Morgunblaðið - 10.05.2003, Side 77

Morgunblaðið - 10.05.2003, Side 77
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2003 77 DAGBÓK Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna alþingiskosninganna 10. maí er hafin. Kosið er hjá sýslumönnum og hreppstjórum um land allt, sendiráðum og mörgum ræðismönnum erlendis. Í Reykjavík er kosið í Skógarhlíð 6, alla daga frá kl. 10-22. Utankjörstaðaskrifstofan veitir allar upplýsingar og aðstoð við kosningu utan kjörfundar. Einnig er hægt að nálgast upplýs- ingar á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins www.xd.is og á upplýs- ingavef dómsmálaráðuneytisins www.kosningar2003.is. Sjálfstæðisfólk! Látið okkur vita um stuðningsmenn sem ekki verða heima á kjördag, t.d. námsfólk erlendis. Utankjörstaðaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins Valhöll, Háaleitisbraut 1, 3. hæð, 105 Reykjavík – Símar 515 1735 og 515 1736 Bréfasími 515 1739 – Farsími 898 1720 Netfang: oskar@xd.is Efst á Skólavörðustíg (41) - Opið alla virka daga frá 10-18 Villi Þór Hefur opnað nýja hársnyrtistofu! Listamaður mánaðarins sýnir verk sín. STJÖRNUSPÁ Frances Drake NAUT Afmælisbörn dagsins: Þú býrð yfir krafti, áræði og góðu innsæi. Á komandi ári verða spennandi breytingar á högum þínum. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þið getið dregið lærdóm af óvæntum fréttum sem tengj- ast heilsu ykkar með ein- hverjum hætti. Verið opin fyrir hefðbundnum og nýjum leiðum til að bæta heilsuna. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það er hætt við að áætlanir sem tengjast ástarmálum og börnum breytist í dag. Reyn- ið að gera það besta úr því sem að höndum ber. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú ert í uppreisnarhug gagn- vart fjölskyldu þinni en ættir þó að reyna að finna leið til að sýna móður þinni hversu mikils þú metur hana. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Systkini ykkar, ættingjar eða nágrannar koma ykkur á óvart með einhverjum hætti í dag. Reynið að vera jákvæð gagnvart breytingum. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú færð mikið út úr því að versla í dag. Þú nýtur þess að kaupa hluti enda finnst þér þú vera að nýta réttindi þín með því. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Tunglið er í merkinu þínu í dag og því ættu hlutirnir að ganga vel fyrir sig. Þú hefðir gott af því að bregða aðeins út af vananum. Farðu í skoð- unarferð um heimabæ þinn. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Reyndu að finna tíma til að sinna gæluverkefni sem vek- ur áhuga þinn. Það liggur sérlega vel fyrir þér að fást við smáatriði og grafast fyrir um staðreyndir. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það er einhver spenna á heimilinu og því hefðirðu gott af því að verja tíma með vini þínum. Samræður um fortíð- ina geta vakið hlátur og nýj- an skilning á hlutunum. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú munt eiga mikilvægar samræður við foreldra þína eða einhvern þér eldri í dag. Mundu að það er ekki til neins að hafa betur í rökræð- um ef það kostar vinslit. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þetta er góður tími til ást- arævintýra og skemmtana. Reyndu að njóta lífsins á meðan það varir. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Hæfni þín til að heilla aðra er með mesta móti. Notaðu tækifærið til að koma ár þinni vel fyrir borð. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú ættir að íhuga hvort upp- reisnargirni þín borgi sig. Það sem við erum í uppreisn gegn heldur okkur oft föngn- um. Þegar við sleppum tök- unum öðlumst við frelsi. