Morgunblaðið - 10.05.2003, Page 48
UMRÆÐAN
48 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Í
dag fá kjósendur í land-
inu tækifæri til að kjósa
sér alþingismenn sem
hafa það verkefni að
stjórna landinu næstu
fjögur árin. Þetta er dagur sem
margir hafa beðið eftir. Áhuga-
menn um stjórnmál bíða spenntir
eftir úrslitum kosninganna. Aðrir
sem minni áhuga hafa á pólitísku
þrasi fagna því að þessari orra-
hríð linnir og meiri afslöppun og
friður færist yfir samfélagið.
Þeir eru til sem finnst þetta
þras allt hið
mesta hjóm
og finna enga
samsvörun í
stefnuskrám
stjórn-
málaflokk-
anna. Þó hægt sé að taka undir
það að margt af því sem sagt er í
kosningabaráttunni sé ekki ýkja
merkilegt og stundum sé erfitt að
sjá mun á stefnu flokkanna er
fráleitt að segja að þetta skipti
engu máli. Allir hafa skoðanir og
það er lýðræðisleg skylda kjós-
enda að tjá þær í kosningum.
Kosningarétturinn er dýr-
mætur réttur. Það má minna á að
stór hluti íbúa heimsins hefur
ekki þennan rétt. Og það eru ekki
nema 95 ár frá því að leynilegar
kosningar voru fyrst haldnar á
Íslandi. Það er ekki lengur tími í
sögu þjóðar.
Árið 1908 er merkilegt ár í
sögu þjóðarinnar. Það ár fóru
fyrstu leynilegu kosningarnar
fram á Íslandi. Þetta voru spenn-
andi kosningar sem skiptu miklu
fyrir framtíð þjóðarinnar.
Fram til 1908 höfðu kosningar
farið fram í heyrandi hljóði.
Kosningarnar fóru fram með
þeim hætti að boðaður var kjör-
fundur. Nöfn þeirra sem mættu á
hann voru lesin upp og menn
svöruðu munnlega hvern þeir
ætluðu að kjósa. Kosningin var
því hvorki leynileg né skrifleg. Að
auki var kosningarétturinn mjög
takmarkaður. Einungis karlar
máttu kjósa og raunar var einnig
í lögum ákvæði um að aðeins
eignamenn mættu kjósa. Fátækt
fólk og vinnufólk mátti því ekki
kjósa. Talið er að árið 1843, þegar
Danakonungur gaf út tilskipun
um endurreisn Alþingis, hafi
tæplega 5% þjóðarinnar haft
kosningarétt.
Eins og nærri má geta höfðu
ekki allir kjósendur hugrekki til
að segja eins og þeim bjó í brjósti
þegar þeir mættu á kjörfund. Það
varð því mikil grundvallarbreyt-
ing þegar teknar voru upp leyni-
legar kosningar árið 1908.
Fyrir þessar kosningar höfðu
Íslendingar leitað eftir því að
leysa þau mál sem enn voru
óleyst í samskiptum Íslands og
Danmerkur. Eftir að Friðrik
VIII. Danakonungur heimsótti
Ísland sumarið 1907, en hann
hafði mikinn áhuga á málefnum
landsins, var skipuð milliþinga-
nefnd sem lagði fram „uppkast að
lögum um ríkisréttarsamband
Danmerkur og Íslands“. Full
samstaða varð ekki í nefndinni
um „Uppkastið“ því Skúli Thor-
oddsen taldi ekki nægilega vel frá
öllum hnútum gengið. Ákvæði 1.
greinar var umdeilt, en þar sagði
„Ísland er frjálst og sjálfstætt
land, er eigi verður af hendi látið.
Það er í sambandi við Danmörku
um einn og sama konung og þau
mál, er báðir aðilar hafa orðið
ásáttir um að telja sameiginleg í
lögum þessum. Danmörk og Ís-
land eru í ríkjasambandi, er nefn-
ist veldi Danakonungs.“
Um Uppkastið skapaðist meiri
pólitískur æsingur en dæmi voru
um á Íslandi fram að þeim tíma.
