp lög- reglu- og hermanna og fjölskyldur þeirra yfir Lýðveldinu Kongó í fyrrakvöld, rifnaði upp með þeim af- leiðingum að 129 manns soguðust út og fórust, að því er flugvallarstarfs- menn greindu frá. Kikaya Bin Karubi, talsmaður stjórnvalda í landinu, sagði í gær að dauði sjö farþega vélarinnar hefði verið staðfestur, eftir að hafa sogazt út úr vélinni í um 10.000 m hæð. Vél- in, sem er gömul flutningaþota af gerðinni Iljushin 76, var á miðri leið frá höfuðborginni Kinshasa til Lub- umbashi í SA-Kongó. Henni var snú- ið aftur á flugvöllinn í Kinshasa. Fá- einir tugir þeirra sem um borð voru, þ.á m. rússnesk áhöfn vélarinnar, komust lífs af. Flugslys í Kongó Yfir hundrað manns sagðir hafa sogazt út Kinshasa. AFP, AP. ♦ ♦ ♦ DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir að íslensk stjórnvöld séu reiðubúin að taka eigin ákvarðanir varðandi síldveiðar við Svalbarða, séu þau beitt órétti af Norðmönnum. Vilji sé til þess að ná samningum við Norð- menn um síldveiðar á þessu svæði en slíkir samningar verði að byggjast á sanngirni af beggja hálfu. Verði ís- lensk skip tekin á þessum veiðum verði leitað til alþjóðlegra dómstóla. Talsmaður norska utanríkisráðu- neytisins, Karsten Klepsvik, sagði í gær í samtali við norska Ríkisútvarp- ið, að norsk stjórnvöld óskuðu þess að fá viðræður um nýjan síldveiðisamn- ing sem allra fyrst, en enginn vafi væri á yfirráðum Norðmanna yfir verndarsvæðinu umhverfis Sval- barða. Í kjölfar yfirlýsinga Davíðs og Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráð- herra, um að Íslendingum sé heimilt að veiða síld innan verndarsvæðisins við Svalbarða, hafa norskir fjölmiðlar talið að síldarstríð sé í uppsiglingu milli Íslands og Noregs. Davíð segir það ekki rétt að hann sé að æsa til síldarstríðs. „Við reyndum og teygðum okkur langt til þess að ná samningum, en kröfur Norðmanna og Evrópusam- bandsins voru með öllu óviðunandi og ekki þannig að við gætum við þær un- að,“ segir Davíð. Stjórnarandstaðan styður aðgerðir stjórnvalda Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra segist alltaf hafa lagt á það áherslu að ná niðurstöðu með samn- ingum. „Ég hef rætt þetta mál alloft við utanríkisráðherra Noregs og ég trúi því að það muni takast að leysa þetta með samningum. Ég er þeirrar skoðunar að ef það gerist ekki þá sé mikilli vinnu kastað fyrir borð,“ segir Halldór. Formenn stjórnarandstöðuflokk- anna á Alþingi segjast styðja aðgerðir ríkisstjórnarinnar ef í hart fari gagn- vart Norðmönnum vegna síldveiða við Svalbarða. Formenn Samfylking- arinnar og Frjálslynda flokksins segja að íslensk stjórnvöld hafi átt að vera búin að útkljá málið fyrr. „Svo getur farið að átök verði á milli þjóðanna og þá er ekkert annað í stöðunni en að fá úr þessu skorið með dómi,“ segir Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að Íslend- ingar séu aðilar að Svalbarðasamn- ingnum og hafi þess vegna fullan rétt til að athafna sig á svæðinu. Það sé „algerlega óþolandi og fráleitt“ ef að Norðmenn hyggist beita ofbeldi til að taka íslensk síldveiðiskip á löglegum veiðum að hans mati. „Því gleður það mig að ríkisstjórnin hafi loksins tekið á sig rögg og ákveð- ið að sýna Norðmönnum fulla hörku. Ég styð íslensku ríkisstjórnina full- komlega ef hún grípur til þess ráðs að kæra Norðmenn til Alþjóða dómstóls- ins í Haag, ef þeir gerast svo ósvífnir að reyna að beita valdi gagnvart ís- lenskum síldveiðiskipum. Ég efast þó um að þeir leggi í það,“ segir Össur. Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, segir að það sé allt í lagi að ýta við Norðmönnum í þessum efn- um, líkt og gert hafi verið á dögum Smugudeilunnar. Það sé eðlilegt að Íslendingar fái sanngjarna hlutdeild við nýtingu þessara auðlinda. Gagnkvæmur vilji til nýrra síldarsamninga Íslensk stjórnvöld reiðubúin að stefna Noregi vegna síldveiða við Svalbarða VERNDARSVÆÐIÐ svonefnda við Svalbarða heyrir í raun ekki undir norska lögsögu og norsk lög gilda ekki innan 200 mílna lögsögu Sval- barða. Þar gildir þess í stað samn- ingur, sem þær þjóðir sem mestra hagsmuna hafa þar átt að gæta, komu sér saman um fyrir mörgum áratugum. Verndarsvæðið  Norðmenn/10

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.