Morgunblaðið - 10.05.2003, Síða 40

Morgunblaðið - 10.05.2003, Síða 40
HEILSA 40 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Kunningi minn sem var undir miklu álagi í prófum fór að að haga sér meira og meira und- arlega eftir það. Hann talaði mikið um óskilj- anleg samsæri og fleira. Síðar var hann greindur með geðklofa. Getur verið að mikið álag í námi hafi valdið geðklofanum og þróast þetta þannig að hann verði margir persónu- leikar? SVAR Geðklofi er sú geðröskun sem almennt er talin vera alvarlegasta geðrösk- unin og er sú geðröskun sem einna helst krefst innlagna á geðdeild. Það getur hins- vegar verið mismunandi eftir einstaklingum hvernig einkennin birtast og hversu alvar- legur geðklofinn verður. Sumir verða mjög veikir, einkennin langvarandi og tímabilin sem einkennin liggja niðri stutt. Aðrir veikj- ast aðeins einu sinni eða sjaldan og geta lifað eðlilegu lífi þess á milli. Algengt er að upphaf einkenna eigi sér stað í kjölfar mikils álags, líkt og gerðist hjá kunningja þínum. Ein- staklingurinn virðist þá oft veikjast mjög skyndilega og eru þá einkennin mjög áber- andi. Þessi tími fyrstu einkenna hefur hins- vegar lengi valdið töluverðum misskilningi, þar sem fólk hefur tengt álag eins og próf- lestur við upphaf geðklofaeinkenna og því lit- ið á álagið sem orsakavald geðklofa. Margir þekkja örugglega setninguna: „Hann las yfir sig.“ Þegar talað er um að „lesa yfir sig“ er oft gert ráð fyrir að álagið við lærdóminn sé hin raunverulega orsök og hefur miskiln- ingur, í gegnum tíðina, jafnvel gert sumt fólk hrætt við nám og þá sérstaklega lang- skólanám. Þegar maður ræðir við fólk sem á ættingja eða vini sem „lásu yfir sig“ er það gjarnan sannfært um að ef einstaklingurinn hefði ekki farið í nám hefði ættinginn eða vinurinn aldrei veikst. Hinsvegar er mik- ilvægt að átta sig á að álag, eins og erfið próf eða krefjandi nám, er einungis það sem kem- ur einkennunum af stað en er ekki orsaka- valdur geðklofans og einstaklingurinn hefði að öllum líkindum veikst við önnur skilyrði og þá kannski í kjölfar annars konar álags. Geðklofi fyrirfinnst í öllum samfélögum og hrjáir fólk alls staðar, að því er virðist, um það bil 1% fólks í þjóðfélaginu. Ef álagið eða lærdómurinn væri orsök geðklofans ættu ein- kennin að vera algengari í vestrænum sam- félögum þar sem meira er um að fólk fari í langskólanám og almenn streita í umhverfinu meiri. Einstaklingar veikjast yfirleitt fyrst á aldrinum 18-35 ára, sem er sá aldur þar sem fólk er gjarnan í námi, og getur það að hluta til skýrt misskilning fólks. Ef lærdómurinn væri orsök ættum við að hafa orðið var við mikla aukningu á síðustu árum í samfélagi eins og okkar, þar sem krafan til náms er meiri og sífellt fleiri sækja lengra nám. Hins- vegar hefur ekki orðið aukning á geðklofa síðustu ár og ef eitthvað er virðist nýgengi (ný tilfelli) hafa farið lækkandi milli ára. Hitt atriðið sem þú spyrð um, hvort vinur þinn verði eins og margar persónur, er í raun annar algengur misskilningur sem er mjög útbreiddur um geðklofa. Margir telja að geð- klofi sé það sama og margskiptur persónu- leiki/klofinn persónuleiki, þar sem ein- staklingur hefur tvo eða fleiri, oft mjög mismunandi, persónuleika. Þetta er mikill