Morgunblaðið - 10.05.2003, Blaðsíða 35
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2003 35
SIGURÐUR Þórir Sigurðsson
myndlistarmaður er með málverka-
sýningu í félags- og þjónustumið-
stöðinni Vesturgötu 7.
Sýningin er opin á afgreiðslutíma
þjónustumiðstöðvarinnar frá kl. 9–
16:30 alla virka daga. Sýningin
stendur til föstudagsins 30. maí.
Málverk á
Vesturgötu
SÝNINGIN Inn og út um gluggann:
Ísland, Grænland og Færeyjar
skoða hvert annað verður opnuð í
Listasafninu á Akureyri í dag kl.
15. Á sama tíma verður einnig opn-
uð ljósmyndasýningin Úr útnorðr-
inu eftir Ragnar Th. Sigurðsson.
Útnorðrið eða Vestnorden-
svæðið tekur m.a. til Grænlands,
Færeyja og Íslands og hafa þjóðir
landanna aukið samstarf sitt á
margan hátt, m.a. með vaxandi
menningarsamstarfi og aukinni
ferðaþjónustu.
Myndefni 48 ljósmynda Ragnars
Th. Sigurðssonar ljósmyndara er
fólk, menning og náttúra landanna
þriggja en texta sýningarbæklings
skrifar Ari Trausti Guðmundsson,
rithöfundur og jarðeðlisfræðingur.
Myndirnar eru allar úr ferðum
þeirra beggja um norðurheim-
skautssvæðið og útnorðrið og er
þeim komið fyrir í 16 þriggja
mynda röðum þar sem ein mynd frá
hverju landi lýtur að tilteknu þema.
Þeim er ætlað að kynna löndin inn-
byrðis.
Ragnar Th. og Ari Trausti höfðu
frumkvæði að þessari sýningu og
hlutu styrki til hennar frá Sam-
starfsnefnd vestnorrænu höfuð-
borganna og SAMIK (samstarfs-
nefnd um aukin samskipti og
ferðaþjónustu Grænlendinga og Ís-
lendinga).
Myndir á sýningu Ragnars Th. Sigurðssonar á Akureyri.
Myndir úr útnorðr-
inu á Akureyri
Staccato/Lesbók 8
Á
SJÖTTA tug nemenda úr mynd-
listardeild og hönnunardeild
Listaháskóla Íslands taka þátt í
útskriftarsýningu skólans, sem
verður opnuð í dag í Hafnarhús-
inu og er fjölbreytt og metnaðarfull að vanda.
Sýningarstjórar eru úr röðum kennara við
skólann, þau Hekla Dögg Jónsdóttir sem
stýrir uppsetningu á myndlistarhlutanum, og
Steinþór Kári Kárason sem sér um hönn-
unarhlutann auk þess að hafa umsjón með
innsetningum í fordyri og göngum safnsins.
Gengið inn í súlu
Alls útskrifast 28 nemendur úr myndlist-
ardeildinni í vor. Elín Hansdóttir er ein
þeirra, og hefur horft til rýmis safnsins við
gerð síns framlags til sýningarinnar. „Í
Listasafni Reykjavíkur eru gríðarlega stórar
súlur sem halda uppi rýmum hússins. Þær
eru mjög áberandi og kannski truflandi –
þær trufluðu mig að minnsta kosti þegar ég
kom inn og var að finna mér stað. Þannig að
ég ákvað að bæta einni við, ég smíða sem
sagt eftirlíkingu af súlu sem er mjög lík hin-
um. Nema að það er hægt að ganga inn í
þessa súlu, áhorfandinn kemst inn í hana,
getur lokað að sér og upplifað þannig ákveðið
næði,“ segir Elín um verk sitt. Inni í súlunni
eru speglar sem gera það að verkum að
áhorfandinn horfist í augu við sjálfan sig og
segir Elín að hún hafi viljað draga athyglina
að áhorfandanum, frekar er verkinu sjálfu.
„Ég vildi draga athyglina að áhorfandanum
vegna þess að það er hann sem heldur uppi
stofnun eins og Listasafni Reykjavíkur. Það
er nú mergur málsins.“
Maður þarf að vera ákveðinn
Elín lætur vel af því sýningin sé haldin í
Listasafni Reykjavíkur. „En ég tek kannski
smáséns, því ég vinn verkið beint inn í rýmið
og gat ekki byrjað á því fyrr en í síðustu viku.
