Morgunblaðið - 17.05.2003, Qupperneq 4
FRÉTTIR
4 LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
GUÐLAUGUR Þór Þórðarson,
borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins,
spurði Þórólf Árnason borgarstjóra
á fundi borgarstjórnar í fyrrakvöld
um mikinn hallarekstur félaga í eigu
Orkuveitu Reykjavíkur á síðasta ári.
Í máli Guðlaugs Þórs kom fram að
tekjur félagsins Línu Net voru 300
milljónir, tapið 157 milljónir og
gengishagnaðurinn 122 milljónir.
Tekjur félagsins Tetra Ísland voru
93 milljónir, tapið 214 milljónir en
gengishagnaður 50 milljónir.
Tekjur félagsins Rafmagnslína
voru 13 milljónir, tapið 10 milljónir
og gengishagnaður 5 milljónir. Fé-
lagið Feying hafði engar tekjur en í
máli Guðlaugs Þórs kom fram að tap
félagsins hafi numið sjö milljónum
króna. „Þessi hallarekstur Línu
Nets-fjölskyldunnar er greiddur
með peningum Reykvíkinga með
einum eða öðrum hætti. Þetta er það
sem orkugjöldin fara meðal annars
í,“ sagði hann við Morgunblaðið.
Gagnrýndi
hallarekst-
ur félaga
í eigu OR
GUÐRÚN Helga Arn-
arsdóttir lést aðfara-
nótt föstudags á
krabbameinsdeild
Landspítalans við
Hringbraut.
Guðrún Helga fædd-
ist í Reykjavík 15. júlí
1964. Foreldrar henn-
ar eru Arnar Jónsson
og Þórhildur Þorleifs-
dóttir og átti hún fjög-
ur systkini.
Guðrún Helga giftist
5. júní 1993 Geir
Sveinssyni og eiga þau
saman börnin Arnar Svein og
Ragnheiði Katrínu Rós.
Guðrún Helga ólst upp í Reykja-
vík og á Akureyri. Eftir að hafa
stundað nám í Menntaskólanum við
Hamrahlíð lagði hún stund á nú-
tímadans í München í Þýskalandi
veturinn ’84–’85 og í The Place –
London Contemporary Dance
School veturinn ’85–’86.
Frá hausti ’86 til ’89 tók hún sér
ýmis störf fyrir hendur svo sem
leiklistar- og sýningarstörf auk
skrifstofustarfa hjá Hafnarskrifstof-
unum í Reykjavík.
Guðrún Helga starfaði sem flug-
freyja hjá Flugleiðum með hléum á
árunum 1989 til 1997.
Var hún búsett ásamt eiginmanni
sínum á Spáni á ár-
unum 1990 til 1994 og
í Frakklandi frá 1995
til 1997.
Frá þeim tíma til
ársins 2001 starfaði
Guðrún Helga við
kvikmynda-, auglýs-
inga- og þáttagerð
m.a. hjá Ríkisútvarp-
inu, Panartica og Hug-
sjón.
Guðrún Helga nam
svæðanudd á árunum
1999–2001 og starfaði
sem nuddari til ársins
2003.
Hún var ein af þeim sem byggðu
upp KRAFT – stuðningsfélag fyrir
ungt fólk, sem greinst hefur með
krabbamein, og aðstandendur. Guð-
rún Helga vann mjög óeigingjarnt
starf í Krafti frá upphafi. Hún miðl-
aði af reynslu sinni til þeirra sem til
hennar leituðu, veitti þeim stuðning
og ráðgjöf. Hún var formaður
markaðs- og kynningarnefndar
Krafts og var með símaráðgjöf fyrir
félagið.
Þeim sem vilja minnast hennar er
bent á minningarsjóð Guðrúnar
Helgu Arnarsdóttur sem stofnaður
hefur verið innan KRAFTS, kt.
571199-3009, reikn.nr. 0327-13-
800900.
