Morgunblaðið - 10.05.2003, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 10.05.2003, Qupperneq 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ KJÖRDAGUR Kosningabaráttunni fyrir þing- kosningarnar í dag lauk formlega í gærkvöldi með sjónvarpskapp- ræðum flokksleiðtoganna í Alþing- ishúsinu við Austurvöll. Í dag eiga rúmlega 211 þúsund kjósendur rétt á að kjósa nýtt Alþingi. Kjörstöðum verður lokað kl. 22 í kvöld og verða fyrstu tölur væntanlega birtar fljót- lega upp úr því. Síldarstríð við Norðmenn? Norskir fjölmiðlar telja síldarstríð í uppsiglingu milli Íslands og Nor- egs í kjölfar yfirlýsinga Davíð Odds- sonar, forsætisráðherra, og Árna M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, þess efnis að Íslendingar telji sér fyllilega heimilt að veiða síld innan verndarsvæðisins við Svalbarða og jafnframt að Íslendingar myndu fara með málið fyrir alþjóðlega dóm- stóla reyndu Norðmenn að koma í veg fyrir veiðar íslenzkra skipa þar. Hækka megi auðlindagjald Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í sjón- varpskappræðum leiðtoga stjórn- málaflokkanna í gærkvöld, að hann teldi koma til greina að hækka auð- lindagjaldið ef fyrir lægi að sjávar- útvegurinn bæri slíka hækkun. Bush boðar fríverzlun George W. Bush Bandaríkja- forseti kynnti í gær tillögu um að stofnað yrði til sameiginlegs frí- verzlunarsvæðis Bandaríkjanna og Mið-Austurlanda á næstu 10 árum. Tilgangur tillögunnar er fyrst og fremst að gefa samvinnufúsum arabaþjóðum fyrirheit um betri tíð og að skapa betri forsendur fyrir friði í heimshlutanum. HABL í rénun? Kínverskir stjórnarerindrekar sögðu í gær að svo virtist sem bráða- lungnabólgufaraldurinn HABL væri í rénun í Peking. Talsmaður Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, sagði þó að enn væri of snemmt að draga þá ályktun að far- aldurinn hefði náð hámarki. L a u g a r d a g u r 10. Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Umræðan 42/63 Viðskipti 13/14 Viðhorf 48 Erlent 18/20 Minningar 64/66 Höfuðborgin 24 Kirkjustarf 67/69 Akureyri 26/28 Myndasögur 74 Suðurnes 28 Bréf 74/75 Landið 31 Dagbók 76/77 Árborg 32 Íþróttir 76/77 Listir 33/35 Leikhús 80 Menntun 36 Fólk 80/85 Neytendur 38 Bíó 82/85 Heilsa 40 Ljósvakamiðlar 86 Forystugrein 44 Veður 87 * * * HALLDÓR Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í sjón- varpskappræðum leiðtoga stjórn- málaflokkanna, að hann teldi koma til greina að hækka auðlindagjaldið ef fyrir lægi að sjávarútvegurinn bæri slíka hækkun. „Ég hef alltaf verið að vona það að allar breyt- ingar sem gerðar eru, til dæmis eins og [veiði]gjaldið myndi leiða af sér meiri sátt,“ sagði Halldór. Spurt var hvort hann vildi hækka gjaldið og Halldór svaraði: „Það má vel vera, það má hækka gjaldið ef sjávarútvegurinn getur greitt það, án þess að það hafi veruleg áhrif á gengið. Það má líka auka veiðiskylduna, ég tel að það sé sjálfsagt að auka veiðiskylduna.“ Í máli Halldórs kom einnig fram að auka mætti þær heimildir sem ráð- stafað væri sem byggðakvóta. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, talsmaður Samfylkingarinnar, sagði Samfylkinguna styðja kvóta- kerfið, hins vegar væri spurning um það hvernig kvótum væri út- hlutað. Það væri stefna flokksins að kvótar færu á markað og yrðu boðnir út. Hún sagði þá sem fyrir væru í kerfinu og hefðu keypt kvóta hugsanlega fá einhverjar bætur til baka fyrir fyrndar afla- heimildir en aldrei nema að hluta. „Það hefur jafnvel verið talað um það að í byrjun verði mönnum bætt þetta upp með einhverjum hætti. Það er alveg hægt að gera þetta. Það er hægt að greiða mönnum að einhverjum hluta fyrir það sem þeir fara á mis við. … Það er alveg hægt að nýta hluta af þessum fjár- munum og þeir fá þá aldrei nema hluta af því til baka.