Fundir voru haldnir um allt land
og hart barist. Frambjóðendur
fóru þetta sumar ríðandi um allt
land og leituðust við að sannfæra
kjósendur um ágæti síns máls-
staðar. Þó að Hannes Hafstein
ráðherra, flokkur hans og gamlir
pólitískir andstæðingar eins og
Valtýr Guðmundsson og Jón
Jensson, formaður Landvarn-
arflokksins, styddu Uppkastið
höfðu andstæðingarnir betur.
Þar réð miklu að stærstu blöð
landsins, Ísafold og Þjóðólfur,
börðust af hörku gegn Uppkast-
inu sem andstæðingar þess töldu
að fæli í sér of mikla eftirgjöf frá
kröfum Íslendinga um aukið
sjálfstæði. Þjóðólfur átti sér
glæsta sögu, en blaðið studdi á
árum áður stefnu Jóns Sigurðs-
sonar. Blaðið var undir ritstjórn
Hannesar Þorsteinssonar og
hann ásamt Birni Jónssyni rit-
stjóra Ísafoldar átti stóran þátt í
því að stuðningsmenn Uppkasts-
ins töpuðu meirihluta sínum á
þingi. Stuðningsmenn Hannesar
fengu aðeins 9 menn kjörna á
þing en andstæðingar hans 25.
Vegna kjördæmaskipanarinnar
varð ósigurinn stærri en at-
kvæðatölurnar gáfu tilefni til.
Kosningaþátttakan varð hins
vegar meiri en nokkru sinni áður
eða 75,5%.
Úrslit kosninganna voru bæði
afgerandi og óvænt. Ráðherrann,
sem aðeins hafði setið í fjögur ár,
hafði verið felldur. Björn Jónsson
varð ráðherra, en ráðherratíð
hans varð nokkuð stormasöm og
svo fór að lokum að nokkrir af
stuðningsmönnum hans sneru við
honum baki og samþykkt var á
hann vantraust.
Það er kannski erfitt að bera
kosningarnar 1908 saman við
kosningarnar sem fram fara í
dag. Margir eru þó á þeirri skoð-
un að þetta séu með mikilvægari
kosningum sem fram hafa farið í
langan tíma. Óvíst er hins vegar
hvernig sagan dæmir mikilvægi
þessara kosninga. Það ræðst
væntanlega fyrst og fremst af því
hvort ríkisstjórnarflokkarnir
halda meirihluta sínum á Alþingi
og hvort nýtt fólk tekur við völd-
um.
En hvort sem hér verða stjórn-
arskipti eða ekki eru kosningar
ávallt mikilvægar og óhætt að
hvetja alla til að taka þátt í þeim.
Dýrmætur
kosninga-
réttur
Árið 1908 er merkilegt ár í sögu þjóð-
arinnar. Það ár fóru fyrstu leynilegu
kosningarnar fram á Íslandi. Þetta
voru spennandi kosningar sem skiptu
miklu fyrir framtíð þjóðarinnar.
VIÐHORF
Eftir Egil
Ólafsson
egol@mbl.is
Í UPPHAFI árs horfðu Reyk-
víkingar dálítið langleitir á for-
mann Framsókn-
arflokksins, Halldór
Ásgrímsson, bola
Ingibjörgu Sólrúnu
úr embætti borg-
arstjóra, aðeins ör-
fáum mánuðum eft-
ir að þeir höfðu
kosið hana til að gegna því sama
embætti. Einu má gilda héðan af
hvaðan Halldór þóttist hafa umboð
til að ónýta lýðræðislegan vilja
borgarbúa með tuddaskap sínum.
Hins vegar er það óskammfeilni af
framsóknarformanninum að flytj-
ast nú suður og biðja um stuðning
Reykvíkinga í Alþingiskosningum.
Það kemur að sjálfsögðu ekki til
greina.