Andlát
GUÐRÚN HELGA
ARNARSDÓTTIR
JACK Welch, fyrrverandi forstjóri
bandaríska fyrirtækisins General
Electric, og unnusta hans, Suzy
Wetlaufer, heimsóttu forsetahjónin
á Bessastöðum, Ólaf Ragnar
Grímsson og Dorrit Moussaieff, í
gærdag.
Welch er mjög vinsæll fyrirles-
ari og er einmitt hér á landi í
þeim erindagjörðum. Í gær hélt
hann fyrirlestur um hugmyndir
sínar um rekstur fyrirtækja fyrir
fullu húsi á Hótel Nordica. Þá hélt
hann einnig fyrirlestur í Háskóla
Reykjavíkur fyrir MBA-nema og
starfsfólk skólans. Welch kom til
landsins á fimmtudag og fór þá í
Bláa lónið og snæddi á Humarhús-
inu. Þá skoðaði hann hesta í Víði-
dal og var að sögn hrifinn.
Í gærkvöldi snæddi hann hátíð-
arkvöldverð í Perlunni ásamt for-
setanum og forsvarsmönnum og
helstu viðskiptamönnum Kaup-
þings og Baugs en hann er hér
staddur í boði þeirra fyrirtækja.
Welch og Wetlaufer fara af
landi brott í dag.
Welch í heimsókn
á Bessastöðum
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
SÝSLUMAÐURINN í Reykjavík
féllst í gær á kröfu Símans um lög-
bann við því að Og Vodafone notaði
vörumerkið „Frelsi“ eitt og sér í
tengslum við fjarskiptaþjónustu
sína. Og Vodafone hefur ákveðið að
bregðast við lögbanninu með því að
taka í notkun orðið „Málfrelsi“, fyr-
ir fyrirframgreidda farsímaþjón-
ustu sína. Félagið segist engu að
síður ósammála úrskurði sýslu-
manns og hyggst fá lögbanninu
hnekkt.
Landssíminn segir „Frelsi“
skráð vörumerki fyrir fyrirfram-
greidda farsímaþjónustu Símans
og ljóst væri að notkun Og Voda-
fone hefði brotið í bága við rétt
Símans til þess að nota vörumerkið.
Segir fyrirtækið að þess hafi verið
óskað við Og Vodafone að það hætti
notkun á vörumerkinu, en á það
hafi ekki verið fallist. Af þeim sök-
um var ákveðið að fara fram á lög-
bann.
Fram kemur í fréttatilkynningu
frá Og Vodafone að fyrirtækið telji
„frelsi“ vera algengt orð og eitt
mest notaða orð íslenskrar tungu,
sem og í öðrum tungumálum. „Ekki
verður lagt almennt bann við notk-
un þess orðs, ekki einu sinni á ein-
stökum sviðum eins og t.d. á sviði
fjarskipta. Orðið verður ekki tekið
frá fyrir einn aðila og honum veitt-
ur einkaréttur til að nota það. Eitt
af markmiðum nýrra fjarskiptalaga
er að gera fjarskipti frjáls eftir ald-
arlanga einokun og ófrelsi í fjar-
skiptum. Það kann að reynast erfitt
að fjalla um það frelsi, ef Landssími
Íslands fær einkarétt á að nota það
á þessu sviði.“
Þá kemur fram að Tal, sem ný-
verið sameinaðist Íslandssíma og
Halló, undir merkjum Og Vodafone
hafi boðið upp á fyrirframgreidda
símaþjónustu undir merkinu Tal-
frelsi. „Almennt gengur þessi þjón-
usta undir nafninu Frelsi og nýta
tugir þúsunda landsmanna þessa
þjónustu. Landssíminn fékk hins
vegar nýverið „Frelsi“ skráð sem
vörumerki undir flokknum fjar-
skiptaþjónusta. Þessu hefur Og
Vodafone mótmælt og krafist fyrir
dómstólum afskráningar á vöru-
merkinu,“ segir í fréttatilkynningu.
Síminn segir hins vegar að mörg
fyrirtæki noti skráð vörumerki til
þess að kynna sína vöru og þjón-
ustu. Fyrirtækið hafi ákveðið að
nota orðið „Frelsi“ og byggt upp
markaðssetningu í kringum það.