“ Yrði að skerða lífeyrisgreiðslur Davíð Oddsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, sagðist óttast af- leiðingar þess að farin yrði fyrn- ingarleið. Sjávarútvegsfyrirtæki gætu lent í því að allur kvóti yrði tekinn af þeim á tíu árum en þau sætu eftir með skuldirnar og eignamyndun í fyrirtækjunum hyrfi. „Það er rétt sem menn segja að á fyrsta degi sem slíkt kerfi er sett í gang þá hverfur markaðshæfi hlutabréfanna í viðkomandi fyrir- tæki. Því brautin er lögð, hún ligg- ur fyrir. Hvað verður þá um lífeyr- issjóðina sem eiga stórkostlega hluti í þessum fyrirtækjum? Það þarf þá væntanlega að skerða allar greiðslur til lífeyrisþeganna. Og hvað verður um byggðirnar? Þetta er glórulaus hugmynd,“ sagði Dav- íð. Guðjón Arnar Kristjánsson, for- maður Frjálslynda flokksins, sagði „ömurlegt að upplifa“ að sjávarút- vegsfyrirtæki sem hefðu fengið gjafakvóta væru allt að því að hóta fólki sínu á síðustu dögum kosn- ingabaráttunnar. „Mér finnst þetta lúaleg vinnubrögð,“ sagði Guðjón. Stjórnarandstaðan vinnur ekki saman Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, gagnrýndi Sam- fylkinguna ítrekað. „Mér sárnar og þá væntanlega einnig félögum okk- ar í Frjálslynda flokknum áróður Samfylkingarinnar nú á síðustu dögum um að eina leiðin til að fella ríkisstjórnina sé að kjósa Samfylk- inguna. Eins og að atkvæði greidd okkur og Frjálslynda flokknum verði ekki talin með annað kvöld. Ég hef ekki séð neina tilkynningu um það frá yfirkjörstjórn, Ingi- björg Sólrún. Samt segið þið þetta og ykkar forystufólk og reynið að hræða yfir til ykkar fylgi frá fé- lögum ykkar í stjórnarandstöðunni. Þetta er nú ekki uppbyggilegt og við vinnum ekki sameiginlega sem heild,“ sagði Steingrímur. Hann var eini leiðtoginn sem kvað upp úr með æskilegt stjórn- armynstur, sagði að stjórnarand- staðan ætti að taka við ef rík- isstjórnin félli og hét því að viðlögðum drengskap að leggja sitt af mörkum til að mynda vinstri stjórn. Halldór Ásgrímsson í sjónvarpskappræðum leiðtoga stjórnmálaflokkanna Hækka má auð- lindagjald ef út- gerðin þolir það GUNNAR Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðu- neytisins, segist hafa átt ágætt og vinsamlegt samtal við Alex- ander Rannikh, sendiherra Rússlands á Íslandi, vegna flugs tveggja rússneskra herflugvéla innan íslenska loftvarnarsvæð- isins í lok apríl án þess að til- kynna sig til íslenskra stjórn- valda. Að sögn Gunnars lofaði sendi- herrann því að haft yrði betra samráð um hluti sem þessa í framtíðinni. „Ég átti ágætt samtal við rússneska sendiherrann og hann ætlaði að koma því til skila til rússneskra stjórnvalda að næst þegar þeir ættu eitthvert erindi inn á íslenska loftvarn- arsvæðið myndu þeir gera okk- ur viðvart, ekki síst vegna þess að það er öryggisatriði fyrir okkur að flugstjórnaryfirvöld viti með góðum fyrirvara hvar vélar eru á ferli.“ Engin skýring fékkst á tilgangi flugsins Aðspurður segir Gunnar að sendiherrann hefði ekki fengið neinar skýringar á því í hvaða erindagjörðum vélarnar tvær voru. Rússnesku vélarnar eru svo- kallaðir „Birnir“ og voru á loft- varnarsvæðinu í 25 mínútur. Ráðuneytið ræddi við sendiherra Rússa Samráð verði betra í framtíðinni HÚSRÁÐANDI í íbúð við Bárugötu sem vaknaði upp við að innbrotsþjóf- ur var kominn inn í íbúðina í gær- morgun, bað hann vinsamlegast að hafa sig á brott og bauð honum bjór í nesti. Það þáði innbrotsþjófurinn með þökkum og hafði sig á brott. Að sögn lögreglu var tilkynnt um innbrot og innbrotstilraunir við Bárugötu og að maður væri að hnupla úr bílum við Stýrimannastíg. Stuttu síðar stöðvaði lögregla rúm- lega þrítugan mann og tæplega tví- tuga konu á bifreið skammt frá. Þýfi var í bílnum og voru þau bæði hand- tekin. Síðdegis var ákveðið að mað- urinn hæfi afplánun á fjögurra mán- aða fangelsisdómi á Litla-Hrauni. Konunni var sleppt. Innbrotsþjóf- urinn þáði bjór og fór KARLMAÐUR á fimmtugsaldri hlaut bak- og fótmeiðsl er hann datt úr stiga á hafnarsvæðinu á Húsavík í gær. Var hann fluttur á sjúkrahúsið á Húsavík til aðhlynningar. Maður- inn var að fúaverja hús þegar stiginn rann undan honum og er talið að fall- ið hafi verið um 4 metrar. Maður datt úr stiga ♦ ♦ ♦ OLÍUFLUTNINGABÍLL valt í beygju á Brautarholtsvegi á Kjalar- nesi síðdegis í gær. Um 3.500 lítrar af gasolíu voru í tankinum og lak olían ekki út þrátt fyrir óhappið. Ökumann bílsins sakaði ekki. Sam- kvæmt upplýsingum lögreglunnar í Reykjavík var olíunni dælt af bíln- um og hann síðan réttur við. Var hann óökufær eftir veltuna og varð að setja hann upp á stóran vörubíls- pall til að komast frá vettvangi. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Olíuflutningabíll valt á Kjalarnesi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.