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÞAÐ er á skjön við eðlilega bridshugsun að spila frá kóng beint upp í ginið á ÁDG. En stund- um er það hið eina rétta: Austur gefur; enginn á hættu. Norður ♠ G8 ♥ 872 ♦ KDG5 ♣ÁDG9 Vestur Austur ♠ 9532 ♠ 64 ♥ ÁKD65 ♥ G9 ♦ Á432 ♦ 987 ♣– ♣K86542 Suður ♠ ÁKD107 ♥ 1043 ♦ 106 ♣1073 Spilið er frá Íslands- mótinu í tvímenningi um síðustu helgi og algeng- asta talan var 140 í NS fyrir níu slagi í spaðabút. Vörnin fékk þá aðeins þrjá slagi á hjarta og einn á tígulás, því tvö lauf suðurs fóru niður í frí- tígla. En það er augljóslega hægt að halda sagnhafa í átta slögum ef austur trompar þriðja hjartað og spilar laufi um hæl. Vandinn er að finna þá vörn af öryggi. Svona voru sagnir á einu borði: Vestur Norður Austur Suður – – Pass Pass 1 hjarta 2 tíglar Pass 2 spaðar Pass 3 hjörtu* Pass 3 spaðar Pass Pass Pass Setjum okkur í spor vesturs. Úr því að austur tók ekki undir hjartað er lík- legt að hann sé með eitt eða tvö. Vestur sér þann- ig strax möguleikann á því að láta makker stinga hjarta til að spila síðan laufi. En það þarf að sann- færa makker. Besta leið- in er að koma út með hjartadrottningu. Taka svo hjartakóng og spila loks smæsta hjartanu. Austur skilur þá til hvers er ætlast og brýtur glað- ur hefðbundin bridslög- mál. Hann trompar og spilar laufi upp í gaffal- inn. Það gaf 32 stig af 38 mögulegum að taka taka þrjá spaða einn niður. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rf3 c5 4. cxd5 exd5 5. Rc3 Rc6 6. Bf4 Rf6 7. e3 Be7 8. Be2 0–0 9. 0–0 Re4 10. dxc5 Rxc3 11. bxc3 Bxc5 12. Da4 Be6 13. Hab1 Dd7 14. Hfd1 Hfd8 15. Bb5 Dc8 16. Rd4 Rxd4 17. cxd4 a6 18. Bd3 Bd6 19. Hdc1 Db8 20. Bxd6 Hxd6 21. Dc2 g6 22. Dc5 b6 23. Dc7 Dxc7 24. Hxc7 Kf8 25. Kf1 Ke8 26. Ke1 Hc8 27. Hbc1 Kd8 28. H7c3 Hxc3 29. Hxc3 Bc8 30. h4 Kd7 31. Kd2 Hc6 32. Hb3 Kc7 33. f3 b5 34. g4 He6 35. Hb1 Hb6 36. h5 Kd6 37. a4 Bd7 38. h6 Kc7 39. a5 Hc6 40. g5 f6 Staðan kom upp í móti kyn- slóðanna sem lauk nýverið í New York. Jaan Ehlvest (2.587) hafði hvítt gegn Mark Bluvshtein (2.451). 41. Bxg6! fxg5 41 … hxg6 42. h7 og hvíta peðið rennur upp í borð. 42. Hc1! og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. ÁRNAÐ HEILLA 80 ÁRA afmæli. Mánu-daginn 12. maí verð- ur áttræð Guðmunda E. Bergsveinsdóttir, Rauða- læk 3. Hún tekur á móti ættingjum og vinum á heim- ili dótturdóttur sinnar í Ár- landi 6 á sunnudaginn kl. 15–19. 80 ÁRA afmæli. Sunnu-daginn 11. maí verð- ur áttræð Lilja Sólveig Kristjánsdóttir frá Braut- arhóli í Svarfaðardal. Þann dag gefur Skálholtsútgáfan út Liljuljóð og sönghópur- inn Schola Cantorum syng- ur sálma eftir Lilju í Hall- grímskirkju kl. 16. Lilja mun taka á móti gestum í suðursal Hallgrímskirkju eftir samveruna í kirkjunni. 50 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 10. maí, er fimmtugur Jóhann- es Þór Guðbjartsson, húsa- smíðameistari, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfs- bjargar. Jóhannes Þór og Hafdís Harðardóttir taka á móti ættingjum og vinum í Brúarási 5 milli 18 og 21. HLUTAVELTA Morgunblaðið/Kristinn Þessir duglegu drengir héldu tombólu og söfnuðu 1.300 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Þeir eru Alex Gíslason og Bjarni Þór Sívertsen. Á myndina vantar Þorra Magnússon. Þríþraut hjá Brids- félagi Reykjavíkur Ísak Örn Sigurðsson og Ómar Ol- geirsson hafa forystu eftir 2 keppnir af 3 í nýrri keppni, Þríþraut BR. Fyrsta kvöldið var spilaður Monrad Butler með þátttöku 21 pars. Spil- aðar voru 7 umferðir með 4 spilum milli para og raðað eftir Monrad-fyr- irkomulagi. Skorað var samkvæmt „imps across the field“ og efstu pör voru: Ísak Örn Sigurðsson – Ómar Olgeirss. 621 Helgi Jónsson – Helgi Sigurðsson 553 Jóhann Stefánss. - Guðbjörn Þórðars. 