Því telur Síminn að Og Vodafone
hafi með ólögmætum hætti notað
orðið og því eðlilegt að þeir finni
eigið vörumerki.
Og Vodafone má ekki nota „Frelsi“
ANNA Svavarsdóttir fjallgöngukona náði tindi Cho
Oyu í Himalayafjöllunum í gærmorgun og varð þar með
fyrst íslenskra kvenna til að klífa einn hinna 14 tinda í
heiminum yfir 8.000 metra hæð og jafnframt sló hún
fjallahæðarmet íslenskra kvenna með uppgöngunni.
Hæðarmetið átti hún raunar sjálf þegar hún hækkaði
sig á fjallinu í vikunni en gamla metið setti nafna henn-
ar Anna Lára Friðriksdóttir 6.768 er hún kleif Husc-
aran í Perú árið 1987.
Anna Svavarsdóttir náði tindi Cho Oyo klukkan 10 að
staðartíma eða um kl. 4 að íslenskum tíma aðfaranótt
föstudags, en hún lagði af stað úr 7.700 metra hæð
ásamt erlendum félögum sínum og komst vandræða-
laust á tindinn. Leiðangursmenn höfðu haft áhyggjur af
óhagstæðri veðurspá rétt fyrir lokaatlöguna en þegar
til kom rættist úr veðrinu og hópurinn lagði af stað.
Feikigott útsýni var af fjallrisanum þegar hópurinn
komst upp. Fjallafólkið tók síðan stefnuna niður í 2.
búðir í 7.100 metra hæð og var gert ráð fyrir að Anna
kæmist í símasamband í dag, laugardag. Félagi hennar
tilkynnti sigurinn til Íslands um hádegið í gær úr
grunnbúðum, en hann náði tindinum fyrir nokkrum
dögum.
Anna Svarsdóttir er fjórði Íslendingurinn sem kemst
á tind Cho Oyu, en fjallið klifu fyrst Íslendingarnir
Björn Ólafsson, Einar Stefánsson og Hallgrímur Magn-
ússon árið 1995.
Anna Svavarsdóttir er tæplega þrítugur húsasmíða-
nemi og hefur áður gengið á Himalayatinda á borð við
Island Peak í 6.476 metra hæð og Lobuche East 6.119
metra hæð. Árið 2001 gerði hún tilraun til að klífa há-
tindinn Pumori sem er í 7.161 metra hæð, en varð frá
að hverfa í 6.500 metra hæð.
Anna Svavarsdóttir komst á tind Cho Oyu í gær
Fyrst íslenskra kvenna til að
klífa tind yfir 8.000 m hæð
Anna Svavarsdóttir í hlíðum Pumori 2001.
♦ ♦ ♦
ÁRLEGT landgræðsluflug Land-
græðslunnar hefst þriðjudaginn 20.
maí ef veður leyfir. Að sögn Guðjóns
Magnússonar, sviðsstjóra hjá Land-
græðslunni, verður áburði dreift á
Reykjanesi og með Suðurstrandar-
vegi vestur af Þorlákshöfn.
Guðjón segir að um 90 tonnum
verði dreift, þar af 24 tonnum sem
Áburðarverksmiðjan hefur gefið
Landgræðslunni í tilefni af 60 ára af-
mæli landgræðsluflugvélarinnar,
þristsins Páls Sveinssonar. Gjöfin
frá Áburðarverksmiðjunni verður
notuð til gróðurstyrkingar innan
landgræðslugirðingarinnar við Þor-
lákshöfn. Flugfélag Íslands gaf land-
græðslunni flugvélina árið 1972 og
hefur hún verið notuð til áburðar-
dreifingar síðan. Flugmenn í Félagi
íslenskra atvinnuflugmanna hafi
flogið Páli Sveinssyni án endurgjalds
frá upphafi landgræðsluflugsins.
Dreifa 90 tonn-
um í sumar