Morgunblaðið - 10.05.2003, Blaðsíða 64
MINNINGAR
64 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Þegar ég og Siddi
fluttum í Bugðutanga
10 bjó Anna Einars-
dóttir við hliðina á okk-
ur. Hún var oft einmana og leið ekki
alltaf vel. Hún missti manninn sinn
fyrir nokkrum árum. Þegar ég fór að
kynnast Önnu vinkonu minni þá
gerðum við margt skemmtilegt. Við
töluðum mikið saman, hún fræddi
mig mikið um hvað var gert í gamla
daga. Við horfðum oft saman á sjón-
varpið og ég man hvað það var gott
að liggja í fallega sófanum hennar
með fallegu púðunum. Stundum spil-
uðum við Rússa og tókum 2–3 spil
eftir því hvernig við vorum upplagð-
ar. Anna fékk stundum hláturkast ef
ANNA
EINARSDÓTTIR
✝ Anna Einars-dóttir fæddist á
Sellátranesi í Rauða-
sandshreppi 2. sept-
ember 1927. Hún lést
á líknardeild Land-
spítalans, Landakoti,
25. apríl síðastliðinn
og var útför hennar
gerð frá Lágafells-
kirkju í Mosfellsbæ
2. maí.
ég var að þusa eða
stríddi henni mikið, það
var sko gantast mikið.
Stundum var Anna út í
garði að tína rusl eða
fallin laufblöð.
Í október heimsótti
ég Önnu mína, hún var
búin að vera í allsherjar
rannsóknum og þá kom
í ljós að Anna væri með
krabbamein sem herj-
aði mjög fljótt á hana.
Hún var lögð inn á
Landakotsspítala í
febrúarlok og barðist
við þetta þangað til hún
dó.
Ég á mjög erfitt með að sætta mig
við að Anna sé farin í burtu frá mér.
Við Siddi vottum öllum ættingjum
hennar samúð.
Ég þakka þér, Anna mín, hversu
góð þú varst mér og allar þær góðu
stundir sem að við áttum saman. Guð
geymi þig, elsku Anna mín, og ég
veit að þú ert fegin að vera komin
upp til guðs til mannsins þíns sem
hefur beðið eftir þér.
Þín vinkona
Helga Pálína.
✝ Pálína Pálsdóttirfæddist á Selja-
landi í Fljótshverfi í
Vestur-Skaftafells-
sýslu 1. nóvember
1919. Hún lést á dval-
arheimilinu Hjalla-
túni í Vík 2. maí síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Málfríð-
ur Þórarinsdóttir, f.
1877, d. 1946, og Páll
Bjarnason, f. 1875, d.
1922. Pálína var
yngst af 15 systkin-
um og eru nú 4 á lífi.
Pálína giftist 21.
júlí 1943 Matthíasi Eggert Odds-
syni frá Þykkvabæjarklaustri í
Álftaveri, d. 27.6. 1981. Börn Pál-
ínu og Eggerts eru: Málfríður, f.
10.10. 1943, maki Högni Klemens-
son, þau eiga tvö börn og eru bú-
sett í Vík. Sigurjóna Svanhildur, f.
1.2. 1945, hún á tvær dætur og er
búsett í Reykjavík. Halldór, f.
23.7. 1946, maki Anna Friðjóns-
dóttir, hún á einn son, þau eru bú-
sett í Vík. Þórarinn, f. 23.7. 1946,
maki Kristín Jónsdóttir, þau eiga
fjögur börn og eru búsett í Hraun-
gerði í Álftaveri. Þórhalla, f. 29.1.
1948, maki Hörður Mar, þau eiga
þrjú börn og eru búsett í Reykja-
vík. Oddur, f. 12.10. 1949, d. 24.7.
1994, maki Ágústa
Sigurðardóttir, þau
eiga tvær dætur og
voru búsett á Kirkju-
bæjarklaustri,
Ágústa býr í Reykja-
vík. Páll, f. 5.4. 1951,
maki Margrét Harð-
ardóttir, þau eiga
tvö börn og eru bú-
sett á Mýrum í Álfta-
veri. Hafdís, f. 19.9.
