Morgunblaðið - 10.05.2003, Page 75
EINS og svo margir hafa upplifað á
sjálfum sér, hefur ofurvald for-
sætisráðherrans gert það að verk-
um að þeir veigra sér við að opna
munninn af ótta við að verða fyrir
ofsóknum af hans hendi eða Sjálf-
stæðisflokksins í heild. Hræðslan
birtist í fjölmörgum myndum: Nán-
ast engir hafa þorað að taka sér
mótmælastöður, hvað þá arka, fyrir
málstað sem stríðir gegn skoðunum
Davíðs Oddssonar. Hallgrímur
Helgason rithöfundur hefur alger-
lega látið eiga sig að skrifa pólitísk-
ar greinar gegn forsætisráðherran-
um, Einar Kárason rithöfundur
hefur ekkert stungið niður penna,
Guðmundur Andri Thorsson, Jón
Kalmann Stefánsson, Elísabet Jök-
ulsdóttir, Linda Vilhjálmsdóttir og
fleiri hafa öll steinþegið eða verið
með óráði af einskærum ótta. Lýð-
ræðislega kjörið forsætisráð-
herraefni Samfylkingarinnar, hefur
aldrei þorað að gagnrýna forsætis-
ráðherra opinberlega og ef það hef-
ur gert það, þá hefur mál þess
ávallt verið stutt staðföstum rökum
en ekki dylgjum. Sama má segja
um Sverri Hermannsson, Ögmund
Jónasson, Steingrím J. Sigfússon
og aðra stjórnmálamenn. Frétta-
blaðið þorir sannarlega aldrei að
gagnrýna Davíð Oddsson eða Sjálf-
stæðisflokkinn. Gunnar Smári Eg-
ilsson, ritstjóri þess, hefur verið
píndur til að skrifa hverja lofgrein-
ina á fætur annarri um glæsilegan
árangur ríkisstjórnarinnar undan-
farin ár og Reynir Traustason
blaðamaður getur ekki sagt sann-
leikann. Fréttamenn hafa margir
hverjir sungið halelúja um skatta-
lækkanir, einkum þeir á Stöð 2, því
ekki vilja þeir uppskera reiði for-
sætisráðherrans. Og biskupinn,
hann má vart lýsa skoðun sinni, að
ekki komi sjálfstæðismaður og lýsi
líka sinni. Hvílík frekja! Forseti
vor, sameiningartákn þjóðarinnar
og fyrirmynd í háttsemi og góðum
siðum, má ekkert segja, án þess að
einhverjir sjálfskipaðir sjálfstæðis-
menn rísi upp á afturlappirnar og
setji ofan í við hann. Svo er það líka
skelfilegur dónaskapur af forsætis-
ráðherranum að voga sér að hafa
skoðanir, enda eru fjölmargir snill-
ingar fljótir að benda á misræmið
sem felst í því og að vera um leið
formaður stjórnmálaflokks.
Forráðamenn öryrkja og eldri
borgara hafa sannarlega verið
hræddir, enda ekkert þorað að
gagnrýna, eins og dæmin sanna.
Það er því ekki að ástæðulausu sem
ég er hræddur, ansi hræddur um
að lýðræði þessa lands sé ekki virt
eða sýnt nægt umburðarlyndi af
sjálfskipuðum málsvörum þess.
SIGURGEIR ORRI
SIGURGEIRSSON,
Garðastræti 17, Reykjavík.
Ég er
hræddur
Frá Sigurgeiri Orra
Sigurgeirssyni:
BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2003 75
Nemendur frá
Spartan-skólanum athugið
Spartan-flugskólinn býður nú BS.-gráðu í flugtækni-
stjórnun (Aviation Technology Management)!
Bættu samkeppnisstöðu þína og tekjumöguleika
með fullu námi.
Í náminu er lögð áhersla
á viðskiptastjórnun
Tulsa, OK - U.S.A. Licenced by: OBPVS
Hafið samb. við Damon Bowling með tölvupósti:
dbowling@mail.spartan.edu eða í fax +1-918 831 5234
eða í síma +1 918 836 6886.
MIKIL umræða hefur verið í kosn-
ingabaráttunni um nauðsyn þess að
hækka barnabætur og draga úr
tekjutenginu þeirra. Það er ljóst að
foreldrar með ung börn þurfa að
standa straum af miklum útgjöldum.
Þar á meðal þarf að endurnýja flest-
ar flíkur barnanna oftar en einu
sinni á ári. Barnið vex en brókin
ekki.
Álögur á barnafatnað og -skó geta
numið allt að þriðjungi af útsölu-
verði þeirra.
