Morgunblaðið - 10.05.2003, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 10.05.2003, Qupperneq 36
MENNTUN 36 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ S M U Stærsti enskumælandi háskólinn í Sviss býður Æðri Diplómu/BA- gráðu/MA- gráðu í: Viðskiptastjórnun  Bankarekstri  Hótelstjórnun Ferðaþjónustu  Viðburðastjórnun Stjórnun heilsulinda  Markaðsstjórnun • Frábær aðstaða í heimsborginni Montreux við Genfarvatn • Nemendur frá 60 löndum • Möguleikar á hraðferðarnámi • Bein innganga í BA/MA nám • Hagstæð pakkagjöld, innifalin kennsla og húsnæði Swiss Management University Nám fyrir viðskiptaleiðtoga framtíðarinnar SMU EUROPE, Rudolfplatz 6, D - 50674 Koeln sími: +49 - 221 - 258 5210, fax +49 - 221 - 258 5211 Hafið samband við: SMU EUROPE smueurope@smu-ch.com www.smu-ch.com Á undanförnum árum hafastjórnvöld og forysta land-búnaðarins lagt miklaáherslu á að efla land- græðslu og skógrækt. Á tveim síðustu löggjafarþingum hafa verið sam- þykktar umfangsmiklar landgræðslu- og skógræktaráætlanir til langs tíma. Þessu sér m.a. stað í því að auglýst var nýlega staða háskólakennara við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, en um er að ræða stöðu þar sem sér- menntun á sviði landgræðslu, skóg- ræktar eða hliðstæðs (dósent/lektor) er krafist. Blaðamaður spurði rektor LBH um stefna, en nefna má fyrir áhugasama að í dag, 9. maí, er náms- kynning skólans í verslunarmiðstöð- inni Hyrnutorgi í Borgarnesi. Það eru borgfirsku háskólarnir tveir á Bifröst og Hvanneyri sem kynna þar námsframboð sitt á sviði viðskipta, lögfræði, náttúruvísinda og landbúnaðar. Kynningin stendur yfir frá kl. 16–19. Umsóknarfrestur um háskólanám á Hvanneyri eða Bifröst rennur út í byrjun júní næstkomandi. Skilgreining á landbúnaði „Þessar áherslur í landgræðslu og skógrækt eru í samræmi við hið fjöl- þætta hlutverk landbúnaðar framtíð- arinnar,“ segir Magnús B. Jónsson rektor Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri. „Í þeirri skilgreiningu felst að landbúnaður er búskapur þar sem landið er nýtt sem auðlind.“ Landbúnaður er einnig varðveisla og verndun landkosta. Hann spannar í raun allt ferlið frá mold til matar og í mörgu tilliti einnig ferilinn frá mat til moldar. „Hin hefðbundna skilgrein- ing landbúnaðar hefur verið mjög bundin búvöruframleiðslunni og sum- ir sjá landbúnað aðeins fyrir sér sem atvinnuveg þar sem sífellt tækni- væddari atvinnuvegur fullnægir þörf okkar fyrir matvæli,“ segir Magnús. Þannig er það ekki og hefur reyndar aldrei verið, að hans mati. Framleiðsla, ræktun, umhverfisstjórnun Hið fjölþætta hlutverk landbúnað- arins kallar á aukna menntun og rannsóknir bæði varðandi búvísindin sem tengjast framleiðslu matvæla og ræktun en ekki síður að hverskonar viðfangsefnum sem tengjast meðferð og umgengni um auðlindina landið. Samtenging þeirra viðfangsefna sem tengjast framleiðslu og ræktunarbú- skap og þeirra sem tengjast umhverf- isstjórnun og umgengnismálum er því mjög augljós til þess að gagn- kvæm virðing skapist fyrir hvorum þætti fyrir sig. „Landbúnaðarháskólinn leggur metnað sinn í að tengja þessi verkefni saman í námsframboði sínu og áherslum á