1953, maki Sveinn
Þorsteinsson, þau
eiga fjögur börn og
eru búsett í Vík.
Gottsveinn, f. 21.5.
1955, maki Svana Sigurjónsdóttir,
þau eru búsett í Holti í Álftaveri
og eiga þrjú börn. Jón, f. 21.11.
1956, búsettur í Vestmannaeyjum.
Barnabörnin eru 23, barnabarna-
börn 17, og barnabarnabarnabarn
eitt.
Pálína flutti frá Seljalandi 1942
að Hraungerði í Álftaveri og ger-
ist þar húsmóðir og bóndi til árs-
ins 1986 er hún flutti til Víkur.
Þar starfaði hún á saumastofu til
ársins 1992, er hún lét af störfum
sökum aldurs.
Útför Pálínu verður gerð frá
Þykkvabæjarklausturskirkju í
Álftaveri í dag og hefst athöfnin
klukkan 14.
Elsku amma.
Nú ertu farinn á feðranna fund
við hugsum til þín með sorg í hjarta,
þín verður saknað um ókomna stund,
guð geymi þig um veröld bjarta.
(Höf. ók.)
Stundin er runnin upp og guð hefur
nú kallað þig til sín. Ósköp munum við
sakna þín og allra þeirra stunda sem
við áttum með þér. Þegar að þú
söngst fyrir okkur um sumarsólina,
um hann Gutta litla og öll uppátækin
hans. Þú kenndir okkur að meta öll
þau gömlu ljóð sem þú lærðir sjálf í
æsku. Einnig allar þær gönguferðir
sem við fórum með þér um víkina og
sveitina og allar þær sögur sem þú
gast sagt okkur um hvern stein og
hverja jurt og alltaf höfðum við jafn-
gaman af þeim. Alltaf munum við
minnast ömmu eins og hún var á Suð-
urvíkurveginum raulandi lagstúf við
eldavélina ýmist að baka pönnukökur
eða flatkökur.
Guð blessi þig, amma.
Ó, blessuð vertu sumarsól,
er sveipar gulli dal og hól
og gyllir fjöllin himinhá
og heiðavötnin blá.
Nú fossar, lækir, unnir, ár
sér una við þitt gyllta hár.
Nú fellur heitur haddur þinn
á hvíta jökulkinn.
(Páll Ólafsson.)
Laufey og Matthildur.
Elsku amma.
Núna þegar þú ert búin að kveðja
okkur sitjum við eftir með tár á
hvarmi og söknuð í hjarta. Við gerum
okkur nú grein fyrir því að við mun-
um aldrei framar passa það að borða
ekki of mikið í hádeginu af því að við
erum að fara að heimsækja þig eftir
kaffi. Við munum ekki fá litríkar lopa-
peysur með glænýju munstri í jóla-
gjöf oftar. Við vitum að við munum
aldrei framar líta glettna brosið þitt
augum á mannamótum. En við vitum
það líka að þú verður aldrei langt und-
an þegar við þurfum á þér að halda,
jafnvel þó við sjáum þig ekki lengur.
Elsku langamma, þú hefur gefið
okkur svo mikið af góðum minning-
um. Þær getur enginn tekið frá okk-
ur. Þær eru ómetanlegur fjársjóður
sem við munum ylja okkur við um
ókomna tíð.
Takk fyrir allt sem þú hefur gert
fyrir okkur.
Ása, Guðni, Fríða, og Ástþór.
PÁLÍNA
PÁLSDÓTTIR
✝ Anna Tómasdótt-ir fæddist í Vest-
mannaeyjum 28. apríl
1931. Hún lést á Heil-
brigðisstofnun Vest-
mannaeyja mánu-
daginn 5. maí
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru Tóm-
as Sveinsson frá Sel-
koti undir Eyja-
fjöllum, f. 14. ágúst
1903, d. 20. apríl
1988, og Líney Guð-
mundsdóttir frá
Hvammskoti á Skaga-
strönd í Vestur-Húna-
vatnssýslu, f. 23. des. 1901, d. 7.
febrúar 1997. Bræður Önnu voru
Guðmar, f. 6. apríl 1933, d. 27. júlí
1967, og Sveinn, f. 24. nóvember
1934, d. 25. mars 2001.