Þarna spila saman tollur og virð-
isaukaskattur. Ef ríkisvaldið felldi
aðeins niður tolla af þessum vöru-
flokkum myndu barnafjölskyldur
spara geysilega fjármuni.
Yfirgnæfandi meirihluti alls
barnafatnaðar er framleiddur í
Austurlöndum og á því að bera 15%
toll á CF-verð, þ.e. innkaupsverð +
flutningskostnað.
Á flík sem kostar t.d. út úr búð kr.
3.990 er virðisaukaskattur kr. 785 og
tollur sem innflytjandi greiðir u.þ.b
kr. 200. En þar sem tollur kemur í
álagningargrundvöll vörunnar
hækkar verð vörunnar hlutfallslega.
Með því að fella niður tollinn, sem
er tiltölulega ódýr aðgerð fyrir rík-
isvaldið, gæti verð út úr búð á þess-
ari sömu vöru með sama háa virð-
isaukaskattinum verið kr. 3.490.
Ef að virðisaukaskattur af barna-
fatnaði yrði breytt í 14% eins og um
hefur verið rætt en tolli haldið
óbreyttum yrði verð á þessari flík
kr. 3650. „Tap“ ríkissjóðs af slíkri
aðgerð væri kr. 340 en einungis kr.
200 ef tollaleiðin yrði valin.
Ef tollar yrðu felldir niður og
virðisaukaskattur á barnafatnaði og
skóm ákveðin 14%
yrði verð á flík þessari kr. 2.990.
Án tolls og virðisaukaskatts yrði
verð á flíkinni kr. 2.690 eða 1.300 kr.
lægra en upphaflega verðið kr.
3.990.
Ef gert er ráð fyrir að 75% inn-
flutnings landsmanna á þessum
vöruflokkum beri 15% tolla er ljóst
að þessi „tollaleið“ myndi verða ís-
lenskum barnafjölskyldum til mik-
illa hagsbóta.
Þetta myndi einnig jafna sam-
keppnisstöðu íslenskrar verslunar
með barnafatnað við önnur lönd. Á
Bretlandseyjum er enginn tollur né
virðisaukaskattur á barnafatnaði og
sama má segja að mestu um Banda-
ríkin.
Þetta myndi leiða til þess að vand-
aðri fatnaður yrði frekar fyrir valinu
með tilheyrandi sparnaði vegna auk-
innar endingar.
Einnig myndi draga úr kaupum
fólks á barnafatnaði erlendis og
aukning yrði á sölu fatnaðarins á Ís-
landi, sem myndi eflaust bæta rík-
issjóði „tjónið“.
Það græða allir á því að aðlaga
þessi gjöld, barnafjölskyldur, ís-
lensk verslun og ríkissjóður.
Helgi Vilhjálmsson, kenndur við
Góu, hittir naglann á höfuðið í viðtali
í Viðskiptablaðinu miðvikudaginn
16. apríl um vöxt sælgætisiðnaðar-
ins: „Markaðurinn vex eðlilega með
auknum fólksfjölda þannig að segja
má að afkoma sælgætisfyrirtækj-
anna fari eftir því hvað þið ungu
mennirnir eruð duglegir að barna.
Ég var einmitt að ræða við fjóra
unga menn um daginn og spurði þá
hvað þeir ættu mörg börn. Þeir voru
allir um þrítugt en áttu samt ekki
nema hálft barn á mann. Ég sagði
við þá „þið eruð slappir“, afi minn
átti nefnilega 19 stykki. Þessir menn
voru að tala um væntingar um hag-
vöxt í þjóðfélaginu og ég sagði nú
bara við þá, að ef þeir vildu gera
þessar væntingar enn betri ættu
þeir að standa sig betur um helgar“!
Ætli það þetta sé ekki kjarni
málsins – barnabótakerfið á að virka
hvetjandi til barneigna og álögum á
barnafatnað og aðrar barnavörur
verður að halda í algeru lágmarki.
Það er sennilega besta fjárfesting
þjóðfélagsins og öruggur grunnur
undir hagvöxt til langrar framtíðar.