Almennt séð eru margar og góð-
ar ástæður til að kjósa ekki Fram-
sóknarflokkinn. Fyrir Reykvíkinga
sem vilja gæta að virðingu sinni er
hreinlega allt betra en framsókn.
Framsóknar-
maður kemur
í bæinn
Eftir Hjört Hjartarson
Höfundur er kynningarstjóri og
kjósandi í Reykjavík.
STEINUNN Jóhannesdóttir rit-
höfundur ritaði grein í Morg-
unblaðið í gær þar sem hún mót-
mælti grein minni,
þar sem ég hélt því
fram að hvatning
um að kjósa konu
vegna kynferðis
hennar væri móðg-
un við konur.
Steinunn hélt því
fram að ég væri að gera lítið úr
jafnréttisbaráttu kvenna á meðan
sannleikur málsins er sá að ég var
einmitt að mæla með að konur sýni
hvað í þeim býr. Aldrei myndi ég
gera lítið úr Auði Auðuns eða öðr-
um konum sem hafa komist til
valda á eigin verðleikum. Þvert á
móti tel ég ákall um að kjósa konu
vegna kynferðis vera vanvirðingu
við slíkar konur.
Steinunn fellur í þá gryfju að líta
ekki á konur fyrst og fremst sem
einstaklinga. Kjarni málsins er sá
að við eigum að velja fólk til starfa
eftir verðleikum þess, ekki kyn-
ferði. Það er jafn mikið ójafnrétti
fólgið í því að velja konu, bara af
því að hún er kona, og það er að
ganga fram hjá konu vegna kyn-
ferðis hennar. Sú hugsun að velja
fólk á grundvelli kynferðis gengur
beinlínis gegn jafnréttishugsjóninni.
Ekkert ójafnrétti verður leiðrétt
með meira ójafnrétti.
Málflutningur Samfylkingarfólks
um að velja eigi Ingibjörgu Sólrúnu
Gísladóttur sem forsætisráðherra
vegna kynferðis hennar sýnir að
það vill ekki að fólk sé metið að
verðleikum. Kannski gerir fólkið
þetta vegna þess að því hefur mis-
tekist að sýna fram á verðleika
hennar. Jafnréttisbaráttan geldur
fyrir þennan málflutning, því hvern-
ig er hægt að ætlast til að fólk sé
metið að verðleikum, þegar þeir
sem þykjast berjast fyrir jafnrétti
eru á móti því?
Á að kjósa
eftir kynferði?
Eftir Sigþrúði Ármann
Höfundur er laganemi í HÍ.
AÐ GEFNU tilefni vegna blaðagreinar Ástu Möller
frá 9. maí 2003 um leigu hjá Félagsbústöðum hf.
Í grein Ástu Möller í gær er erfitt er að átta sig á
samanburði á leigu í dag og frá árinu
1995 þar sem Unnur, leigjandi hjá Fé-
lagsbústöðum frá 1997, bjó ekki í
sömu íbúð árið 1995 á vegum Félags-
málastofnunar og hún býr í í dag.
Unnur, sem býr ein í 3ja herbergja
íbúð í Vesturbæ, 81,6 m² að stærð,
greiðir 43.530 kr. í leigu á mánuði auk
4.873 kr. kostnaðar vegna hita, sam-
eiginlegs rafmagns, hússjóðs, ræstinga o.fl. samtals
48.403 kr. Hún nýtur skattfrjálsra húsaleigubóta að
fjárhæð 11.539 og greiðslubyrði leigunnar því 31.991
kr.
Almennt er gert ráð fyrir því hjá Félagsbústöðum
til þess að auka nýtingu íbúðanna að barnlaust fólk
búi í 2ja herbergja íbúðum, fólk með eitt barn í 3ja,
með 2 börn í 4ra og með 3 börn og fleiri í 5 her-
bergja og stærri íbúðum. Hámarksnýting húsa-
leigubóta tekur einnig aðallega mið af leigufjárhæð
og fjölskyldustærð. Miðað við að í viðkomandi íbúð
búi einstætt foreldri eða hjón með barn næmu húsa-
leigubæturnar 18.529 kr. í stað 11.539 kr. og
greiðslubyrði leigunnar því 25.001 kr. í stað 31.991
kr.