misskilningur, þar sem geðklofi einkennist af skynvillum, hugsanatruflunum og rang- hugmyndum, svo dæmi séu nefnd, en alls ekki af mörgum persónuleikum. Þeirri rösk- un sem einkennist af tveimur eða fleiri per- sónuleikum, og nefnist klofinn persónuleiki, hef ég áður lýst í svörum mínum hér og er allt annar hlutur. Þessi misskilningur er mjög útbreiddur og er t.d. að finna í spurn- ingarspilinu „Trivial Pursuit“ þar sem spurt er um hvað hafi hrjáð Evu í sögunni og myndinni Þrjú andlit Evu. Rétt svar er klof- inn persónuleiki en misskilningurinn kemur fram í röngu svari í spilinu, þar sem því er ranglega haldið fram að það sé geðklofi. Það er engin spurning að ef fólk er hrjáð af alvarlegum geðröskunum getur álag eins og mikil streita, miklar vökur og þær streitu- aðstæður, sem próftímabil oft einkennast af, valdið því að einstaklingurinn veikist eða honum versnar. Aftur á móti er það mikill misskilningur að þetta álag sé orsök geð- klofa. Gangi þér vel. Geðklofi eftir Björn Harðarson Algengt að veikjast á aldrinum 18–35 ára Björn Harðarson, sjálfstætt starfandi sálfræðingur. Lesendur Morg- unblaðsins geta komið spurn- ingum varðandi sálfræði-, fé- lagsleg og vinnu- tengd málefni til sérfræðinga á vegum persona.is. Senda skal tölvupóst á persona@per- sona.is og verður svarið jafn- framt birt á persona.is. ÞAÐ vill svo heppilega til að alþingiskosningarnar í ár ber upp á 10. maí, sama dag og Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunin (WHO) hefur valið sem alþjóðlegan dag hreyfingar. Kjörorð dagsins er: „Hreyfðu þig – heilsunnar vegna.“ Þetta tækifæri ættu allir kjós- endur, sem mögulega geta, að nýta sér í dag og ganga eða hjóla á kjörstað. Þeir sem eru of ungir til að kjósa ættu líka að velja sér einhverja skemmtilega hreyf- ingu. En hvers vegna skyldi alheimsstofnun mæla með hreyfingu fyrir alla jarðarbúa? Einfaldlega vegna þess að reglubundin hreyfing og hollt mataræði eru hornsteinar góðrar heilsu. Með því að ganga rösklega a.m.k. hálftíma á dag flesta daga vikunnar nást veru- leg áhrif til heilsubótar. Ýmis önnur hreyfing af svipaðri áreynsku er auðvit- að í fullu gildi líka, s.s. skokk, hjólreiðar, sund, garðvinna og ýmis heim- ilisstörf. Ávinningurinn er m.a. vörn gegn ýmsum langvinnum sjúkdómum, þyngdin helst í skefjum, streitan minnkar, orkan eykst og vinnuframlag líka. Síðast en ekki síst léttir hreyfingin lund og eykur vellíðan. Þótt langflestum Íslendingum sé kunnugt um að hreyfing sé holl (skv. könnun frá árinu 2000) má samt ætla að um 50-60% landsmanna þyrftu að hreyfa sig meira en þeir gera til þess ná að vernda og bæta heilsuna. Jafn- framt er vitað að mestallur þessi hópur hefur hug á að hreyfa sig meira. Því væri upplagt að byrja reglubundna hreyfingu á sjálfan kosningadaginn, á al- þjóðlegum degi hreyfingar. Sumarið gefur okkur líka margvísleg tækifæri til að stunda fjölbreytta hreyfingu og njóta náttúru landsins okkar. Útivistarfélög bjóða upp á göngu- ferðir, styttri og lengri, og Ungmennafélag Íslands hefur gefið út bók með gönguleiðum fyrir alla fjölskylduna. Sundlaugar eru um allt landið og þar er bæði hægt að hreyfa sig og slaka á í heitum potti. Hjólreiðar eru fararmáti sem æ fleiri nota, bæði til að komast á milli staða og að njóta útvistar. Hreyfum okkur – heilsunnar vegna í sumar, hvort sem við erum ein á ferð eða með fjölskyldu eða vinum. Svandís Sigurðardóttir, lektor við sjúkraþjálfunarskor Háskóla Íslands. Þórarinn Sveinsson, dósent við sjúkraþjálfunarskor Háskóla Íslands. Anna Björg Aradóttir, hjúkrunarfræðingur landlæknisembættinu.  