SKÚLI BJÖRNSSON,
Sportis, heildverslun,
Langholtsvegi 109,
104 Reykjavík.
Tollur af
barnafatnaði
Frá Skúla Björnssyni:
„Álögum á barnafatnað og aðrar barnavörur verður að halda í lágmarki.“
ÉG GET ekki orða bundist yfir
nýrri auglýsingu ungra sjálfstæð-
ismanna þar sem þeir halda því
fram að hægt hefði verið að byggja
þrjá spítala og sex háskóla eða að
5.000-kallastaflinn næði næstum 6
km upp í loftið! Ef allur þessi pen-
ingur sem fór í að greiða niður rík-
isskuldir og áframhaldandi inn-
streymi í ríkissjóð í sama dúr gefur
tilefni til mikilla skattalækkana,
hvernig stendur þá á því að Háskóli
Íslands er eins illa staddur fjár-
hagslega og raun ber vitni? Hvers
vegna er þá ekki hægt að taka svo
sem andvirði hálfs háskóla úr þess-
um auði okkar og láta í skólann
NÚNA.
Hvers vegna getur heimspeki-
deild ekki ráðið prófessor í íslenskri
málfræði vegna fjárskorts? Er ekki
orðið ansi lágkúruleg menningin
hér ef við getum ekki haldið pró-
fessorsstöðum í ástkæra ylhýra
málinu? Þessi auglýsing er hrein
móðgun við fólk sem starfar við
mennta- og heilbrigðismál.
Það er vitað mál að um 100
hjúkrunarfræðinga vantar í dag til
að hægt sé að reka LSH þannig að
ekki sé stöðugt verið að nudda í
fólki að vinna aukavaktir eða loka
plássum eða fella niður hjartaað-
gerð vegna þess að sjúklingur varð
veikari á gjörgæslunni en æskilegt
hefði verið! Við fórum í kynningar-
átak í fyrra til að hvetja ungt fólk
til að koma í hjúkrunarfræði og 130
nemendur skráðu sig í haust, 86
náðu öllum prófum en eftir mikið
þóf var ákveðið að láta 75 fara í
gegn. Þannig eru 10 manns sem
ekki fengu að halda áfram í janúar
vegna fjárskorts! Hvernig gengur
það upp að við höfum allan þennan
afgang en getum ekki rekið
mennta- og heilbrigðiskerfið betur
en raun ber vitni?! Hvernig stendur
á því að starfsfólk heimahjúkrunar
taldi sig ekki geta unnið við heima-
hjúkrun ef það missti aksturspen-
ingana? Eiga aksturspeningar að
vera úrslitaatriði í launakjörum
þessa fólks?
Við erum vön háum sköttum hér
á landi. Ég vil fyrst láta skattinn
fara í að mennta fleiri hjúkrunar-
fræðinga og skapa þeim góð starfs-
skilyrði að námi loknu og síðan má
athuga með skattaafsláttinn!
HRAFN ÓLI SIGURÐSSON,
hjúkrunarfræðingur,
Laufásvegi 10, Reykjavík.
Menntum fyrst fleiri
hjúkrunarfræðinga
Frá Hrafni Óla Sigurðsyni:
við það að gróðurinn hvarf en ekki öf-
ugt.
4. Veist þú að það er talið að 75%
landsins hafi verið þakin gróðurhulu
við landnám? Í dag eru 75% landsins
gróðurlaus. Stutt í algjöra eyðimörk.
Er ekki ástæða til að hafa áhyggjur?
Ég vildi bara leiðrétta þennan mis-
skilning hjá unga manninum. Mér
finnst það leiðinlegt þegar fólk eignar
mér eitthvað sem ég ekki á, meira að
segja nýjan föður.
MARGRÉT JÓNSDÓTTIR,
Melteigi 4, Akranesi.
EYJÓLFUR Ingvi Bjarnason skrif-
aði grein í blaðið í dag, 8. maí, þar sem
hann upplýsti mig um hvaða flokk ég
ætti að kjósa. Þakka ég honum kær-
lega fyrir það. Þar græddi Samfylk-
ingin mitt atkvæði. Ég var í svo mikl-
um vafa. Góðar svona atkvæðaveiðar.
1. Mig langar til að benda honum á
að ég er Jónsdóttir en ekki Hauks-
dóttir.
2. Hvar segi ég að ég vilji útrýma
bændum og sauðkindinni?
3. Það var hitastigið sem lækkaði
Margrét „Hauksdóttir“
Frá Margréti Jónsdóttur:
ÞEIR sem fjalla um skatta hér á
landi gera það oftar en ekki litaðir af
flokkslínum.Þetta á reyndar við um
svo margt í okkar samfélagi.
Skattbreytingar sl. áratug:
1. Tekjuskattshlutfall var 32,8%
árið 1990 hefur lækkað um 7 pró-
sentur í 25,7% að sögn valdhafa. Það
vill hins vegar gleymast að þegar
staðgreiðsla skatta var tekin upp ár-
ið 1988 var staðgreiðsluhlutfallið
35,20% en er nú 38,55%. Hæst fór
hlutfallið í 41,94% árið 1996. Stað-
greiðsluhlutfallið hækkaði tíu ár í röð
eftir að staðgreiðslunni var komið á.
