Morgunblaðið - 17.05.2003, Side 1

Morgunblaðið - 17.05.2003, Side 1
STOFNAÐ 1913 132. TBL. 91. ÁRG. LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Torgið á sér turn Rýnt í ljóðaþýðingar Jóhanns Hjálmarssonar Lesbók 4 Heiða Jóhannsdóttir sá nýju Matrix-myndina Fólk 66 Hlutirnir ger- ast á morgun Jack Welch messaði yfir ís- lenskum viðskiptajöfrum 12 Eftirbátur forverans uðum þorskafla í umrædd veiðar- færi. Brottkast þorsks var 3814 tonn árið 2001, eða 1,8%, og hefur því minnkað verulega. Enda þótt gögn um brottkast þorsks á fyrri árum séu takmörkuð, má þó álykta að brottkast þorsks árið 2002 hafi verið með allra minnsta móti miðað við undanfarin ár. Tæp 5% af ýsunni í sjóinn aftur Samanlagt brottkast ýsu var 2315 tonn, eða 4,9% af lönduðum afla. Brottkast ýsu árið 2001 var 1016 tonn, eða 3%, og hefur aukist tals- vert. Þessi aukning á aðallega rætur að rekja til aukins brottkasts í botn- vörpuveiðum. Brottkastshlutfall ýsu í dragnótaveiðum er að vísu hátt en vegur ekki þungt í heildarbrottkasti vegna lítils afla í dragnót. Brottkast ýsu í línuveiðum minnkaði á hinn bóginn mikið. „Brottkast ýsu árið 2002 er ekki hátt miðað við ástandið á síðasta áratug þegar hlutfallið fór oft yfir BROTTKAST á ýsu hefur aukist á síðasta ári, en mun minna var þá hent af þorski en áður. Talið er að brottkast á þorski hafi á síðasta ári verið með allra minnsta móti, ríflega 1.800 tonn eða 1% heildaraflans. Brottkast af ýsu er talið um 2.315 tonn, eða 4,9%. Það er veruleg aukn- ing frá árinu 2001, en er þó mun minna en á síðasta áratug. Brottkast af ufsa og gullkarfa var lítið sem ekkert á síðasta ári. Þetta kemur fram í mælingum Hafrannsóknastofnunar á brott- kasti fiska. Þessar mælingar voru fyrst gerðar fyrir árið 2001 og byggjast á því að mæla lengd fiska sem landað er úr ákveðnum veiðar- færum annars vegar og hins vegar lengd þeirra fiska sem dregnir eru um borð úr sömu veiðarfærum á sömu veiðisvæðum. 10% þorsksins hent Samanlagt brottkast þorsks árið 2002 var 1822 tonn eða 1% af lönd- 10%. Engu að síður er óásættanlegt að brottkast á ýsu aukist meðan það minnkar eða er nánast ekkert á öðr- um tegundum,“ segir í skýrslu stofn- unarinnar. Sérstakar brottkasts- mælingar hafa nú staðið yfir í tvö ár og fara vaxandi. Gagnasöfnun hefur aukist að umfangi og beinist að æ fleiri veiðarfærum og fisktegundum. Minna hent af þorski Brottkast þorsks og ýsu minnkaði um 800 tonn milli áranna 2001 og 2002                                            ! "         "  "      # $%$ &#'   '  (  ( GERHARD Schröder, kanzlari Þýzkalands, og Colin Powell, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, sendu í gær frá sér sameiginlega áskorun um að viðskiptabanni Sameinuðu þjóðanna á Írak yrði aflétt sem fyrst. Yfirlýsingin var afrakstur fundar þeirra Schröders og Powells í Berlín og þykir hún vottur um að samskipti stjórnvalda í Berlín og Washington kunni að vera að batna. Powell sagði að sá samstarfsvilji sem hann hefði orðið áskynja af hálfu þýzkra stjórnvalda, sem ann- ars beittu sér mjög gegn hernaðin- um í Írak, og annarra meðlima ör- yggisráðs SÞ yki með sér bjartsýni á að ráðið kæmist fljótt að samkomu- lagi um að aflétta viðskiptabanninu. Þýzkir ráðamenn höfðu vonazt til að Berlínarheimsókn Powells yrði mikilvægur áfangi að því að bæta samskipti landanna og jafnvel leggja grunninn að því að Schröder og George W. Bush Bandaríkjaforseti töluðu aftur saman, sem þeir hafa ekki gert frá því í nóvember. Banda- ríski utanríkisráðherrann virtist frekar slá á slíkar vonir; hann sagði forsetann myndu hafa lítinn tíma til samræðna við kanzlarann á leiðtoga- fundi G-8-hóps helztu iðnríkja heims, sem fram fer í Frakklandi 1.