Morgunblaðið - 10.05.2003, Page 78

Morgunblaðið - 10.05.2003, Page 78
ÍÞRÓTTIR 78 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ HANDKNATTLEIKUR Sunnudagur: Úrslit karla, þriðji leikur: Ásvellir: Haukar - ÍR ............................16.15  Staðan er 1:1.  Fjórði leikur verður í Austurbergi á þriðjudaginn kl. 20. KNATTSPYRNA Laugardagur: Deildabikarkeppni kvenna, úrslit: Kópavogur: Breiðablik - Valur.............16.30 Deildabikarkeppni karla, úrslit í neðri deild: Kópavogur: Breiðablik - Njarðvík............14 Deildabikarkeppni kvenna, neðri deild: Garður: RKV - FH .....................................11 Sunnudagur: Deildabikarkeppni kvenna, neðri deild: Ásvellir: Þróttur/Haukar - Tindastóll ......14 Egilshöll: Fjölnir - HK/Víkingur ..............17 FRJÁLSÍÞRÓTTIR Fyrsta stigamótið af fjórum sem FH-ingar standa fyrir í sumar fer fram í dag og á morgun á Kaplakrikavelli. Keppni hefst kl. 13 í dag og kl. 16 á morgun. RÓÐUR Hinn árlegi kappróður Kayakklúbbsins, sem undanfarin fimm ár hefur verið kennd- ur við Bessastaði – er nú nefndur Reykja- víkurbikar, fer fram í dag. Ræst verður út frá eyðinu við Geldinganes kl. 11 og koma menn í mark á sama stað rúmlega klukku- stund síðar. UM HELGINA HUGSANLEG vistaskipti varn- armannsins Helga Vals Daníels- sonar eru í biðstöðu að sögn Ámunda Halldórssonar, formanns knattspyrnudeildar Fylkis. Fylk- ismenn höfðu gert sér vonir um að geta fengið Helga Val til liðs við sig fyrir átökin í efstu deild karla í knattspyrnu í sumar. Ætluðu Fylkismenn þá að leysa Helga undan samningi við enska 2. deildar liðið Peterborough, sem hann hefur leikið með und- anfarin ár. Peterborough hefur átt í fjár- hagserfiðleikum eins og svo mörg félög á Englandi en nú virðast betri tímar vera framundan hjá félaginu. Í lok apríl komu nýir eigendur að Peterborough og kjölfarið var ákveðið að ekki yrðu seldir leik- menn frá liðinu að svo komnu máli, alltént á meðan nýir eig- endur og knattspyrnustjóri færu yfir málin. „Það má segja að mál Helga Vals sé því biðstöðu og á meðan svo er verður ekkert af því að hann komi til okkar,“ sagði Ámundi í samtali við Morg- unblaðið í gær. Félagaskipti Helga Vals eru í biðstöðu Heimir sagði við Morgunblaðið aðfyrirfram hefði hann reiknað með sigri Hauka í einvíginu og hann væri enn á þeirri skoðun. „Þeir eru með sterkara lið í heildina en það má alls ekki afskrifa ÍR- inga. Það kom mér á óvart hve auð- veldur sigur Hauka var í fyrsta leiknum, en ÍR-ingar bættu það upp í leik númer tvö þar sem hungrið hjá þeim kom í ljós. Að sama skapi fannst mér eins og Haukarnir kæmu værukærir í Breiðholtið og létu grimman varnarleik ÍR-inga trufla sig. ÍR er með samansafn af ungum strákum sem gefa sig alla í leikina og það hefði ekki átt að koma Haukum á óvart. Það sem þó var gleðilegt að sjá í leik Hauka þar var hve vel ungu strákarnir, Andri Stefan og Ásgeir Örn Hallgrímsson, léku.“ Heimir sagði að eftir þennan sigur ÍR væri einvígið opið. „Ef Haukarnir endurvekja viljann og ákveðnina eiga þeir að hafa betur á sínum heimavelli og ná 2:1 forystu. Ég trúi því ekki að þeir láti ÍR-inga vinna í annað skiptið í röð. Aftur á móti hafa ÍR-ingar sýnt í vetur að það getur ekkert lið bókað sigur á móti þeim og ef þeir halda sama dampi og í fimmtudagsleiknum eigum við von á miklu fjöri á Ásvöllum. ÍR hefur leik- ið vörnina framarlega gegn Haukum og það hefur gefist vel. Núna ræðst mikið af því hvernig Haukum gengur að finna svör við þessum varnarleik,“ sagði Heimir Ríkharðsson. Morgunblaðið/Kristinn Ásgeir Örn Hallgrímsson, skyttan unga í liði Hauka, ræðir málin við dómara í viðureigninni við ÍR á fimmtudagskvöldið. Ásgeir og félagar fá ÍR í heimsókn á morgun. HAUKAR og ÍR mætast á morgun í þriðja úrslitaleik sínum um Ís- landsmeistaratitil karla í hand- knattleik. Eftir öruggan sigur Hauka í fyrsta leiknum hleyptu ÍR-ingar spennu í einvígið með góðum sigri