Til að bæta gráu ofan á svart var svo
5% „hátekjuskatti“ bætt ofan á
skatthlutfallið árið 1994. Þetta átti að
vera tímabundinn skattur (en skatt-
ar virka ekki þannig) og árið 1999 var
hann hækkaður úr 5 í 7% en lækkaði
aftur í 5% um síðustu áramót. Menn
greiða því hæst 43,55% tekjuskatt nú
en greiddu „einungis“ 35,20% árið
1998.
2. Virðisaukaskattur á matvæli var
lækkaður árið 1994 úr 24,5% í 14%
sem er góð kjarabót fyrir allan al-
menning en hefði að sjálfsögðu alveg
átt að falla niður til að ná matarverði
í líkingu við það sem er hjá ná-
grannaþjóðum okkar. Þetta var gert
í sambandi við kjarasamninga 1993
3. Aðstöðugjald á fyrirtæki var
fellt niður árið 1993 til að létta þeim
að ná betri tökum á rekstri en síðan
átti það að sjálfsögðu að koma al-
menningi til góða þar sem þetta átti
að stuðla að lækkun rekstrarkostn-
aðar fyrirtækja, en hefur það gerst
og hvar sér þess stað? Var ekki há-
tekjuskatturinn tekinn upp til að
fjármagna aðstöðugjaldið?
4. Tekjuskattur fyrirtækja,s em
var 50% árið 1991, hefur verið lækk-
aður í 18%. Hvernig kemur það fram
í rekstri fyrirtækja? Frá árinu 1995
hafa stjórnvöld fylgt þeirri stefnu að
hvetja atvinnulífið til sóknar með því
að lækka skatta á fyrirtæki. Þessi
stefna hefur skilað mjög góðum ár-
angri fyrir bæði fyrirtækin og rík-
issjóð. Einstaklingar njóta að sjálf-
sögðu góðs af því þegar skattar á
fyrirtæki eru lækkaðir enda hefur
raunhækkun launa verið allmikil á
þessum árum. En hvað með skatta á
einstaklinga? Nú greiða landsmenn
24% launa sinna í tekjuskatt (beina
skatta) en greiddu 17,4% fyrir ára-
tug. Þessi hækkun er að nokkru
vegna aukinna útgjalda sveitarfé-
laga en útsvarið er sífellt stærri hluti
tekjuskattsins (ríkið hefur fært
verkefni til sveitarfélaga og því hefur
fylgt lækkun á tekjuskatti en hækk-
un á móti hjá sveitarfélögum). Nú
má segja að komið sé að einstakling-
unum að fá hliðstæða hvatningu frá
stjórnvöldum með lækkun skatta til
að rétta af erfiðan rekstur heimil-
anna í landinu.
5. Húsaleigubætur eru nú skatt-
frjálsar, en jafnframt tekjutengdar
þannig að þeir sem fá bætur eiga á
hættu að tryggingabætur skerðist.
Þetta er ein hringavitleysan.
6. Persónuafsláttur er að fullu
millifæranlegur á milli hjóna og kem-
ur þeim til góða sem hafa það góðar
tekjur að ein fyrirvinna nægir. Lág-
launafólk hefur í fæstum tilvikum
gagn af þessu.
7. Skattafrádráttur hefur verið
hækkaður vegna viðbótarlífeyris-
sparnaðar úr 4% í 8% af launum.
Varla getur lægst launaða fólkið not-
fært sér það þar sem ekki er afgang-
ur af launum til sparnaðar og því er
þetta tóm óskhyggja.
8. Eignaskattar hafa verið lækk-
aðir um helming úr 1,2% í 0,6%.
Þeir sem þurfa að leigja húsnæði
hafa ekki gagn af þessari lækkun því
ekki kemur fram að húsaleiga hafi
lækkað.
9. Sérstakur eignaskattur hefur
verið felldur niður. Sama og í gr. 8.
Gagnast ekki þeim sem eignalaus-
ir eru.
10. Sum sveitarfélög hafa lækkað
fasteignaskatt hjá öldruðum og ör-
yrkjum og þá kemur það fram sem
mismunun fyrir þegnana. Nær væri
að hækka persónuafslátt.
SVAVAR GUÐNI
GUNNARSSON,
Borgarhrauni 21, Hveragerði.
Skattar á
Íslendinga
Frá Svavari Guðna Gunnarssyni,
kennara:
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson