Morgunblaðið - 10.05.2003, Side 80

Morgunblaðið - 10.05.2003, Side 80
FÓLK Í FRÉTTUM 80 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sunnud. 11. maí kl. 14 Miðvikud. 14. maí kl 13.30 Sunnud. 18. maí kl 14 Sunnud. 25. maí kl 14 www.sellofon.is lau 17. maí kl. 21, NASA, örfá sæti fim 22. maí, HÓTEL SELFOSS föst 23. maí, kl. 21 nokkur sæti mið 28. maí, Lokasýning í Nasa í vor fim 5. júní kl. 21, SJALLINN AKUREYRI Miðasala á Akureyrir fer fram í Pennanum Eymundsson Glerártorgi og á Selfossi í Alvörubúðinni, Smurbrauðsverður innifalinn Miðasala Iðnó í síma 562 9700 Hin smyrjandi jómfrú sýnt í Iðnó Sun 11. maí kl 20 ALLRA SÍÐASTA SÝNING Stóra svið Nýja svið Þriðja hæðin Miðasalan er opin frá kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnaður kl. 10 virka daga. Fax 568 0383 - midasala@borgarleikhus.is Miðasala 568 8000 PÍKUSÖGUR eftir Eve Ensler Su 11/5 kl 20, Su 18/5 kl 20 Takmarkaður sýningarfjöldi Litla svið RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Fö 16/5 kl 20, Lau 17/5 kl 20 STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN í samstarfi við SJÓNLEIKHÚSIÐ Leikrit með söngvum - og ís á eftir! Í dag kl. 14, Lau 17/5 kl 14 MAÐURINN SEM HÉLT AÐ KONAN HANS VÆRI HATTUR eftir Peter Brook og Marie-Hélène Estienne Fö 16/5 kl 20, Fö 23/5 kl 20 ATH: Síðustu sýningar KVETCH eftir Steven Berkoff í samstarfi við Á SENUNNI Fi 15/5 kl 20 aukasýning ATH: SÍÐASTA SÝNING GESTURINN e. Eric-Emmanuel Schmitt Su 11/5 kl 20, Su 18/5 kl 20 Örfáar sýningar vegna fjölda áskorana SUMARÆVINTÝRI e. Shakespeare og leikhópinn Í kvöld kl 20, Lau 17/5 kl 20, Fi 22/5 kl 20, Lau 24/5 kl 20 ATH: Sýningum lýkur í maí ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield Í kvöld kl 20, Lau 17/5 kl 20, Lau 24/5 kl 20 PÚNTILA OG MATTI e. Bertolt Brecht Su 11/5 kl 20, Fi 22/5 kl 20, Su 25/5 kl 20 ATH: Sýningum lýkur í maí SÖNGLEIKURINN SÓL & MÁNI eftir Sálina og Karl Ágúst Úlfsson Fö 16/5 kl 20, Fö 23/5 kl 20 Fö 30/5 kl 20, Lau 31/5 kl 20 ATH: SÍÐUSTU SÝNINGAR "DANS FYRIR ÞIG" 30 ára afmælissýning Íslenska dansflokksins FROSTI-Svanavatnið (lokakafli) eftir Láru Stefánsdóttur Brot úr nokkrum af eftirminnilegustu verkum Íslenska dansflokksins 2.sýn fi 15/5 kl 20, 3.sýn su 18/5 kl 20 ATH. AÐEINS ÞESSAR TVÆR SÝNINGAR ÞAÐ var einstaklega gaman að hafa loks tækifæri til að virða fyrir sér margfræg salarkynni sem nú er hluti af skemmtistaðnum NASA við Austurvöll. Þessi fallegi, gamli salur á sér langa sögu og smellpassar utan um allsherjar tónlistar- og skemmtidagskrá af þessu tagi þó að sviðið sé í þrengsta lagi. Þarna hafa margir skemmtikraftar stigið á svið, m.a. í kabarettinum Bláu stjörnunni forðum daga og allan þann tíma sem Landssíminn notaði salinn undir mötuneyti dreymdi ýmsa leikhópa og skemmtikrafta um að fá afnot af hon- um. Hér er kominn vísir að skemmti- stað af öðru tagi en flestir barir og dansstaðir borgarinnar. Sígild dæg- urtónlist á í fá hús að venda og það væri tilvalið að hlúa að slíku hér, t.d. á milli 8 og 11 á kvöldin. Rólegri gest- irnir gætu þá haldið heim á leið og látið minningar um ljúfar melódíur leiða sig inn í draumalandið en þeir úthaldsbetri dansað fram á morgun upp á nýrri tísku. Hjördís Elín, Þórunn