Morgunblaðið - 10.05.2003, Page 26

Morgunblaðið - 10.05.2003, Page 26
AKUREYRI 26 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Kúluís Grillaður pylsur og svínarif Tveir hoppukastalar Ökuferð í Gamla Ford Kaffihlaðborð allan daginn Fjölskyldan verður í fyrirrúmi í kosningamiðstöðinni Suðurlandsbraut 34 í dag milli kl. 14:00-18:00 Verið velkomin á fjölskylduhátíð Framsóknarflokksins í Reykjavík þar sem boðið verður upp á veitingar og fjölbreytta skemmtun. Fjölskylduhátíð Reykvíkinga í dag Kosningamiðstöðin Suðurlandsbraut og hverfaskrifstofurnar í Mjódd og Spöng eru opnar frá kl 9:00 til 22:00. Heitt á könnunni allan daginn. Fjölskyldan í fyrirrúmi á kjördag Hverfisskrifstofan í Mjódd Grand Hótel við Sigtún FIMM umsóknir bárust um stöðu skólastjóra Giljaskóla á Akureyri en stefnt er að því að ráða í stöðuna fljótlega. Um- sækjendur eru: Jón Baldvin Hannesson Akureyri, Ágúst Frímann Jakobsson Akureyri, Bjarni Guðmundsson Hafra- lækjarskóla, Ragnheiður Gunnbjörnsdóttir Eyjafjarðar- sveit og Sigfús Aðalsteinsson Akureyri. Skólastjóri Giljaskóla Fimm um- sækjendur KIRKJULISTAVIKA hefst í Ak- ureyrarkirkju á morgun, sunnudag- inn 11. maí, en þetta er í áttunda sinn sem efnt er til slíkrar viku í kirkjunni að sögn Björns Steinars Sólbergssonar formanns Listvina- félags Akureyrarkirkju. Hátíðin verður formlega sett við fjölskyldu- messu sem hefst kl. 11 á morgun. „Við bjóðum upp á vandaða og metnaðarfulla dagskrá á Kirkju- listaviku,“ sagði Björn Steinar, en hápunktinn segir hann vissulega há- tíðartónleika Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands á morgun, sunnudag þar sem flutt verður Requiem eftir Verdi með góðum liðsstyrk fjölda kóra og einsöngvara. „Þetta er við- burður sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara,“ sagði Björn Steinar en tónleikarnir hefjast kl. 16 í Íþróttahöllinni. „Á Kirkjulistaviku leggjum við áherslu á að tengja saman trú og listir, efla listastarfsemi sem og tengja hana trúnni. Það hefur gefist vel og við höfum notið mikils vel- vilja meðal menningarstofnana í bænum sem allar hafa með ein- hverjum hætti tekið þátt og einkum og sér í lagi hefur samstarfið við Sinfóníuhljómsveit Norðurlands borið ríkulegan ávöxt,“ sagði Björn Steinar. Meðal viðburða á Kirkjulistaviku má auk hátíðartónleikanna geta sýningarinnar „Myndir úr Maríu sögu“, sem opnuð verður í Safn- aðarheimili Akureyrarkirkju að lok- inni fjölskylduguðsþjónustu á morg- un. Þar sýnir Elsa E. Guðjónsdóttir útsaumsmyndir en á mánudag flyt- ur hún erindi um Maríumyndir í ís- lenskum útsaumi fyrri alda. Sýn- ingin er haldin í samvinnu við Minjasafnið á Akureyri. Vortónleikar Unglingakórs Akur- eyrarkirkju verða næsta laugardag, 17. maí, og hátíðarguðsþjónusta í kirkjunni þar sem Sigurbjörn Ein- arsson biskup predikar verður á sunnudag, 18. maí. Kirkjulistavika er haldin annað hvert ár og var sú fyrsta árið 1989, en hitt árið er Kirkjuvika sem Pétur Sigurgeirsson biskup fyrrverandi sóknarprestur í Akureyrarkirkju var upphafsmaður að. Kirkjulistavika haldin í Akureyrarkirkju í áttunda sinn Metnaðarfull dagskrá

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.