Anna giftist 8. nóvember 1952
Símoni Kristjánssyni, f. 2. sept
1926, d. 7. október 1997. Foreldrar
hans voru Kristján Egilsson á Stað
og Sigurbjörg Sigurðardóttir, sem
bæði voru ættuð úr Rangárvalla-
sýslu. Dætur Önnu
og Símonar eru:
Helga, f. 13. maí
1962, gift Halldóri
Guðbjörnssyni, börn
þeirra eru Símon og
Jóhann, f. 19. janúar
1980, og Anna, f. 28.
janúar 1983; og Lí-
ney, f. 1. maí 1966, í
sambúð með Frið-
þjófi Árnasyni, börn
þeirra eru Ívar og
Freyja, f. 11. janúar
2000.
Anna og Símon
bjuggu í Vestmanna-
eyjum alla tíð, fyrst á Stað og síðan
á Túngötu 23. Anna starfaði sem
ung kona á Landsímanum, síðar
með húsmóðurstörfunum á Bóka-
safni Vestmannaeyja og í Þurrk-
húsinu hjá Símoni. Anna söng til
margra ára með Kirkjukór Landa-
kirkju.
Útför Önnu verður gerð frá
Landakirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 16.
Áralangri baráttu við óvæginn
sjúkdóm er lokið, en ekki fyrr en í
fulla hnefana. Hún Anna Tomm,
vinkona okkar allra, kvaddi þennan
heim snemma á vormorgni 5. maí
sl. Fyrir u.þ.b. 36 árum þegar við
fluttum hingað í Túngötuna í næsta
hús við Önnu og Símon var allt
fólkið í götunni á aldrinum 30–40
ára með fullt af börnum. Mér
finnst eins og alltaf hafi verið sól
og blíða. Fólk var að dytta að hús-
um sínum og verið var að skipu-
leggja garða, gatan var ómalbikuð
og allir fóru úr skónum til að ata
ekki út fínu teppin, sem mjög
ruddu sér til rúms þessi árin.
Flestar húsmæður voru heimavinn-
andi og kallað var í börnin að koma
inn að drekka klukkan þrjú. Það
var bakað á fimmtudögum og skúr-
að út á föstudögum, konur klædd-
ust hagkaupssloppum, með strauj-
aðar svuntur og rúllur í hárinu. Oft
var hlaupið á milli húsa í kaffisopa
og ófáar voru afmælis- og ferming-
arveislurnar sem við buðum hvert
öðru í, nágrannarnir í götunni.
Anna og Símon voru einstaklega
samhent hjón, reglusemin var ein-
stök, hver hlutur á sínum stað og
staður fyrir hvern hlut. Á vorin
voru stórhreingerningar og síðan
var garðurinn og húsið tekið í
gegn, enda fengu þau verðlaun fyr-
ir garðinn sinn og ófáir ferðamenn
stöldruðu við og mynduðu hann og
ræddu við húsráðendur og var oft
boðið inn í kaffi. Í þessu fallega
umhverfi ólu þau upp dætur sínar
tvær, Helgu og Líneyju, sem veittu
þeim ómælda gleði í gegnum tíðina.
