Morgunblaðið - 10.05.2003, Page 63

Morgunblaðið - 10.05.2003, Page 63
ÁGÆTI lesandi. Gleðilegt sumar og bestu þakkir fyrir samskiptin á liðnum árum og ný- ir lesendur eru einkar velkomnir í hópinn. Þótt þessi samskipti séu reyndar dálítið einhliða veit ég þó að pistlarnir um Blóm vikunnar eru lesn- ir, því við sem stýrum penna fáum at- hugasemdir og ábendingar um það sem betur mætti fara en líka klapp á öxlina þegar við stöndum okkur vel. Öllum ábendingum, at- hugasemdum og óskum um efni er best að koma á skrifstofu Garðyrkju- félags Íslands þar sem eru okkar höfðuðstöðv- ar ef svo má segja. Blóm vikunnar er óvenju seint á ferðinni í ár, það er að verða sein- asta blómið til að spíra á þessu vori. Ég vil kenna þessu óvenjulega tíðarf- ari um því ég hef varla vitað í hvorn fótinn ég ætti að stíga, gleðjast yfir góðviðrinu eða skelfast yfir bakslaginu sem hlyti að koma. Mér finnst sem veturinn hafi nán- ast aðeins verið hálfur mánuður og sá hálfi mánuður hafi verið í októberlok, en mér hefur svo sem verið góðlátlega bent á að ég hafi nú bara gullfiska- minni, svo verið getur að veturinn hafi verið aðeins lengri, a.m.k. hafi stöku frostnætur komið síðan. Ég veit þó með vissu að það voru fíflar að springa út í Fljótshlíðinni um miðjan desember. Fyrstu páskalilju ársins sá ég 4. janúar, sú hafði sprungið út á jóladag, þannig að e.t.v. ætti ég frekar að kalla hana síðustu páskalilju ársins 2002. Venju samkvæmt var fátt um fína drætti í garðinum mínum í jan- úar, ég hafði á orði að páskaliljur og túlipanar í „heita“ beðinu mínu væru líklega óvenju seint á ferðinni, því oft hafa þeir stungið upp ekki kollinum heldur blöðunum í janúar, en síðan hefur hver blómstrunin rekið aðra. Töfratréð yndislega, sem er þeim töfrum gætt að það blómstrar áður en það laufgast, var orðið þakið fjólu- bláum blómum í janúarlok og stóð þannig allan febrúar. Í mars var það nánast orðið allaufgað, en í venjulegu tíðarfari byrjar þá að sjást í blóm. Í febrúar blómstraði vetrargosinn og snæklukkan fallega, Leucojum vern- um, var í fullum blóma í marsbyrjun og stóð venju fremur lengi. Krókus- arnir eru komnir og farnir fyrir löngu og páskaliljurnar, sem stundum hafa aðeins rétt verið byrjaðar að blómstra þegar sumarpáskar eru, eru eiginlega heill kapítuli út af fyrir sig. Þær bara uxu og uxu og viku af mars klippti ég þær fyrstu í garðinum og setti í vasa inni í stofu, reyndar ekki fullút- sprungnar, en samt með vel þroskuð blóm, þannig að þær opnuðu sig með sóma. En það eru ekki að- eins laukblómin sem hafa svarað þessu ótímabæra kalli vors- ins. Ég nefndi áðan töfratréð, dekurplöntu í garðinum, en „alvöru“ trén hafa líka tekið við sér. Gráölur, sem er ná- frændi birkisins og blómstrar með reklum eins og það, blómstraði í mars. Þau blóm hafa þó að líkindum eyði- lagst eina frostnóttina og eru nú þurr og skorpin. En öspin er farin að blómstra og jafnvel laufgast verulega. Það leiðir hugann að páskahretinu mikla, sem varð 9. apríl 1963. Þá hafði viðrað líkt og nú, a.m.k. sunnanlands, verið margra vikna hlýindakafli svo öspin lét gabbast og sitkagrenið líka. En eins og hendi væri veifað féll hita- stigið um allt að 20 gráður á örfáum klukkustundum og kom hörkufrost. Þarna féllu flestar aspir og sitkagreni sunnan- og suðvestanlands, en norð- an- og austanlands hafði gróður ekki tekið við sér og slapp því. Skógrækt- armenn hafa dregið mikinn lærdóm af þessum atburði og hagað leit sinni að trjáplöntum sem henta íslenskri skógrækt með tilliti til þeirra miklu veðurfarssveiflna sem hér geta orðið. Í hretinu mikla fyrir réttum 40 ár- um urðu ekki gróðurskemmdir norð- an- og austanlands, enda trjágróður ekki kviknaður. Nú stendur lerk- iskógurinn í Eyjafirði í ljósgrænum vorskrúða, en við skulum vona að at- burðirnir endurtaki sig ekki. Þótt veðurfræðingar spái vægu frosti á næstu dögum er ekkert sem bendir til þeirrar miklu hitasveiflu sem þá varð. Þessi pistill er skrifaður síðasta vetrardag og því við hæfi að bjóða gleðilegt sumar bæði við upphaf og endi hans. S.Hj. Töfratré Í SUMARBYRJUN VIKUNNAR BLÓM Um s j ó n S i g r í ð u r H j a r t a r nr. 488 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2003 63 Kringlunni - Smáralind - Laugavegi LACOSTE bolir í úrvali Vantar þig akstur á kjördag? Samfylkingin getur keyrt þig á kjördag. Kaffi og meðlæti í boði í kosningamiðstöð Samfylkingarinnar við Lækjargötu. Aksturssíminn er: 552 9244 og 820 2941

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.