á sínum heimavelli í fyrrakvöld og staðan er jöfn, 1:1. Heimir Ríkharðsson, þjálfari Fram, á von á því að Haukar verði sterkari á heimavelli á morgun og nái forystunni á nýjan leik. Eftir Víði Sigurðsson Aldrei hægt að bóka sigur gegn ÍR ÞÓRÐUR Þórðarson, markvörður, fagnaði endurkomu sinni í heimabæinn, Akranes, með því að færa Skagamönnum deildabik- arinn í gærkvöld. Þórður, sem er kominn aftur í raðir ÍA eftir nokk- urra ára útlegð, varði þrjár víta- spyrnur frá Keflvíkingum í úr- slitaleiknum á Valbjarnarvelli í Laugardal. Eina frá Þórarni Krist- jánssyni á 68. mínútu leiksins og tvær í vítaspyrnukeppni, frá Adolf Sveinssyni og Kristjáni H. Jó- hannssyni. Þórður var haltur, þurfti tvívegis aðhlynningu í leikn- um vegna meiðsla, en harkaði af sér og reyndist liði sínu dýrmætur. Leikurinn sjálfur endaði 1:1 eftir framlengingu en Skagamenn sigr- uðu í vítaspyrnukeppninni, 4:2, og unnu þar með deildabikarinn í þriðja skipti í átta ára sögu hans. „Þessi sigur gefur vonandi góð fyrirheit fyrir sumarið og hann eflir sjálfstraustið í okkar hópi. Við stefndum á að komast alla leið í þessari keppni sem skiptir stöð- ugt meira máli, ekki síst þegar að- stæðurnar eru eins og núna og síð- ustu fjórir leikirnir fara fram á grasi. Það er einmitt besti und- irbúningurinn fyrir Íslandsmótið. Ég held að bæði lið geti verið þokkalega sátt við leikinn, sem var nokkuð kaflaskiptur, og Keflvík- ingar voru virkilega erfiðir því þeir eru með vel spilandi og gott lið,“ sagði Gunnlaugur Jónsson, fyrirliði ÍA, við Morgunblaðið. Leikurinn var opinn og fjör- ugur, mörg færi á báða bóga, en bæði mörkin komu á fyrstu 13 mínútunum. Pálmi Haraldsson kom ÍA yfir með skoti í þverslána og inn af 25 metra færi en Magnús S. Þorsteinsson braust inn í víta- teig ÍA og jafnaði með góðu skoti fimm mínútum síðar. Þórður varði þrjár víta- spyrnur Keflvíkinga Morgunblaðið/Árni Torfason Gunnlaugur Jónsson, fyrirliði Skagamanna, lyftir deildabik- arnum og eignabikar sem fylgir honum eftir sigurinn á Keflvík- ingum í gærkvöld. BREIÐABLIK sendir lið í 1. deild- arkeppni karla í handknattleik næsta vetur en það var ákveðið á fundi hjá félaginu í gærkvöld. Kópa- vogsliðið spilaði í utandeildakeppni HSÍ í vetur, undir stjórn Brynjars Freys Stefánssonar, sem væntan- lega þjálfar það áfram. Þar með er útlit fyrir að liðum í 1. deild fjölgi úr 14 í 16, svo framarlega sem einhver þeirra sem voru með í vetur heltast ekki úr lestinni, þar sem Fylkismenn hyggja einnig á þátttöku í deildinni. Breiðablik sendir lið KNATTSPYRNA Deildabikar kvenna Neðri deild: Þróttur/Haukar - Fjölnir......................... 3:1 Staðan: Þróttur/Haukar 4 3 1 0 14:6 10 FH 4 3 0 1 22:9 9 HK/Víkingur 4 2 1 1 8:8 7 RKV 4 2 0 2 7:10 6 Fjölnir 4 1 0 3 9:15 3 Tindastóll 4 0 0 4 7:19 0 Deildabikar karla Efri deild, úrslitaleikur: ÍA - Keflavík ............................................. 1:1 Pálmi Haraldsson 8. - Magnús S. Þor- steinsson 13.  ÍA sigraði 4:2 í vítaspyrnukeppni. Vináttulandsleikur Bandaríkin - Mexíkó ................................0:0 69.582. KÖRFUKNATTLEIKUR NBA-deildin Úrslitakeppnin, átta liða úrslit: Austurdeild: Detroit – Philadelphia.........................104:97  Eftir framlengingu.  Detroit er yfir 2:0. Vesturdeild: Dallas – Sacramento .........................132:110  Staðan er jöfn 1.1. Evrópudeildin Lokakeppni í Barcelona, undanúrslit: Siena (Ítalíu) - Treviso (Ítalíu) .............62:65 Barcelona - CSKA Moskva...................76:71  Úrslitaleikur Siena og Barcelona fer fram á sunnudag og einnig leikurinn um þriðja sætið. ÍSHOKKÍ HM í Finnlandi Undanúrslit: Kanada – Tékkland..................................8:4 (1:0, 2:2, 5:2) Svíþjóð - Slóvakía .....................................4:1 (1:0, 1:1, 2:0).  Kanada og Svíþjóð leika til úrslita eins og á HM 1997, en þá sigruðu Kanadamenn. ÚRSLIT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.