Morgunblaðið - 10.05.2003, Page 8
FRÉTTIR
8 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Hann byrjaði að snúast þegar farið var að birta þessar skoðanakannanir daglega og síðan
hefur hann bara verið eins og skopparakringla, læknir.
Flórgoðadagurinn á Ástjörn
Hangir þarna
á bláþræði
HINN árlegi Flór-goðadagur verðurhaldinn við
Ástjörn við Hafnarfjörð á
morgun, sunnudag, milli
klukkan 13.30 og 15. Á
staðnum verða reyndir
fuglaskoðarar með kraft-
mikla sjónauka sem upp-
lýsa munu gesti um leynd-
ardóma flórgoðans, sem
hefur orpið við Ástjörn um
árabil, og er að ýmsu leyti
sérkennilegur fugl, fremur
fáséður nema við Mývatn,
og auk þess fuglategund
sem ekki er sérlega vel
kynnt eða þekkt. Flórgoð-
inn á í vök að verjast, sem
og lífríki Ástjarnar allt og
því mikilsvert að mati
þeirra sem standa að Flór-
goðadeginum að kynna
fyrir fólki flórgoðann og lífríki
Ástjarnar. Morgunblaðið ræddi
við Ólaf Torfason verkstjóra sem
hefur frá upphafi verið í forsvari
fyrir Flórgoðadaginn.
– Hvenær var byrjað með Flór-
goðadaginn?
„Það var árið 1993 og algerlega
að frumkvæði Fuglaverndar-
félagsins. Umhverfisnefnd Hafn-
arfjarðar hefur einnig komið að
deginum, en síðustu árin hefur
Flórgoðadagurinn að heita má
verið algerlega á framfæri mínu
og Hallgríms Gunnarssonar. Efnt
var til Flórgoðadagsins á sínum
tíma, því fuglinum var að fækka
mjög mikið og Ástjörn var nánast
eini þekkti varpstaðurinn allt frá
Klaustri til Snæfellsness. Það var
mjög heppilegt að hafa varpstað
svona alveg við bæjardyrnar og
Fuglaverndarfélagið var mikið á
þessum tíma að reyna að koma á
fót uppákomum um fugla al-
mennt.“
– Er mikið af flórgoða þarna?
„Flórgoðinn er ekki algengur
fugl á Íslandi utan að á Mývatni
eru nokkur hundruð pör og víða á
norðausturhorninu er talsvert af
flórgoða á víð og dreif. Hann er
ekki algengur annars staðar, en
við Ástjörn hefur hann haldið
velli. Við höfum séð allt að 17 fugla
á Ástjörn á Flórgoðadegi, en í
fyrra aðeins sex fugla og síðasta
sumar var aðeins eitt hreiður. Yf-
irleitt hafa verið 4–5 hreiður í sef-
inu við Ástjörn. Flórgoðinn hangir
því þarna á bláþræði.“
– Hvers vegna?
„Umgengni við Ástjörn hefur
verið slæm eftir að byggðin fór að
þrengja að henni. Það er ekki bara
flórgoðinn, hettumáfsvarp upp á
300 hreiður flaug bara upp í loft
og flutti sig og 200 til 300 kríupör
flugu bara burt af eggjum eitt vor-
ið. Örfá pör hafa setið eftir, en
hafa ekki haft erindi sem erfiði.
Mófuglavarp hefur einnig látið
stórlega á sjá. Þetta byrjaði á því
að minkaleit mistókst eitt vorið og
auk þess eru mikil brögð að því að
reglur um hunda- og kattahald
eru ekki virtar. Kettir laumast inn
á svæðið og taka sinn toll, hunda-
eigendur sleppa þeim
lausum þótt slíkt sé
bannað og því miður
senda sumir þeirra eft-
irlitsmönnum tóninn.
Hræðsla fugla við fer-
fætlinga er vel þekkt.
Þeir bara forða sér,
auk þess sem þessi dýr drepa
unga og skemma hreiður.“
– Er allt fuglalíf þarna sum sé í
hættu?
„Ég er ofboðslega hræddur um
þessa einstöku náttúruperlu og ég
er hræddur um að eftir nokkurár,
kannski 5 til 10 ár, þá verði
Ástjörn einskis virði og þá hafa
þeir aðilar sem vilja bara byggja
þarna um allt unnið sigur.“
– Hvað er annars að segja um
flórgoðastofninn?
„Fyrir nokkrum árum snar-
fækkaði flórgoða eins og ég gat
um áðan og þá var Ástjörn lengi
vel eini varpstaðurinn á stóru
svæði. Allra síðustu árin hefur
stofninn hins vegar verið í góðri
uppsveiflu og fjölgun hefur verið
stöðug. Flórgoðar sjást nú aftur á
vötnum og tjörnum þar sem þeir
hafa ekki sést um árabil. Á
Ástjörn hefur honum samt sem
áður fækkað.“
– Hvers vegna þessar sveiflur?
