Morgunblaðið - 10.05.2003, Page 6

Morgunblaðið - 10.05.2003, Page 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ SKOÐANAKANNANIR fyrir kosningarnar 1999 sýndu bæði Sjálfstæðisflokkinn og Samfylk- inguna með meira fylgi en flokk- arnir fengu síðan í kosningunum. Friðrik H. Jónsson, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar, segir að þó að Sjálfstæðisflokkurinn hafi oftast nær fengið meira fylgi í könnunum en kosningum sé óvar- legt að fullyrða að þannig verði einnig nú. Landslagið sé talsvert breytt og kosningabaráttan harð- ari nú en oft áður. Sjálfstæðis- flokkurinn mældist t.d. með heldur minna fylgi í könnunum fyrir kosningarnar 1995 en hann fékk í kosningunum. „Það eina sem hægt er að full- yrða er að þetta verða spennandi kosningar,“ sagði Friðrik. Þrátt fyrir margar kannanir væri tals- verð óvissa um hvort ríkisstjórnin héldi velli. Nokkur munur er á niðurstöðu þeirra skoðanakannana sem gerð- ar hafa verið síðustu daga. Friðrik sagði að þessar kannanir væru gerðar með tveimur ólíkum aðferð- um. Annars vegar væri notast við tilviljanaúrtak úr þjóðskrá og hins vegar væri stuðst við símaskrána. Hann sagðist ekki telja að aðferð- irnar hefðu áhrif á niðurstöðurnar, a.m.k. ekki þegar úrtakið væri stórt líkt og var í þeim könnunum sem birtar voru í gær. Fimm kannanir voru birtar í gær. Morgunblaðið birti könnun sem Félagsvísindastofnun gerði 5.–7. maí. DV gerði könnun 7.–8. maí. Úrtakið var 2.500 manns, en svarhlutfall er ekki gefið upp. 26,2% sögðust óákveðnir eða neit- uðu að svara. Fréttablaðið gerði könnun 7.–8. maí. Úrtakið var 3.000 manns og svarhlutfall var 91%. 17,5% sögðust óákveðnir eða svöruðu ekki. IBM gerði skoðana- könnun fyrir Stöð tvö 5.–8. maí. Úrtakið var 3.500 manns. Þá birti Ríkisútvarpið í gær nýja könnun frá Gallup sem gerð var 8.–9. maí. Úrtakið var 1.600 manns og svar- hlutfall rúmlega 70%. Tæplega 82% gaf upp hvað þeir ætluðu að kjósa. Í öllum þessum könnunum halda ríkisstjórnarflokkarnir meirihluta sínum. Sveiflur á fylgi Samkvæmt skoðanakönnunum var fylgi Framsóknarflokksins komið niður fyrir 10% í upphafi kosningabaráttunnar. Stuðningur við flokkinn hefur verið að aukast og í þessari viku hefur það mælst 12,7–18,5%. Flokkurinn fékk 18,4% í síðustu kosningum. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í kosningabaráttunni hefur einnig verið undir kjörfylgi flokksins í síðustu kosningum, en þá fékk hann 40,7% atkvæða. Síðustu vik- una hefur stuðningur við flokkinn mælst 32,7–37,1%. Fylgi Frjálslynda flokksins hef- ur verið nokkuð stöðugt síðustu vikurnar. Kannanir sýndu flokkinn með yfir 10% fylgi í lok apríl, en í þessari viku hefur fylgi flokksins mælst 6,3–9,3%. Frjálslyndi flokk- urinn fékk 4,2% atkvæða í síðustu kosningum. Samfylkingin fékk yfir 40% fylgi í skoðanakönnunum í upphafi kosningabaráttunnar, en kannanir á síðustu vikum gefa til kynna að úr því hafi dregið. Í þessari viku hefur flokkurinn verið að fá 26,1– 33% fylgi í könnunum. Flokkurinn fékk 26,8% í síðustu kosningum. Fylgi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hefur lítið breyst í kosningabaráttunni og virðist vera svipað og flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Í þessari viku hefur fylgi VG verið á bilinu 6,9– 10,1%, en flokkurinn fékk 9,1% í kosningunum. Nýtt afl hefur verið að fá um 1% stuðning í skoðanakönnunum og T- listinn, sem býður fram í Suður- kjördæmi, hefur verið að fá innan við 1% á landsvísu. Sjálfstæðisflokkur og Sam- fylking mældust of hátt 1999 Athyglisvert er að bera nýjustu skoðanakannanir saman við skoð- anakannanir sem gerðar voru síð- ustu vikuna fyrir kosningarnar 1999. Kannanir í maí 1999 sýndu Sjálfstæðisflokkinn með nokkuð meira fylgi en núna og Frjálslynda flokkinn með talsvert minna fylgi en nú. Munurinn er marktækur. Kannanir í lok kosningabarátt- unnar 1999 sýndu meira fylgi við Sjálfstæðisflokkinn og Samfylk- inguna en flokkarnir fengu í kosn- ingunum. Stuðningur við Sjálfstæðisflokk- inn mældist 41,9–43,1% í sex könn- unum sem gerðar voru í maí, en í einni könnun fékk flokkurinn 40,8%. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 40,7% í kosningunum. Samfylking- in fékk 27,1–28,9% fylgi í sex könnunum, en ein sýndi hann með 25,2% fylgi. Flokkurinn fékk 26,8% í kosningunum. Betur gekk að endurspegla fylgi Framsóknarflokksins í könnunum. Flokkurinn fékk 17,3–19% fylgi í sex könnunum í maí 1999, en 21,2% fylgi í einni könnun. Flokk- urinn fékk 18,4% fylgi í kosning- unum. VG og Frjálslyndi flokkurinn mældust hins vegar með minna fylgi í könnunum en þeir fengu síðan í kosningunum sjálfum. VG mældist með 7,5–8,7% fylgi en fékk 9,1% í kosningunum. Frjáls- lyndir mældust með 2,7–3,4% fylgi, en fengu 4,2% fylgi í kosn- ingunum. Stjórnarflokkarnir mælast með meirihluta                                                                ! "    #" $% &'                    !" # $!!  # % &&&' #   #                       !  "#  ()*+ ,)-+ )-+ (),+ .)+ .)+ .)-+ ,)+ -)+ *)-+ .)+ *)+ .)+ *)*+ -)+ )-+ ,)-+ ,)(+ *)+ ()+ )+ -).+ ()*+ -)(+ ()+ )+ .)+ .)(+ .).+ )-+ (),+ )+ )*+ ).+ ),+ )-+ )+ )+ ()+ ()*+ -)+ .)+ ()+ ()+ -)+ ' )*+ )*+ )+ )+ ).+ )-+ )+ )(+ ' )*+ )+ ' )(+ )+ )*+ )+ )+                                        „EF ALLT gengur samkvæmt áætlun næ ég á tindinn á þriðju- dag,“ sagði Anna Svavarsdóttir fjallgöngukona er Morgunblaðið ræddi við hana í gervihnattasíma úr grunnbúðum fjallsins Cho Oyo í 5.600 metra hæð. Anna stefnir á að ganga á tind fjallsins sem er 8.201 metra hár og takist henni það setur hún nýtt hæðarmet ís- lenskra kvenna í fjallgöngu. Hún segist nýkomin úr fjögurra daga ferð hátt upp hlíðar Labchi Kang (7.367 metrar). Þegar hún var komin í 6.400 metra hæð fann hún verulega fyrir hæðarveiki og ákvað að halda þar kyrru fyrir meðan félagar hennar reyndu við tindinn. „Ég varð dálítið veik en það er eðlilegt, allir verða eitt- hvað veikir þegar líkaminn er að venjast hæðinni.“ Hún segir að þau hafi verið fjögur saman í ferðinni en einn hafi hætt við og þau því þrjú eftir. „Félaga minn, sem er Ástrali, kól á fótunum í ferðinni og þurfti að snúa heim, en ég vona þó að hann haldi tánum,“ sagði Anna og bað fyrir kveðjur heim. Fjallgöngukonan Anna Svavarsdóttir reynir við nýtt hæðarmet í Tíbet Stefnir á að ná tind- inum á þriðjudag Anna Svavarsdóttir með Everest í baksýn. Myndin var tekin í október 2001 en þá var Anna í leiðangri sem varð að hverfa frá því að klífa Pumori. KOSNINGAHANDBÓK Morgunblaðsins, sem fylgdi blaðinu í gær, er jafnframt að- gengileg á fréttavef blaðsins, mbl.is. Handbókina er að finna í hægri dálki vefjarins, undir hausnum „upplýsingar“. Kosningahandbókin er á svo- kölluðu PDF-sniði og þarf for- ritið Acrobat Reader til að hlaða henni niður, en það fæst ókeypis á Netinu. Í kosningahandbókinni eru upplýsingar um alla lista í framboði, mannfjölda á kjör- skrá í einstökum kjördæmum, fylgi flokka í kosningum und- anfarna sjö áratugi og um nýju kjördæmaskipanina. Þá eru í handbókinni töflur, sem lesend- ur geta notað til að skrá hjá sér tölur á kosninganótt. Á FRÉTTAVEF Morgun- blaðsins mbl.is verður kosn- ingavakt starfandi alla kosn- inganóttina sem mun fylgjast með talningu atkvæða og birta tölur jafnskjótt og þær berast. Úrslit verða sett upp á myndrænu formi auk þess sem leitast verður við að fá viðbrögð við nýjustu tölum frá frambjóðendum og stjórn- málaspekingum. Hópur blaða- manna mun standa vaktina fram eftir nóttu uns úrslit verða ljós í öllum kjördæmum landsins. Otaði hnífi að afgreiðslu- stúlkum Kosninga- handbókin á mbl.is Úrslit á myndrænu formi Kosningavakt á mbl.is uns úrslit verða ljós EKIÐ var á sex ára dreng á reiðhjóli í Hafnarfirði um átta- leytið í gærkvöldi. Atvikið átti sér stað á Hverfisgötu við Mjó- sund og að sögn lögreglunnar er talið að drengurinn hafi hjól- að í veg fyrir fólksbifreið sem þarna var á ferð. Var hann fluttur á slysadeild Landspítal- ans í Fossvogi en samkvæmt upplýsingum vakthafandi læknis hlaut drengurinn ekki alvarleg meiðsl. Lögreglan segir drenginn ekki hafa verið með hjálm og vill brýna fólk til að nota jafn mikilvægt öryggistæki. Ekið á dreng á reiðhjóli LÖGREGLAN í Reykjavík leitar nú að manni sem rændi peningum og frelsis-símakort- um úr Bónusvídeói við Klepps- veg síðdegis í gær. Ræninginn var með svarta lambhúshettu og otaði hníf að tveimur af- greiðslukonum. Afgreiðslukona í vídeóleig- unni sem Morgunblaðið ræddi við í gær sagði að ræninginn hafi ekki verið æstur en greini- lega taugaóstyrkur. „Hann kom inn, otaði að okkur hnífn- um og bað okkur um að opna kassann og vinkona mín sem var að vinna með mér opnaði kassann. Síðan bað hann um öll símakortin og ég rétti honum þau og svo fór hann út,“ hún. Henni brá að vonum illilega og titraði öll af geðshræringu. Um leið og ræninginn fór út hringdu þær á lögreglu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.