Frá landlæknisembættinu Heilsan í brennidepli Alþjóðlegur dagur hreyfingar 10. maí Hreyfðu þig – heilsunnar vegna AFBRIGÐI af algengum kvefvírus, adeino-veiran, getur hugsanlega unnið á banvænu krabbameini í heila, að því er segir í nýrri grein í tímaritinu Journal of the National Cancer Institute. Tilraunir voru gerðar á músum með illvígt afbrigði af heilaæxli. Kvefvírusinn var endur- hannaður þannig að hann sýkir heilaæxlisfrumur á sértækan hátt. Hann réðst síðan á og drap krabba- meinsfrumur sem valda illkynja æxli í heilanum en lét heilbrigðar frumur afskiptalausar. Niðurstöðurnar lofa svo góðu að sérfræðingar við Háskólann í Texas í Bandaríkjunum, sem stjórnuðu rannsókninni, telja að jafnvel verði hægt að hefja tilraunir á mönnum síðla á næsta ári. Hið nýja afbrigði kvefvírussins, sem kallast Delta-24-RGD, kveikir því nýja von í brjósti margra. Dr. Ju- an Fueyo, sem er í forsvari rann- sóknarinnar, telur í samtali við vef- útgáfu Daily Mail, að frekari rannsóknir þurfi að fara fram en þessi jákvæðu viðbrögð við meðferð eigi sér ekki hliðstæður. Helgi Sigurðsson, yfirlæknir á krabbameinsmiðstöð Landspítalans, segir að þótt niðurstöður séu afar at- hyglisverðar, séu nokkur ár í að það skýrist hvort þær hafi þessi áhrif á æxli í mönnum. Fyrst að þeim tíma liðnum geti niðurstöður orðið að liði. „Mjög algengt er að rannsóknir sem þessar komi ekki sjúklingum að not- um fyrr en að mörgum árum liðnum ef þær standast.“ Kvef vinnur á heilaæxli MEIRIHLUTI ungs fólks sem sæk- ir hávaðasama skemmtistaði eða tón- leika að staðaldri á við einhvers kon- ar heyrnarleysisvandamál að glíma, að því er segir í frétt á netútgáfu BBC. Upplýsingar þessar eru hafðar eftir talsmannni bresku konunglegu heyrnleysingjastofnunarinnar. Því er haldið fram að þriðjungur ungs fólks, sem sækir næturklúbba þar sem spiluð er hávær tónlistog tónleika á Bretlandi, eigi á hættu langvarandi heyrnarvandamál. Vandamálin felast m.a. í suði fyrir eyrum eða daufheyrn eftir dvöl á há- vaðasömum skemmtistað. Rannsókn hefur einnig leitt í ljós að næstum helmingur ungs fólks veit að suð fyrir eyrum getur verið merki um skemmd í eyrum en meirihlutinn veit ekki að skemmdirnar eru í mörgum tilfellum ólæknanlegar. Eyrnatappa með í fjörið Við þokumst í átt að hápunkti ótímabærs heyrnarleysis fólks á miðjum aldri, að mati Brians Dow talsmanns konunglegu heyrnleys- ingjasamtakanna. „Félagslegur há- vaði hefur þrefaldast í Bretlandi síð- an í byrjun níunda áratugarins sem gefur tilefni til þess að fólk hafi varan á. Forvarnir eru ávallt betri en lækn- ing, sér í lagi þar sem ekki er til neitt lyf gegn heyrnarleysi. Lausnin gæti falist í því að taka eyrnatappa með sér á skemmtistaðina.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Heyrnarvandamál færast í vöxt hjá breskum ungmennum. Hætta á ótímabæru heyrnar- leysi ATVINNA mbl.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.