Helga er húsmóðir í Vestmanna-
eyjum, gift Halldóri Guðbjörnssyni
og eiga þau tvíburasynina Símon
og Jóhann og dótturina Önnu, sem
öll eru uppkomin. Líney er meina-
tæknir í Reykjavík, í sambúð með
Friðþjófi Árnasyni og eiga þau tví-
burana Freyju og Ívar, þriggja
ára. Öll voru börnin stolt og gleði-
gjafar afa síns og ömmu. Anna var
mikil hannyrðakona, saumaði mikið
út og heklaði og hún átti sko aldrei
neitt óklárað, sem hent var undir
stól eins og sumar okkar hinna, nei
þar var gengið frá öllu og sett upp
eftir því sem við átti. Þá hafði hún
mikla unun af lestri góðra bóka,
einkum ljóðabóka, og var það sama
sagan, farið var mjúkum höndum
um þær og þeim raðað fallega upp í
bókahillur. Oftar en ekki lærði hún
ljóðin utanbókar og skrifaði þau í
minnisbækur. Nokkur síðustu
starfsárin vann hún á Bókasafni
Vestmannaeyja og naut sín þar
einkar vel innan um gott sam-
starfsfólk og allar bækurnar. Á
yngri árum vann hún á símstöðinni
í Vestmannaeyjum og átti þaðan
góðar minningar.
Við Anna vorum saman bæði í
Samkór Vestmannaeyja og þó
lengst af í Kór Landakirkju, þar
sem hún var meðan heilsan leyfði.
Við stóðum yfirleitt hlið við hlið og
sungum altrödd. Ég man enn þeg-
ar titringurinn var að byrja í hand-
leggnum á henni og við báðum Guð
þarna á kirkjuloftinu að þetta lag-
aðist.
Anna og Símon ferðuðust
óvenjumikið um ævina. Þau fóru í
heimsreisur til Afríku, Taílands,
Malasíu og flestra Evrópulanda.
Einnig til Grænlands og einu sinni
til Bandaríkjanna, þar sem hún fór
í heilaaðgerð vegna Parkinsonveik-
innar. Þau fóru oft í kirkjukórs-
ferðir bæði innanlands og utan og
voru góðir og skemmtilegir ferða-
félagar. Á þessum ferðum sínum
kynntust þau aragrúa af fólki og
eignuðust mikið af pennavinum,
sem Anna skrifaðist á við, en hún
var heilmikil málamanneskja.
Það var Önnu og allri fjölskyld-
unni mikið áfall, þegar Símon lést
6. okt. l997. Þá var heilsu hennar
þannig komið að hún gat ekki leng-
ur verið ein og varð því að selja
húsið sitt og fluttist að Hraunbúð-
um, dvalarheimili aldraðra. Öllum
þótti þetta hræðileg örlög, en eins
og alltaf var Anna mín fljót að
sætta sig við orðinn hlut og eign-
aðist strax vini meðal heimilisfólks-
ins. Hún var yfirleitt glöð og kát og
tilbúin að taka þátt í ýmsum uppá-
komum eldri borgara, og alltaf bjó
í henni von um betri heilsu. Fyrir
u.þ.b. mánuði fór hún í rannsókn til
Reykjavíkur, veiktist þar hastar-
lega og var flutt heim á sjúkra-
húsið í Vestmannaeyjum, þar sem
hún lést aðfaranótt 5. maí eins og
áður sagði. Henni fylgja þakkir og
góðar óskir frá öllum vinum og
söngfélögum í Kór Landakirkju,
svo og öllum gömlu nágrönnunum í
Túngötu og Birkihlíð.
Elsku Anna, hafðu þökk fyrir
allt. Guð geymi þig.
Hólmfríður Ólafsdóttir.
Fyrir allmörgum árum eftir að
ég fór að venja komur mínar til
Vestmannaeyja var ég tekinn með í
heimsókn upp á Túngötu til Símons
og Önnu. Þar sá ég hvernig hægt
er að eiga fallegan og vel hirtan
garð í Vestmannaeyjum og lærði
að það er alls ekki sama hvernig
þvottur er hengdur upp á snúrur.
Innan dyra var sama smekkvísin
og snyrtimennskan og munir sem
báru því vitni að þar byggi fólk
sem hafði ferðast víða.
Því miður urðu kynni okkar Sím-
onar allt of stutt og Anna missti
bjargið sem studdi hana í veik-
indum sem tóku þá þegar verulega
á kraftana.
