Morgunblaðið - 10.05.2003, Side 27

Morgunblaðið - 10.05.2003, Side 27
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2003 27 FRAMSÓKNARFLOKKURINN Hringdu í síma 533 4343 og hjálpfúsir bílstjórar okkar aðstoða þig við að komast til og frá kjörstað. Vantar þig akstur á kjörstað? Kosningavaka framsóknarmanna í Reykjavík verður haldin á Grand Hótel við Sigtún. Hátíðin hefst kl. 21:00 og stendur fram eftir nóttu. Kosningasjónvarp RÚV og Stöðvar 2 verður sýnt á tveimur risaskjám. Komið og fylgist með spennandi kosningum í góðum félagsskap. Allir velkomnir frá kl. 21:00 Reykvíkinga á Grand Hótel Kosningavaka Framsóknarflokksins í Reykjavík er: 533 4343 Upplýsingasími Kosningamiðstöðin Suðurlandsbraut Hverfisskrifstofan Spönginni JÓN Már Héðinsson hefur verið skipaður næsti skólameistari við Menntaskólann á Ak- ureyri en menntamálaráðherra, Tómas Ingi Olrich, tilkynnti um það á Sal skólans í gær- morgun. Sjö sóttu um stöðuna, en skólanefnd mælti einróma með því að Jóni Má Héðinssyni yrði veitt embættið. Jón Már er fæddur á Petreksfirði árið 1953, hann varð stúdent frá MA árið 1974 og lauk BA-prófi í íslensku frá Háskóla Íslands. Hann lauk MBA-námi í stjórnun, rekstri og stefnu- mótun við háskóla í Chicago í Bandaríkjunum. Jón Már var keppnismaður í íþróttum, m.a. í körfubolta. Hann hefur frá árinu 1980 verið ís- lenskukennari við MA, áfangastjóri skólans og frá árinu 1996 aðstoðarskólameistri. Jón Már tekur við embættinu 1. ágúst næst- komandi af Tryggva Gíslasyni sem verið hefur við stjórnvölinn í MA í þrjá áratugi. Mennta- málaráðherra þakkaði Tryggva langt og giftu- drjúgt starf að því er segir á heimasíðu skólans og tilkynnti að hann hefði gert samkomulag við Tryggva um að vinna að söfnun til fram- halds Sögu MA í tvö ár nú að loknu starfi skólameistara. Eiginkona Jóns Más er Rósa Sigursveins- dóttir lyfjafræðingur og eiga þau 2 uppkomin börn. Morgunblaðið/Dagsljós-Birkir Tryggvi Gíslason, fráfarandi skólameistari, t.v., Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra, Jón Már Héðinsson, nýráðinn skólameistari, og Úlfar Hauksson, formaður skólanefndar MA. Jón Már næsti skólameistari MA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.