og Ingibjörg sem hér standa fyrir tónlistardag- skrá eru dætur Sigríðar Þorvalds- dóttur leikkonu og Lárusar heitins Sveinssonar trompetleikara hjá Sin- fóníuhljómsveitinni með meiru. Þær drukku leiklistina í sig með móður- mjólkinni og lærðu fyrstu tónana við föðurhné svo það ætti ekki að koma á óvart hvert hugurinn og hæfileikarn- ir leita. Þórunn hefur fetað í fótspor móður á sviði Þjóðleikhússins, Hjör- dís Elín hefur haslað sér völl í söngn- um en Ingibjörg haldið sig við hljóð- færaleikinn auk annarra hefðbundn- ari starfa. Trompetgenin voru einmitt ráð- andi í upphafsatriði dagskrárinnar og systurnar tóku sig vel út þar sem þær þöndu lúðrana. Vinsælir hljómar úr sjónvarpsþáttum og kvikmyndum gáfu tóninn um það sem koma skyldi og þá staðreynd að hér var allt tínt til sem flytjendurna langaði að kljást við. Dagskrána einkenndi því umfram allt fjölbreytni; hér voru valin saman sem ólíkust og jafnvel ólíklegustu lög. Það fylgdi því hvað valsað var milli ólíkra tegunda tónlistar að syst- urnar gátu flíkað fjölhæfninni þó að oft væri það gert meira í gamni en al- vöru, t.d. hvað danskunnáttuna varð- ar sem Jón Ólafsson sjónvarps- stjarna gerði mikið grín að. Það var ákaflega gaman að sjá þær draga fram hvert furðuhljóðfærið af öðru þó að hvað sekkjapípuna varðar væri leikið meira á hana af vilja en mætti. Annars var Jóns þáttur Ólafssonar svo mikill að hann hlýtur að vera skyldur systrunum í a.m.k. sjötta lið skv. Íslendingabók, svo vel féll sam- an húmor hans og þeirra. Auk þess að hann færi fyrir afar skemmtilegri hljómsveit og tækist oft mjög skemmtilega upp við hljóðfæraleik- inn fékk hann að láta ljós sitt skína bæði við að þenja raddböndin í að- skiljanlegri lyftutónlist og að stríða systrunum sem létu sér það vel líka. Atriðin voru eins ólík og þau voru mörg. Hjördís Elín söng „Say a Little Prayer“, gamalt og gott lag eftir Burt Bacharach, sem margar söngkonur hafa spreytt sig á þó að kunnast sé það e.t.v. í flutningi Dionne Warwick. Hjördís hefur ákaf- lega fallega og vel æfða rödd eins og átti eftir að sýna sig hvað eftir annað í sýningunni. Þórunn hættir sér ekki upp á eins háa tóna en hún bætti það upp með túlkuninni, t.d. í afar fallegu djössuðu lagi sem hún kvað Doris Day hafa flutt þegar hún var upp á sitt besta. Annars einkenndist flutningurinn mikið af hve vel raddir þeirra hljóma saman og hvernig þær bæta hver aðra upp í söngnum. Gott dæmi um þetta er flutningur þeirra á David Bowie-laginu „Life on Mars“. Þar söng Þórunn hinar frægu upphafs- tóna, Ingibjörg raddaði en Hjördís Elín þandi sig í efstu tónunum. Þær brugðu sér líka í millistríðs- áragervi í „I’ve Got Rhythm“ eftir Gershwin og hljómuðu álíka og And- rews-systur. Þrjú lög af verkefna- skrá hljómsveitarinnar ABBA féllu í góðan jarðveg meðal áhorfenda, auk tveggja annarra frá svipuðum tíma „Lady Marmalade“ sem Labelle gerði frægt á sínum tíma en var ný- lega flutt í kvikmyndinni Moulin Rouge og „We Are Family“, diskó- smellur með Sister Sledge, sem var sjálfvalið. Trompetarnir voru samt alltaf hafðir við höndina: Ingibjörg tók fal- legt sóló í rhythm’n’blues-smellinum gamla „What a Wonderful World“, trompetarnir voru í forgrunni í „I’ve Got Rhythm“ og