sviði rannsókna því fag- þekking er nauðsynleg svo unnt sé að skila landinu til komandi kynslóða í jafngóðu eða betra ástandi og tekið er við því,“ segir Magnús. Með auknum umsvifum og auknu fjármagni til landgræðslu og skóg- ræktar eykst þörfin fyrir fræðslu og rannsóknir sem tryggir sem best nýt- ingu þeirra fjármuna sem til verkefn- anna er varið. „Menntun er lykill framfara og því er höfuðnauðsyn að menntunartilboð fylgi eftir þeim auknu fjármunum sem til verkefn- anna er varið,“ segir hann og að mik- ilvægt sé að samfara eflingu mennt- unarinnar fylgi fjármagn til rannsókna því með auknum umsvif- um vakna fleiri og flóknari spurning- ar sem ekki verður svarað nema með rannsóknum. Landgræðsla og skógrækt Í ljósi þessa hefur Landbúnaðarhá- skólinn um þriggja ára skeið boðið upp á hásksólanám til BSc-prófs eða kandidatsprófs á námsbraut sem fjallar um landnýtingu með aðal- áherslu á séríslenskar aðstæður sem eiga við í landgræðslu og skógrækt. Námið fjallar um skipulag landnýt- ingar í víðum skilningi. Í náminu er lögð sérstök áhersla á að veita þekk- ingu til þess síðar að geta sérhæft sig á sviði landgræðslu, skógræktar, út- hagafræða og einnig landvörslu og ýmiss konar umhverfisvöktunar. Kennslan byggist á vistfræði og öðrum undirstöðugreinum náttúru- fræða, skipulagsfræðum, hagfræði og tækni og tekur síðan fyrir undirstöð- ugreinar langræðslu og skógræktar með íslenskan veruleika að leiðarljósi. Á þann hátt tengjast saman fram- leiðslutengdir ræktunarþættir skóg- ræktarinnar og umhverfisþættir sem einkenna landgræðsluverkefnin. Fagleg fótfesta Magnús segir að fagleg fótfesta þessa náms byggist á víðtæku sam- starfi við fræðimenn skógræktar og landgræðslu. En einnig á staðsetn- ingu héraðssetranna, sem er mikill styrkur, ásamt miðstöð Vesturlands- skóga á Hvanneyri, skógræktinni í Skorradal og öflugum fulltrúum verk- efnisins „Bændur græða landið“ í næsta nágrenni. „Samstarf Landbún- aðarháskólans við háskóla erlendis tryggir svo að þeir nemendur sem vilja sækja frekari sérhæfingu er- lendis fá nám sitt á Hvanneyri að fullu metið til framhaldsnáms,“ segir hann. Landgræðslu- og skógræktaráætl- anirnar skapa þessum verkefnum fjárhagslegan ramma og metnað og Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri veitir ungu fólki tækifæri til þess að takast á við ný og mikilvæg verkefni á sviði náttúruvísinda og fyrir íslenskan landbúnað og íslenskt samfélag. Landið sem auðlind  Áhersla á íslensk- ar aðstæður í landgræðslu og skógrækt.  Borgfirsku há- skólarnir á Bif- röst og Hvanneyri kynna sig í dag. Morgunblaðið/Þorkell Aukinn kraftur er í námi í landgræðslu og skógrækt, segir Magnús B. Jóns- son, rektor Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri. guhe@mbl.is TENGLAR .............................................. www.hvanneyri.is Hvanneyri/Landbúnaður er búskapur þar sem landið er nýtt sem auðlind og hann er varðveisla og verndun landkosta. Háskólanám í landgræðslu og skóg- rækt er stundað í LBH. Gunnar Hersveinn spurði um stefnuna og áherslur. Nú stendur yfir viðamikilkönnun á afstöðu Ís-lendinga til umhverfis-og þróunarmála. Þessir málaflokkar hafa lítið