Morgunblaðið - 10.05.2003, Síða 66

Morgunblaðið - 10.05.2003, Síða 66
MINNINGAR 66 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Fyrsta minning mín um Ellu ömmu og Sigga afa í Köldukinn er úr eldhús- inu, risastór pottur á eldavélinni og þessi sérstaki ilmur sem kemur þegar verið er að sjóða rabarbara. En Ella amma vissi að mér þótti hann bestur ferskur og geymdi nokkra stilka, bara handa mér. Einkenndi það hana sem margar aðrar húsmæður hennar kyn- slóðar að eiga alltaf með kaffinu, ásamt áhyggjum yfir því að ég borð- aði ekki nóg. Hún var blíð kona, ekki man ég að það hafi nokkurn tímann verið hastað á mann eða röddin brýnd, enda var eins og róin sem lá yf- ir heimilinu smitaði okkur krakkana líka. Þó var alltaf mikið líf í Köldu- kinninni. Þegar ég fluttist burt og seinna svo stofnaði fjölskyldu var allt- af vel tekið á móti okkur, alltaf fylgd- ist hún með því sem við vorum að gera og hrósaði manni fyrir dugnað á þann hátt að manni hlýnaði að innan. Þann- ig var Ella amma, lét öllum líða vel. Ég er guði þakklát fyrir að hafa fengið að sitja hjá henni síðustu dag- ana og haft tækifæri til að þakka henni æskuárin og kveðja hana. Guð blessi minningu hennar. Bára Kristín. Við bræðurnir kveðjum nú ömmu okkar með söknuði, en jafnframt í sátt því hún dó södd lífdaga. Henni var gefinn hár aldur og góð heilsa fram á síðustu daga hennar og aldrei brást minnið eða húmorinn og var oft gaman að tala við hana um liðna tíma, enda spannaði ævi hennar tímana tvenna. Hún bjó yfir mikilli hlýju og alltaf var gott að koma til ömmu og afa í Köldukinn og nutum við þess að eiga heimili nálægt þeim og var því nánast daglegur samgangur. Eitt af því sem lýsti ömmu best, var að þegar maður birtist í dyrunum var fyrsta spurningin sú hvort við værum búnir að borða. Hún passaði sig alltaf á að elda fyrir fjóra ef von var á tveimur, og enginn gat bakað pönnukökur eins og hún. Þegar hugsað er til baka er af nógu að taka, ferðirnar uppí Munað- arnes með ömmu og afa á Grána gamla, en það kallaði amma Chevr- olettinn hans afa, eða alla bíltúrana niðrá bryggju eða útá Álftanes á sunnudögum. Amma var nokkurs konar tengilið- ur fjölskyldunnar, sérstaklega eftir að afi dó og hún fór minna úr húsi, var hún alltaf í góðu sambandi við sína nánustu og hafði einlægan áhuga á því hvernig okkur gekk. En nú er þessi ferð á enda og önnur tekin við og trúum við því að afi hafi tekið vel á móti henni. Minning þeirra mun lifa. Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu’ og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (Herdís Andrésdóttir.) Sigurður, Fylkir og Elvar Jónssynir. ELÍN JÓNS- DÓTTIR ✝ Elín Jónsdóttir fæddist á Balaí Gnúpverjahreppi 12. septem- ber 1909. Hún lést á St. Jósefsspít- alanum í Hafnarfirði 25. apríl síð- astliðinn og var útför hennar gerð frá Víðistaðakirkju 5. maí. Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁGÚSTU UNNAR ÁGÚSTSDÓTTUR, Litla Ósi, Vestur-Húnavatnssýslu. Þorvaldur Björnsson, Már Þorvaldsson, Álfheiður Sigurðardóttir, Jóhanna Þorvaldsdóttir, Hermann Ólafsson, Björn Þorvaldsson, Birna Torfadóttir, Gunnar Þorvaldsson, Gréta Jósefsdóttir, Ágúst Þorvaldsson, Bergþóra Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KATRÍNAR HULDU TÓMASDÓTTUR fyrrv. hjúkrunarkonu, hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, áður til heimilis á Bústaðavegi 109, Reykjavík. Alúðarþakkir færum við starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ fyrir góða umönnun og hlýju. Aðstandendur. Elsku drengurinn minn, BIRKIR FREYR RAGNARSSON, verður jarðsunginn frá Egilsstaðakirkju mánu- daginn 12. maí 2003 kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Þóra Katrín Halldórsdóttir. Frændi minn, INDRIÐI GUÐMUNDSSON, Munaðarnesi, Árneshreppi, verður jarðsunginn frá Árneskirkju mánu- daginn 12. maí kl. 14.00. Fyrir hönd ættingja, Guðmundur G. Jónsson. Elskulegur eiginmaður minn og faðir, BALDVIN ÁRNASON, Miklubraut 68, Reykjavík, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 7. maí. Jarðarförin auglýst síðar. Katrín Árnason og börn. Elskulegur eiginmaður minn, sonur okkar, faðir, tengdafaðir, bróðir og afi, SIGHVATUR JÓHANNSSON, Litlabæjarvör 13, Bessastaðahreppi, verður jarðsunginn frá Bessastaðakirkju þriðju- daginn 13. maí kl. 15.00. Blóm og kransar vin- samlegast afþakkaðir. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Hjartavernd. Sigríður Tryggvadóttir, Jóhann Jónasson, Margrét Sigurðardóttir, Þórarinn, Þórður og Ingvar Sighvatssynir, tengdadætur, systkini og barnabön. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vin- arhug vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, SIGURÁSTU ÁSMUNDSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks Austurbæjar, hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, fyrir veitta umönnun. Fyrir hönd aðstandenda, Ester Sigurásta Sigurðardóttir. Elskulegur eiginmaður minn og faðir, HAUKUR CLAUSEN, tannlæknir, Blikanesi 5, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni, þriðju- daginn 13. maí kl. 13.30. Elín Hrefna Thorarensen, Ragnheiður Elín Clausen, Þórunn Erna Clausen. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTRÚN S. JÓNSDÓTTIR, Suðurgötu 20, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja miðviku- daginn 7. maí. Útför fer fram frá Keflavíkurkirkju miðviku- daginn 14. maí kl. 14.00. Egill Þorfinnsson, Steinunn Egilsdóttir, Viðar Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Faðir minn, tengdafaðir, afi og bróðir, EYVINDUR ÁSKELSSON, Laugafelli, Reykjadal, varð bráðkvaddur miðvikudaginn 7. maí. Útförin auglýst síðar. Guðrún Eyvindsdóttir, Jónas Baldursson, Arna Guðný Jónasdóttir, Heiða Dögg Jónasdóttir, Ævar Geir Jónasson, Baldur Þór Jónasson og systkini hins látna. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, VILHELMÍNU S. JÓNSDÓTTUR og virðingu sýnda minningu hennar. Áslaug G. Nielsen, Jónas Gunnlaugsson, Margrét Pétursdóttir, Hallfríður Gunnlaugsdóttir, Bjarni Þorsteinsson, Lárus Gunnlaugsson, Halla Gísladóttir, Jón Gunnlaugsson, Pálína Karlsdóttir og barnabörn. AFMÆLIS- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð- synlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Ekki er tekið við handskrifuðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfilegri lengd á út- farardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Frágangur afmælis- og minningargreina
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.