-3. júní nk. Undir þessum kringumstæðum fór það fyrir brjóstið á ráðamönnum í Berlín er fréttist að Bush hefði í Washington í gær óvænt átt viðræð- ur við Roland Koch, forsætisráð- herra Hessen og einn æðsta mann kristilegra demókrata sem fara fyrir stjórnarandstöðunni gegn ríkis- stjórn Schröders kanzlara. Koch er fyrsti þýzki stjórnmálamaðurinn sem Bush ræðir persónulega við frá því Íraksstríðið hófst. Aftur á móti þykir það annað teikn um þíðu í samskiptunum, að von er á Donald Rumsfeld, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, í opinbera heimsókn til Þýzkalands 11. júní. Reuters Colin Powell og Gerhard Schröder kanslari takast í hendur eftir viðræður sínar í þýsku höfuðborginni í gær. Schröder styður af- nám viðskiptabanns Berlín. AFP. Fregnir hermdu seint í gærkvöldi að a.m.k. 20 manns hefðu beðið bana þegar sjö sprengjur hefðu sprungið í Casablanca í Marokkó. Sjónarvottar sögðu að mikið manntjón hefði orðið í sprengjuárás á samkomuhús félags gyðinga í borginni. A.m.k. sex aðrar sprengjur sprungu, m.a. í hverfi fólks af spænskum uppruna, veit- ingahúsahverfi og við þrjú hótel. Bandaríska utanríkisráðuneytið kvaðst hafa fengið óstaðfestar upp- lýsingar um að al-Qaeda-menn hygð- ust fremja hryðjuverk í ákveðnu hverfi í borginni Jeddah í Sádi-Arab- íu á næstunni. Varað við ferðum til Austur-Afríku Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur einnig varað Bandaríkjamenn við því að ferðast til Kenýa nema nauðsyn beri til og ráðlagt þeim að endurskoða áform um ferðir til ann- arra ríkja í Austur-Afríku. Breska stjórnin ráðlagði í gær Bretum í Djíbútí, Erítreu, Eþíópíu, Sómalíu, Tansaníu og Úganda að vera á varðbergi vegna hættu á hryðjuverkum. Áður höfðu bresk stjórnvöld bannað allt farþegaflug Hryðjuverka- ógnin eykst Manntjón í nokkrum sprengjutil- ræðum í Casablanca í Marokkó Dubai. AFP. breskra flugvéla til og frá Kenýa og varað við hugsanlegum hryðjuverk- um í landinu. Stjórnin í Kenýa mót- mælti flugbanninu, sagði það til marks um „óðagot“ og kvaðst hafa gert nægar ráðstafanir til að vernda erlenda borgara. Stjórnvöld í fleiri löndum, m.a. Danmörku og Þýskalandi, vöruðu í gær við ferðum til Kenýa. Stjórnvöld í Ástralíu og á Nýja- Sjálandi ráðlögðu borgurum sínum að vera á varðbergi í sex löndum í Suðaustur-Asíu – Malasíu, Taílandi, Singapúr, Filippseyjum, Austur- Tímor og Brúnei. STJÓRNVÖLD í nokkrum löndum vöruðu í gær við því að hryðju- verk kynnu að vera yfirvofandi í ríkjum í Austur-Afríku, Suðaustur- Asíu og Mið-Austurlöndum. Óttast er að al-Qaeda, hryðjuverka- samtök Osama bin Ladens, séu að undirbúa fleiri hryðjuverk í Sádi- Arabíu eftir þrjú sprengjutilræði á mánudag sem kostuðu 34 lífið. „ÞESSAR mælingar benda til þess að talsvert hafi áunnist í því að stemma stigu við brottkasti á helstu botnfiskum, að ýsu undanskilinni,“ segir í skýrslu Hafró. „Brottkast hefur almennt minnkað en er enn til staðar í ýmsum veiðum og losar 4000 tonn í heild í umræddum veið- um á helstu botnfiskum. Brottkast þorsks og ýsu árið 2001 var metið 4.830 tonn. Brottkast á flestum öðr- um fisktegundum er óþekkt stærð. Þær niðurstöður sem hér liggja fyrir ná aðeins til afmarkaðs hluta brottkastsins, þ.e. þess hluta sem mælist með þeirri aðferð sem beitt er. Ekki er unnt að meta hversu stór þessi hluti er af heildarbrott- kasti. Niðurstöðurnar ber því að skoða sem lágmarksmat á brott- kasti á Íslandsmiðum.“ Talsvert áunnist PAUL Bremer, yfirmaðurbandaríska hernámsliðsins í Írak, bannaði í gær öllum hátt settum félögum í flokki Sadd- ams Husseins, Baath-flokkn- um, að gegna opinberum störf- um í landinu. Áður hafði Bremer sagt að Baath-flokkurinn yrði upprætt- ur með öllu. Bandarískur embættismað- ur í Bagdad sagði að bannið kynni að ná til 15.000-30.000 fé- laga í Baath-flokknum en bætti við að líklega myndu tiltölulega fáir þeirra sækja um þau störf sem þeir gegndu fyrir stríðið. Hann viðurkenndi að umsækj- endur um opinber störf kynnu að verða ranglega sakaðir um að hafa verið í Baath-flokknum og það gæti tekið langan tíma að rannsaka slíkar ásakanir. AP Paul Bremer, nýr yfirmaður hernámsliðsins í Írak. Baath- menn sett- ir í bann Bagdad. AFP.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.