verið rann- sakaðir hérlendis áður og mun könnunin því gefa mjög mikil- vægar upplýsing- ar um viðhorf Ís- lendinga til þeirra. Könnunin er samstarfs- verkefni Sið- fræðistofnunar Háskóla Íslands, Félagsvísindastofnunar HÍ og Um- hverfis- og heilbrigðisstofu Reykja- víkur. Blaðamaður spurði Þorvarð Árnason náttúrufræðing og verk- efnisstjóra hjá Siðfræðistofnun um tilurð könnunarinnar og tilgang. Afstaðan til náttúru „Umhverfismálin hafa á tiltölu- lega skömmum tíma orðið æði fyr- irferðarmikill málaflokkur í ís- lensku samfélagi, eins og raunar víðast hvar á Vesturlöndum, og það er því mjög áhugavert að kanna viðhorf fólks til þeirra út frá fé- lagsfræði- og heimspekilegu sjón- arhorni,“ segir hann, Aðdragandi þessarar könnunar er talsvert langur því Siðfræði- stofnun með Pál Skúlason rektor í fararbroddi hóf skipulegar rann- sóknir á náttúrusýn Íslendinga fyr- ir u.þ.b. tíu árum. „Rannsóknir á af- stöðu fólks til umhverfismála hafa lengi verið stundaðar á Norður- löndunum og meðal annarra ná- grannaþjóða okkar, en lítið verið könnuð hér á landi,“ segir Þorvarð- ur. Helsta undantekningin er rann- sókn Siðfræðistofnunar árið 1997 með heitið „Náttúra, þjóðerni og umhverfisstefna á Norðurlöndun- um“, en í tengslum við þá rannsókn var gerð viðhorfskönnun í þremur löndum – Íslandi, Svíþjóð og Dan- mörku, sem leiddi margt áhugavert í ljós. Þjóðareinkenni Íslendinga Ýmsar lykilspurningar úr könn- uninni 1997 eru lagðar aftur fyrir í þessari nýju könnun sem nú stend- ur yfir en hún nær til 1.500 manna slembiúrtaks úr þjóðskrá á aldr- inum 18–75 ára. Mörgu er þó bætt við, t.d. um þróunarmál, og þá bæði í hnattrænu og innlendu samhengi. Ástæða er til að kanna helstu lyk- ilþætti aftur því margt getur breyst í samfélaginu á 5–6 árum og sam- anburðurinn sem eldri könnunin gefur möguleika á gæti því leitt ýmislegt forvitnilegt í ljós. „Í nýju könnuninni er einnig farið dýpra í umhverfismálin og spurt um þekk- ingu og atferli, t.d. hvaða hluti fólk flokkar frá heimilissorpi, auk við- horfa til fjölmargra mála,“ segir Þorvarður. Í könnuninni eru einnig lagðar fram ýmsar spurningar sem varða þróunaraðstoð, lýðræðisþró- un og þjóðernisvitund. Viðhorf til lýðræðis og þjóðernis Nefna má dæmi um spurningu í því sambandi: „Hver af neðan- greindum atriðum telur þú að móti helst þjóðareinkenni Íslendinga? (Merktu við þrjú atriði). a) Sagnahefðin, b) Landslagið, c) Einangrunin, d) Veiðimennskan, e) Tungumálið, f) Veðurfarið, g) Smæð þjóðarinnar, h) Hafið.“ Spurt er um lýðræði og þjóðern- ismál vegna þess að umhverfismál- in eru ekki í tómarúmi, og þau tengjast iðulega öðrum hræringum í samfélaginu, eins og t.d. atvinnu- málum. „Erlendir fræðimenn hafa skrifað mjög mikið um tengsl milli lýðræðis og umhverfismála og eru um þau talsvert skiptar skoðanir en könnunin gefur okkur tækifæri til að fara ofan í saumana á slíkum kenningum,“ segir Þorvarður, „á sama hátt má ætla að töluverður snertiflötur sé á milli hugmynda um þjóðerni og viðhorfa til náttúr- unnar – en hvort og þá hvernig þetta tvennt tengist skal þó ósagt látið að svo komnu máli. Þess utan eru lýðræði og þjóðerni auðvitað hvort fyrir sig einkar áhugaverð rannsóknarefni.