244 Gylfi Baldursson – Steinberg Ríkarðsson242 Geirlaug Magnúsdóttir – Torfi Axelsson 231 Næsta kvöld var spilaður Monrad- barómeter með þátttöku 22 para. Spilaðar voru 7 umferðir með 4 spil- um á milli para. Efstu pör voru: Ísak Örn Sigurðsson – Ómar Olgeirss. +81 Jóhann Stefánsson – Páll Jónsson +48 Guðmundur Sv. Herm. – Helgi Jóh. +40 María Haraldsd. – Ragnheiður Nielsen +40 Guðmundur Bald. – Hallgrímur Hallgr. +36 Í stigakeppni Þríþrautarinnar eru gefin stig svipað og í Formúlu 1 keppninni og þar hafa forystu Ísak og Ómar með 80 stig af 80 mögu- legum. Staða efstu para er: Ísak Örn Sigurðsson – Ómar Olgeirss. 80 Jóhann Stefánsson – Páll Jónsson 58 Helgi Jónsson – Helgi Sigurðsson 43 Guðmundur Sv. Hermannss. – Helgi Jóh. 39 Gylfi Baldursson – Steinberg Ríkarðss. 36 Síðasta kvöldið fer fram Para-ein- mennings-sveitakeppni sem er ný keppni sem hefur ekki verið spiluð hérlendis áður. Pör skrá sig til leiks, spila einmenning í hvort í sínum riðli og bera síðan saman miðað við sveitakeppni. Hægt er að bæta við pörum til að fylla upp í þægilegan fjölda, svo sem 24 eða 28 og eru áhugasamir vinsamlegast beðnir að láta vita til BSÍ, s. 587 9360, eða í tölvupósti: keppnisstjori@bridge- felag.is Öll spil og úrslit úr mótinu er að finna á heimasíðu BR, www.bridge- felag.is Sumarbrids 2003 Sumarbrids 2003 hefst mánudag- inn 19. maí. Spilað verður alla virka daga vikunnar. Byrjað er að spila kl. 19 og spiluð verða 27–30 spil á hverju kvöldi. Spilafyrirkomulag verður Snúnings-Mitchell og Monrad-bar- ómeter. Notuð verða forgefin spil hvert kvöld og verður reiknuð út staða hvers kvölds eftir hverja um- ferð. Spilarar fá afhenta spilagjöf eftir hvert kvöld og úrslit verða birt í textavarpi sjónvarpsins á síðu 326 og á Netinu á vefslóðinni www.brid- ge.is. Vikudagskráin verður þannig til að byrja með: Mánudagur: Monrad-barómeter og Verðlaunapottur. Þriðjudagur: Snúnings-Mitchell. Miðvikudagur: Monrad-barómet- er og Verðlaunapottur. Fimmtudagur: Snúnings-Mitchell Föstudagur: Snúnings-Mitchell og Verðlaunapottur. Allir sigurvegarar í Sumarbrids 2003 fá verðlaun auk þess sem bryddað verður upp á ýmsum auka- verðlaunum. Dagskráin gæti breyst þegar líða tekur á sumarið en verður þá auglýst vel hverju sinni. Meðan á Norðurlandamótinu stendur verður boðið upp á NM-leik. Spilarar geta tippað á úrslit Íslands í síðasta leik dagsins og þeir sem tippa rétt eiga möguleika á verðlaun- um. Keppnisgjald er 700 kr. á spilara á hverju kvöldi. Umsjónarmenn Sumarbrids eru Guðlaugur Sveinsson og Sveinn Rúnar Eiríksson, s. 899 0928. Gullsmárabrids Bridsdeild FEBK Gullsmára spil- aði tvímenning á átta borðum fimmtudaginn 8. maí. Miðlungur 126. Efst vóru: NS Sigtryggur Ellertss. – Þórarinn Árnas. 158 Heiðar Þórðarson – Björn Björnsson 142 Ari Þórðarson – Haukur Guðmundsson 139 Kristinn Guðmundss. – Jóhann Ólafss. 128 AV Guðm. Guðveigss. – Örn Sigurjónss. 151 Steindór Árnason – Guðgeir Björnssson 147 Guðrún Gestsdóttir – Helgi Sigurðsson 145 Kristjana Halldórsd – Eggert Kristinss. 139 Næst spilað mánud. 12. maí. Bridsdeild Sjálfsbjargar Mánudaginn 5. maí endaði 4 kvölda tvímenningur, Palla – Kalla mót. Spilað var á 11 borðum. Í efstu sætum urðu eftirtaldir: N-S: Kristján Albertss. – Halldór Aðalst. 1025 Bragi Sveinsson – Sigrún Pálsdóttir 985 Ingólfur Ágústsson – Eyjólfur Jónsson 928 A–V: Jón B. Sigvaldas. – Óskar Hjaltason 977 Zarioh Hamdei – Ólafur Ingvarsson 947 Lilja Kristjánsd. – Sigríður Guðm. 921 Boðið verður upp á sumarbrids sem byrjar mánudaginn 12. maí kl. 19. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson SUMARVÍSUR Sumarið þegar setur blítt sólar undir faldi, eftir á með sitt eðlið strítt andar veturinn kaldi. Felur húm hið fagra ljós, frostið hitann erfir, væn að dufti verður rós, vindur logni hverfir. Lýðum þegar lætur dátt lukku byrinn mildi, sínum hug í sorgar átt sérhver renna skyldi. Þorlákur Þórarinsson LJÓÐABROT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.