Það setur okkur auðvitað skorður að geta
ekki unnið frameftir nóttu eins og gert hefur
verið í skólanum hingað til. Við höfum því
þurft að hætta klukkan fimm eins og venju-
legt fólk,“ segir hún og hlær. Aðspurð segist
hún stefna á að halda áfram að lifa lífi mynd-
listarmannsins og iðka myndlist. „Og lifa af
því,“ bætir hún við. „Maður þarf bara að vera
ákveðinn og finna sér leiðir, því það eru mjög
margir möguleikar, sérstaklega á Norður-
löndunum. Ætli ég fari ekki til útlanda – það
er ekki margt sem bíður manns hér á Íslandi,
því miður býður kerfið ekki upp á það. En
vonandi bætir þessi sýning úr því – undir-
strikar mikilvægi menningarinnar hér í
Reykjavík og á Íslandi.“
Svavar Pétur Eysteinsson er einn þeirra
28 nemenda hönnunardeildar skólans sem
verk eiga á útskriftarsýningunni. Lokaverk-
efni hans er borðspil, sem fjallar um rokk-
hljómsveit á tónlistarferðalagi um heiminn.
„Hugmyndin er komin útfrá öðru verki sem
ég ætlaði mér upphaflega að gera, sem var
svolítið tónlistarlegs eðlis en átti kannski
ekki heima í hönnunardeildinni. Þannig að ég
þróaði hugmyndina út í borðspil, þar sem
spilararnir eru hljómsveitarmeðlimir sem
lenda í allskonar uppákomum á tónleikastöð-
unum þar sem þeir spila og þurfa að útkljá
ýmis vandamál sín á milli. Markmiðið er að
safna aðdáendum, og sá meðlimur vinnur
spilið í lokin sem hefur safnað þeim flestum,“
segir Svavar Pétur. Hann segist ekki enn
hafa lagst í markaðshugmyndir varðandi spil-
ið, en spilið sé ætlað flestum. „Hverjum sem
hefur áhuga á góðu rokki.“ Á sýningunni í
Hafnarhúsinu hefur Svavar Pétur sett saman
hljómsveit sem ætlar að spila spilið, en hann
segir gesti á sýningunni einnig geta komið
inn í spilið, sem hefur fjóra þátttakendur.
Svavar Pétur er bjartsýnn á framtíðina,
sem er skipulögð út sumarið en ekki lengra.
„Ég fékk styrk úr Nýsköpunarsjóði náms-
manna til að safna saman íslensku letri og
mun vinna í því þessa þrjá sumarmánuði.
Eftir það tek ég stefnuna á útlönd og að fara
í frekara nám í kjölfarið, og reyna svo bara
að vera hamingjusamur,“ segir hann að síð-
ustu.
Mikilvægur þáttur í listalífinu
Þetta er í fyrsta sinn sem útskriftarsýning
Listaháskólans er haldin í Hafnarhúsinu, en
síðustu ár hafa sýningarnar verið haldnar í
húsnæði skólans í Laugarnesi. Að sögn Ei-
ríks Þorlákssonar, forstöðumanns Listasafns
Reykjavíkur, er stefnt að því að sýningarnar
verði áfram haldnar í safninu. „Þetta er mjög
mikilvægur þáttur í íslensku listalífi á hverju
vori sem þarf verðugan vettvang. Við erum
að leita eftir því að þessi vettvangur geti ver-
ið hér í safninu, árlegur og fastur. Hvort það
yrði alltaf hér í Hafnarhúsinu eða skipt milli
húsa mun tíminn leiða í ljós,“ sagði Eiríkur í
samtali við Morgunblaðið. Hann segist sjá
hag í samstarfinu fyrir báða aðila. „Ég lít
þannig á að bæði Listasafn Reykjavíkur og
Listaháskóli Íslands séu fyrst og fremst
þjónustu- og menntastofnanir í eðli sínu. Við
hér í safninu getum notið þess að eiga í sam-
starfi við skólann um þessar sýningar og boð-
ið okkar gestum upp á þær. Um leið bjóðum
við skólanum faglegt og gott umhverfi til að
setja sýningarnar inn í – ég held að nemend-
urnir læri ekki minna á því að setja sýning-
arnar upp í safni en þeir gera af því að vinna
verkin og sýna í sínum vinnustofum eins og
gert hefur verið hingað til.“
Í tengslum við Vorhátíð Listaháskólans í
Reykjavík, sem útskriftarsýningin er hluti af,
verður dagskrá í safninu daglega með tón-
leikum, leiklestrum og tískusýningum, svo
eitthvað sé nefnt, auk þess sem sýningin Tvö
hús verður sett upp í Smiðjunni við Sölvhóls-
götu á vegum Nemendaleikhúss Listaháskól-
ans. Nánar má lesa um dagskrána á heima-
síðu skólans, www.lhi.is.
Útskriftarsýningin verður opin í dag frá kl.
14–19, en annars verður hún opin alla daga
frá kl. 10–17 til 29. maí. Aðgangur er ókeypis.
Horfst í augu
við sjálfan sig
Morgunblaðið/Sverrir
Útskriftarsýningin er nú í fyrsta sinn haldin í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. „Þetta er
mjög mikilvægur þáttur í íslensku listalífi á hverju vori sem þarf verðugan vettvang. Við erum
að leita eftir því að þessi vettvangur geti verið hér í safninu, árlegur og fastur,“ segir Eiríkur
Þorláksson, forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur. Hann sér hag í samstarfinu fyrir báða.
Borðspil um hljómsveit og
súla með víðtækari skír-
skotun eru meðal lokaverk-
efna sem gefur að líta á út-
skriftarsýningu myndlistar-
og hönnunardeildar Listahá-
skóla Íslands, sem verður
opnuð í Listasafni Reykja-
víkur, Hafnarhúsi, í dag.
Inga María Leifsdóttir
kynnti sér verk tveggja
nemenda deildanna.
Alls sýna 58 nemendur lokaverkefni sín á út-
skriftarsýningu myndlistar- og hönnunar-
deildar Listaháskóla Íslands, sem opnuð verð-
ur í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, í dag.
ingamaria@mbl.is
Á GAGNAGRUNNINUM compos-
ers-classical-music.com er Jólaóra-
torían Barn er oss fætt eftir John
Speight valin
besta verkið sem
útvarpað var á
Jólatónleikum
Evrópusambands
útvarpsstöðva 22.
desember sl.
Flytjendur voru
Mótettukór Hall-
grímskirkju,
Scola cantorum,
einsöngvararnir
Elín Ósk Óskarsdóttir sópran, Guð-
rún Jóhanna Ólafsdóttir alt, Garðar
Thor Cortes tenór og Benedikt Ing-
ólfsson bassi og Kammersveit Hall-
grímskirkju. Hörður Áskelsson
stjórnaði flutningnum. Tónleikunum
var útvarpað gegnum Ríkisútvarpið
til fjölmargra landa Evrópu og til
Bandaríkjanna til milljóna hlust-
enda. Í umsögninni segir:
„Íslenska framlagið til Jólatón-
leika EBU var það langbesta – bæði
tónsmíðin og flutningurinn. Jafnvel
þótt útvarpssambandið frá Íslandi
hafi verið það versta, var framlag Ís-
lands langbest að listrænum gæð-
um.“
Jólaóratoría Johns Speight, Barn
er oss fætt, hreppti Íslensku tónlist-
arverðlaunin fyrr á þessu ári í flokki
sígildrar tónlistar.
Valið besta verkið á
evrópskum jólatónleikum
Morgunblaðið/ÞorkellKórar Hallgrímskirkju, hljómsveit,
stjórnandinn Hörður Áskelsson og
einsöngvararnir Elín Ósk Ósk-
arsdóttir, Guðrún Jóhanna Ólafs-
dóttir, Garðar Thor Cortes og
Benedikt Ingólfsson við æfingar á
Jólaóratoríunni Barn er oss fætt.
John Speight
tónskáld.
Jólaóratorían Barn er oss fætt eftir John Speight