“ Stefnt er að því skýrsla um fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar verði tilbúin í júní eða júlí en síðan er fyrirsjáanleg nokkuð umfangsmikil vinna við frekari úrvinnslu og túlkun gagna. Fátíðar kannanir Þorvarður segir að nú sé að síga á seinni hluta þessarar rannsóknar og hann hvetur þá þátttakendur sem ekki hafa enn skilað inn listum að gera það sem allra fyrst. Ef list- inn hefur glatast eða ef fólk hefur einhverjar spurningar um könn- unina þá getur það snúið sér til Fé- lagsvísindastofnunar (s. 525 4545). „Auk fræðilegs gildis þessarar könnunar og þess nýmælis sem hún hefur þá er það von okkar að þær upplýsingar sem hún leiðir í ljós geti hjálpað stjórnvöldum við að móta sem besta umhverfisstefnu fyrir land og þjóð,“ segir hann. „Það er því mikilvægt að fólk nýti þetta tækifæri til að koma skoð- unum sínum á framfæri, hverjar svo sem sem þær kunna að vera. Í þessu sambandi er einnig rétt að hafa í huga að fræðilegar kannanir sem þessi eru frekar fátíðar enda ekki alltaf auðvelt að afla til þeirra fjár, þannig má búast við því að það líði þó nokkur ár þar til næsta könnun um þessi málefni verður gerð.“ Heimspeki, sagnfræði og viðhorfskönnun Könnunin „Afstaða Íslendinga til umhverfis- og þróunarmála“ er hluti af stærra verkefni sem hefur verið í gangi í u.þ.b. 2 ár og er í þremur þáttum: 1. Sagnfræðilegum um þróun umhverfisverndarhyggju á Íslandi á síðustu öld. Umsjón hafa sagnfræðingarnir Guðmundur Hálfdanarson og Unnur Birna Karlsdóttir. 2. Heimspekilegum um umhverfis- og þróunarmálin sem siðfræðileg viðfangsefni. Umsjón hafa Jón Á. Kalmansson og Róbert H. Haraldsson heimspekingar, en Róbert stýrir jafnframt verkefninu í heild. 3. Viðhorfskönnunin sem er samstarfsverkefni Siðfræðistofnun- ar við Félagsvísindastofnun og Um- hverfis- og heilbrigðisstofu Reykja- víkur. Umsjón hafa Friðrik H. Jónsson, Ævar Þórólfsson, Hjalti J. Guðmundsson og Þorvarður Árna- son. Helsti styrktaraðili verkefnisins er Markáætlun Rannís um upplýs- ingatækni og umhverfismál. Einnig styrkja umhverfisráðuneytið og Reykjavíkurborg þessa rannsókn. Í umfangsmikilli könnun um afstöðu Íslendinga til umhverfis- og þróunarmála koma tengsl lýðræðis og umhverfismála við sögu. Hugmyndir lands- manna um þjóðerni og þróunaraðstoð koma einnig fram í viðhorfum til náttúrunnar. Könnunin er þáttur í rannsókn sem spinnur saman félagsvísindi og hugvísindi, eins og heimspeki og sagnfræði. Hugurinn til umhverfismála guhe@mbl.is Þorvarður Árnason BS-90 í búvísindum.  BS-90 í landnýtingu (land- græðsla og skógrækt).  BS-90 í umhverfisskipulagi (landslagsarkitektúr).  Kandidatsnám: Boðið er upp á eins árs viðbótarnám og rann- sóknaþjálfun til kandidatsprófs í búvísindum og landnýtingu að loknu BS-90-námi.  Meistaranám til 60 eininga í bú- vísindum. MS-námið veitir mögu- leika á sérhæfingu á sviði búfjár- ræktar, jarðræktar og bútækni.  Meistaranám til 60 eininga í landnýtingu. MS-námið veitir möguleika á sérhæfingu á sviði landgræðslu, skógræktar, um- hverfisstjórnunar, jarðræktar og bútækni. Landbúnaðarháskólinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.