Kynni okkar Önnu áttu eftir að
vaxa og þar með vinátta sem var
mér ómetanleg. Anna trúði og vissi
að hún gat miklu meira en nokkur
annar trúði. Lífsgleðin var svo
mikil, ástin á fegurðinni blasti alls
staðar við, hvernig hún valdi
munina inn á herbergið sitt á
Hraunbúðum, ljóðin sem hún las,
einstök frásagnargáfa og hvað hún
hélt sér vel til og var glæsileg og
falleg kona.
Ég þakka fyrir þær nýársnætur
sem ég fékk að dansa við og syngja
með Önnu Tómasdóttur og ég
þakka fyrir að hafa fengið að
ganga með henni heim sl. nýárs-
nótt.
Minningin er falleg og ljúf.
Ég votta dætrum Önnu og öllum
sem unnu henni samúð mína.
Þorsteinn Ólafsson.
ANNA
TÓMASDÓTTIR
Við afi minn vorum
sósjalistar. Guðrún
frænka mín var líka
sósjalisti. Ég velktist
ekki í neinum vafa um
að Mogginn var okkar erfiðasti mót-
herji. Að vísu voru afi og amma dygg-
ir áskrifendur að Mogganum og það
kom sér svo sem vel að geta rennt yfir
Sigmund, Högna hrekkvísa og íþrótt-
irnar áður en maður tölti í skólann.
Það var öllu alvarlegra mál að taka
tíðindum þess efnis að vinur hennar
BJÖRN
JÓHANNSSON
✝ Björn Jóhanns-son fæddist í
Hafnarfirði hinn 20.
apríl 1935. Hann lést
á heimili sínu í Hafn-
arfirði að morgni
miðvikudagsins 23.
apríl síðastliðins og
var útför hans gerð
frá Fríkirkjunni í
Hafnarfirði 2. maí.
Guðrúnar frænku
minnar ynni á Moggan-
um og hlyti því að vera
andstæðingur okkar
sósjalistanna. Mín
fyrstu viðbrögð voru
hræðileg vonbrigði sem
lýstu sér einkum í
þungum áhyggjum af
líðan afa míns. Það var
þess vegna af miklu
skilningsleysi sem ég
skynjaði að afa mínum
líkaði ráðahagur
frænku minnar vel.
Reyndar leið mér sjálf-
um strax miklu betur
auk þess sem amma mín taldi vízt að
maðurinn væri ekki meira íhald en
góður krati. Þetta var fyrir löngu og
áður en ég hitti manninn.
Í eftirtíð minnist ég innkomu
Björns Jóhannssonar í fjölskylduna
Egilson af einlægri gleði og alltaf hef-
ur fylgt því sérstök tilhlökkun að
hitta þau hjónin. Óþrjótandi áhugi á
líðandi stund óháð mönnum og mál-
efnum var einkar gefandi og smitaði
jákvæðu hugarfari. Um margt voru
Björn og Guðrún samtaka en þó mest
um að vera skemmtileg, þótt maður á
stundum yrði að þola þeim að vera
sjálfur í aðalhlutverki frásagnar af
því sem manni fannst nauðaómerki-
legt atvik en sem þau af einstöku
næmi á mannlega þætti skynjuðu
húmorinn í. Og aldrei brást það eftir
fundi við Björn að ný sýn fengist á
heimsmálin.
Við skyndilegt fráfall Björns kem-
ur kröpp sveigja á veg lífsins. Þegar
minnst varir er fastapunkti yndis-
legrar fjölskyldu rykkt í burtu og
ólýsanlegur harmur er að henni kveð-
inn með sárum söknuði og tómi sem
því fylgir.
Eftir góð og skemmtileg kynni af
Birni Jóhannssyni í bráðum 30 ár, þar
sem glettni og leiftrandi húmor fylltu
baksvið hans, situr ljúf minning um
dreng sem vildi heiminum vel. Þess
vegna lít ég á Björn sem einn af okk-
ur sósjalistunum, hvernig svo sem
aðrir skilgreina það hugtak.
Kveðja
Þorsteinn Egilson.