„Hér ertu að spyrja um þessi ei-
lífðarvísindi líffræðinnar. Vísinda-
menn vita ekki nákvæmlega hvers
vegna flórgoðastofninn fer í gegn-
um þessar sveiflur. Þetta er al-
kunna í dýraríkinu og sveiflur
rjúpnastofnsins eru ugglaust þær
þekktustu meðal almennings.
Hvað flórgoðann varðar, þá er
hann úthafsfugl á veturna svo
varla er skýringarnar þar að
finna. Ef til vill á þetta sínar rætur
í fæðuframboði í sumarkjörlendi
fuglsins. Skýringarnar geta líka
verið ýmsar sem spila saman.“
– Hvernig hefur Flórgoðadag-
urinn lukkast í gegnum tíðina?
„Flórgoðadagurinn hefur notið
vinsælda, enda er flórgoðinn ein-
staklega fallegur og óvenjulegur
fugl. En samt sem áður er þetta
þannig uppákoma að veður ræður
miklu um hvernig tekst til. Við
höfum fengið allt frá 10 og upp í
200 þegar mest var. Tvö síðustu
árin hefur þetta verið
hvað verst, veður verið
slæmt, rok, rigning og
kuldi og þátttakan eftir
því. Fáir hafa komið.
Að þessu sinni lofar
veðurspáin hins vegar
góðu og útlit fyrir að
ekki þurfi að draga fram regngall-
ana. Við erum því bjartsýnir á að
vel takist til að þessu sinni.“
– Hvar við tjörnina verðið þið
með græjurnar, finnur fólkið ykk-
ur?
„Við verðum við tjörnina norð-
anverða. Þetta er ekki stórt
svæði.“
Ólafur Torfason
Ólafur Torfason er verkstjóri
skipaafgreiðslu Eimskipa í Hafn-
arfjarðarhöfn og hefur verið
„bryggjukarl“ alla ævi eins og
hann kemst að orði. Hann er gift-
ur Helenu Högnadóttur versl-
unarmanni og eiga þau fjögur
börn, Högna, Torfa, Þórdísi og
Patrek Ísak, en þau eru 23, 21, 15
og 11 ára í sömu röð. Ólafur er
alinn upp á Hvaleyrarholtinu og
er fuglaáhugamaður eftir að
hafa nánast alist upp á bökkum
Ástjarnar.
Við höfum
fengið allt frá
10 og upp í
200 þegar
mest var
HIÐ nýja skrifstofuhúsnæði Ístaks aðEngjateigi 7 í
Reykjavík var tekið formlega í notkun s.l. fimmtudag.
Húsið er um 2.800 fermetrar að flatarmáli og skiptist í
þrjár byggingarálmur. Arkís ehf. og KHR AS arkitekt-
ar í Kaupmannahöfn hönnuðu bygginguna í samein-
ingu. Hér sjást þeir viðopnunina, Sören Langvad, frá-
farandi stjórnarformaður Ístaks, og Páll Sigurjónsson
fyrrverandi forstjóri og starfandi stjórnarformaður.
Að baki þeirra má sjá Loft Árnason, sem tekið hefur
við starfi forstjóra af Páli.
Morgunblaðið/Arnaldur
Nýtt húsnæði Ístaks tekið í notkun
HÆSTIRÉTTUR dæmdi á fimmtu-
dag 27 ára karlmann í 18 mánaða
fangelsi þar af 15 mánuði skilorðs-
bundið fyrir kynferðisbrot gegn
tveimur barnungum stúlkum á árun-
um 1992 til 1996.
Yngri stúlkan var sjö ára þegar of-
beldið hófst og stóð það yfir í nokkra
mánuði. Sú eldri var tíu ára en of-
beldið gegn henni stóð yfir í um fjög-
ur ár. Maðurinn var einnig ákærður
fyrir kynferðisbrot gegn fimm ára
stúlku en sýknaður af refsikröfu
vegna fyrningar. Hann var hins veg-
ar dæmdur til að greiða henni 200
þúsund krónur í miskabætur og hin-
um stúlkunum annars vegar 500 þús-
und og hins vegar 700 þúsund krón-
ur í bætur.
Varð fyrir alvarlegu áfalli
Fyrir Hæstarétt var lagt sálfræði-
vottorð vegna elstu stúlkunnar, þar
sem komist var að þeirri niðurstöðu
að hún hefði orðið fyrir alvarlegu
áfalli vegna þess kynferðislega of-
beldi sem hún mátti þola af hálfu
ákærða.
Málið dæmdu hæstaréttardómar-
arni Guðrún Erlendsdóttir, Garðar
Gíslason, Haraldur Henrysson,
Hrafn Bragason og Pétur Kr. Haf-
stein.Verjandi ákærða var Vilhjálm-
ur Þórhallsson hrl. Málið sótti Sig-
ríður Jósefsdóttir saksóknari hjá
ríkissaksóknara.
Dæmdur í 18 mánaða
fangelsi fyrir kynferðisbrot