Unni hefur staðið til boða að sækja um milliflutn-
ing í minni íbúð til þess að minnka greiðslubyrði leig-
unnar í samræmi við fjárhagsaðstæður sínar en engin
slík beiðni liggur fyrir hjá Félagsþjónustunni.
Breytingar á leigu frá stofnun Félagsbústaða hf.
1997 eru eftirfarandi:
1. Leiga í húsnæði á vegum Félagsbústaða hefur
frá upphafi tekið mið af almennum verðlags-
hækkunum.
2. Á síðasta ári var leigan jöfnuð innbyrðis milli
leigjenda vegna misræmis á leigu sambærilegra
íbúða sem hafði skapast vegna hækkunar á fast-
eignamarkaði. Þetta var mikið réttlætismál og
hafa önnur nærliggjandi sveitarfélög farið svip-
aðar leiðir varðandi útreikning á leigu.
3. Leiga hækkaði nýverið um 12% eingöngu vegna
hækkunar á vöxtum lána til félagslegra íbúða úr
1% í 3,5%.
Athugasemd frá Félagsbústöðum hf.
vegna greinar Ástu Möller
Eftir Sigurð Kr. Friðriksson
Höfundur er framkvæmda-
stjóri Félagsbústaða hf.
ÁRIÐ 1971 hafði Viðreisnarstjórnin
setið í 12 ár. Hvorugur þáverandi
stjórnarflokka hafði á stefnuskrá sinni
að beita sér fyrir frek-
ari útfærslu fiskveiði-
lögsögunnar. Samtök
frjálslyndra og vinstri
manna tóku afdrátt-
arlausa afstöðu með
50 mílna einhliða út-
færslu með þeim ár-
angri að stjórnin féll og stjórnarand-
staðan var tilbúin að taka við með
þetta sem höfuðviðfangsefni næstu
ríkisstjórnar.
(Fjármálastjórn þessarar rík-
isstjórnar var í höndum Framsókn-
arflokksins.)
Sjálfstæðisflokkurinn tók við sér og
við næstu kosningar var hann tilbúinn
að beita sér fyrir einhliða útfærslu í
200 mílur, sem síðar komst í al-
þjóðalög með öflugum atbeina fulltrúa
Íslands á hafréttarráðstefnum Sam-
einuðu þjóðanna. Öll þjóðin stóð ein-
huga að baki þessari stefnu og því er
það tvímælalaust að auðlindin, fengin
með þessum hætti, er eign þjóð-
arinnar, þjóðarinnar allrar, svo sem
reyndar leitt hefur verið í lögin um
fiskveiðistjórnunina, en ekki ennþá
tryggt í stjórnarskrá. Á þessu byggist
allt ríkidæmi íslensku þjóðarinnar síð-
an.
Núverandi stjórnarflokkar hafa
unnið að því leynt og ljóst undanfarin
ár að fiskurinn í sjónum verði full-
komin eign útgerðarmanna, þeirra til
að kaupa og selja, leigja, veðsetja og
hagnýta að vild. Sá réttur gengur að
erfðum og skiptist við hjónaskilnaði
eins og hvert annað góss.
Til skamms tíma hafa allir stjórn-
málaflokkar verið klofnir í afstöðu
sinni til stjórnunar fiskveiða og því
hefur ekki verið hægt að kjósa um
málið, beinlínis í alþingiskosningum.
En nú er lag. Frjálslyndi flokkurinn
hefur komið málinu á dagskrá og því
er nú lag til að kjósa ríkisstjórn, sem
er tilbúin til að tryggja að þjóðareignin
verði viðurkennd, og horfið að kerfi,
sem er í samræmi við óskir hennar.