systurnar þrjár léku allar á trompeta í gömlu lagi sem þær spiluðu forðum daga með lúðrasveit Mosfellsbæjar undir stjórn föður- bróður síns, Birgis Sveinssonar, „Swinging Shepherd’s Blues“. Til að auka enn á úrvalið buðu syst- urnar „gestaleikara úr Þjóðleikhús- inu“ að sýna dansatriði sem viðkom- andi sló í gegn með nýverið á þeim vettvangi. Samkvæmt Jóni Ólafssyni er dans aftur á móti ekki systranna sterkasta hlið, en líklegt er að þrengslin á sviðinu valdi því að ekki voru fleiri dansatriði á dagskránni frekar en að fótfimi þeirra sé ábóta- vant. Þetta var skemmtileg sýning í fal- legum sal og vonandi að hægt verði að sjá margar slíkar í framtíðinni á sama stað. Það er ekki ólíklegt að systurnar komi aftur fram í náinni framtíð, eða þegar þær geta komið því næst við vegna annríkis. Í milli- tíðinni geta sjónvarpsáhorfendur huggað sig við að von er á að þeim bregði fyrir í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 í kvöld. Lúðrablástur Lárusdætra SKEMMTANIR NASA við Austurvöll Hjördís Elín (Dísella), Ingibjörg og Þór- unn Lárusdætur leika og syngja ýmis lög við undirleik Friðriks Sturlusonar (bassi), Jóhanns Hjörleifssonar (trommur), Jóns Ólafssonar (hljómborð) og Guðmundar Péturssonar (gítar). Sunnudagur 4. maí. ÞRJÁR SYSTUR – BLAND Í POKA Sveinn Haraldsson Morgunblaðið/Jim Smart „Skemmtileg sýning í fallegum sal,“ segir í umsögn um söngsýningu Þriggja systra. EINMANA hjörtu! Einmana karlmaður á góðum aldri óskar eftir að kynnast skiln- ingsríkri konu, sem vill byrja lífið á ný. Í byrjun ársins 1915 streymdu svörin við þessari saklausu aug- lýsingu til herra Henri Desire Landru. Engin hinna skiln- ingsríku kvenna sem svöruðu lét sér til hugar koma, að aug- lýsandinn yrði uppvís að því að eiga 275 kærustur og grunaður um að hafa myrt 11 þeirra. Um þennan Landru fjallar þessi sann- sögulega mynd eftir Claude Cha- brol sem Kvikmyndasafn Íslands sýnir í Bæjarbíói í dag kl. 16. Myndin er frá 1962 og skartar Charles Denner (Landru), Michelle Morgan, Danielle Darrieux og Hildegard Kneff í aðalhlutverkum en handritið er eftir Francoise Sagan. Umræddur Landru lifir rólegu fjölskyldulífi og vinnur fyrir sér með sölu gamalla húsmuna. Sköll- óttur, með skrítið skegg lítur hann alls ekki út fyrir að vera sá mikli kvennamaður sem raun ber vitni. Ástkonurnar eru sem viljalaus verkfæri í höndum hans, þær flytja til hans í húsið í Gambais og hann ráð- stafar eignum þeirra að eigin geðþótta og heldur nákvæmt reikningshald yfir allt saman. Upp kemst um hegðan Landru fyrir tilviljun, en er hann morðingi? Nágrann- arnir segja að daun- illan reyk leggi upp úr reykháfnum hjá Landru þegar konur væru í heimsókn hjá honum auk þess sem í ljós kemur að hann kaupir alltaf farmiða fram og til baka fyrir sig, en aðeins aðra leið- ina fyrir vinkonur sínar. Á meðan á réttarhöldunum yfir honum stendur hafa margir samúð með Landru, einkum konur, og margar óska að giftast honum. Kvikmyndasafnið sýnir Landru Einmana hjörtu Landru er sýnd í Bæjarbíói kl. 16 og er aðgangseyrir 500 krónur. eftir Claude Chabrol Svona leit morðinginn Landru út í raun og veru en hann var kall- aður „Franski blá- skeggur“.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.