Haft er á orði að stjórnarand-
stöðuflokkarnir séu ekki einhuga um
útfærslur stefnunnar í fiskveiðistjórn-
armálum. Það er tvímælalaust kostur í
stöðunni. Þeir munu verða að semja
sín á milli um einstaka þætti stefn-
unnar og þegar þeir hafa komist að
samkomulagi er sjálfboðið að þing-
nefnd mun ferðast um landið með
drög að lögum í farteskinu og ræða
þau á fundum í hverju einasta byggð-
arlagi sem á hagsmuna að gæta,
hlusta á óskir og viðvaranir og móta
stefnuna í samráði við landsmenn í
eins mikilli sátt og hægt er að ná.
Þannig ber líka að standa að mótun
löggjafar um mál, sem snerta lífshags-
muni okkar allra. Núverandi forrétt-
indakerfi tók 20 ár að móta. Ekki er
óeðlilegt að það taki einhver ár að
snúa þróuninni við og koma auðlind-
inni aftur í ótvíræða þjóðareign. Allir
stjórnarandstöðuflokkarnir hafa líka
lýst því yfir að þeir muni vinna að
þessu máli af alúð og varfærni og forð-
ast allar kollsteypur við kerfisbreyt-
ingu. Hræðsluáróðurinn um að út-
gerðin muni öll fara á hausinn ef hún
missir veðsetningarheimildir á þjóð-
areigninni og bankarnir verði að láta
sér lynda að taka veð í skipum og fast-
eignum eins og áður er því marklaus.
Fyrir kosningarnar 1995 sagði Dav-
íð Oddsson á kosningafundi á Húsa-
vík: „Kvótakerfi er eitur í beinum okk-
ar sjálfstæðismanna.“ Undir þessi orð
hef ég tekið heilshugar. Á fundi í Vest-
mannaeyjum nýlega lýsti hann því yfir
að við mættum ekki vera „klossföst í
öllum atriðum kvótakerfisins. For-
kaupsréttur byggðarlaganna hefur
verið dauður bókstafur“. Og hvernig
ætlaði hann að laga þetta: „Það kemur
til álita að velta því fyrir sér, hvort
ekki megi gera ákvæðið um forkaups-
rétt virkara.“ Morgunblaðið hefur bás-
únað þetta sem mikinn fagn-
aðarboðskap. Allir aðrir munu gera
sér grein fyrir að „kemur til álita að
velta því fyrir sér hvort ekki megi“ er
ekki stefna heldur tilraun til þess að
lægja óánægjuöldur á einum fundi.
Haldi kvótaflokkarnir velli mun ekki
annað verða aðhafst en að fullkomna
eignarrétt útgerðanna á kvótanum
samkvæmt formúlum Hannesar
Hólmsteins og Ragnars Árnasonar og
afnema þann eignarrétt þjóðarinnar,
sem hún í orði kveðnu hefur haft að
lögum. Þá mun stutt í það að útgerð-
armenn krefjist þess að öllum hömlum
verði aflétt af heimild útlendinga til að
eignast íslenskar útgerðir að hluta eða
öllu leyti í samræmi við alþjóðavæð-
inguna og kvótinn fái að ganga kaup-
um og sölum á heimsmarkaðsverði.
Þegar svo væri komið væri kominn
tími til fyrir okkur hin að taka ábend-
ingu forsætisráðherrans og flytja bú-
ferlum til Mallorka eða Kanarí.
Í dag er kannski síðasti séns fyrir
okkur að tryggja þjóðinni búseturétt í
landinu. Frjálslyndi flokkurinn er nú í
þeim sporum sem Samtök frjálslyndra
og vinstri manna voru 1971. Smáflokk-
ur, sem getur riðið baggamuninn um
hvort auðlindir hafsins verði okkar
eign, eða örfárra fjölskyldna til ráð-
stöfunar að vild.
Síðasti séns?
Eftir Ólaf Hannibalsson
Höfundur er blaðamaður.